Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Síða 8
Nú orðið sést vart sérkennileg- «ir maður með skýr, persónuleg einkenni. Svokölluð menning tæknialdar hefur steypt alla í sama mót eða þá menn leyna sérkenn- um sinum, ef einhver eru. En kannski skiptir þetta ekki miklu máli, þvi að haldi menningin sitt strik, verður öllum stútað eftir sömu formúlunni. Einar Hinriksson var einhver sérkennilegasti maður, ;em ég hef kynnzt, og er líkast til, að sérkenni hans hafi verið ættararfur. Bróðir hans, Steindór Hinriksson, var sér- kennilegasti maður á Austurlandi um síðustu aldamót, þótt á ann- an hátt væri. Hann gat með orð- snilli sinni, storkun og skringil- yrðum hleypt upp fjölmennustu hjónin athvarf i mörg ár, allt til hins síðasta. Björn Hallsson bóndi á Rangá, þjóðkunnur sæmdarmað- ur, gerði vel við karlinn og hirti ekki um tiktúrur hans, og hygg ég þó, að Einar 'hafi verið spar á lofið. Það mun hafa verið 1923 eða 1924, að ég var farkennari í Hró- arstungu, og einn kennslustaður- inn var Rangá. Þá kynntist ég fyrst Einari af eigin raun. Ekki mun hann hafa litið mig stórum augum, sem varla var von, og ]ítt tók hann undir, þó að ég yrti á hann, enda heyrði ég hann vart taia orð dögirm saman nema við sjálfan sig. Einar hirti þá kýrn- ar og sá um eldivið að einhverju leyti. ég, hvort Vigfús fókkst einnig við málaralist, en mjög góðar manna- myndir teiknaði hann. Ekki vildi Einar sitja fyrir, en Vigfúsi varð ekki skotaskuld úr því að skrafa hann upp. Settist hann beint á móti honum og lét fyndn- ina fjúka og blýantinn ganga. Þeg- ar myndinni var lokið, settum við saman orðtæki Einars, og þau skrautritaði Vigfús umhverfis myndina. Ekki vil ég samt eigna honum kveðskapinn, þó að hann fengist við yrkingar eins og ann- að: Bræður í Kristó, bölvað er beljurnar hérna að passa, þær eru, bróðir, já sem þú sérð, sífellt með skitna rassa. Halldór Pétursson: Já, bróðir - „bræður í Kristó“ Einars þáttur Hinrikssonar fundum, svo að vart varð tauti við komið. Aftur á móti hafði Einar sig ekki í frammi á almannafæri. Ég hef um áratugi ætlað að skrifa smáþátt af Einari, en alltaf hefur það dregizt úr hömlu. Þetta er þó ekki sagt honum til neinnar niðrunar, því að Einar var heiðurskarl og enginn skynskipt- ingur. Fyrir nokkrum dögum var ég að róta í einhverjum kassa þeirra, sem ég 'hef langa ævi hent í flýtis- skrifum, er fara likast sama veg og Sæfinni góss, því að seint mun alþýða manna hafa ráð á meiri tíma en knappur svefn og hraðát heiimtar. í þessum kassa kom mér í hendur vísa, sem Einar raulaði títt fyrir munni sér. Þegar ég las vísuna, sá ég karl svo ljóslifandi fyrir mér, að ég varð að grípa pennann. Ég kynntist Einari ekki fyrr en hann var gamall orðinn, og þá voru þau hjónin á Rangá, en á milli Geirastaða og Rangár var á þeim tíma ómælisvegur. Skal hér ekki rakin ætt Einars né æviferill, því að það er mér ókunnugt. Þó hygg ég, að hann hafi ekki mikið stundað búskap. Einar var tengdur Rangáilfólki, og þar áttu gömlu Ég fór svo að koma út í fjós til karls, og tókst mér þá lúnka hann svo til, að hann gerðist málreitn- ari. Það varð mér mest til upp- sláttar, að í fjósinu voru nokkrar hænur, sem Einar hataði af öllum huga. Ég tjáði mig á sama máli og hann um hænsnin og kvað upp úr með honum um það, að hænsni ættu aJls ekki í fjósi að vera. Hófst nú brún á karli, og hélt hann því óspart á lofti og ekki í lágum hljóðum, hvað kennarinn hafði sagt um hænsnin: „Já, bræður — kennarinn segir þetta. Já, hann ætti að vita það — sprenglærður maðurinn, að hænsni eiga aldrei að vera í fjósi — og hana nú.“ . Þessa ræðu flutti hann oft og skörulega. Máltæki hans voru „bræður í Kristó“, bræður, frændi og já, frændi minn. Og var þetta jafnt orðfar hans, þótt enginn væri skyldleiki hans við þá menn, sem hann ræddi við. Dag einn meðan ég var á Rangó, kom þangað Vigfús Sigurðsson héraðsfrægur maður. Honum lék allt í hug og hendi: Hann lék á orgel, söng og teiknaði, og hann var völundarsmiður, skrautskrifari og hrókur alls fagnaðar. Ekki veit, Fjandans hænsnin — já, frændi minn, fara svona með nautin. Æti þau sjálfur — já, andskot- inn, úti væri sú þrautin. Kvenfólkið hingað kuldann færir krakkarnir verpa flórinn í. Kýrnar þáð stundum alveg ærir — já, andskotinn mætti hrósa þvi. Einar fékkst eitíhvað við hey- skap á sumrum, og vel getur ver- ið, að hann hafi átt einhverjar kindur. Alltaf heyjaði hann sér, og mátti enginn þar nærri koma, nema ef gamla konan rakaði stund um á eftir honum. Oft afsagði hún það þó með öllu, og var karl þá hinn reiðasti. Heyið mun ofiast hafa verið flutt heim fyrir hann, en þó batt hann það stundum sjálf ur og færði í garð. En til þess þurfti hann að minnsta kosti hjálp. Var það einhverju sinni, að hann kallar til kerlu sinnar: „Já, kona góð — nú þarft þú að lyfta undir bagga með karli þín- um á Rangárnesi.“ „Ég fer ekki fet,“ anzar hún. „Þú getur sjálfur átt tiktúrur þínar og sérvizku." 560 T f tn 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.