Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 5
flugvélina, sem það átti að fara með, og margt annað, sem þvi var ný- næmi að sjá. En því gafst stuttur tíml til þess. Flugvélin átti að hefja sig á loft klukkan tuttugu mínútur yfir sex, og Svisslendingar eru menn, sem fylgja áætlunum. Farþegunum var sagt að fara upp í flugvélina og koma sér fyrir í sætunum. Hreyflarnir voru ræstir, og innan lítillar stundar rann hún af stað með áttatíu menn og hóf sig á }oft. Nokkur uggur var í þeim, sem ekki höfðu flogið áður, því að veður var drungalegt, lágskýj- að og fjöll öll hulin þokumuggu. Fólkið starði samt hugfangið út um gluggana á meðan til jarðar sást. Fyrir neðan það var vatnið og borg- in og Limmatáin, sem gegnum hana rennur. Bílarnir voru eins og litlar bjöllur á strætum og vegum, húsin lík'tust kubbum. Hinar miklu bygg- ingar háskólans uppi í brekkunum handan við Limmat sýndust ekki lengur jafnstórkostlegar og af jörðu neðan, og Heilagsandabanki, þar sem efnamenn utan úr sveitum áttu frankana sína á vöxtum, varð alls ekki greindur frá öðrum húsum kubbaborgarinnar. En innan lítillar stundar hvarf allt í móðu. Það var margt nýstárlegt, sem bar fyrir þá, er ekki höfðu fyrr flogið. En því miður varð flugferðin ekki löng. Það voru ekki nema átta mín- útur liðnar frá flugtaki, er spreng- ing varð í flugvélinni. Hún steypt- ist til jarðar við þorpið Diirrenaseh. Minnstu munaði, að hún lenti á þaki korkverksmiðju, þar sem átta; tíu menn voru komnir til vinnu. í þess stað skall hún á þak bændabýlis í útjaðri þorpsins, tætti það sund- ur og kastaðist út á kartöfluekru skammt frá. Jafnskjótt og hún stað- næmdist þar, kvað við önnur spreng- ing, sem sundraði flugvélinni og myndaði stóran gíg í jörðina. Brot- in úr henni þeyttust langar leiðir, og rúður brotnuðu víða í húsum í þorpinu. Enginn maður, sem í flug- vélinni var, komst lífs af. Flest líkin tættust meira að segja sundur: Lík- amshlutar lágu á víð og dreif, þegar að var komið. Þarna fórst fimmti hver íbúi litla þorpsins við Thurfljót. Þeirra á með- al voru nálega allir forsvarsmenn þess — engin sveitarstjórn var þar framar til. Þarna fórust líka póst- meistarinn, slökkviliðsstjórinn og veitingahúseigandinn. Þrjátíu og sex börn urðu foreldralaus á einu andar- taki, og þar að auki misstu sjö ann- aðhvort föður sinn eða móður. Meira en þriðjungur uppkomins fólks í Humlikon, sem á vinnualdri var, beið bana á einu og sama andartaki. Bændurnir áttu ekki afturkvæmt til þess að sinna tómötunum sínum, húsfreyjurnar komu ekki heim tB Framhald á 382. siðu. Börnin f Humilkon á leiS í skóiann í vikunni eftir aS slysiS varS. Lífið hefut skyndilega breytt um svip: ÞaS er horfiS, er þeim var hugfólgnast, og verSur ekkl endurheimt. f f M I N N — SUNNUDAGSBLAB 365

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.