Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Síða 17
Um fcvöldið sigldu öll skip frá slysstaðnum, nema hvað strand- gæzluskipinu Óðni var haldið í námunda við rifið um nóttina. Beindu skipverjar kastljósum að mastrinu á Jóni forseta, en þar lét hinn fátæki barnamaður fyrir berast og hreyfði sig hvergi. Klukkan tíu á mánudagskvöld kom Tryggvi gamli með lík fimm manna til Reykjavíkur. Þeim var þegar ekið í lík'hús og um þau búið sem hæfa þótti. Nóttin hin næsta varð mörgum beizk og bitur, og mun þarflaust að lýsa hér tilfinningum þeirra, er þá vonlega velktur mjög og bláwiarinn innanvert á lærunum, en get þó skreiðzt á fætur. Geislar- nir frá Óðni lýsa upp svefnstofuna, og kemur mér þá félagi okkar, barnamaðurinn, í hug. Þykir mér sjálifsagt að reyna að klöngrast niður að ströndinni og kanna, hvernig honum reiði af í flakinu. Förum við tveir, en hinir átta geta sig lítið hreyft sökum meiðsla. Vindur er snarpari en daginn áður og hafrótið meira. Þegar við göngum ofan í klettana, sjáum við félaga okkar í mastrinu. Lít- ur svo út, sem hann hafi bundið Sigurður Bjarnason, Selbrekkum. Kristinn Guðjónsson, Selbrekkum. Steingrímur Einarsson, Framnes- vegi 61. Gunnlaugur Jónsson, Króki, Kjal- arnesi. Steinþór Bjarnason, Ólafsvík. Frímann Helgason, Vík, Mýrdal. Ólafur I. Árnason Bergþórugötu 16 Fimmtán menn fórust á Stafnes- rifi, og var hinn elzti fjötutíu og sjö ára að aldri, en tveir hinir yngstu sautján ára. Sjö hinna látnu voru kvæntir, og létu þeir eftir sig þrjátíu og fjögur börn, en bryti á Jóni forseta drukknaði »»»»»»»i >■ : : SéS norður Stafnesfjörur. Yzt til hægri má greina vitann í fjarska. sem á bak sáu nánustu samferða- mönnum og ástvinum. Svo er ritað í grein í Morgun- blaðinu hinn fyrsta marz: En Reykvíkingar sýndu sorg- bitnum samúð þá, og svo hygg jeg að enn muni verða. Því svo er þvd háttað með okkur hjer í borginni, að þó við aðra stundina rííumst og bítumst, sem gráir seppar eða gaddhestar um illt fóður, þá kennum við samúðar hver með öðrum, þegar þungar raunir steðja að bræðrum vorum og systrum. Sýna Reykvíkingar þá oft í orði og verki, að það er sannur vitnisburður um þá, að þeir mega ekkert aumt sjá eða bágt heyra. Skipbrotsmenn sofa í Stafnes- bænum þessa döpru nótt. — Ég vakna árla morguns, og sig, því hann hreyfir einungis höfuðið og bifast hvergi, þótt flak-, ið vagi á rifinu, Óefað er honum ekki lífs auðið. í flæðarmálinu rekumst við á ldk af einum skipverja. Hann hef- ur verið ásamt okkur i þrjá daga, og við þekkjum hann iitið. Um klukkan átta stöndum við aftur hjá Stafnesbænum, og sjá- um þá, að holskefla liðar flakið sundur, mastrið fellur, og innan stundar sleikir hrá dagskíma bera klöppina. Hinn tuttugasta og áttunda febrúar' birtust í Morgunblaðinu nöfn1 og heimilisföng þeirra, sem björguðust: Bjarni Brandsson, bátsmaður, Sel- brekkum. Magnús Jónsson, Hverfisgötu 96. Pétur Pétursson, Laugavegi 76. ásamt átján ára syni sinum, sem var elztur níu systkina. í Reykjavik var þegar efnt til samskota að styrkja föðurlaus heimili, og var fyrsta framlagið frá h.f. Alliance, fimmtán þúsund krónur. Hinn áttunda marz voru tíu skip verja bornir til grafar, en þá voru fimm lik enn ófundin. Var útför allra gerð frá Fríkirkjunni, og mun það vera fjölmennust helgi- athöfn á íslandi fyrr og síðar. Sóttu hana sex til sjö þúsund manns, og náði líkfylgdin frá kirkjunni sjálfri i miðja Suður- götu. í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík biðu níu opnar grafir. Hin níunda beið föður og sonar. Fyrir því er glymur sjávar þjóðarlag íslendinga. jöm. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 569

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.