Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 13
Baksíðan var líka skrautleg. Þar hvíidist marghöfða, naflaber guð, með rautt tignarmerki á enni, á stól sínum, í upphafinni ró. herra Schierbecks væri af þeim rót- um runnin, aS hann ætlaði sér að vinna hylli almennings á íslandi, þar sem hann sækir nú um landlæknis- embættið þar, myndi honum hafa verið hollara og sjálfsagt áunnizt meira, ef hann hefði stutt hana bet- ur röksemdum, vandað orð sín betur og beint henni að einhverju öðru efni en einmitt því bitterefni, sem alþjóð manna hefur notað dagsdag- lega með mat sínum nú um tólf ára tíma og lýst ánægju sinni yfir.“ - En við slíkri illkvittni mátti svo sem búast: „Þegar einhver vara flýgur svo út, er þess sjaldan lengi að bíða, að öf- undarmenn þjóti upp eins og gor- kúlur á fjóshaugi og hrópi lastmæli sín til himins.“ Salan í Danmörku nam orðið -hálfrí milljón glasa á ári, svo að Islending- um var óhætt að fylgja fordæmum, og saga Jóns Finsens var aðeins dæmi um það, hvernig farið gat, ef þessi lífsvökvi var misnotaður og vik- ið frá hinum ágætu leiðarvísum þeirra Biillners og Lassens. Þeim þótti líka hart aðgöngu, að hnjátað skyidi í mann þann, sem þýddi á ís- lenzku lofgerð þá, sem bramanum hafði verið sungin, og áður hafði verið prentuð á mörgum þjóðtung- um — dönsku, sænsku, frönsku, þjóð- versku, finnsku, ensku, spænsku, ít- ölsku og hollenzku ,,og hafa þeir menn þýtt, er engum mun til hugar koma að segja um, að ekki beri fulla virðingu fyrir sjálfum sér og ást til ættjarðar og móðurmáls." VIII. Schierbeck var orðinn landlæknir á íslandi, þegar hin mikla höggorr- usta þeirra Biillners og Nissens hófst. Það var þegar komið á daginn, að hann lagði lítinn þokka á þær lífs- lindir, er þeir veittu um landið. Og hann vílaði ekki fyrir sér að vega á ný í sama knérunn. Annarleg rödd hins nýja landlæknis hljómaði í gegn um orrustugnýinn vorið 1884. Hann leiddi essens Nissens að mestu leyti hjá sér, en beindi geiri sínum þeirn mun meira að elixírnum: „Þessir, sem búa til hinn svo- nefnda brama-lífs-elixír, hafa um þessar mundir varað almenning við hér í blöðunum að rugla saman þeirra tilbúningi við annan svipað- an vökva frá öðrum manni í Kaup- mannahöfn, eins og það væri áríð- andi fyrir almenning, að slíkur rugl- ingur ætti sér ekki stað. Ég leyfi mér af þessu tilefni að vara almenning við þessu hvoru- tveggja og yfirhöfuð öllum svonefnd- um kynjalyfjum, sem eru vanalega þeim mun viðsjálli því meira sem er af bláum ljónum og gullnum hön- um eða forynjum á umbúðunum. Það er merkilegt., að almenningur skuli sí og æ vilja láta draga sig á tálar og kaupa geipiverði hið aum- asta samsull, sem er skrumað og skjallað um, svo sem allsherjarlyf gegn hvers konar meinsemdum. Ef þessi meðul efndu það, sem höfundar þeirra lofa, þá mundi ekki einungis hvers konar veikindi, heldur jafnvel dauðinn sjálfur vera horfinn úr heim- inum fyrir löngu, og það með að- eins einu eða tveimur slíkum meðul- um. En það er eigi sá hægðarleikur, og vér höfum allir séð, að fjöldi af þess konar lyfjum hefur streymt um heiminn og síðan fallið í gleymsku og dá, eftir að þau voru búin að rýja fátækan almúga og auðga að sama skapi þá, sem þykjast hafa fundið þau upp. Hefur ekki gratia probatumj kjöngsplástur, krónuessens og mörg fleiri af líku tagi haft sama gengi um tíma eins og brama-lífs-elixír? Ég vona, að þessi brama-Iífs-elixír, sem hér gengur nú um land, réni bráðlega og að tjón það, er landið bíður, bæði fyrir það, að mikið fé fer þannig út úr landinu til ónýtis, og eins með því, að heilsa manna r t Ht 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 373

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.