NT - 15.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 14
■ Þessi glæsilega bygging, þar sem tannlæknadeild hefur aðsetur sitt er í daglegu tali nefnd „Tann§ Ymsar raddir uppi um skipan mála í tann- læknadeild ■ Lesstofur stúdenta munu óloftræstar og illa kyntar. Her- bergin voru hugsuð sem dýra- geymsla læknadeildar. Léleg nýting á dýru hús Erjur við háskólayfirvöld Á síðasta ári var tannlækna- deild gert að taka níu nemend- ur upp á annað ár í stað átta, vegna mistaka sem urðu við útreikning einkunna í sam- keppnisprófi. í málflutningi forsvarsmanna deildarinnar kom fram að þeim var afar ■ Hluti af kennsluaðstöðu í tannlæknadeild. Verkleg aðstaða ku vera til fyrirmyndar. NT-myndir: Árni Sæberg teknar upp sem námsgrein við háskólann. Það samþykki mun enn ekki hafa fengist svo tækin standa gagnslaus og ónotuð, og taka Vs hluta af kennsluhúsnæði deildarinnar. m Ekki alls fyrir löngu leitaði tannlæknastúdent á náðir lögfræðings vegna prófverkefnis sem ekkiá að viðurkennast þvi sjúklingur sá sem íhiut á, er ekki lengur á meðal lifenda. Plögg um framkvæmd prófverkefnisins hurfu úr skjalavörslu skrifstofu tannlæknadeildar, og er sennilegt talið að það hafi gerst við endurskipulagningu á skrifstofunni. Stúdentinn heldur því fram að prófessorar deildarinnar hafi aðstoðað við gerð prófverketnisins, en af einhverjum ástæðum muna þeir ekki eftir því. Annað mál uppdagaðist ný- lega er í ljós kom að tann- læknadeild hafði fyrirhugað að setja pólska flóttakonu, full- menntaðan tannlækni með átta ára starfsreynslu, á bekk með' annars ársnemum. Heimildum bar ekki saman um nauðsyn þessa en upphaflega mun þess einungis hafa verið óskað við tannlæknadeild að konan fengi að taka einhver tiltekin verkleg námskeið svo hún gæti hafið störf. í kjölfar þeirrar athygli sem mál þetta vakti, birtist síðan yfirlýsing á fasteignasíðu Morgunblaðsins frá deildar- forseta tannlæknadeildar, þess efnis að pólska konan muni ekki þurfa að taka sama náms- efni og annars árs nemar, auk þess sem öll hennar próf muni fara fram á ensku. Allt útlit er því fyrir að úr því máli rætist, hvað svo sem verður um „gómamálið" al- ræmda, þökk sé NT. En í Ijósi þeirrar umræðu sem orðið hefur að undanförnu um vinnubrögð og mannleg samskipti í tannlæknadeild, er fróðlegt að skyggnast nokkur ár aftur í tímann og kanna nánar sögu tannlæknadeildar. Aðstöðuleysi Fjöldatakmarkanir hafa verið viðhafðar í tannlækna- deild frá upphafi. Deildin var til að byrja me_ð, staðsett í húsnæði Landspítalans, við afar þröngan kost, að allra dómi. Stólar voru um tíu talsins, og fjöldi nemenda tak- markaður við sex á ári. Loks var ráðist í byggingu nýs húsnæðis fyrir tannlækna- deild og læknadeild, til mikils léttis fyrir aðstandendur deild- anna beggja. Reis af grunni glæsileg bygging ásýndar og voru innviðir hennar ekki síðri. Tannlæknadeild tók sinn hluta húsnæðis í fulla notkun fyrir u.þ.b. tveimur árum og rýmkaði óneitanlega talsvert um deildina við þau umskipti. Fjárveitingar háskólans höfðu að mestu runnið í þetta forgangsverkefni og var ekkert til sparað. Stólar voru 24 að meðtöldum sérstökum stólum til skurðaðgerða. Kennarar fengu rúmgóðar skrifstofur og nokkur fundarherbergi og kennslurými jókst að miklum mun. í gleðinni yfir mögu- leikum húsnæðisins var ráðist í að kaupa rándýr tannsmíða- tæki, sem einn forráðamanna deildarinnar hefur sagt svo vönduð og viðkvæm að enginn muni vera menntaður á íslandi til að kenna á slíka dýrgripi. Að sögn Guðmundar Magn- ússonar, rektors háskólans, þá voru þessi tæki keypt án þess að samþykki hefði fengist fyrir því að tannsmíðar yrðu „Viðkvæmt mál fyrir alla aðila“ -segja stúdentar í tannlæknadeild | ■ Fyrir forvitni sakir, lagði blm. leið sína niður í Tanngarð, húsnæði tannlæknadeildar, og tók þar tali nokkra stúdenta sem um þessar mundir sitja sveittir við próflestur. Meðal þeirra voru Einar Kristleifsson á 5. ári og Hafsteinn Eggertsson á 1. ári. Eru mikil þrengsli hér í deildinni? EK: Stólarnir eru fullnýttir, það er ekkert vafamál. Að- staða nemenda er líka sérstak- lega slæm, það hefur ekki hlot- ið mikinn hljómgrunn reyndar. í vetur urðum við t.d. að lesa við 10 - 13 stiga hita. HE: Aðstaða stúdenta er ekki góð eins og er, en það stendur til bóta. Eruð þið þá hlynntir fjölda- takmörkunum? HE: Já, þó að ég sé að vísu vitlausu megin við fjöldatak- markanirnarnúna, þá vill mað- ur hafa þær þegar maður er kominn í gegn - það ætti að tryggja sæmilega kennslu. EK: Það er vissulega grund- vallarsjónarmið, að allir eigi að hafa möguleika til að afla sér menntunar, en í tannlæknadeild eru fjöldatak- markanir ill nauðsyn. Eins og ástandið er núna þyrfti heldur að herða á þeim heldur en hitt. Það verður bara alltof þröngt hér þegar fólki seinkar í námi. Hinsvegar tek ég ekki undir það að það sé verið að skapa ástand í deildinni, slíkt gera menn ekki. HE: Það má kannske bæta því við, að miklu fjármagni er varið til þess að mennta menn, bæði í tannlæknadeild og öðrum deildum. Það er spurn- ing hvort þjóðfélagið hafi efni á að láta menn síðan ganga atvinnulausa eftir allan þann tilkostnað. Hvað finnst ykkur um að hafa annan inngang í húsið en prófessorarnir hafa? HE + EK: Okkur finnst þetta nú óþarfi, en það getur svo sem verið að það liggi einhverjar hreinlætisástæður að baki. Hafið þið eitthvað að segja um þau mál sem komið hafa upp í tannlæknadeild? - 5

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.