Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 02.07.1967, Qupperneq 21
Börkur Bersason: Rósamunda á bekknum við hafið eða ung stúlka með græna blöðru Á baklausum bekk hægra meg- in á sviðinu situr fullorðin kona, ímynd hinnar uppþornuðu pipar- jónku: hattur með visnuðum blóm um, kápa hneppt upp í háls, göm- ul leðurstígvél, svartir sokkar. And litið er grátt og hart, hún horfir fram fyrir sig, styður báðum hönd- um á regnhlífina, sem hún held- ur frá sér. Hún er stif og stjörf, horfir beint fram i salinn — út á hafið. Fyrst gerist ekkert lengi, kon- an situr þarna eins og hreyfing- arlaus. Eftir nokkra stund koma tveir ungir menn frá hægri, þeir ganga hægt fram hjá, annar er klæddur í bláar gallabuxur og blómmynztraða skyrtu, erma- stutta og opna í hálsinn, hinn í þröngum fötum, gljá- andi, támjóum skóm, í skyrtu með háan flibba og mjótt bindi, öllum tölum á jakkanum er hneppt, hann er með hatt á höfð- inu. Þegar þeir eru komnir yzt til vinstri, stanza þeir. Ungur maður í rósóttri skyrtu: Sérðu hana þessa, hún er eitt af því furðulega í þessum bæ, eins merkileg og safnið og dómkirkj- an og hesthúsið, sem seinna varð hæstiréttur. Ungur maður með hatt: Ha, hvað er svona furðulegt við þessa kerlingu? Ungur maður í r. sk.: Hér er hún búin að sitja alla eftirmiðdaga eíðan ég man eftir mér. Ungur maður m. h.: Nú, það eru um tuttugu ár.. Ungur m. í r. sk.: Já, þeir segja, að hún sé búin að sitja hér í fjörutíu ár og horfa út á hafið, hún er alveg eins núna og þegar ég var smástrákur, finnst þér það ekki furðulegt? Ungur maður m. h.: Og þér hef- ur aldrei dottið í hug að semja um hana danslag, ha, ekki það? í fjörufcíu ár við hafið ég sat, eitt- hvað svoleiðis? Ungur maður í r. sk. (horfir á vin sinn furðu lostinn): Nei, ég sem ekki svoleiðis danslög, hvcrn- ig dettur þér annað eins 1 hug, svoleiðis er ekki i tízku lengur. Ungur maður m. h.: Ef það er ekki í tízku, þá kemur maður því í tizku, kæri vin. Ef ég sem góðan texta, þá verður efnið í tízkn, lag- ið kemst í tízku, og ég kemst í tízku. (Þeir byrja að ganga, þegar hann segir „kæri vin,“ síðustu orð setningarinnar segir hann utan sviðs, síðan aftur þögn. Gamla konan leit ekki við þeim á með- an á samtali þeirra stóð. Þegar þeir eru horfnir, lítur hún snöggt til hliðar á eftir þeim, síðan beint fram aftur, lyftir svo regnhlífinni, án þess að breyta handstöðunni þangað til hún heldur regnhlífinni lárétt fyrir framan sig, horfir nokkra stund hvasst á oddinn á henni, lyftir henni síðan hærra, þar fil regnhlífin stendur beint upp af henni eins og strompur, lætur hana Svo falla niður á bakið á sér og byrjar að klóra sér ofsa- lega, hún hættir snögglega og lít- ur yfir til vinstri, sveiflar regn- hlífinni yfir höfði sér og setur hana í samt lag aftur, horfir fram fyrir sig, alltaf jafnsvipbrigðalaus, og á meðan hún var að klóra sér, sáust engin svipbrigði á andliti hennar. Frá vinstri kemur nú rosk- inn maður, nokkuð stór, en feitur, hann er í snjáðum og stór- bættum sjakketbuxum og gömlum lafafrakka utan yfir blárri peysu og með rauðrósóttan silkitrefil um hálsinn. Á fótunum er hann með stóra lakkskó og pípuhatt á höfð- inu). Gamall maður með pípuhatt: (gengur hægt fram á sviðið, stanz- ar fremst á sviðinu, beint fyrir framan gömlu konuna, þannig að hann skyggir á hana).Hérna, hérna held ég að það hafi verið, hingað fórum við á kvöldin og horfðum út á hafið, ég kreisti hana, ef það var kalt og enginn sá til okkar, kyssti hana, þegar vindurinn blés, faðmaði hana á bekknum, sem hlýt ur að vera hér einhvers staðar. (Hann skimar í kringum sig án þess að snúa sér við og sér því ekki bekkinn, sem er beint fyrir aftan hann). Andskotinn hafi það, þeir eru búnir að taka bekkinn, hvar ætli elskendurnir faðmist nú til dags í þessu guðs volaða landi, auðvitað í bílunum, ha, ha, og hér hefur hún setið daginn, sem ég sigldi burt, setið og horft á eftir mér og skipinu, sem bar mig burt, þangað til það hvarf út á hafsauga. Það eru fjörutíu ár síðan, ha, ha, ég frétti einhvern tíma fyrir löngu, að hún hefði oft setið hér eftir það og horft út á hafið, og svo heíur einhver komið og krækt um hana lúkunum, barnað hana aftur og aftur, og nú er hún ör- ugglega fyrir löngu dauð, kannski fer ég 1 kirkjugarðinn á morgun °g spyr eftir leiðinu hennar, er það ekki það, sem maður verður að gera, þegar maður kemur heim eftir fjörutíu ár. (Hann gengur svo h'tið lengra til hægri, snýr sér svo við og ætlar að ganga burt, en þá sér hann gömlu konuna, hann star- ir á hana orðlaus og læðist svo fram fyrir hana, yfir til vinstri, eins og hann vilji ekki vekja hana, hún hefur ekki hreyft sig, starir sem áður út á hafið. Þegar hann er kominn vel fram hjá henni, snýr hann sér uppsviðs og stanzar, horf- ir á hana, undrunin hefur lamað tungu hans, hann gengur hægt upp að henni, beygir sig niður og horfir framan í hana, engin svip- brigði, hann réttir sig upp og gengur nokkur skref aftur á bak, snýr sér svo við og hleypur út af sviðinu, kemur inn strax aftur gangandi aftur á bak, snýr sér snöggt við, rekur upp stór augu og öskur): Andskotinn, ertu þarna enn þá stelpa, eftir 40 ár, Rósa- munda, ertu búin að sitja þarna allan tímann? Kom enginn til að forfæra þig, til að aka með þér út í sveit og lyfta pilsinu á lækj- ■arbakkanum? Ertu þarna enn Rósamunda, Rósamunda, Rósa- munda, bankastjóradóttirin, sem ætlaði að erfa hús og hestvagn og hundrað þúsund og skip og jarðir og jökla og eldfjöll, rika Rósamunda, stolta Rósamunda, fagra Rósamunda, hefurðu alltaf beðið eftir syni karls í koti, draum óradrengnum, sem ætlaði að byggja heiðbláar himinháar hallir úr fjöllunum, virkja fossana, svo aliir yrðu ríkir, og loka þá inui, sem vildu kúga hina, stráknum, sem strauk frá þér og þóttist ætla út i heim að safna gulli og græn- um skógum og koma heim aftur og sækja þig á hvifcu snekkjunni T í M I N N — SUNNGDAGSBLAÐ 573

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.