Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 20
í steininn dágóða mynd af konusköp- um. Háðfuglinn frá Kapisígdlít sá sér færi á að koma steininum þar fyrir, er greifinn var að vinna, gekk svo frá, að hann hlaut að reka í hann augun, þegar hann kæmi aftur að loknu vinnuhléi. Nú fann greifinn tálgusteininn, velti honum milli handa sér og skoð- aði hann gaumgæfilega, en við Græn- lendingarnir horfðum á og reyndum að láta eins og ekkert væri. Síðan kom hann til okkar og spurði, hvað þetta væri. Háðfuglinn einn gat kom- ið upp orði. Hann sagði, auðvitað með miklum alvörusvip: „Svona mynduðu forfeður okkar sólina!“ Björgmose segir, að þetta hafi ver- ið tekið gott og gilt, Grænlending- unum til mikillar skemmtunar. „En sé þessa getið í vísindaritum," bætir hann við, „þá gæti þessi saga kann- ski orðið þess, að leiðréttingar þætti við þurfa.“ II. Síðan snýr Björgmose sér að aðal- efni greinar sinnar, fjörðunum í Vestribyggð. Um þúsundir ára, segir hann, hafa sæfarar notað áberandi staði á landi til leiðbeiningar á sjó- ferðum — há og sérkennileg fjöll, axlir og gnýpur, víkur og voga og á seinni tímum kirkjuturna og myllur. Enn í dag er svo gert á Grænlandi, og hefur það þó miklu fremur verið gert á snekkjum og knörrum fyrr á öldum, þegar hvorki voru til sjó- kort né áttavitar nútímans. Af þessu mætti draga þá ályktun, að firðir og flóar tækju nafn af þeim kennimerkj um, sem mest ber á af sjó. Sá, sem vill finna hinum fornu nöfnum stað, verður að hafa þetta í huga, og siglingar á skonnortum við strendur Grænlands gefa næg tækifæri til þess. Þessu næst vitnar Björgmose til þess, að Daníel Bruun telji firðina í Vestribyggð frá suðri til norðurs í þessari röð: Lýsufjörður (með kirkju á Sand- nesi, nú Ameralík). Hornafjörður. Andafjörður (með kirkju, sem seinna fannst í Písígsarfíkfirði.) Svartifjörður. Agnafjörður (með kirkju við Hóp, sem er óþekkt, eða var það að minnsta kosti til skamms tíma.) Rangafjörður (kirkja í Ánavík, nú Újaragssúít í Góðvonarfirði.) Leirufjörður. Loðinsfjörður. Straumsfjörður (kirkja, enn óþekkt). Eyjafjörður. Daniel Bruun getur þess, að lík- legt sé, að Hornafjörður se kenndur við horn eða gnæfandi fjall, og tæp- lr á því, að svo kunni Písígssarfík- fjörður að htfa heitið. „En mér virð- ist miklu sennilegra," segir Björg- mose, „að hinum fornu víkingum hafi farið líkt og flestum á okkar dögum, er koma í fyrsta skipti sigl- andi fyrir nesið, þar sem Góðvon er nú: Eitt hið fyrsta, sem athyglin beinist að, þegar fyrsti fjarðararmur- inn opnast til austurs, er dálítið skakkur fjallstindur, sem ber við austurloft, mikill um sig að neðan, en keilumyndaður efst. Ósjálfrátt spyr maður áhöfnina um nafn á hon- um, og sífellt er svarið hið sama: Ég veit það ekki, hann er líklega nafnlaus.11 Þessi tindur er „horn“, en þau fjöll, sem Bruun nefndi, eru það ýmist ekki eða breyta alveg um svip, þegar komið er inn fyrir Góðvon, sem á dögum hinna fornu landnáms- manna hefur ekki verið mikilvægur staður á nokkurn hátt — einungis lítilfjörleg nes, þar sem oft var vont í sjó. „Hornafjörður ætti eftir þessari ályktun," segir Björgmose," að vera fjörðurinn milli Góðvonar og Söðul- eyjar suður um Mikley og inn til Qorqút. Sé þetta svo, verður lega Andafjarðar, sem er þekkt, eðlileg, en kæmi að öðrum kosti, kemur hún mjög undarlega fyrir . . . Fjórði fjörðurinn hét Svartifjörður, og það hlýtur að vera sá fjörður, er það nafn ber enn.“ Hann er mjög svip- dimmur: Brattar, skuggalegar hlíðar helga þetta nafn í nútíð og fortið. Það er fimmti fjörðurinn, sem mestu varðar að_ finna réttan stað, segir Björgmose. í Agnafirði var hóp, og við það hóp var kirkja. Þar var líka þingstaður Vestribyggðar. „Sam- kvæmt því, sem áður er sagt, má það sennilegt þykja, að hann hafi verið grein af Góðvonarfirði norðan við Qornoq. Af dæmum úr Eystri- byggð á Suður-Grænlandi sést, að fjörður hefur ekki endilega þurft að vera stór til þess að hljóta nafn. Reynum því að víkja því úr huga okkar, að allt heitir þetta Góðvon- arfjörður á uppdráttum okkar, því að ekki þarf að hafa verið litið á fjörðinn allan sem órjúfanlega heild á fyrri tímum. Það skipti þá meira máli, í hvaða röð skip ætlaði að vitja byggðra staða.“ Það hefur lengi verið vitað, að Rangafjörður, þar sem kirkjan í Ána- vík var, var Góðvonarfjörðurinn eða hluti hans, og það er ekki ósennilegt, a_ð Agnafjörður hafi verið_ milli Újaragssúít, þar sem rústir Ánavík- urkirkju fundust, og Svartafjarðar. Síðan ályktar hann, þótt hann segi það öllu hæpnara, að Leirufjörður hafi verið smáfjörður, er gengur úr botni Góðvonarfjarðar. Rökstyður hann þetta með því, að þar eru leir- ur svo miklar, að nálega er ógerlegt að fara hann inn í botn um fjöru. Þaðan liggur leið til ágætra hrein- dýralanda, og rústir eru bæði í firð- inum sjálfum og langt inni í landi, fast við jaðar jökulsins. Telur Björg- mose, að þar hafi verið meiri byggð en menn hafa enn gert sér grein fyrir og styður það við frásagnir Grænlendinga, sem nú eru uppi. Loð- insfjörður ætlar hann annað hvort smáfjörð, er gengur norðaustur íy: Góðvonarfirði mjög miðfirðis eða sundið milli Bjarneyjar og Mikleyjar. Loks getur hann þess til, að Straums- fjörður hafi verið þar, sem nú heitir Fiskifjörður, og Eyjafjörður hln nyrðri grein hans. Þó hafa rústir norrænna manna ekki fundizt þar enn. Þangað norður telur hann, að norrænir menn hafi farið á land úr Góðvonarfirði, enda enn siður hrein- dýraveiðimanna. Utan þessara helztu byggðarlaga írr.yndar Björgmose sér, að verið hafi afskekktir bæir, þar sem fólk lifði á veiðum og fiskafla, og norðan við þetta svæði var síðan Norðurseta, hin miklu veiðilönd, er voru útver hinna fornu Grænlendinga. III. Þessi grein Rasmusar Björgmoses birtist í danska tímaritinu Grænland í júlímánuði í fyrra. En áður en hún birtist höfðu ný tíðindi gerzt. í júní- mánuði gerði hann út leiðangur til þess að leita hópsins í Agnafirði. Hópið fann hann að vísu ekki, en í þess stað fornar rústir, sem honum þykja gera mjög líklegt, að þar hafi Agnafjörður verið, svo sem hann hugði. Um þetta og aðrar rannsókn- ir sínar og kenningar skrifaði hann nýja grein, sem birtist í síðasta- hefti Grænlands. „Hingað til,“ segir hann, „hafa menn talið sem kunnugt er, að hin fyrsta dómkirkja hafi verið á Sand- nesi í Ameralíkfirði (Rangafirði). Þetta getur ekki verið rétt. Menn hafa rökstutt þetta með því, að þar var stærsta kirkjan í Vestribyggð.og þar var stærsta býlið og frjósamasta landið. í þokkabót greip Finnur Jóns son til þess bragðs að geta þess til, að Sandnes væri sama og Steinsnes, sem fonáðamaður Garða, ívar Bárð- arson, getur svo árið '.348, er hann kom í hina yfirgefnu Vestribyggð: „Úti í Vestribyggð er stór kirkja, sem heitir Steinsneskirkja. Þar var um eitt skeið dómkirkja og biskups- setur“. Björgmose segir, að sú hugsun hafi sótt á sig, að Vestribyggð hafi ekki verið losaraleg og tilviljunar- kennd byggð fólks . á dreifð- um bæjum, heldur sjálfstætt og sjálfbjarga samfélag í bandalagi við Eystribyggð, með fastmótað rétt- arAir og stjórn. „Þetta yzta þjóðfé- lag í menningarheimi miðalda átti sér, að mínu áliti, bækistöð við Hóp í Agnafirði, þar sem bæði var háð þing og um tíma var biskupssetur 380 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.