Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 21
alls Grænlands, unz þa'ð var flutt til Garða. Ástæðan til þess, að biskups- setrið var upphaflega í Vestribyggð getur verið sú, að þar hafi verið eina kirkjan, sem þótti nógu vegleg til þess að vera fyrsta dómkirkja Grænlands — fyrsta dómkirkjan á vestri helmingi jarðar." Þetta hvort tveggja, þingstaðinn og hina fyrstu dómkirkju, telur 3jörg mose sig hafa fundið í fyrrasumar. Og kirkju þessa ætlar hann hafa ver- ið næststærstu kirkju Grænlands, níu metra á breidd og nítján metra á lengd. Garðakirkja er ein stærri, sextán metrar á breidd og tuttugu og sjö á lengd. Þó er þess að gæta. að hún hefur ekki verið svo stór upphaflega, heldur byggt við hana síðar. En Hvalseyjarkirkja er sem kunnugt er sú kirkja Grænlands, sem bezt hefur varðveitzt, enda hefur kalk verið notað í samskeyti öll. Hún er og mun yngri. Kirkjurúst sú, sem Björgmose tel- ur sig hafa fundið, var öll vaxin þéttu kjarri, þriggja til fjögurra metra háu, og stóð lítið upp úr jarð veginum. Um miðbik sumars, þegar kjarrið er laufgað, mætti ganga þar hjá, án þess að veita henni athygli, segir hann. Þó var austurgaflinn, sem hulinn var þéttu kjarri., Iítt skaddaður i tveggja metra hæð. Þykkt veggja mældust honum hundr að og sjötíu sentimetrar. Kór hefur verið að austan, höfuðdyr á vestur- gafli og fram af tveir jafnhliða stein- garðar. Nokkurn spöl frá kirkjurústunum, handan við dálitinn röðul. telur Björgmose sig einnig hafa íundið hinn forna þingstað Vestribyggðar, þó ekki í meiri fjarlægð en svo, að klukknahringingar í kirkjunni máttu glöggt heyrst á þingstaðnum, líkt og á Þingvöllum. Þar hefur verið umgirt svæði, um seytján metrar á hvorn veg, og út frá þvi er röð vallgróinna rústa, þétt saman. Það ætlar hann búðarústir, og virðast hon um þær mjög áþekkar því, sem búð- um á Þingvöllum er lýst. Þær hafa verið frá þremur metrum á hvorn veg að utanmáli upp í hálfan fimmta metra á annan veginn og sex á hinn. Á þessu er þó erfitt að henda reið- ur, því að um tuttugu sentimetra þykkt lag af mosa og skófum er ofan á rústunum, Á hinn bóginn hafði Björgmose ekki leyfi til þess að grafa í slíkar rústir, og varð hann því að láta sér nægja að mæla þær og mynda, án þess að hreyfa við þéim. Loks fann hann þarna gamla *tein- byggingu, sem var rúmir fjórir metr- ar á annan veginn, en rúmir sex á hinn. Veggirnir stóðu enn hálfan metra upp úr jörðu, metri á þykkt. Til bráðabirgða nefnir hann þessa byggingu birgðaskemmu þingstaðar- ins. Um hálfan kilómetra frá þingstaðn um og kirkjunni fann Björgmose loks þess merki, að bær hefði stað- ið. Þar ætlar hann fornt höfðingja- setur, enda eru þarna mikil land flæmi, sem eru grjótlaus með öllu. Hann segii sig glögglega hafa séð merki fornra reiðgatna, er sýni að þarna hefur verið mikil mannaferð. og leifar gamals áveituskurðar, sem vitnar um atorku þingbóndans. Hann er ekki í vafa um, að þarna hafi Steinsnes verið. Færir hann það og til líkinda, að skammt frá geng ur fram í sjóinn grýtt nes, sem set- ur svip á landið, einkum af sjó, og ei þetta eina nesið af því tagi á stóru svæði. Þessar bæjarrústir eru merkt- ar á landabréfi, en hafa aldrei verið rannsakaðar. Ef til vill hafa forn leifafræðingar aldrei komið á stað inn sjálfir. Eitt er þó, sem vantar til þess, aö allt falli í ljúfa löð. Hópið, sem hann ætlaði upphaflega að leita að, fann hann ekki. Það er þó lykill alls hins. Þegar hann sneri heimleið- is, var lágsjávað. og reyndi hann þá eftir föngum að- athuga botninn við landið. Virtust honum malarrif. sem grunnt var á, þarna fram undan Hafi þetta við rök að styðjast, yrði skýringin að vera sú, að landið hafi sigið síðan á dögum Grænlendinga hinna, fornu. IV. Rasmus Björgmose hefur fleira i pokahorninu. Hann vitnar til þess, að hinn íslenzki bóndi Björn á Skarðsá, segi svo frá, að um r.íutíu bæir hafi verið í Vestribyggð. Sjötíu og ein bæjarrúst er kunn. og ef til Framhald af 375. si8u. svo mjög sem magaþrautir höfðu þjakað hana, Pétri Karli Kristjáns- syni, söðlasmið í Osted, sem kvald ist í meira en fimm ár af „ógur- legum taugaverkjum, höfuðpínu og alls konar magaveiki" og sá framtíð- ina í svartnættisþoku, fékk bata a fjórtim dögum og fulla heilsu af fjórum glösum. 'Og svo var það síð ast en ekki sízt Níels Nielsen i Loft húsi, sem gekk milli vanmáltugra lækna, sleginn blóðþrota í fótunum í átta ár: Einnig hann fékk bata, þegar hann mundaði bramaglasið og dreypti á lífsveigum hins indverska guðs. Ekki skorti lækna, sem vottuðu að þetta væri satt: dr. med. Zils í Berlín. H.J. Sannes í Kristjáníu, dr. Winslöv í Nakskov, dr. Bohlen, héraðslæknir í Gotha, dr. Hess, lyf- sölumaður og eiðsvarinn efnafræðing ur. vill má bæta við þá tölu þremur, sem Helgi Ingstad telur sig hafa fundið. Þegar Björgmose fór að leita hópsins í Agnafirði, álítur hann sig hafa fundið þrjá nýja staði, þar sem vera má. að bæjarrústir leynist. Hann hefur og spurnir af rúst í Qúgssúk, þar sem hann ætlar helzt, að Loðinsfjörður hafi verið, og leiðir í getur, að rústir muni vera í Fiski- firði (Straumsfirði) og inni í landi á leið þaðan úr Qúgssúk. Leggur hann mikla áherzlu á fornleifarannsóknir í Fiskifirði og í hreindýraiöndunum milli Fiskifjarðar og Góðvonarfjarð- ar og lengra norður, ef það kynni að varpa Ijósi á ferðir hinna fornu Grænlendinga í Norðursetu og leiða til niðurstöðu um það, hvar vai Króksfjarðarheiði og Greip- ar, er leita ber einhvers staðar í grennd við Egedes- minni eða Holsteinsborg. Hréindýva- veiðimenn fara enn sumar hvert á hin miklu. auðu landflæmi norðan við Góðvonarfjörð, og þeii segja þá sögu, að þar séu á stöku stað græn- ir blettir. sem bent gætu til manna- vistar fyrr á öldum, til dæmis við vatnið Taserssúk. sem þeir segja stórt sem haf. Þai eru líka langar raðir af vörðum, sem einhverjir veiði menn hafa hlaðið til þess að auð- velda sér að reka hreindýrin í kvíar eða á sund í ár og vötn, þar sem auðvelt var að fella þau „Geta -verk- færi. einhverjar smávægilegar leifar á þessum stöðum, bent til þess. hvaða fólk hefur verið þarna að verki?“ spyr Björgmose. „Það er kunnugt, að norrænir menn notuðu slíkar veiði- aðferðir “ ísienzkt vottorð kom þó ekki fram á sjónarsviðið fyrr en árið 1888. Það hljóðaði á þessa leið: „Ég net i mörg ár vérið þjáður af magaveiki og brjóstþyngslum, > ing- andi hósta og uppgangi frá brjóstinu, án þess að mér gæti batnað við lækn- ingatilraunir ýmissa lækna En þegar brama-lífs-elixír Mansfelds-Biillners & Lassens fói að flytjast hingað til lands, fór ég að reyna bitter þenn- an, og eftir að ég hafði brúkað hann í eitt og hálft ár, var mér mikið farið að skána. Síðan hætti éf. að brúka hann og brúkaði hann ekki í tvö ár. En þá fór ég að kenna sama sjúkleika aftur, svo ég tók að nýju að brúka brama-lífs-elixírinn og brúka nú bitter þennan stöðugt og er nú aftur á góðum batavegi. Þetta vil ég tilkynna almenningi, svo að aðrir, sem líkt stendur á fyrir, geti leitað sér heilsubótar með áðurnefnd KYNJALYF NÍTJÁNDU ALDAR - rÍMINN - sunnudagsblab 381

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.