Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Síða 9
bá stundum fengnir menn að tll Jjjálpar. Fyrst þegar ég man eftir, tfar áburðurinn barinn sundur með kiárum. En fljótlega komu taðvólr árnar til sögunnar, og var það mik- U umbót. Síðan var hlössunum aus ið úr trogum. — Var stundaður sjór frá Hnjúki? — Það var ævinlega einn mað- Ur við sjó frá flestum heimilum í Óalnum. Hefði bóndinn ekki mann, þá fór hann sjálfur. Það var sjón- Íim fremur öðru að þakka, að yfir- eitt var ekki sultur í búi hjá Svarfdælingum á þessum árum. Ég man þó eftir einum bónda, sem aldrei vildi fara á sjó, enda var hann oft tæpur með lífsbjörg. Þó held ég, að hann hafi aldrei þegið af sveit, en stundum var honum hjálpað á annan hátt. Bóndi þessi var oft í vinnu á Hnjúki. \tti það til að stríða okkur krökkunum, og var mér heldur í nöp við hann. — Var ekki góður efnahagur á Hnjúki? — O—jú. Pabbi bjó stórbúi á þeirra tíma mælikvarða. Sauði átti hann því nær eins marga og ær. Hann var ekkert hrifinn af því að fá mikið af gimbrarlömbum á vor- in. Sauðaefnin voru verðmætari. Þá var Coghill gamli á ferð með sín sauðakaup fyrir enska markað- inn. Borgaði átján gullkrónur fyr- ir tvævetran sauð. Það var ekkert smáræði. Sauðasalan var geysi- mikið happ fyrir íslenzka bændur, og fyrir sauðina fengu þeir þá einu peninga, sem þeir höfðu handa á milli. Pabbi hafði þann sið, að fara að hýsa um mitt sumar þær gamalær, sem hann ætlaði að lóga að haustinu. Hélt því fram, að þær yrðu þá miklu vænni. Alltaf var nógur matur á Hnjúki og oft gefinn matur frá heimilinu seinni part vetrar og á vorin, þeg- ar sums staðar annars staðar tók að sneyðast um björg. Þó að mat- ur væri aldrei numinn við nögl, þá höfðu þó jólin sína sérstöðu, hvað það snerti. Var þá venjulega farið í fjós með fyrra móti og svo skammtað, þegar komið var úr Íjósinu. Voru þá matföng borin nn í trogi, og pabbi skipti þeim milli heimilisfólksins. Hann hafði Slltaf hönd í bagga með skömmt- ninni á hátíðum. Miðdegisverð- úrinn var borðaður í rökkrinu, íieitir sperðlar og laufabrauð eíns Og liver vildi. Seinna kom svo döndull. Þú veizt nú sjálfsagt ..„.'.iÍSÍ Séð yftr Svarfaðardal inn til fjalla, þar sem inndalir taka við. Þarna undi Sigurður á Egg i Kjásetunnl á öldinnl sem leið. ekkert, hvað það var. En döndlarn- ir voru búnir til á svipaðan hátt og lundabaggar. Þeir voru hengd- ir upp í eldhús og reyktir. Þá kom sauðarmagáll, hálfur magáll á mann. Bringukollur kom og I hlut hvers og eins stór rifjabiti, laufakökur og sléttar kökur og smjörstykki. Síðar um kvöldið kom svo sætt kaffi með. brauði, jólakökum, kleinum og lummum, en ekki man ég til þess að verið væri með þessar sætu kökur og tertur. Þannig var nú matseðillinn á aðfangadagskvöld. Á jóladag var þetta svipað, nema hvað þá voru skammtaðir leggir og hryggjarliðir, pottbrauð og rúgbrauð. Á gamlársdag var hálfur skammtur á mótl jóla- skammtinum. Og á nýársdag voru ævinlega baunir og kjöt. Nú — og svo fékk hver sitt tólgarkerti. Auð- vitað torguðum við minnstu af þessu yfir hátíðarnar, en gripum í það okkur til bragðbætis næstu daga. Húslestrar voru lesnir á hverju kvöldi allan veturlnn og raunar alla helga daga ársins, nema þá ef TÍMINN — SUNNUDAGSBLAB 657

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.