Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 23 HAGNAÐUR Baugs Group hf. á fyrsta ársfjórðungi 2002, sem nær yf- ir tímabilið frá mars til maí, nam 513 milljónum króna. Þar af nam hagn- aður af verslunarrekstri félagsins hér á landi og í Svíþjóð 136 milljónum, hagnaður af eignaumsýslu nam 451 milljón, en tap af rekstri félagsins í Bandaríkjunum nam 74 milljónum. Heildarvelta Baugs Group á tíma- bilinu nam 13,1 milljarði króna, sem er 84% veltuaukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Baugi Group í gær. Tryggvi Jónsson forstjóri Baugs Group segir í tilkynningunni að af- koma félagsins sé viðunandi þegar á heildina er litið. Skýr batamerki séu í rekstri á Íslandi og rekstur dóttur- og hlutdeildarfélaga Baugs-fjárfest- ingar og þróunar sé á áætlun. Hann segir að afkoma félagsins í Banda- ríkjunum hafi valdið vissum von- brigðum þótt þar horfi til betri vegar. Félagið geri ráð fyrir að áætlun um hagnað eftir skatta á yfirstandandi rekstrarári sé á áætlun. Hagnaður félagsins á árinu er áætlaður 2,1 milljarður króna og heildarvelta er áætluð 57 milljarðar. Þá eru nettóskuldir áætlaðar 12,2 milljarðar. Baugur Group hf. er eignarhalds- félag sem á og rekur Baug-Ísland, Baug-USA (starfsemi í Bandaríkjun- um) og Baug-fjárfestingu og þróun. Undir rekstrareininguna Baugur- Ísland fellur allur verslanarekstur fé- lagsins á Íslandi í matvöru, sérvöru og lyfsölu auk reksturs í Svíþjóð vegna Topshop, Miss Selfridge og Debenhams. Samtals rekur Baugur- Ísland 77 verslanir í þessum tveimur löndum. EBITDA hagnaður Baugs-Íslands á fyrsta ársfjórðungi 2002 nam 328 milljónum króna og vörusala á tíma- bilinu nam 8,3 milljörðum króna, sem er 16,5% veltuaukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Segir í til- kynningu félagsins að rekstur Baugs- Íslands hafi sýnt batamerki á tíma- bilinu. Rekstur Debenhams er sagð- ur hafa verið félaginu þungur í skauti í mars og apríl en til betri vegar horfi síðustu tvo mánuði. Þá hafi Baugur- Ísland gert nýjan samning við Deb- enhams PLC í Bretlandi sem muni lækka kostnað Baugs-Íslands við rekstur. Unnið hafi verið að hagræð- ingu og að einfalda rekstur enn frek- ar. Alls fækkaði stöðugildum hjá fyr- irtækjum Baugs-Íslands um 70 á umræddu tímabili en áhrif þess koma að mestu fram á næsta ársfjórðungi. Auknar arðgreiðslur frá Arcadia Baugur-fjárfesting og þróun held- ur utan um eignir í félögum þar sem Baugur fer ekki með daglegan rekst- ur. Helstu eignir Baugs-fjárfestingar og þróunar eru Arcadia, SMS, Fast- eignafélagið Stoðir hf. og Baugur.net. Segir í tilkynningu félagsin að hagnaður af Baugifjárfestingu og þróun skýrist að mestu leyti af hlut- deild í hagnaði Arcadia, sem hafi ver- ið að auka veltu og framlegð. Þá segir að markaðsaðilar geri ráð fyrir að EBITDA hagnaður Arcadia á þessu ári verði um 190 milljónir punda eða rúmlega 26 milljarðar króna. Fjárhagsári Arcadia lýkur 31. ágúst næstkomandi. Félagið hefur greitt upp allar skuldir sínar og sam- kvæmt tilkynningu Baugs eykur það líkur á því að arðgreiðslur aukist verulega og að Baugur-fjárfesting og þróun muni fá um 180 milljónir króna greiddar í arð frá Arcadia. Rekstur Fasteignafélagsins Stoða og SMS verslunarfélagsins í Færeyj- um hefur verið samkvæmt áætlun eftir því sem fram kemur í tilkynn- ingunni. Stoðir og Þyrping sameinuð Stjórn Baugs Group hefur sam- þykkt að auka hlut sinn í Fasteigna- félaginu Stoðum hf. vegna kaupa þess félags á hlut í Þyrpingu hf. Fé- lögin verða sameinuð undir nafni Fasteignafélagsins Stoða hf. Stjórn Baugs Group ákvað að auka hlut sinn um 500 milljónir og verða þar með fjórðungseigandi að sameinuðu fé- lagi. Í tilkynningunni segir að hið nýja sameinaða fasteignafélag verði lang- öflugasta fasteignafélag landsins með margar af bestu verslunar- og þjónustufasteignum landsins á sinni hendi, þar á meðal Kringluna, Holta- garða, Hótel Esju og Spöngina. Af verslunarrými Baugs í dag er 1/3 í eigu Stoða eða Þyrpingar. Í tilkynningunni er greint frá því að ákveðið hafi verið að færa kaup- réttarsamninga starfsfólks framveg- is til gjalda í rekstri Baugs Group hf. Hagnaður Baugs Group hf. 513 milljónir króna Heildarvelta jókst um 84% milli ára HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. á fyrri helmingi þessa árs nemur sam- tals 2.053 milljónum króna fyrir skatta. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir skatta 2.228 milljónir, en þá voru reiknuð gjöld vegna verð- lagsbreytinga alls 559 milljónir. Eftir skatta nemur hagnaður bankans á fyrri helmingi þessa árs samtals 1.647 milljónum króna en var á sama tímabili á síðasta ári 1.655 milljónir. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs var 17,6%. Frá þessu var greint í til- kynningu frá Íslandsbanka í gær. Vaxtatekjur drógust saman um 9,1% Kostnaður Íslandsbanka sem hlut- fall af tekjum var 53,9% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hreinar vaxta- tekjur bankans drógust saman um 9,1% frá sama tímabili í fyrra og seg- ir í tilkynningu bankans að það skýr- ist einkum af lækkun verðbólgu. Vaxtamunur var 2,9%, en var 3,5% á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld bankans, önnur en vaxtagjöld, jukust um 3,6% á milli ára. Framlag í afskriftareikning út- lána nam 1.126 milljónum króna, sem er 17,7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Heildareignir námu 320 milljörð- um króna í lok júní 2002 og hafa dregist saman um 8,1% frá áramót- um, einkum vegna gengisáhrifa, samkvæmt því sem segir í tilkynn- ingunni. Eigið fé nam 20 milljörðum króna í lok júní og eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 12,2%, þar af var eigin- fjárþáttur A 9,2%. Segir í tilkynningu Íslandsbanka að í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu hafi bankaráð samþykkt að lækka úti- standandi hlutafé um 100 milljónir króna. Ef verðbólgureikningsskilum hefði verið breytt hefðu gjöld vegna verðlagsbreytinga numið 130 millj- ónum króna og hagnaður lækkað sem því nemur. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að Bjarni Ármannsson og Valur Valsson, forstjórar bankans, hafi eft- irfarandi um uppgjör fyrri árshelm- ings 2002 að segja: „Rekstur ÍSB fyrstu sex mánuði ársins gekk að flestu leyti vel. Vegna lægri verðbólgu en spáð var hefur vaxtamunur dregist meira saman en gert hafði verið ráð fyrir og vaxta- tekjur því minnkað. Rekstrarkostn- aður er á áætlun. Breytingar á út- reikningi á framlagi í afskriftarreikning til að styrkja al- mennt framlag reikningsins hafa einnig áhrif á afkomu þessa tímabils en styrkja bankann til lengri tíma. Arðsemin, 17,6%, er í samræmi við langtímamarkmið bankans. Að öðru jöfnu má búast við að afkoman sé betri á síðari helmingi ársins, en mið- að við óbreytt rekstrarskilyrði og óróleika á erlendum mörkuðum er ekki sjálfgefið að hagnaður fyrir árið nái hagnaði ársins 2001 þegar reikn- að er á sambærilegum grunni. Hins vegar bendir margt til þess að ís- lenskt efnahagslíf sé að ná sér á strik á ný eftir nokkra lægð. Íslandsbanki er vel í stakk búinn til að gegna lyk- ilhlutverki í nýrri framfarasókn.“ Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka hf. á fyrri helmingi ársins 17,6% Hagnaður 1.647 milljón- ir króna                                                    !"       #    $                              %&'() *&+%' '&%,% -+%(  -%('    '*,&+%. /0&00'   **1'2 /,1'2 ,++                              !  !  !  HAGNAÐUR Nýherja hf á fyrri árs- helmingi 2002 nam 53,8 milljónum króna en sama tíma í fyrra tapaði fé- lagið 36,3 milljónum segir í tilkynn- ingu frá Nýherja. Rekstrartekjur tímabilsins í ár voru 2.074,4 milljón- um sem er 4% aukning frá fyrra ári. Á sama tíma jukust rekstrargjöld fé- lagsins um 11,8%, úr rúmum 880 milljónum í fyrra og í um 990 millj- ónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir, EBITDA, ríflega tvöfaldað- ist milli ára og var 114,2 á árinu 2001 en aðeins um 54,8 milljónir króna árið áður. Vörusala var svipuð bæði árin en þjónustutekjur jukust um 23%. Nýherji hagnaðist um 23,3 milljón- ir á gengismun á fyrri helmingi ársins en gengistap félagsins nam hins veg- ar 43,8 milljónum á sama tíma á síð- asta ári. Í tilkynningu segir að Ný- herji hafi ákveðið að halda áfram verðleiðréttum reikningsskilum í samræmi við bráðabirgðalaga- ákvæði. Væru reikningsskil hins veg- ar ekki verðleiðrétt hefði hagnaður félagsins orðið 1 milljón króna hærri á tímabilinu, en eigið fé aftur á móti 18 milljónum króna lægra. Eigið fé Nýherja var í lok tímabilsins 1.274 milljónir króna sem er tæpum 4% hærra en á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Nýherji hagnast um 54 milljónir SH HEFUR selt 5% eignarhlut sinn í kanadíska sjávarútvegs- fyrirtækinu High Liner Foods Inc. og á SH nú engin bréf í fé- laginu. Alls var hér um að ræða 495 þúsund hluti og var meðal- sölugengi þeirra 7,14 Kanada- dalir á hlut. Hagnaður fyrir skatta miðað við gengi í júlí nemur um 58 milljónum króna, að því er kemur fram í tilkynn- ingu SH. Gunnar Svavarsson fram- kvæmdastjóri SH segir hagnað- inn af sölu bréfanna hafa verið minni en ella vegna óhentugrar gengisþróunar Kanadadollars þar sem kaupin voru fjármögn- uð í annarri mynt. Kaupin voru gerð á genginu 3,85. Hann segir að kaupin á hlutnum hafi eink- um verið hugsuð sem fjárfesting sem seld yrði fyrr eða síðar. „Okkur þótti þetta félag lágt verðlagt á sínum tíma og ákváðum að skella okkur á það. Svo kom upp sú staða að gengið var orðið ásættanlegt og því var ákveðið að selja,“ sagði Gunnar. High Line Inc. stundar veiðar og vinnslu og rekur m.a. sjáv- arrétta- og pastaverksmiðjur sem selja vörur sínar til stór- markaða og veitingahúsa um gjörvalla Norður-Ameríku. SH selur hlut sinn í High Liner Foods Inc.    !     "      #$ #%% 3  4 54  67  8  8" 9$  : $  5$  ; < $& /.      2  2   2        2   2   2   4 54  &             TAP af rekstri Baugs Invest ehf. nam 74 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi rekstrarárs, þ.e. á tímabilinu frá mars til maí 2002. EBIDTA hagn- aður félagsins nam 16 milljónum króna en vörusala á tímabilinu nam 4,8 milljörðum króna. Baugur Invest ehf. er eignar- haldsfélag um fjárfestingu Baugs Group hf. í Bonus Stores Inc., sem á og rekur 384 verslanir í suð-austur- ríkjum Bandaríkjanna. Baugur Group mun ekki taka þátt í fyrirhugaðri 7 milljóna Bandaríkja- dala hlutafjáraukningu Bonus Stor- es Inc., sem eigendur félagsins hafa samþykkt að stefna að. Við hlutafjár- aukninguna mun eignarhluti Baugs Group í Bonus Stores Inc. fara niður fyrir 50% og verður því ekki hluti af samstæðuupgjöri Baugs Group frá þeim tíma. Í tilkynningu Baugs Group segir að ástæða þess að félagið muni ekki taka þátt í hlutafjáraukningu Bonus Stores Inc. sé sú, að ekki liggi fyrir ákvörðun um ráðstöfun hlutar Baugs í Arcadia og vegna frekari fjárfest- inga félagsins í sameinuðu félagi Þyrpingar og Stoða. Ákveðið að loka 20 verslunum Fram kemur í tilkynningunni að helsta skýringin á slakri afkomu Baugs Invest í Bandaríkjunum sé hár launakostnaður, en hann nam um 18% af veltu. Þá segir að gert sé ráð fyrir að þetta hlutfall lækki um- talsvert á yfirstandandi ári. Samtals hafi 212 milljónir króna verið skuld- færðar í efnahagsreikningi til að mæta kostnaði vegna lokana á versl- unum, en þegar hafi verið ákveðið að loka 20 óarðbærum verslunum fyrir lok þessa árs. Auk þessa hafi 15 verslunum verið breytt og hafi það skilað um 30% söluaukningu. Stefnt sé að því að breyta um 250 versl- unum fyrir lok apríl á næsta ári og sé áætlaður kostnaður um 14 þúsund dalir á verslun. Tap af rekstri Baugs í Bandaríkj- unum 74 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.