Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 4
Humílkon — þorpið, þar sem þrjátíu og sex börn urðu foreldralaus á einum degi, og sjö að auki misstu annaðhvort föður eða móður. Humlikon er lítið þorp, nyrzt í Sviss, ekki langt þar frá, er áin Thur fellur í Rín. Þorpsbúar eru um tvö hundruð, bændur og skyldulið þeirra. Sömu ættirnar hafa búið þarna kyn- slóð fram af kynslóð og synirnir tek- ið við jarðarskikunum af ferðum sín- um, þegar þá þraut. Húsin í þessu litla þorpi eru gömul og standa í þéttum hvirfingum, svo að næstum má segja, að þau styðji hvert annað. Gerð þeirra kemur þeim kunnuglega fyrir sjónir, sem svip- azt hafa um í Suður-Þýzkalandi og Sviss: Risið er hátt og upsirnar síðar, litlir gluggar .á stöfnum og svört strik SKipta langhliðum margra þeirra 'í óreglulega reiti. Inn á milli íbúðahúsanna eru gripahús og hlöð- ur. Yfir þessa húsahvirfingu rís mjór turn með klukku i. Það er þó ekki kirkjuturn, því að kirkja er engin í Humlikon. Þessi turn er á barna- skólanum. Við þessi hús eru litlir aldingarð- ar, en handan þorpsins lágur ás, vax- inn þéttum skógi. í skjóli hans eru akrar bændanna, frjóir og vel yrktir. Það er þrautseigt og dugmikið fólk, sem þarna býr — kjarnmikið, svissneskt sveitafólk, þrifið og nost- ursamt, vinnugefið og mjög gætið í meðferð fjármuna, enda dável efn- um búið. Karlmennirnir iðka mjög skotfimi, svo sem víða er siður i svissneskum sveitaþorpum, og þykir það mikill vegsauki að vera góð skytta. Konurnar dekra aftur á móti við blóm sín, hvenær sem tóm- stund gefst. Þar eru blóm í öllum stofugluggum, og jafnvel utan á gripahúsin hafa þær hengt blóma- kassa. Þó að þ%tta sé fasthelcMð fólk og gróið við tórfuna og hlaupi ekki eft- ir hverjum goluþyt, hefur það hug á þeim nýjungum, sem að gagni mega koma við búskapinn. Þess vegna hafði búnaðarfélag þorpsins tekið upp þann sið að efna til kynnisfarar í aðra landshluta annað hvert ár. Þá brugðu bændur sér í sparifötin, kannski þjóðbúninga, sem haldizt hafa óbreyttir í margar aldir, tóku sig upp frá búum sínum og héldu til fjarlægra staða. þar sem þeir hugðu, að eitthvað það væri að sjá, er gæti komið þeim að gagni. Enda þótt Svisslendingar séu ekki neinir forystumenn í kvenfrelsismálum, var það venja bændanna í Humlikon að bjóða konum sínum með sér í þessi ferðalög. Það var líka nytsamlegt, að þær sæju vinnubrögð fólks í öðr- um héruðum og kynntust þeim ný- mælum, er á döfinni voru. Búnaðarfélagið í Humlikon hafði ákveðið að beita sér fyrir slíkri bændaför sumarið 1963. Að þessu sinni átti að fara alla leið tii Genfar til þess að skoða fyrirmyndarbú í grennd við borgina. En þangað var löng leið, og fólkið mátti ekki vera lengi að heiman. Heyið var að vísu komið í hlöðu, en uppskerutíminn stóð sem hæst. Tómatarnir í aldin- görðunum voru fullþroskaðir, og margs konar jarðargróði annar beið þess að um hann væri hirt. Bænd- urnir í Humlikon gátu ekki fórnað néma einum degi. Þess vegna hafði fyrir löngu verið ákveðið, að þeir færu árla morguns með bifreiðum til Ziirich og flygju þaðan til Genfar. Um kvöldið átti síðan að fljúga aft- ur norður til Ziirich, svo að kom- izt yrði heim síðla kvölds eða árla nætur. Mörg hjón réðust til farar- innar, og það var ekki sízt flugferð- in, sem freistaði margra, því að ná- lega enginn maður í Humlikon hafði stigið upp í flugvél á ævi sinni, sízt húsmæðurnar. Þetta var auðvitað dýrt ferðalag, en á mörgum heimilum hafði fólk neitað sér um ýmislegt smávegis í meira en hálft ár, s'vo það gæti borgað flugfarið, án þess að útgjöldin ykjust úr hófi fram. Það voru fjörutíu og þrír Humli- konbúar, sem stigu upp i iangferða- bílinn að morgni miðvikudagsins 4. septembermánaðar 1963. Þetta var barnmargt fólk, og ungviðið, sem hrifizt hafði af tilhlökkun foreldra sinna, var líka snemma á fótum og stóð veifandi á malbikstorginu við samkomuhús þorpsins, þegar billinn rann af stað. Nú var ekið sem leið liggur til Ziirich, tæpa fimmtíu kílómetra, og haldið á Kloten-flugvöll, skammt utan við borgina, þar sem stór flug- vél beið ferðbúin. Þetta var full- komnasti og nýtízkulegasti flugvöll- ur landsins, og farartækið var stór þota. Fólkið frá Humlikon virti allt gaumgæfilega fyrir sér af þeirri ger- hygli, sem sveitamönnum er lagin — 364 llHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.