NT - 15.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 26
- - - Þriðjudagur 15: maf «84" * 26' ■ Þráinn Hafsteinsson er óhcppinn. Hann kemst öruggiega ekki á Ólympíuleikana í Los Angeles, þar sem hann getur ekki tekist á við ólympíulágmarkið í tugþraut vegna meiðsla. Myndin er tekin fyrir tveimur árum er Þráinn átti við öklameiðsli að stríða - nú er það nárinn sem plagar hann. NT-mynd Tryggvi Þráinn Hafsteinsson tugþrautarmaður kemst ekki á Ólympíuleikana: „Búinn að vera“ í sumar - þarf 3-6 mánuði til að jafna mig á meiðslunum ■ Ég er meiddur, og búinn að vera í sumar. Ég varð fyrir nárameiðslum í desember, og síðan hefur þetta smám saman versnað. Ég er búinn að sætta mig við þá staðreynd nú, að komast ekki á Olympíuleikana í Los Angeles í sumar, maður hefur verið að gera sér grein fyrir þessu smám saman. Þessi meiðsli taka mjög langan tíma í að gróa, svona 3-6 mánuði með algerri hvíld. Þetta eru mikil vonbrigði, maður er bú- inn að láta sig dreyma um það lengi að komast á Ólympíu- leika, sagði Þráinn Hafsteins- son, tugþrautarmaður í samtali við NT í gær. Þráinn stundar nám í íþrótta- fræðum við háskólann í Ala- bama. Hann er besti tugþraut- armaður {slands. íslandsmet hans, sem hann setti í fyrrasum- ar, er 7.724 stig, en Olympíu- lágmarkið er 7.850 stig. Þráinn var alveg við lágmarkið, og hefði hann komist hjá meið- slum, má telja nokkuð öruggt að hann hefði náð að tryggja sér sæti í Olýmpíuliði íslands í Los Angeles. En nú er það fyrir bí „Beinhimnan rifnaði frá lífbeininu, þar sem magavöðv- arnir tengjast við það, það má kalla þetta nárameiðsli. Þetta kom fyrir í desember, og hefur smáversnað síðan. Ég þarf að ■ „Þetta er mjög jákvætt, og kemur dálítið í staðinn fyrir að maður kemst ekki á Olympíu- leikana“, sagði Þráinn Haf- steinsson í samtalinu við NT, en hann verður að líkindum aðstoðarþjálfari frjálsíþrótta- liðs háskólans í Alabama, þar sem hann nemur nú íþrótta- fræði. „Þeir buðu mér upp á þetta, hvíla mig algerlega í 3-6 mán- uði til að þetta grói“ sagði Þráinn - Hvenær ætlarðu að hefja hvíldina? „Ja, það er nú það sem ég er að hugsa um núna. Fyrst að maður kemst ekki á Olympíu- leikana, verður maður að fara heim og keppa á landsmótum og ég held ég taki því. Þetta er spennandi verkefni. Ég verð þá í þessu með náminu“, sagði Þráinn, en hann á eitt ár eftir af námi sínu. Þórdís Gísladóttir, hástökkvari, unnusta Þráins, nemur einnig íþróttafræði, og á einnig eitt ár eftir. - Er þetta launað starf? „Þeir borga öll skólagjöld og annað fyrir mig, og bjóða mér fyrir HSK, svona í einhverjum greinum. Geturðu nokkuð beitt þér? „Ekki til stórafreka. Ég skrölti í gegnum tugþrautina á svæðamótinu í Louisiana um helgina, inest fyrir stigin til handa liði skólans. Ég fékk 6.905 stig og varð í þriðja sæti“ svo upp á, ef ég fer í framhalds- nám við skólann að borga það og uppihald og húsnæði“. Hverjar eru framtíðaráætl- anirnar, á að koma heim og kenna og þjálfa, eða vera áfram erlendis? „Það er alltaf draumurinn að fara heim og þjálfa, það kemur ekkert annað til greina. Og halda áfram að styrkja HSK“, sagði Þráinn Hafsteinsson. Ljós í myrkrinu hjá Þráni - hann verður: Aðstoðarþjálfari í Alabama Islendingar stóðu sig vel á svæðamótinu í Louisiana: Fjórir fengu gullverðlaun! ■ Kristján Harðarson er einn þeirra sem eru næstir því að hreppa eitt sætanna fjög- urra sem enn eru laus í ís- lenska ólympíu- liðinu. Kristján vantar aðeins 10 sentimetra til að ná lágmarki íslensku Ólym- píunefndarinn- ar. Kristján stökk 7,88 metra hárfínt ógilt á mótinu í Kaliforníu, svo að stutt virðist í að hann nái lág- markinu. ■ Vésteinn Hafsteinsson sýnir mikið öryggi þessa dagana. Hann kastaði yfir 60 metra í öllum köstum sínum í Louisiana um helgina, og þrisvar yfir 62 metra. Hann náði ólympíulágmarkinu fyrir allnokkru. NT-mynd G.G. Kristján með gott stökk ■ Kristján Harðarson langstökkvari úr Ármanni náði ágætum árangri á svæðamóti háskóla Suðvest- urríkjanna í frjálsum íþrótt- um, en mótið var haldið í Fresno í Kaliforníu um helg- ina. Kristján stökk 7,74 metra, sem er annar besti árangur hans, og um leið annar besti árangur Islend- ings í greininni. Kristján setti íslandsmet á dögunum, 7,80 metra. Hann stökk 7.88 metra á mótinu á laugardag, hárfínt ógilt. Hann er rétt við lág- mark Ólympíunefndar Is- lands fyrir leikana í Los Angeles í sumar, en það er 7,90 metrar. Lágmark Al- þjóðaólympíunefndarinnar er 7,80 metrar. Þorsteinn Þórsson tug- þrautarmaður keppti einnig á mótinu í Fresno. Hann náði þar sínum besta árangri í tugþraut, náði 7261 stigi. íris Grönfeldt setti islandsmet í spjótkasti ■ íris Grönfeldt bætti íslandsmetið í spjótkasti enn um helgina, kastaði nú 55.90 metra. Hún er allnokkuð frá lágmarki íslensku ólympíunefndar- innar, sem er 61 metri. En íris sýnir miklar framfarir, og hefur margbætt íslandsmetið undan- farin ár. NT-mynd G.G. ■ Sigurður Einarsson er rétt við Ólympíulágmarkið, vantar að 'kasta 20 sentimetrum lengra í spjótkastinu. NT-mynd Arni Sæberg Sigurður rétt við ólympíulágmarkið ■ Fjórir íslendingar hlutu gullverðlaun á svæðamóti há- skólanna í Alabama og Louisi- ana í frjálsum íþróttum sem haldið var í Baton Rouge í Louisiana um helgina. íris Grönfeldt UMSB sigraði í spjótkasti og setti Islandsmet, kastaði 55,90 metra, Vésteinn Hafsteinsson HSK sigraði i kringlukasti, Þórdís Gísladóttir ÍR í hástökki og Sigurður Ein- arsson Ármanni sigraði í spjót- kasti. írís Grönfeldt náði sigri í síðasta kasti sínu, var í öðru sæti fram í síðustu umferð. Keppandi frá Tennessee var í fyrsta sæti með 52 metra, en síðan kom metkast írisar, 55,90 metrar, og þar með bætti hún Islandsmet sitt frá því í vor um rúman metra. Það var 54,92 metrar. Vésteinn Hafsteinsson sigraði í kringlukasti, kastaði 62,94 metra. Vésteinn sýndi mikið öryggi, átti öll sín köst yfir 60 metra, og þrjú köst voru yfir 62 metra. Sigurður Einarsson kastaði 82,62 metra, og sigraði í spjót- kastinu. Sigurður er í mjög góðri æfingu þessa dagana og nánast tímaspursmál hvenær hann nær ólympíulágmarkinu, sem er 83 metrar. Sigurður var þarna nærri sínum besta ár- angri, hann kastaði 82,80 metra í mars. Sigurður hefur ekki kastað á móti síðan, þar sem meiðsli í hendi hafa hrjáð hann, en nú virðist hann hafa náð sér af þeim. Þórdís Gísladóttir stökk 1,83 metra í hástökki og si'graði. Hún reyndi við 1,86 metra, en tókst ekki að komast yfir rána. Þórdís lenti í bílslysi fyrir rúmri viku, og hefur ekki náð sér að fullu, tognaði í hálsi. Eggert Bogason kastaði 54,34 metra í kringlukasti, og varð í 4. sæti. Eggert varð í 6. sæti í kúluvarpi, kastaði þar 17,19 metra, og er þetta hans besti árangur í báðum greinum. Vésteinn Hafsteinsson kast- aði einnig kúlu, kastaði 17,34 metra og varð fjórði, hans besti árangur í greininni. Þráinn Hafsteinsson keppti í tugþraut, varð þriðji með 6905 stig, sem er langt frá hans besta, enda er hann meiddur eins og kemur fram hér ofar á síðunni. Guðmundur Skúlason Ár- manni hljóp 800 metra á 1:59,49 mínútum, en komst ekki í úrslit. Þetta er þó besti árangur Guð- mundar á þessu ári.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.