Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Qupperneq 12
Fræðaþulir rita svo, að brim- gnýr sé dauðastunur manna, sem Ránardætur véla að bláum brjóst- um og henda milli sín líkt og tröll- konur fjöreggi. Fyrir því er glym- ur sjávar þjóðarlag íslendinga. Það skelfir og hrí.fur, ógnar og seiðir. Það spottar bros og hlátur. Eítirfylgjandi þættir eru veikt bergmál þessa þjóðarlags, eins og það var sungið við Stafnes seint í febrúarmánuði árið nítján hundr- uð tuttugu og átta. Árið nítján hundruð og fimm var stofnað í Reykjavík nýtt tog- argfélag. h.f. Alliance, og segir í stofnskrá félagsins, að það skuli „láta smíða botnvörpuskip í Eng- landi og gjöra skip þetta út héð- an til fiskiveiða'1. Áður höfðu verið gerðar tilraunir með tvö bot.n- vörpuskip hér á landi, en þau bæði keypt gömul. Félagið stofn- uðu Thor Jensen, kaupmaður, og skipstjórarnir Halldór Kr. Þor- steinsson, Jón Ólafsson, Jafet Ólafs son, Jón Sigurðsson, Kolbeinn Þor- steinsson og Magnús Magnússon. Tuttugasta og þriðja janúar, nitj án hundruð og sjö varpaði nið nýja skip, Jón forseti, akkerum á Reykjavikurhöfn, og í skrifum blaða var þess getið sem fegursta og stærsta skips, er íslendingar hefðu eignazt. Jón fofseti var 251 tonn að þyngd, 130 fet að kjalav- lengd, og skriðhraði var 11 mílur. Fór skipið einkum á þorskveiðar. — Gunnlaugur, var Jón forseti gott skip? — Hann var mjög sterkt og gott skip, enda smíðaður úr stór- skipajárni og vel til hans vandað. Ég fullyrði, að Jón forseti var afbragðs sjóskip. — Ég var á honum í mannskaða veðrinu nítján hundruð tuttugu og fimm, þegar fórust Leifur heppni og togarinn Robertsoii. Þá fékk hann að kenna á þungum brotum. Bjargbátinn misstum við út og sextíu lifrarfötur. Öllu skolaði þessu fyrir borð. Jafnvel kjöttunna óátekin, snæruð rammlega uppi á eldahúsi, hún hvarf í djúpið, og sjóirnir beygðu járnpilára í hval- baknum. Skipið hjó þá djúpt. Við stóðum nokkrir saman í brúnni og viss- um ekki fyrr til, en sérhver rúða brotnaði mélinu smærra. Ellefu rúður. Eftir þessu fylgdi mikil sjó- gusa og skellti okkur flötum. Þetta var versta brotið, sem við fengum á okkur um nóttina. Ó- gerningur var að fara milli brúar og lúkars, en karlarnir, sem í lúk- arnum sátu, sögðu okkur síðar. að sjórinn hefði skollið beint á stefn- ið. Hefði hann komið á hliðina hefði hann keyrt okkur niður. En hamingjan var fylgifiskur .Tóns forseta í þetta skipti. Hann bar okkur heila í höfn og varð haffær á tveimur vikum. Þegar Jón forseti strandaði við Stafnes Gunnlaugur Jónsson segir frá 564 T I M ' N N —

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.