Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Blaðsíða 10
Sé8 inn til fossa í botni ArnarfjarSar, þar sem Mjólkárvirkjun hefur veriS reist, en norðan fjarðar er Auð- kúluhreppur og Hrafnseyri út með firðinum. ur var að mannkostum og mann- gæzku, er þeirra tíma aldarandi hafði ékki áhrif á. Hanri vann læknisverk, og hjálpsemi hans var við brugðið. Afkomendur hans höfðu lengi bú- setu á Eyri. og báru sumir nafn hans. Þeir hafa áreiðanlega haft full- an hug á því að efla virðingu um nafn hans, og þá var nærtækast að tengja nafn hans staðnum, þar sem hann vann læknis- og fórnarverk sín og önnur þau manndómsafrek, sem tengd eru lífi hans og starfi. En auðvitað eru þetta þó aðeins líkur, en engin fullgild sannindi. En víð- ar má leita heimilda. Er þá nærtæk- ast að skyggnast um á landakortum, sem til eru, og sjá, hvað þar er skráð. Ég lagði því leið mína í skrif- stofu landmælinga og kortagerðar, til þess að forvitnasl um þessa hluti og'fékk þar hina ákjósanlegustu fyr- irgreiðslu Ágústs Böðvarssonar. Þótti mér forvitnilegt að fletta þar göml- um kortum, sem óhætt má fullyrða, að geymi rétt nafn staðarins, svo að ekki verði um villzt. . — Og hver varð niðurstaðan? — Elzta kort.ið, sem þarna var til- tækt er frá árinu 1734. Þeir, sem að því korti unnu, voru danski mæl- ingamaðurinn Knopf og íslendingur- inn Magnús Arason, sem raunar drukknaði á Breiðafirði við mæl- ingaundirbúning að . þessu korti. Mætti ætla, að heimild íslenzks manns, sem að þessu hefur unnið, dygði sem sönnun nokkuð langt fram í tíma. Þárna er nafn staðarins JSta^nseyri. Næsta kort er frá 1780 og ber nöfn Ólafs Ólavíusar og Jóns Eiriks- sonar. Þar er nafnið líka Hrafnseyri. Þarna eru gegnir menn að verki. Ár- ið 1820 er gefið út danskt sjókort. Þá er staðarnafnið orðið Rafnseyri, og svo er einnig á korti Björns Gunnlaugssonar, og þannig hefur það oftast verið ritað til þessa tíma. En með þessum upplýsingum tel ég, að fullgildar sannanir séu lagðar fram fyrir réttmæti nafnsins Ilrafns- eyri á fæðingarstað Jóns Sigurðsson- ar. Landmælingar ríkisins undir for- ustu Ágústs Böðvarssonar hafa líka þegar leiðrétt nafnið á íslandskort- inu, og að þeirra dæmi ætti þjóð- in öll að fara í ræðu sinni og riti. — Hver var aðalhvatamaður að því, að hafizt var handa um endur- reisn Ilrafnseyrar í minningu Jóns Sigurðssonar? — Séra Böðvar Bjarnason á Hrafnseyri, en fleiri ágætir áliuga- menn munu hafa að því stutt. Það var nokkru fyrir aldarafmæli forset- ans-1911, að tillögur komu fram um þetta. Séra Böðvar var, ásamt öðr- um mætum mönnum, til þess kjör- inn af sýslunefnd Vestur-ísafjarðar- sýslu að hrinda þessu máli í fram- kvæmd á viðeigandi og virðulegan hátt. Var efnt til hátíðar, sem vel tókst, enda lögðu þar margir lið til þess að gera stundina hátíðlega og ógleymanlega þeim, sem þar voru staddir 17. júní 1911. Skáld og tón- listarmenn þeirra tíma tóku hönd- um saman og' sömdu ljóð og lög, er flutt voru þar í fyrsta sinn. Einn- ig kom fram söngflokkur úr nálægu kauptúni, og ræðumenn dagsins voru margir. Aðalatriði þessarar hátíðar var afhjúpun þess minnismerkis, 'er þar hafði verið reist. Með þessu var undirstrikað, að héraðsmenn vildvj, að minning Jóns Sigurðssonar væri tengd fæðingarstað hans órjúfandi böndum. Þetta framtak ber okkur síðari tíma mönnum að virða og þakka, og óskir um að halda verk- inu áfram eiga að vera sameiginleg- ar óskir allrar þjóðarinnar. — Er mikill áhugi fyrir þessu máli heima í héraði? — Já, það er óhætt að segja, að héraðsmenn og raunar margir aðrir hafa mikinn hug á því að stuðla að því, að reisn staðarins aukizt og að vel takist til um framkvæmdir í því efni. Á síðasta hausti var tn dæmis gerð ályktun á héraðsfundi Vestur- ísafjarðarsýslu um málefni staðarins, og virtist það litillega ýta við' mönn- um og minna á, að þarna væri eitt- hvað öðruvísi en vera ætti. í um- ræðum um málið þá var á það bent, að vel færi á því, að lilutur heima- manna væri aukinn og þeim gefinn kostur á að gera sínar tillögur um framkvæmdir og úrlausnir. — Eru mannvirki úr sér gengin á staðnum? — Já, sum þeirra,' og varla nógu vel við haldið, Ég vil aðeins nefna girðingu og vörzlu túnsins. Við út- tekt á síðasta hausti kom það glögg- lega í ljós, að girðingin urn tún staðarins var þannig, að ekki er hún til frambúðar. Efni í henni er orð- 370 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.