NT - 15.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 11
lít Þríðjudagur 15. maf1S84 11 Yfiriýsing frá Baráttusamtökunum fyrir stofnun Kommúnistaflokks: Dómsúrskurðurinn nálgast að vera hneyksli I íslenskri réttarsögu ■ Það sem öðru fremur verður að teljast mælikvarði á það að hve miklu leyti tiltekið ríki er réttarríki, er það hversu vel dómar réttarkerfisins eru grundaðir, sjálfum sér sam- kvæmir og rökstuddir á grund- velli staðreynda í viðkomandi máli. í febrúarmánuði síðastliðn- um var í skiptarétti Reykjavíkur kveðinn upp dómur í erfðamáli, sem Baráttusamtökin fyrir stofnun Kommúnistaflokks eiga hlut að. Mál þetta fjallaði um ráðstöfun á dánarbúi Sigurjóns Jónssonar, sem bjó að Bolla- götu 12 í Reykjavík og lést 21. maí 1964. Samtök okkar gerðu kröfu til arfstöku eftir Sigurjón samkvæmt erfðaskrá sem hann gerði 19. apríl 1961. í þessari erfðaskrá mælir Sigurjón svo fyrir að húseign hans skuli verða „fræðslu- og menningarstofnun á vegum Sameiningarflokks al- þýðu, Sósíalistaflokksins og starfa jafnan í anda sósíalism- ans, eins og hann er túlkaður af aðalhöfundum hans, Marx, Engels og Lenín.“ Síðar í erfða- skránni segir m.a.: „Verði Sam- einingarflokkur alþýðu, Sósfal- istaflokkurinn lagður niður, eða klofni hann í fleiri flokka, starfi stofnunin jafnan undir stjórn og á vegum þess flokks, sem skipar sér í hina alþjóðlegu fylkingu marxísk-lenínískra flokka og er viðurkenndur af henni.“ Á þess- um forsendum gerðu Baráttu- samtökin fyrir stofnun Komm- únistaflokks tilkall til arfstöku því að ekkert kemur fram í málinu, sem mælir gegn því að í stað flokks komi flokksbygg- ingarsamtök. Það er aðeins formsatriði sem ekki snertir inn- tak erfðaskrárinnar. Dómsforsendur langsóttar og mótsagnakenndar Niðurstöður dómsins voru í höfuðatriðum á þann veg að umrædd erfðaskrá var úr- skurðuð gild en samtökin voru ekki álitin uppfylla kröfur erfða- skrárinnar til arfstöku. Þessi síðarnefndi þáttur dómsúr- skurðarins er svo fáránlegur að hann nálgast að vera hneyksli í íslenskri réttarsögu. Ekki að- eins er niðurstaðan röng og óréttlát, heldur eru dómsfor- sendur langsóttar og mótsagna- kenndar og að ýmsu leyti byggð- ar á fullyrðingum úr lausu lofti í stað rannsókna á hlutlægum staðreyndum. Tökum nokkur dæmi: Höfuðrök dómsins eru þau að þeir flokkar, sem hafa tengsl við Sovétríkin, séu sú eina „al- þjóðlega fylking“, sem átt geti verið við í erfðaskránni, og að stefna BSK sé of ólík stefnu Sósíalistaflokksins. Varðandi fyrra atriðið segir svo í dómsúr- skurðinum um samstarf sovéska flokksins og annarra flokka: „Frá því um miðjan sjötta áratug aldarinnar var formlegt samstarf þessara flokka fólgið í því, að halda sameiginlegar ráð- stefnur, þar sem sameiginleg afstaða var mörkuð. Slíkar ráð- stefnur komu til að mynda sam- an í Moskvu í nóvember 1957 og í sama mánuði 1960. Þessi flokkahópur þykir einn geta verið sú alþjóðlega fylking marxísk-lenínískra flokka, sem um er rætt í erfðaskránni, og viðurkenning af hennar hálfu fólst í að flokki var boðin þátt- taka í alþjóðlegum ráðstefnum kommúnista- og verkalýðs- flokka, en svo heita þessir fund- ir fullu nafni.“ í fyrsta lagi gefur dómurinn í skyn með orðalaginu „til að mynda“ að þessir fundir hafi verið fleiri og jafnvel skapast um þá föst hefð. Svo er þó ekki því að þessir fundir urðu aldrei fleiri en þessir tveir og kom fram á þeim djúpstæð sundrung vegna vaxandi áhrifa endur- skoðunarstefnunnar. Síðan 1960 hafa þessir fundir því legið niðri og er því erfitt að sjá hvernig nokkur flokkur hefði hugsanlega átt að geta fengið þá viðurkenningu, sem sam- kvæmt dómnum er krafist til arfstöku í stað Sósíalistaflokks- ins í máli þessu. í öðru lagi er sú fullyrðing dómsins að „þessi flokkahópur þyki einn geta verið sú alþjóð- lega. fylking marxísk-lenínískra flokka, sem um er rætt í erfða- skránni“, algerlega úr lausu lofti gripin, og byggist ekki á neinu nema tilgátu eins vitnis um að Sigurjón hafi líklega átt við þá. Sigurjón gat hins vegar ekki vitað hvað gerst hefði 20 árum eftir að hann lést. En á þessum tíma hefur einmitt orðið lýðum ljóst að þessir flokkar hafa snúið baki við marxismanum-lenín- ismanum og kapítalisminn hef- ur verið endurreistur í þeim löndum þar sem þeir ráða ríkj- um að Álbaníu undanskilinni. Þetta er staðreynd sem hlutlæg- ar upplýsingar staðfesta. Ekki byltingarsinni í dómsúrskurði segir síðan að Sigurjón hlyti að hafa orðað | erfðaskrá sína öðruvísi ef hann hefði viljað að bróðurflokkur Flokks Vinnunnar í Albaníu tæki eftir hann arf. Þetta er fráleitt því að þegar erfðaskráin var gerð höfðu Sovétríkin ekki enn slitið sambandinu við Al- baníu og ekkert benti til þess að albanski flokkurinn myndi hafa þá sérstöðu sem síðar varð ljóst. Auk þess verður það að segjast að uppgjörinu við sovésku endurskoðunarstefnuna var í raun ekki lokið fyrr en langt var liðið á 7. áratuginn og í sumum löndum jafnvel enn seinna, en fram á sjónarsviðið hefur komið ný marxísk-lenínísk hreyfing. Varðandi síðara atriðið um mismuninn á stefnu Sósíalista- flokksins og BSK er rétt að vitna til skriflegra athugasemda samtakanna við greinargerð gagnaðila í málinu: „Hvað varðar muninn á stefnu Sósíalistaflokksins og BSK þá var hann auðvitað þó nokkur. Þess ber þó að geta að allt skeið Sósíalistaflokksins var stefna hans að breytast og þró- aðist frá stefnu Kommúnista- flokksins til þeirrar stefnu, sem Alþýðubandalagið fylgir í dag. Stórt skref í þessari þróun var einmitt bæklingurinn „leið ís- lands til sósíalisma“, sem kom út um það leyti sem Sigurjón Jónsson lést. Sú stefna sem mörkuð er í þessum bæklingi átti einmitt stóran þátt í upp- lausn flokksins eins og Sigurjón virðist hafa séð fyrir. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að hann hafi búist við því að eftir hugsanlega upplausn eða klofning Sósíalistaflokksins kæmi annar alveg eins flokkur. Þvert á móti hljóta að koma ólíkir flokkar út úr slíku upp- gjöri. Þess vegna verður að líta svo á að fyrirmæli Sigurjóns um ráðstöfun arfsins ef Sósíalista- flokkurinn yrði lagður niður eða klofnaði, hafi fyrst og fremst pólitískt gildi en minna máli skipti hvort formlega er um að ræða flokk eða samtök. Þess vegna verður að leggja til grundvallar hvort BSK séu marxísk-lenínísk samtök og hvort þau starfa í anda Marx, Engels og Leníns en ekki að hve miklu leyti þau líkjast Sósíal- istaflokknum." Þessum röksemdum gengur dómurinn alveg fram hjá. í úrskurðinum segir hins veg- ar að Sigurjón hafi ekki verið fylgismaður byltingarstefnu, samkvæmt framburði eins vitnis. Orðalag erfðaskrárinnar mælir alfarið gegn þessari full- yrðingu dómsins, því hvernig er hægt að starfa í anda Marx, Engels og Leníns án þess að aðhyllast byltingarstefnu? Þessu lætur dómurinn ósvarað þrátt fyrir að byltingarstefnan sé óvéfengjanlega þungamiðjan í ■ Bollagata 12, hið umdeilda og eftirsótta hús. öllum kennmgum og starfi Marx, Engels og Leníns og því geta engir verið marxistar-len- ínistar án þess að vera byltingar- sinnar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um mótsagnir og geðþóttaálykt- anir dómsúrskurðarins í þessu máli, auk þess sem hvarvetna er reynt að hundsa og útvatna rök samtakanna en upphefja rök gagnaðila. Þetta er aðeins eitt dæmi sem sýnir að dómskerfið er í hönd- um ríkjandi stéttar og er notað í hennar þágu þegar á þarf að halda. Reykjavík 19. apríl 1984 Baráttusamtökin fyrir stofnun Kommúnista- flokks Athugasemd: Millifyrirsagnir eru blaðsins Amnesty Intemational: Samviskufangar aprílmánaðar Alþjóða mannréttinda- samtökin Amnesty Internation- al vilja vekja athygli almennings á málum eftirtalinna þriggja samviskufanga í aprílmánuði. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum til þess að sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannrétt- indabrot séu framin. Júgóslavía. Emrush SALI- JEVSKI, götusali af albönskum ættum, giftur og níu barna faðir. Hann afplánar nú fimm ára fangelsisdóm. Það sem hann í stuttu máli er sakaður um er eftirfarandi: 1. Að hafa selt segulbands- upptökur með útvarpssending- um albanska útvarpsins - Al- bania’s Radio Tirana - þar sem fram kom gagnrýni á meðferð júgóslavneskra stjórnvalda á þeim Júgóslövum af albönskum ættum er tóku þátt í sjálfstæð- isbaráttu fyrir Kosovo hérað í mars og apríl 1981. 2. Að hafa í fórum sínum snældur með albönskum þjóð- ernissöngvum, sem, að mati réttarins gátu valdið sundrung meðal júgóslavnesku þjóðar- innar. 3. Að Emrush Salijevski hafi hlustað á þessar snældur í viðurvist margra vitna. 4. Að hann hafi látið í ljós óánægju með hvað Albanir í Macedoniu höfðu sýnt litla sam- stöðu við þá kröfugerð að Kos- ovo hérað (hluti Serbíu) yrði sjálfstæð eining innan Júgó- slavíu. Emrush Salijevsky afplánar sinn dóm í Idrizovo fangelsinu, nálægtSkopje. Hannerfatlaður og er sagður eiga við vanheilsu að stríða. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að hann verði látinn laus. Skriflð til: His Excellency The President of the Presidency of the SFRJ Bul. Lenjina 2 Belgrade Yugoslavia Haiti. Delmond CHOULO- UTE tæplega fimmtugur Hait- ibúi, fyrrverandi hermaður. Hann hefur verið í haldi síðan 1979, án þess að hafa hlotið nokkurn dóm og án þess að mál hans hafi komið fyrir rétt. Yfir- völd á Haiti hafa neitað að hann sé hafður í haldi. Árið 1960 yfirgaf hann landið og dvaldist í 13 ár í nágrannaríkinu Dómin- iska lýðveldið. Hann fór frá Haiti vegna hótana af hálfu Tontons hersveitanna, og vegna andstæðra skoðana við þáver- andi forseta landsins, Dr. Fran- cois Duvalier. Árið 1979 kom hann aftur til Haiti t.þ.a. heim- sækja foreldra sína. Nokkrum dögum eftir heimkomuna var hann handtekinn í bænum Croix des Bouquets, nálægt höfuð- borginni Port-au-Prince. Yfir- völd viðurkenndu ekki að hann hefði verið handtekinn, og það var ekki fyrr en 1981 að Amn- esty samtökin fengu upplýsingar um hvar hann væri niðurkom- inn. Var það í gegnum óopin- berar heimildir sem upplýstu að hann, ásamt öðrum pólitískum föngum væri í haldi í „The National Penitentiary“ í Port- au-Prince. Yfirvöld á Haiti hafa enn ekki viðurkennt að Del- mond Chouloute sé hafður í haldi. Hvorki hann né aðrir pólitískir fangar sem þarna eru hafa fengið neinn dóm, þeir hafa ekki fengið að leita til lögfræðings, og mál þeirra hafa ekki komið fyrir rétt. Að mati Amnesty samtak- anna var Delmond Chouloute handtekinn vegna andstæðra skoðana sinna við stjórnvöld á Haiti. Vitað er að hann hefur ekki beitt valdi né hvatt aðra til þess. Vinsamlegast sendið'kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að hann verði látinn laus úr haldi. Skrifið til: Son Excellence Jean-Claude Duvalier Président-á-Vie Palais National Port-au-Prince Haiti Bangladesh. Golam MAZ- ED, ritstjóri dagblaðsins „The Dainik Runner" og vikuritsins Ganamanash í Bangladesh. Hann var handtekinn þann 9. febrúar 1983, fundinn sekur og dæmdur í 3ja ára fangelsi og þrælkunarvinnu. Ástæðan fyrir dómnum var sú að hann hafði birt í blöðum sínum fimm blaða- greinar sem voru álitnar í and- stöðu við stefnu stjórnarinnar. Þær blaðagreinar sem hér um ræðir, birtust á þeim tíma sem fram fóru víðtæk mótmæli gegn áframhaldandi herlögum í land- inu. Fjöldi manns sem þátt tóku í þessum mótmælum var hand- tekinn en eftir því sem Amnesty samtökin komast næst, þá hafa allir nema Golam Mazed verið látnir lausir úr haldi. Amnesty samtökin hafa tekið hann að sér sem samviskufanga, þar sem þau álíta hann vera í haldi vegna sinna skoðana. Samtökin hafa og áhyggjur af þróun her- dómstóla í landinu, svipuðum þeim er dæmdi Golam Mazed. Þar er ekki leyfður löglegur verjandi (en ákærði má þiggja hjálp frá „vinum"), -og bannað er að áfrýja málum. Golam Mazed er í Sylhet Central fang- elsinu. Hann er sagður heilsu- veill, vinstri fótur hans mun vera lamaður, og hann þjáist af of háum blóðþrýstingi. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Golam Mozed verði látinn laus úr haldi. Skríflð til: His Excellency President H.M Ershad Chief Martial Law Administrator Office of the Chief Martial Law Administration Dhaka Bangladesh VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Símar 38220 og 81080 y^^//////////////////////^

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.