Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 C 15HeimiliFasteignir 3ja HERBERGJA 2ja HERBERGJA SUMARHÚS SÉRBÝLI 4-7 HERBERGJA arsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/ sveitarfélags einnig á afsal fyrir þing- lýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr- um kosti getur kaupandi fyrirgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt- is. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaup- andi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þing- lýsingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimp- ilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sekt- in fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar hús- eignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og viðbyggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nemur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönn- uði en slíkra sérupplýsinga er þá get- ið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega til- kynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að staðfesta út- hlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upp- hæðir gjalda o.fl. Skilyrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaút- hlutunar fá lóðarhafar afhent nauð- synleg gögn, svo sem mæliblað í tví- riti, svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til byggingarnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta.  Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mis- munandi eftir bæjar- og sveit- arfélögum. Upplýsingar um gatna- gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá borgarverkfræðingi en annars staðar hjá byggingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mán- uðum eftir úthlutun, 30% tólf mán- uðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun.  Framkvæmdir – Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst byggingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eft- irstöðvar gatnagerðargjalds og önn- ur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóðarafhendingu, sem kemur þegar byggingarleyfi er fengið og nauðsyn- legum framkvæmdum sveitarfélags er lokið, svo sem gatna- og holræsa- framkvæmdum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingarleyfi að liggja fyrir, lóðarafhending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrif- að upp á teikningar hjá byggingarfull- trúa. Fylla þarf út umsókn um vinnu- heimtaugarleyfi til rafmagnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undirskrift rafverktaka og húsbyggjanda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og staðfestir þá leyfið með því að greiða heimtaugargjald. Fljótlega þarf að leggja fram sökklateikningar hjá byggingarfulltrúa og fá þær stimpl- aðar en að því búnu geta fram- kvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf út- tektir á ýmsum stigum framkvæmda og sjá meistarar um að fá bygginga- fulltrúa til að framkvæma þær.  Fokhelt – Fokheldisvottorð, skil- málavottorð og lóðasamningur eru mikilvæg plögg fyrir húsbyggjendur og t.a.m. er fyrsta útborgun húsnæð- islána bundin því að fokheldisvottorð liggi fyrir. Byggingarfulltrúar gefa út fokheldisvottorð og skilmálavottorð og til að þau fáist þarf hús að vera fokhelt, lóðarúttekt að hafa farið fram og öll gjöld, sem þá eru gjald- fallin að hafa verið greidd. Skrifstofur bæja- og sveitarfélaga (í Reykjavík skrifstofa borgarstjóra) gera lóð- arsamning við lóðarleigjanda að upp- fylltum ýmsum skilyrðum, sem geta verið breytileg eftir tíma og að- stæðum. Þegar lóðarsamningi hefur verið þinglýst, getur lóðarhafi veð- sett mannvirki á lóðinni. Húsbréf  Húsbréfalán – Lán innan hús- bréfakerfisins eru svokölluð hús- bréfalán. Þau eru veitt til kaupa á notuðum íbúðum, til nýbygginga ein- staklinga, nýbygginga byggingaraðila og til endurbóta á eldra húsnæði. Annars vegar er um að ræða fast- eignaveðbréf, sem gefin eru út af íbúðarkaupanda, húsbyggjanda eða íbúðareiganda, og eru þau skuldavið- urkenningar þessara aðila. Húsbréfin sjálf koma kaupanda ekki beint við. Seljendur aftur á móti eignast hús- bréf með því að selja Íbúðalánasjóði fasteignaveðbréfin. Þar með losna seljendur við að inn- heimta afborganir af fasteignaveð- bréfunum og geta notað húsbréfin á þann hátt, sem þeir kjósa; ýmist með því að selja þau á verðbréfamarkaði, eiga þau sem sparnað eða nota hús- bréfin til að greiða með annaðhvort við kaup, eða upp í skuldir sínar. Hér að neðan er birt dæmi um þann feril, sem á sér stað við kaup á notaðri íbúð. Frekari upplýsingar ásamt al- mennri fjármálaráðgjöf í tengslum við lánveitinguna veita bankar og sparisjóðir.  Kaup á notaðri íbúð  Frumskilyrði fyrir húsbréfaláni, er að umsækjandi verður að sækja um skriflegt mat á greiðslugetu sinni hjá banka eða sparisjóði.  Þegar mat þetta er fengið, gildir það í sex mánuði.  Umsækjandi skoðar sig um á fast- eignamarkaðnum í leit að notaðri íbúð.  Þegar hann hefur í höndum sam- þykkt kauptilboð, kemur hann því til Íbúðalánasjóðs ásamt greiðslu- matskýrslu og öðrum fylgigögnum  Meti stofnunin kauptilboðið láns- hæft, fær íbúðarkaupandinn af- hent fasteignaveðbréfið til und- irritunar og hann getur gert kaupsamning.  Fasteignaveðbréfið er síðan afhent seljanda eftir undirskrift.  Því næst lætur kaupandi þinglýsa kaupsamningi og kemur afriti til seljanda.  Seljandi lætur þinglýsa fast- eignaveðbréfinu, útgefnu af kaup- andanum, sem Íbúðalánasjóður síðan kaupir og greiðir fyrir með húsbréfum. Afgreiðsla þeirra fer fram hjá Íbúðalánasjóði.  Stofnunin sér um innheimtu af- borgana af fasteignaveðbréfinu.  Lánskjör – Fasteignaveðbréfið er verðtryggt. Lánstími er 25 eða 40 ár og ársvextir eru nú 5,1%. Þeir eru fastir og breytast því ekki á lánstím- anum. Gjalddagar á nýjum fast- eignaveðbréfum eru nú mánaðarlega eða ársfjórðungslega og afborganir hefjast á 3ja reglulega gjalddaga frá útgáfu bréfsins, sé um mánaðarlega gjalddaga að ræða og öðrum reglu- lega gjalddaga sé um ársfjórðungs- lega gjalddaga að ræða. Á allar greiðslur, bæði vexti og af- borganir, eru jafnan reiknaðar verð- bætur í samræmi við neyzluvísitölu. Lántökugjald er 1%. Mánaðarleg greiðslubyrði af 1 millj. króna láni til 25 ára er í dag 5.924 kr.  Önnur lán– Íbúðalánasjóður veitir einnig fyrirgreiðslu vegna byggingar leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða, meiriháttar endurnýjunar og end- urbóta eða viðbygginga við eldra íbúðarhúsnæði. Margir lífeyrissjóðir veita einnig lán til félaga sinna vegna húsnæðis- kaupa, svo að rétt er fyrir hvern og einn að kanna rétt sinn þar. Mögu- leikar á lánum til kaupa á íbúðar- húsnæði kunna einnig að vera fyrir hendi hjá bönkum og sparisjóðum. alltaf á þriðjudögum HEIMILI/FASTEIGNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.