Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 7
ui hann áfram. „en mamma er svo . . .“ „Uss, vitleysa,*' segir Kolja. ,Ef landið okkar lenti í stríði við fasist- ana. Mamma myndi áreiðanlega sleppa mér. Alveg eins og hún lof aði pabba að fara . ..“ Kolja starir á þilið þar sem mynd af föður hans hangir í svörtum ramma. „Pabbi var í stórskotaliðinu," held- ur hann áfram. „Hann barðist við tígrana, bryndrekana þýzku, og hann hélt áfram að skjóta. þó að hann særðist. Hann eyðilagði fimm bryn- dreka." „Svoleiðis er pabbi líka," hvíslar Misja. „Það er ekkert til, sem hann hræðist." „En þú ert hræddur,“ segir Kolja tortrygginn. „Nei. Hvernig dettur þér það i hug?“ „En það var ekki bara pabbi, sem var hugaður. Mamma er það líka. Það sér ekki út úr augunum núna, og þó fór hún.“ Kolja þegir litla stund, en bætir svo við, alvarlegur í bragði: „Hún er alveg eins og pabbi var. Pabbi sagði það sjálfur, að hún væri lík sér.“ „Kolja," segir Misja undurlágt. „Ert þú líka líkur pabba þínum?“ Kolju verður litið til gluggans. „Ég veit það ekki,“ segir hann dapurlega. „Pabbi sagði aldrei neitt um mig.“ „Heldurðu, að þeir létu okkur fá vélbyssur?" spyr Misja allt í einu. Kolja hleypir í brýnnar. „Auðvitað, það gerðu þeir. Ég myndi . . . Ég er viss um, að ég er eins og pabbi. Ég myndi ekki verða hræddur. Við fylgjumst að, þú og ég. Og hjálpum hvor öðrum í stríð- inu.“ „Já,“ segir Misja. „Það er ekki gott að vera einn. Það er betra, að við séum tveir saman. Þá getum við hjálpað hvor öðrum." Nú þegja þeir báðir um stund: Kolju verður litið á pappírshnífinn — skaftið er úr skel. Og nú segir hann: „Pabbi gaf mér þennan hníf. Hann eignaðist hann á vígstöðvunum. Ég á hann til minningar um hann. Finnst þér hann ekki fallegur?" „Jú. En hann er ekki beittur," segir Misja og reynir eggina á nögl sér. „Og hann er Iéttur líka. Eins og fjöður.“ „Ég á að gæta þess að týna hon- um ekki.“ „Uss — nú er gengið um — heyr- irðu það ekki?“ hvíslar Misja. „Uppi á loftinu — hlustaðu. Þetta er fóta- tak . . . Eða kannski mamma sé kom- in að sækja mig?“ Hann starir á Kolju og hreyfir sig ekki „Nei — þetta er bylurinn,“ svar- ar Kolja eins stillilega og hann get- ur. „Varð þér kannski bilt við? Ef við eigum að fara í stríð .. Misja deplar augunum og vætir varirnar: „Það er verst með mömmu. Nú er hún á hlaupum um þorpið að leita að mér. ’Ég fór beint til þín, þegar ég kom »úr skólanum. En sjálfur er ég ekki hræddur við neitt. Nú verð ég að fara heim.“ Misja lítur vandræðalega til hlið- ar. Hann skammast sín innilega fyr- ir það, sem hann hefur sagt. „Jæja þá,“ segir Kolja og stendur upp. „Þú skalt fara heim, Misja. Ég lái þér það ekki. Ég verð hér bara einn.“ Misja lyftir rauðum augnabrúnun- um og lítur óttasleginn á Kolju. En Kolja lætur hann ekki komast að með nein undanbrögð. „Farðu heim, Misja. Ég skal ekki verða vondur — því lofa ég,“ segir hann aftur. En Misja er seinn í svifum. Hann er á báðum áttum. Hvernig getur hann skilið vin sinn eftir einan? Loks afræður hann þó að fara. Kolja lokar útidyrunum á eftir honum, og allt í einu finnst honum hann vera orðinn svo undarlega lítill. Jæja, hugsar hann, o-jæja. Ekki er ég þó hræddur — það er bót í máli. Og það hafði sjálfsagt verið farið að undrast um Misju. En allt er undarlega autt og hljótt, þegar Misja er farinn. Og Kolja er ekki lengur jafnöruggur og áður. Hann tyllir sér á stól og reynir að reka frá sér dapurlegar hugsanir með því að gera sér í hugarlund, hvernig mamma hans berji á glugg ann, þegar hún kemur heim. Og þeg- rfMINN'- SUNNUDAGSBLAÐ 367

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.