Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞATTIR 15. tbl. — 5. árg. — Fimmtudagur — 21. sept. — Nr. 80 TIMANS Guðríður Káradóttir f. 30. 9. 1895 d. 22. 8. 1972. 1 næst-siðasta blaði tslendingaþátta birtist minningargrein um Guðmund S. Guðmundsson, bifreiðastjóra, og var konu hans, Guðriðar Káradóttur frá Lambhaga — sem þá var á lifi — þar að sjálfsögðu að nokkru getið. Nú, mánuði seinna er Guðriður einnig dáin og grafin. Útfarardagar: Jónsmessa og höfuðdagur. Varð henni þvi að þeirri siðustu ósk sinni, að aðskilnaöur þeirra hjóna yrði ekki langur, eins og aldrei var heldur i lifanda lifi. Hún lézt 22. ágúst siðastliðinn. Guðriður fæddist að Eiði i Mosfells- sveit 30. september 1895, dóttir hjón- anna Steinsu Pálinu Þórðardóttur, bónda i Hrútsholti i Hnappadalssýslu, Sveinbjörnssonar á Hvitárvöllum, og Kára Loftssonar, en hann var þing- eyskrar ættar og fluttist ungur hingað suður. Fæddur 8. október 1868 á Jarls- stöðum i Bárðardal. Eftir nokkurra ára búskap á Lága- felli og eitt eða tvö ár á Eiði fluttist Kári að Lambhaga, þar sem hann bjó lengi, um 20 ár. Og þar ólst Guðriður upp ásamt systrum sinum, einni eldri og tveim yngri. Hún vandist þvi snemma öllum algengum sveitastörf- um. eins og þau voru á þeirri tið og einhvern veginn varð það svo, að aðal- unglingaverkin mæddu mest á henni, enda snemma óvilin og liðtæk i bezta lagi. að hverju sem hún gekk. —• Þannig leið æskan. — Vorið 1917 urðu þáttaskil i lifi Guð- riðar. þvi að þá giftist hún Guðmundi S. Guðmundssyni frá Urriðakoti og hófu þau sjálfstæðan búskap i Lamb- haga. Þaðan lá svo leiðin til Reykja- vikur. þar sem manndómsárin liðu við góða aðbúð og rúm kjör. En þrátt fyrir góðar aðstæður og áfallalaust æviskeið var eins og hún gæti aldrei samlagazt borgarlifinu til fulls. Það vantaði einhverja lifsfyll- ingu, sem þar var ekki að fá, en hillti undir i næsta umhverfi. Astæðan var einfaldlega sú, að eins og sagt var um Guðmund. mann hennar, að sveitalifið átti jafnan hug hans hálfan — mátti, og jafnvel með enn meiri rétti, segja það sama um Guðriði. Tengslin við sveit- ina og æskuslóðir slitnuðu aldrei og þangað leitaði hugur hennar til hinztu stundar. Það var þvi vel viðeigandi, að siðasti sálmurinn, sem sunginn var við útför hennar, var „Blessuð sértu sveit- in min”. Guðriður var þekkt að hispursleysi

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.