Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 3
Jón Guðmundsson Ártúni, Hellissandi Mig langar að minnast látins vinar mins Jóns Guðmundssonar, Ártúni, Hellissandi. Það er að visu siðbúin minning, en aldrei er of seint að geta góðs manns. Jón fæddist 15. febr. 1905 i Höskulds- ey á Breiðafirði, sonur hjónanna Karólinu Sigurðardóttur og Guð- mundar Jónssonar. Hann missti föður sinn á öðru ári og ólst upp með móður sinni á ýmsum stöðum, unz þau mæðgin fluttu t-il Hellissands. Á Hellis- sandi kynntist Jón eftirlifandi konu sinni Svanfriði Kristjánsdóttur. Þau giftust 1931 og eignuðust 7 myndarleg börn, sex syni og eina dóttur. Ég var barn að aldri þegar ég kynnt- ist Jóni. Hann var heimilisvinur for- eldra minna. Alltaf stafaði þessari miklu hlýju frá Jóni til okkar barn- anna, við lærðum að bera virðingu fyrir þessum hægláta góða manni. Jón og Svanfriður voru afar sam- hent um alla hluti. Það er mér minnis- stæð æskuminning að það komu gestir i Ártún, sem var að visu engin ný- lunda, og þá var ráðizt i að fara i skemmtiferðalag suður i Djúpudali og ég fékk að fara með. Þetta var mikið fyrirtæki i þá daga. Vegirnir voru troðningar og farartæki léleg, ekki man ég, hvort við þurftum að ganga eitthvað, én alla leið komumst við og skemmtilegri ferð hef ég varla farið. Gleðin var mikil og þau hjónin gerðu allt svo skemmtilegt og ljúft með sinni alkunnu rausn og elskuleg- heitum. Ég kom oft á heimili Jóns eftir að ég varð fullorðin, sérstaklega til að heimsækja móðursystur mina, móöur Svanfriðar. Sigriði Sýrusdóttir, en hún var á heimili þeirra hjóna árum sam- verki. en á stórafmæli Herdisar færði Ásgrimur henni undurfagra vatnslita- mynd úr landi Húsafells. Og nú þegar vegi okkar skilur i bili, vil ég færa þessari góðu vinkonu minni hjartans þökk fyrir alla hennar um- önnun og hlýju. sem hún sýn.di mér og minu fólki. Dvöl á Húsafelli hefur ætið verið mér, og er enn, mikill gleðigjafi. Hannveig Bjarnadóttir. an og siðustu árin blind og rúm- liggjandi. Jón var einstaklega hjálpsamur maöur. Ég ætla að þau hafi ekki verið mörg heimilin hér i þorpinu.sem ekki nutu hjálpar frá hendi hans. Hann var mjög laginn að gera við viðtæki og ævinlega var til hans leitað ef eitthvað bilaði i miðstöð eða vatnslögn. Annars var hann sérlega laginn við allt, sem hann snerti á. Það sýndi ibúðarhúsið hans, sem hann var alltaf að dytta að og byggja við og allt var jafn vel gert og alltaf var snyrtilegt i kringum Jón. Jón stundaði sjómennsku á yngri árum, eins og flestir hér á þeim tim- um, siðan var hann vélstjóri við Hrað- frystihús Hellissands árum saman en siðustu árin vann hann ýmsa vinnu, svo sem verzlunarstörf, byggingar- vinnu, og fiskvinnu. Hann vann mikiö að félagsmálum, var i stjórn verka lýðsfélagsins Aftureiding i mörg ár, var einn af stofnendum Leikfélags Hellissands og aðaldriffjöðrin i stjórn þess félags i mörg ár. Jón var ágætur leikari og mér er hann minnis- stæður i mörgum hlutverkum. Hann hafði mjög mikla ánægju af þvi að leika. Hann var alltaf fremstur i flokki til að styðja að öllum framförum hér á Hellissandi og gladdist af heilum hug yfir framgangi byggðarlagsins. Gest- risni i Ártúni var rómuð, enda mjög gestkvæmt á heimilinu og allir hjartanlega velkomnir. Þau Svanfriður og Jón urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn, Karl Guðmund, er Stuðlabergið fórst og þar fórust einnig tveir mágar Karls ásamt fleiri mönnum. Karl var þá ný- giftur. Þetta slys var átakanlegur harmur fjölskyldunni og hinni ungu tengdadóttur, sem missti þar einnig tvo bræður. Þau hjónin stóðu saman þá eins ogalltaf áður og tengdadóttirin varð eins og þeirra eigin dóttir, og litla dóttir hennar Kalla, sem fæddist stuttu eftir að faðir hennar drukknaði varð sólargeislinn þeirra i Ártúni. Karl átti son áður en hann giftist, sem ber nafn hans og hefur heimilið i Artúni ávallt staðið þessum börnum opið. Til minningar um Karl og bræður Svan- friðar létu þau hjón gera mjög fagra minningargjafabók og skulu gjafir, sem skráðar eru i bókina, renna til minnisvarða drukknaðra sjómanna á Hellissandi. Þegar við hjónin stofnuðum heimili varð Jón tiður gestur hjá okkur. Hann var skemmtilegur gestur. Hann var fróður um marga hluti og hafði áhuga á svo mörgu. Við Jón vorum vinir, þó aldursmunur væri mikill og Jón átti marga vini, þvi að hin ljúfa framkoma og hinir góðu eiginleikar hans voru þannig,að fólk dróst að honum bæði ungir sem gamlir, flestir vildu vinir hans vera og traustari vin var varla hægt að eignast. Okkur vinum og aðstandendum varð mikið um hið snögga fráfall hans, en Jón andaðist 15. febr. 1970 i Reykjavik 65ára gamall. Okkur fannst hann falla langt um aldur fram, hann var svo léttur og ungur i anda fram á siðustu daga. Hinn mikli mannfjöldi,sem var við- staddur — bæði kveðjuathöfnina i islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.