Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Qupperneq 11
það var eina kirkjan, sem kristnir omenn fengu að halda austan Lajta- fljóts, þar til höfðingi einn, sem stofnað hafði verið til samsæris gegn, lét taka krossinn af turnin- um og breyta sjálfri kirkjunni í gripahús: Þar hýsti hann úlfalda sína. í þessari kifkju var Ingác Martinoviss, foringi hinna ung- versku Jakobína, sviptur kirkju- legri tlgn sinni og færður til háls- höggs á Blóðvöll svonefndan, neð- an við kastalahæðina. Hér er hver steinn þveginn blóði. Karl IV, síðasti kóngur Ung- verja af kyni Habsborgara, var krýndur hér í heims- styrjöldinni fyrri á sama blettinum og hálshöggnir höfðu verið þrjátíu menn af tign- ustu ættum í Ungverjalandi, og höfuð manna, sem gerðu kröfu til kórónu, og uppreisnarforingja úr hópi bænda, höfðu oltið undan böð. ulsöxi. Þegar Habsborgari þessi reið graðhesti sínum upp á krýn- ingarhæðina með þúsund ára gamila kórónu Ungverja á höfði, vildi það til, að hún skekktist á höfði hans, honum til mikillar gremju. Þetta þótti slæmur fyrir- boði, enda var brátt iokið fjögurra alda yfirdrottnun Habsborgara í Ungverjalandi. Hér var einu sinni höll hins mikla ævintýramanns Pípós hers- höfðingja frá Ozora, og hér var einnig síðasta kvennabúrið í Búda. Þar heitir enn í dag Meyjarsæti. Páa metra frá kvennabúrinu er hús, þar sem sagt er, að hinn frægi maður, Gíakómó Kasanóva, hafi eitt sinn falizt. Framan við glugga þess er iítið torg, þar sem her kristinna manna náði fyrst fót- festu í borginni árið 1686. Þegar á veldisdögum Tyrkja var hæðin, þar sem konungshöllin stóð sundurgrafin af leynigöngum og neðanjarðarhvelfingum. Nú á dög- um eru ferðamenn ríflega tvær klukkustundir að ganga gegnum þessi göng, og hafa þau þó vafa- laust verið fleiri en menn nú vita. Nýlega fannst til dæmis hvelfing miki'l, þar sem vín hafði verið geymt, og í henni var marmaraker svo mikið, að fimmtíu pör geta dansað niðri í því samtímis. Leyndardómar Kastalahæðar- innar eru margir, bæði ofan jarð- ar og neðan, og þar hefur mikil saga gerzt. Þarna hafa svissn- eskir kaupmenn, enskir að- alsmenn, ítalskir og franskir munkar, slóttugir gullgerðar- menn, iðjusamir prentarar, embættismenn harðstjóranna og friðsamir borgarar lifað hlið við hlið um langar aldir. Allt, sem minnir á þessa liðnu tíma, hafa Ungverjar lagt kapp á að varðveita og endurreisa það óbrjálað, sem brotið hefur verið niður í ófriðar- hamförunum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 563

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.