NT - 15.05.1984, Blaðsíða 15

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 15
arður“ óljúft að verða við þessari ákvörðun háskólaráðs, en áttu fárra kosta völ. Deildarforseti tannlæknadeildar lagði fram bókun á háskólaráðsfundi þar sem fullri ábyrgð var lýst á hendur háskólanum fyrir þessa ákvörðun. Nú í vor kom síðan beiðni frá tannlæknadeild þess efnis að enn yrði hert á fjöldatak- mörkunum í deildinni, vegna þrengsla og aðstöðuleysis. Efasemdir um aðstöðuleysið Þrengslin sem um er að ræða, hafa af ýmsum verið véfengd. Því hefur jafnvel ver- ið haldið fram, - á það einkum SOMM£R N.O.S. Stúdentar í tannlæknadeild taka EK:Það mál sem við þekkj- um til, er náttúrulega mjög viðkvæmt fyrir alla aðila og því ekki hægt að dæma neinum í vil. Það hlýtur að gilda hér eins og í öðrum deildum að nemendur veigra sér við að sér hvfld frá próflestri og ræða koma með opinbera gagnrýni á sína deild. Hinsvegar eru sjálfsagt skiptar skoðanir um þessi mál. Hvernig er mórallinn í deild- inni? EK: Mórallinn hefur nú málin. NT-mynd: Árni Sæberg. verið svona upp og niður á milli ára, góður þegar allt gengur vel, versnar þegar eitthvað fer úrskeiðis. HE: Það er ágætur mórall hjá 1. árs nemum og á vonandi eftir að haldast þannig. við um stúdenta - að þessi þrengsli hafi verið skipulögð í kjölfar ákvörðunar háskóla- ráðs s.l. vor. Þessu til staðfest- ingar hefur m.a. verið bent á uppkast að áfangaskýrslu deildarinnar sem lögð var fyrir deildarfund sl. haust en þar segir m.a.: „Sitji háskólaóráð á strák sínum og að öllu forfallalausu, verða átta tannlæknartemar á hverju námsári eftir fyrsta ár. Þó er þegar sýnt að biðröð myndast við klínikdyr haustið ’84. Strandar þar einkum á aðstöðu í gervitannagerð." (leturbr. ÓÞ). Stúdentar hafa bent á að í þessari skýrslu er gert ráð fyrir vandræðum á klínik sem sl. haust voru ekki til staðar og tæpast ástæða til að ætla að yrðu. Engu að síður barst nemum á öðru og þriðja ári bréf í vetur þar sem tilkynnt er að nokkr- um þeirra verði e.t.v. seink- að um eitt ár vegna þrengsla. Stúdentar hafa haldið því fram að stólana í tannlækna- deild mætti nýta betur en nú er gert og hafa þeir komið tilmæl- um þess efnis á framfæri við kennslunefnd. í bréfi tann- læknanema til kennslunefndar segirm.a.: „...þetta haustmiss- eri eru a.m.k. 6 stólar lausir á klínik samkvæmt stunda- skrá.“ (leturbr. ÓÞ) Haft var samband við Karl Örn Karlsson, formann kennslunefndar. Kannaðist hann við að tilmæli stúdenta, ■ Þröngt er um nemendur á lesstofum. hefðu borist nefndinni, en sagðist jafnframt telja að stól- arnir væru nokkurn veginn full- nýttir, og að síðasta vetur hefði lítið sem ekkert svigrúm verið til staðar. Ýmsir vankantar En það eru ekki einungis skipulagsmálin sem gagnrýnd hafa verið í tannlæknadeild. Öllu alvarlegri er sú gagnrýni að stúdentum hafi verið seink- að í námi, til að sýna fram á þrengingar deildarinnar, þann- ig að stúdentar á hverju ári yrðu einhverjum mun tleiri, en við eðlilegar aðstæður. Þess séu jafnvel dæmi að nemendur hafi fengið villandi upplýsingar frá prófessorum sem hafa vald- ið töfum og óþarfa fyrirhöfn. Það verður að teljast miður að heimildarmenn vilja ekki láta nafns síns getið af ótta við þær afleiðingar sem þeir álíta að slíkt myndi hafa í för með sér. Haft var samband við deildarforseta tannlæknadeild- ar, Sigfús Þór Elíasson, og hann inntur eftir svörum við þessari gagnrýni. Neitaði hann alfarið að tjá sig um málið. í sama streng tók varaforseti deildarinnar, þegar haft var samband við hann. Loks hafa stúdentar kvartað undan því að námsaðstaða sé ekki allskostar góð í húsnæði tannlæknadeildar. Lesstofur þeirra eru í gluggalausum, ó- Íoftræstum herbergjum í kjall- ara hússins, sem að auki munu hafa verið illa kynt í frost- hörkum vetrarins. Nemendur munu hafa hálfa kjallarahæð til eigin nota og þar munu þeir jafnframt þurfa að ganga inn í liúsið því prófessorar og starfslið hafa annan inngang en þann sem stúdentum mun heimilt að nota. Sá inngangur sem stúdentum er ætlaður mun í framtíðinni vera móttaka fyr- ir lík, en eins og fyrr greinir, þá er húsið einnig ætlað lækna- deild. Skiptar skoðanir Eins og fram hefur komið, þá eru mcnn ekki á eitt sáttir um vinnubrögð og meðferð mála í tannlæknadeild. Frétta- flutningur af þeim vettvangi hefur valdið miklum við- brögðum og ókyrrð. Ekki verður betur séð en að þar standi hver fast á sínu og flestum þyki ómaklega að sér vegið. Það er jafnframt ljóst að ekki eru allir stúdentar einhuga í gagnrýni á deildina. Því verður enginn dómur lagð- ur að sinni á málsatvik og meðferð þeirra í tannlækna- deild. Þriðjudagur 15. maí 1984 15

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.