Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 9
Guðlaugsdóttir hald, garðrækt, eldsneytisöflun Magnea Fædd 19. sept. 1912. Dáin 31. ágúst 1972. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guðmundsson og kona hans Þuriður Magnúsdóttir. Þau áttu heima i Mundakoti á Eyrarbakka i Árnes- sýslu. Guðmundur faðir Guðlaugs var bóndi að Langekru á Rangárvöllum. En Magnús faðir Þuriðar bjó i Munda- koti. Bæði voru þau, Guölaugur og Þuriður, komin af hinni fjölmennu Bergsætt og visast ætthnýsnum les- endum til bókanna I.—III. um Bergs- ætt eftir Guðn Jónsson prófessor, út- gáfuár 1966. Guðlaugur stundaði allmikið sjó á skútum. Sá þá kona hans og börn um búskapinn heima: heyskap, skepnu- ur og gleði að hafa staðið við hlið sins ástvinar með þeim hætti, sem hún gjörði og sem ógjarnan gleymist okk- ur, sem að þvi urðum vitni. Sönn voru þau og söm i bliðu og striðu. Megi sú játning verða lokaorð þessarar sið- búnu kveðju. örfá æviatriði: Guðmundur Halldór Stefánsson fæddist 25. júli 1915 — að Hólanesi á Skagaströnd, Foreldrar: Teitný Jó- hannesdóttir og Stefán Árnason, hún- vetnskrar ættar. 1 bernsku fór Guð- mundur i fóstur að Brattahlið I Svart- árdal til Jónasar Illugasonar og konu hans. Dvaldist hjá þeim fram yfir fermingu, eða allt þar til að Jónas brá búi og fluttist til Blönduóss. Fór Guð- mundur þá i vistir. Arið 1942 fluttist hann að Stóru-Seylu I Skagafirði, þar sem hann átti siðan lögheimili til dán- ardægurs. Hinn 17. júni 1947 kvæntist Guðmundur Ingibjörgu Björnsdóttur bónda og hreppstjóra Jónssonar á Stóru-Seylu og hóf það ár búskap á hluta af jörðinni. Einu ári siðar veikt- ist hann og fór á Kristneshæli. Komst heim afturog stundaði bústörfin um 10 ára skeið. Samfelld sjúkrahúsvist frá 1960. Guðmundur lézt i Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 10. april sl. Kvaddur við virðulega athöfn að Kristneshæli 14. april. Jarðsunginn aö Glaumbæ i Skagafirði, 22. apríl. Jórunn ólafsdottir frá Sörlastöðum. o.s.frv. Börnin urðu 11, svo heimilið þurfti mikils með, enginn, sem gagn gat gert, mátti liggja á iiði sinu. Leitað var vinnu út af heimilinu eftir þvi, sem aðstaða var til. Börnin urðu að sögn öll dáðrikisfólk. Enn eru sex þeirra á lifi. Tvær systurnar, Ingigerður og Jóna búsettar á Selfossi, Hallffiður i Reykjavik, Gisli á Eyrarbakka, Helgi i Vestmannaeyjum, Sigurður i Kóp- avogi. Magnea fór að heiman i vistir innan við fermingu og vandist bæði heima og heiman mikilli vinnu. Árið 1937 lá leið hennar norður til Húsavikur. Kom hún þangað með heitmanni sinum Sveini Júliussyni. Höfðu þau kynnzt i Vest- mannaeyjum. Sveinn var sonur Juliusar Sigfússonar annálaðs báta- smiðs á Húsavik og Helgu konu hans Eggertsdóttur frá Skógargerði á Húsavik, — mikilhæfrar húsfreyju. Um þessar mundir stundaði Sveinn aðallega sjómennsku. Seinna varð hann hafnarvörður á Húsavik og verk- stjórihjá Ilúsavikurbæ. Mörg seinustu ár sin var hann formaður Verkalýðsfé- lags Húsavikur. 1 tómstundum hafði hann dálitinn sauðfjárbúskap, sem var allmikill erfiðisauki fyrir fjölskylduna, einkum vegna heyöflunar, en búbót og yndisauki. Sveinn og Magnea stofnuðu heimili saman og gengu i hjónaband. Bjuggu þau fyrst i húsi foreldra hans að Brún á Húsavik. En byggðu sér siðar snoturt einlyft steinhús nr. 13 við Ketilsbraut og áttu þar fallegt heimili. Þó að nú sé liðið ár frá láti Magneu, er mér söknuðurinn eftir hana ófölskv- aður. Um hana á ég margar minning- ar, sem mér eru kærar og ógleyman- legar. Hún giftist inn i fjölskyldu, sem ég þekki vel og var mér náskyld. Mér þótti mjög vænt um það, Sveins frænda mins vegna, þegar ég sá hana fyrst, hve hún var lagleg, röskleg og bar augljóslega með sér bjartsýni og kjark. Kynni okkar urðu mjög náin, þegar hún fluttist i nýja húsið sitt, þvi að þá varð svo stutt á milli heimila okkar. Oft bar þá daglega saman fundum — og varð okkur margt til erinda. Á sumrin var mér nautn að skoða garðinn, sem hún ræktaði á rúmri hús- lóð sinni. Á framlóðinni gat að lita trjáskrúð og litrikt blómaskraut. Bgk við húsið voru svo matjurtabeð og reit- ir. Allt með sama umhirðusvipinn. Innan húss ól hun valin stofublóm allan ársins hring af mikilli nákvæmni og kunnáttu. Um hana mátti segja að hún „skildi blómin” og svalaði fegurð- arþrá sinni með þvi að hagræða þeim og skipa þeim niður á listrænan hátt. 1 stofunum hennar mætti þeim, er inn gengu, hreinlætis- og blómailmur. t gestabók heimilisins var eftirfar- andi visa skrifuð sem ávarp til Magneu: Þú átt fögur blómabeð i garði og börn, sem ást þin veitir ætið lið. Þó heilsubrestur herjaði fyrren varði er hönd þin sterk og vitt þitt starfa svið. Þú átt bónda, er mikils æ þig metur, og mundi klifa hamra vegna þín. —Siungt kemur sumar eftir vetur, islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.