Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 6
Júrí Bondaréff SÍDLA KVÖLDS Það hriktir í gluggunum. Og gegn- um stormgnýinn má greina, að grind n í garðshliðinu skellist. Kolja legg- ur við hlustirnar, en segir síðan von- svikinn: „Það er ekki annað en ímyndun. Ég hélt, að mamma væri að koma. En þetta er vindurinn." Leikbróðir hans, Misja, vætir fing- urgóminn og flettir blaði, lítur síð- an upp úr bókinni og stynur: „En hvað það er leiðinlegt að biða svona lengi.“ Móðir Kolju er læknir sléttubú- anna í grennd við Aktjúbinsk. Morg- un hvern er komið með hestvagn frá sjúkrahúsinu til þess að sækja hana, og í honum fer lyin í sjúkra- vitjanir út á sléttuna. Hún kemur aftur heim seint á kvöldin. Nú er klukkan að verða tíu, og það ból- ar ekki á henni. Hríðin óskapast úti á sléttunni, og stormurinn gnauðar við reykháfinn og sviptir til útidyra- hurðinni, rétt eins og einhver sé að reyna að rífa hana af hjörunum. Það er veðurhljóð í öllum áttum, og stundum er eins og herbergið svífi í lausu lofti í hvirflandi mjöll, slitið úr öllum tengslum við jörð- na. Drengirnir tveir húka á setbekkn- um og gjóta öðru hverju augum til veggklukkunnar. Misja hleypir I brýnnar, reynir að sitja kyrr og grúfa sig yfir bókina. Hann ætlaði að vera farinn heim fyrir löngu, enda hafði hann sagt, að hann ætl- aði ekki að vera nema litla stund hjá leikbróður sínum. En hann verð- ur þess áskynja, að Kolja er óró- legur, og hann fáer sig ekki til að fara. Klukkan tifar linnulaust með drungalegu hljóði. Stundum er eins og eitthvað hafi bilað í henni. Pen- dúllinn kastast til, og drengirnir mæna opinmynntir á klukkuna. Það er skuggsýnt í herberginu.' Á borð- inu við setbekkinn logar á stein- olíulampa — það hefur verið raf- magnslaust í tvo daga, því að raf- línan bilaði í hríðinni. Útvarpið þeg- ir líka. í tvo daga hefur verið upp- styttulaus, öskrandi hríð. Hún bylur á gluggarúðunum og eys á þær mjöll. „En sá bylur,“ segir Misja og lít- ur upp úr bókinni. „Heyrirðu, hvern- ig hvín í öllu? Það er ekki gott að vera úti á sléttunni núna.“ Kolja virðir hann fyrir sér, hlust- ar síðan á veðurhljóðið. Allt í einu ókyrrist hann og segir: „Bara, að mamma hafi ekki villzt." „Manstu eftir dráttarvélastjóran- um, sem varð úti fyrir tveimur ár- um — hann villtist," segir Misja lág- róma. „Og í fyrra var pabbi rétt að segja orðinn úti.“ Hann er því líkastur á svipinn, að hann sé að trúa félaga sínum fyrir Ieyndarmáli. Kolja hefur oft heyrt þessa sögu. Samt vill hann heyra hana einu sinni enn. „Hvernig var það?“ spyr hann með eftirvæntingu og færir sig nær drengnum — rétt eins og hann eigi von á ævintýri. En Misja er mjög alvarlegur á svipinn. „Það er nú svo sem ekki nein saga. Pabbi fór að heiman um morg- uninn, því að það þurfti að gera við dráttarvélarnar. Það var iðulaus hríð, svo að ekki sá handa skil — þú veizt, hvernig það getur verið úti á sléttunni. Ég fór einu sinni í dráttarvélastöðina, og þá sá ég það. Pabbi ók og ók, og svo vissi hann ekki lengur, hvert hann fór. Hann var orðinn villtur. Og mamma sagði: Hann hefur sjálfsagt orðið úti. En allt í einu heyrðum við undirgang. Við hlupum út, og þá stóð pabbi í dyrunum alsnjóugur — það sást varla í hann. Mamma var að því komin að fara að gráta og pabbi sagði: „Ég slapp lifandi úr stríðinu, en nú lá nærri', að ég hefði það ekki af . . .“ Hann nuddaði fæturna á sér með snjó — þeir voru drif- hvítir.“ „Varstu ekki hræddur?" spyr Kolja lágt og horfir opinmynntur á hann. „Jú,“ stynur Misja — „skelfing var ég hræddur." Rúðurnar glamra í vindhviðunum, og drengjunum finnst, að úti fyrir standi skrímsli, sem hristi þær, tví- stígandi undir glugganum og stynj- andi af óþolinmæði. Eitthvert undarlegt, sífrandi hljóð ■berst Kolju til eyrna. „Vindurinn,“ segir hann svo lágt, að varla heyrist. „Þetta er ekki ann- að en vindurinn.“ Misja hlær lágt. „Já — auðvitað er það vindurinn. Lofaðu mér að sjá bókina þína — færðu þig nær mér.“ Kolja veltir vöngum litla stund. Svo sezt hann við hliðina á Misju. Misja dæsir og blaðar gætilega í bók- inni. En í laumi lítur hann um öxl til gluggans fyrir aftan sig. Kolja rýnir inn í skuggana í hornunum og segir lágróma: „Af hverju ertu að horfa svona kringum þig?“ „Ég er ekki að horfav neitt í kring- um mig — af hvérju segirðu það?“ svarar Misja niðurlútur. Blöðin í bókinni eru þykk, og það skrjáfar í pappírnum eins og lérefti í golu. Stundarkorn þegja þeir báð- ir. Síðan hleypir Misja í brýnnar, svelgir munnvatn sitt og segir: „Hv'ernig á ég að komast heim? Mamma fer að leita að mér.“ „Geturðu ekki verið hjá mér i nótt?“ spyr Kolja. „Mamma kemst áreiðanlega ekki heim í kvöld. Og mamma þín veit, að þú ert hjá mér.“ „Nei — ég verð að fara. Ég er ekki búinn að læra. Og ef ég læri ekki, þá kallar María mig upp að töflunni í reikningstímanum, og ég fæ tvo hjá henni“. „Farðu þá,“ segir Kolja hirðuleys- islega og langgeispar. „Þú ert kannski hræddur um, að þú verðir sneyptur, þegar þú kemur heim, þó að þú hælir þér af því í skólanum, að þú sért aldrei flengdur." Misja lætur rauðleitar augabrýnn- ar síga. Hann hikar. „Jæja — kannski ég bíði dálitla stund,“ segír hann vandræðalega og rennir enn augum til gluggans. Kolja er kominn í betra skap. Nú langar hann til þess að segja frá dá- litlu, sem hann er búinn að velta lengi fyrir sér. „Heyrðu," segir hann trúnaðar- rómi. „Ef það verður nú stríð aftur, ætlar þú þá að fara í njósnarsveit- ina?“ „Ég kemst ekki í hana,“ svarar Misja dauflega, „ég er of ungur.“ Hann leggur frá sér bókina og hugsar sig um. „Ég kæmist kannski í hana,“ held- Júrí Bondarjeff er Rússi eins og nafnið bendir til, fertug- ur acS aldri. Hann var liðsforingi í stórskotaliðinu á styrjald- arárunum, en gefur sig nú einvörðungu að ritstörfum. Marg- ar skáldsögur hans fjalla um líf Rússa á stríðsárunum, bar- áttu og raunir einstaklinganna. Þessi saga er úr smásagna- safni, sem hann lét prenta í Moskvu árið 1962. 366 llHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.