NT - 15.05.1984, Blaðsíða 17

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 17
T Þriðjudagur 15. maí 1984 1 7 I Stacey Keach virðist taka það sent sjálfsagðan hlut að vera sífellt um- kringdur fegurðardísum ■ Nora Gaye er á góðri leið með að verða stjama ■ Lee Benton kemur frá Florida og býst við að vakna þar einn góðan veðurdag, þegar draumurinn er búinn Litii og stóri ■ Þó að óneitanlega sé tals- verður stærðar- og þyngdar- munur á púðluhundinum Tinu og eiganda hennar, Colin Ta- ylor, er þó samkomulagið hið besta hjá þeim. Tina litla vegur ekki nema 800 grömm, en eigandi henar heil 175 kíló! En Colin er ■ Þau Tina og Colin taka sér daglega gönguferð í görðum Lundúna og vekja auðvitað mikla athygli hvar sem þau fara. varkár, þegar Tina á í hlut. Það hendir hann aldrei að misstíga sig ofan á hana, enda þyrfti þá líklegast ekki að spyrja að leikslokum. Og þó að Tina sé þetta miklu léttari á sér en Coíin, fer hún aldrei svo hratt yfir, að Colin hafi ekki við henni, Þau Colin og Tina eiga heima í London, og eins og að líkum lætur, reka menn upp stór augu, hvar sem þau eru á ferð. Þá verða umferð- artafir og jafnvel umferðar- öngþveiti. En það er þeim fyrirgefið, eins og fleira. ■ Gjafapakkamir til Shana voru opnaðir heima, en svo fór „afmælisbarnið og foreldrarnir“ ásamt gestum á flott hótel, þar sem borðaður var hátíðarmatur með Shana Racquel (þ.e. tíkinni) í heiðurssæti. Ekki er öll vitleysan eins: Afmælisboð ffyrir kjöltu- rakkakostaði 20.000 dollara (600.000 ísl.kr.)! ■ Það komu gestir langt að með | flugvélum til þess að heiðra eitt afmælisbarn og sitja veislu þess... .leigt var fínasta hótelpláss undir afmælisboðið, þar sem þjónar með hvíta hanska báru fram sjörétta máltíð .....afmælisbarnið gekk í veilsusalinn í perlusaumuðum silki- kjól! Þetta var með fínni veislum í Pittsburgh, Pennslylvaníu í Banda- ríkjunum og áætlaður kostnaður við veisluna var um 20.000 dollarar (6000.00 ísl. kr.) -og heiðurgesturinn og afmælisbarnið var kjölturakki! Shana Racquel, tíkin er enskur Springer Spaniel og eigendur hennar heita Suzanne og Charles Brandau. Þau sögðust hafa viljað að halda vel upp á 13 ára afmæli Shana,. Hún er vön góðu segir „mamrna" hennar. Shana á sllt sem einn hundur getur átt, svo sem eigið herbergi í stórhýsi eigendanna. Óll snyrtitæki fyrir hunda og ábreiður og kodda. Meira að segja á Shana minkapels, sér- saumaðan á hana! Suzanne Brandau segir: „Hún er auðvitað hundur - sem dýrategund - en hún Shana er vissulega persóna. Mér finnst hún vera litla stúlkan sem ég aldrei eignaðist, og ég vil að hún fái allt það besta og sé komið fram við hana af alúð og henni sýnd virðing“. Enda gerðu gestirnir það, því þeir komu færandi gjafapakka og sátu svo til borðs með hundinum á hinu glæsi- lega Hayatt hóteli. Gestirnir fengu fínasta veislumat, sjö rétti og tilheyrandi vín með. Sjálf fékk Shana hamborgara með osti og frönskum kartöflum, en það er upp- áhaldsmatur hennar. Kjólklæddur þjónn með hvíta hanska skar matinn í bita fyrir Shana og mataði hana með silfurskeið. Hápunktur máltíðarinnar var þó þegar borin var fram afmælistertan með smástyttu af hundi á toppinum, og auðvitað fékk Shana fyrstu sneið- ina, en hún hafði ekki góða lyst á tertunni. ■ Shana í hvítum perlusaumuöum kjól eins og eigandinn, og með blóma- krans um hálsinn horfir hrifin á „foreldra sína“, sem hjónin Suzanne og Charles Brandau. í gjafapökkunum voru allar mögu- legar og ómögulegar gjafir, svo sem leikföng, skartgripir og málverk af sjálfu afmælisbarninu. Einnig fékk Shana nokkrar myndarlegar gjafa- kvittanir fyrir upphæðum sem gefnar höfðu verið í hennar nafni til góð- gerðastarfsemi. í einum pakkanum var persneskt teppi, sem olíufursti sendi sem afmælisgjöf, en hann komst ekki sjálfur sökum anna! Þegar veislunni Iauk var Shana steinsofnuð á gólfinu hjá öllum gjöf- unum sínum, því að þessi miklu hátíðahöld geta verið þreytandi. En þetta var alveg sérstakur afmælisdag- ur einar lítillar tíkur, um það kom öllum saman. ■ Sams konar naglalakk prýðir neglur frúarinnar og „neglur“ tíkar- innar! og svo fékk hún Shana gull- armband með demanti í afmælisgjöf!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.