Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 18
í myrkvuðum huga varð dýrlegur dagur. Draumurinn þessi var skínandi fagur. Hressti og gladdi með glæstustu vonum Gamlir menn dóu í sælu frá honum. En stundum var skíma á skammdegisóttu f skoti var setið langt fram eftir nóttu. Og bréfið varð lengra en landplága á Fróni og lestrarnir hjá honum meistara Jóni. Og langþreyttum skrifara léttir um hjarta. Lausnarorð sér hann á pappírnum skarta. Vökudraum ræður hann. Rangt er að kvíða. Rétt er að vona og æðrulaus bíða. Það má nú segja, að önnur er öldiit. Enginn er framar við skriftir á kvöldin, hvernig sem skólunum greidd eru gjöldin og gengur næst stjörnunum einkunnafjöldinn. Menn öskra í landsímann áhyggjur sínar. En oft kemur fyrir, að sambandið dvínar. Svo vinirnir heyra þá helminginn bara og hafa ekki i fátinu rænu á að svara. í sjö ára útlegð var sendur einn fóli. Svínmennið Bakkus var óþrifadrjóli. Þá sást aldrei maður á miðnæturróli. Og menningarsetur var Mrkja og skóli. Til voru menn, sem að undu þvi illa að eiga ekki í stríði við meltingarkvilla og mega ekki friði og fjármunum spilla. — Svo frjálst varð á ný þennan Balckus að hy1'-' Þeir sögðu það fjötur á frjálsræði manna að fá ekki að drekka með ölkærum granna. Það kváðu þeir sköpunarsöguna sanna, að syndina þýði-ekki vitund að banna. Þeir hækkuðu sóninn og sögðu í bræði að sumblið og ofþemban iistina glæði, skáldmennin grípi þá guðdómlegt æði, þá geti þau meitlað sín fegurstu kvæði. Þá var ég lítið á átjánda ári, er upphafið sá ég á þjóðskæðu fári. Mér birtist i fyrsta sinn brennivínsdári, með blóðugar granir og klístur f hári. Hann staðnæmdist æstur hjá einhverjum gestí Og át upp það sama á mínútu fresti. Hann kvaðst vera glíminn og garpur hinn mes' og gæti vej jafnhattað fullorðnum hesti. Hann kvaðst geta sungið og sagði það reiður, að sér bæri án efa listamannsheiður. Hann settist á bekkinn og byrjaði á lagi og beljaði um stund eins og tarfur i flagi. Hann lézt vera birgur af ljómandi vonum og löngum á fundum með glæstustu konum, hann gæti bráðlega búist við sonum, hvað björgulegt væri, ef þeir líktust honum. Þá kom þar inn svífandi svolítill angi, svipurinn bjartur og kafrjóður vangi, því hiti vár úti, og hún kom af gangi, hýreygð, með ástkæra brúðu í fangi. Barnið sitt þreif hann með biksvartri hendi * og beljaði: Þig ætti að flengja með vendi og lúberja á eftir hvert einasta kvendi, en einkum þó hana. Ég veit, hver þig sendi^ Guð skapaði manninn í mynd sinni forðum, ef megum við trúa þeim ritningarorðum. Ég hugsaði agndofa: Ekki er hann fríður, orðbragðið snoturt né rómurinn blíður. Og því flyt ég skáldunum þakkirnar núna, að þau hafa matbúið áfengistrúna. En súpan er væmin! Það segi ég bara. Sori við botninn! Og hana ætti að spara. Hver vex nú upp seytján ár samfleytt í friði og sér ekki neitt af þeim görótta miði, sem æskuna hryggir og afskræmir siði, en oft verður fjárafladólgum að liði? í mörgu er hún undarleg, menningin núna. Mænirinn gnæfir, en stoðirnar fúna. Þeir lenda í ánni, sem ætla yfir brúna, án þess að frelsast við dollaratrúna. Æskan fær snemma að njóta sín núna. Nýfermdur drengur er skilinn við frúna. Séð hef ég marga úr sveitinni flúna á svipuðum aldri til stórræða búna. Nú ætti á mikilli menningu að bóla. Margur er þriðjung af ævinni á skóla. Um vegleysur þarf enginn þreyttur að róla, af þunglyndi ærast og ganga í hóla. Hvað er að ungmennum, hraustum og stórum. sem hneigjast að rugli og Skottum og Mórum. leirburði, trúðum og alls konar órum — og eiga til stundum að ganga á fjórum? iflBINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.