Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Side 7
HverasvæðiS norSan við Nýjabæ, — leirinn vellur eins og heitur grautur í pottl. Kirkjufjöru, gengur blágrýtisham ar í fjöru niður, og er hann á lcortinu talinn 46 metra hár, og má sú hæð næstum teljast furðu- leg í samanburði við mælinguua á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður. Uppi á hamri þessnm er Kerið, eða op þess, og nær það alla leið niður á móts víð flæðar- mál. Efst er Kerið vart meira en þrír til fjórir metrar í þvermál, en smávíkkar eftir þvi, sem neð- ar dregur, og verður liklega háifu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegn um hamarinn og inn í Kerið sjálft, og má þar komast í gegn og á botn þess. Austurengjahver og Fúlipollur. Leirhverinn mikli í Krisuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland eins og menn muna enn, er þar, sem áður var vatns- hver lítill og hét Austurengja- hver. Virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu. Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum, og er hann eitt- hvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krísuvík, virðist ekki þurfa að velkja það lengi fyrir sér, að endur fyrir löngu hafi þarna orð- ið sprengjugos líkt því, er varð þá, er Austurengjahverinn endur- magnaðist, haustið 1924. Örsmá hversaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls enn þá og brennisteins- vott má sjá þar nokkuð víða. En auðsætt er, að hverinn er á hrörn- unarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahver- inn muni ekki heldur verða neinn Ókólnir. Ekki skal hér neitt rætt um brennisteininn í Krísuvík né þann í Brennisteinsfjöllunum, enda eru Brennisteinsfjöllin austan sýslu- markanna og því í Herdísarvíkur- landi. Víti. Þess hefur orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti sé hver, en svo er eigi. Víti er hraun- foss, sem fallið hefur vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður norður af Geitahlíð, og er hraun- foss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú storknaður fyrir löngu og allur gróinn þylckum grámosa. Eiríksvarða. Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögum, sem segja, að séra Eiríkur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, liafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krísu- vík meðan varðan stæði uppi. Nú er varðan hrunin, næstum í grunn, en Bandaríkjamenn komu í Krísu- vík, þegar seta þeirra í landinu hófst. Jónsmessufönn. Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykka fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af því. Krísuvík hefur lengi verið talin einhvér mesta útigöngujörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða, sem ekki hafa fjöru- beit með, og ekki var það ótítt, að sumt féð þar lærði aldrei átið. Vægar jarðhræringar voru ekki sjaldgæfar í Krísuvíkurhverfinu, og voru þær kallaðar hverakippir þar. Mótak er þar sums staðar í mýr- unum, en ekki þykir mórinn þar góður til eldsneytis. Er hann allur mjög blandinn hveraleiri, svo að af sumum kögglunum leggur brenni- Framhald á 574. síðu. TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 559

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.