NT - 15.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 15.05.1984, Blaðsíða 2
Ekki sama Seðla- banka - séri og almennur Jón!! ■ í rekstrarreikningum Seðlabankans kemu berlega í Ijós að það er sitthvað Jón (almennir launþegar) og séra Jón (launþegarhinsopinbera). Einn af útgjaldaliðum bankans á árinu 1983 er „Kostnaður vegna sameiginlegs mötuneytis með Landsbanka íslands" að upphæð 1.524.000 krónur. Deilt niður á fjölda starfs- manna hafa útgjöld bankans við að gefa hverjum starfs- manni sínum að éta á síðasta ári verið um 11.300 krónur á munn, eða nær eitt þúsund krónur á mánuði. Á þessu sama ári var heildarlauna- kostnaður Seðlabankans sam- tals tæpar 45 milljónir króna. Ef séra Jónarnir og Jónurnar hjá Seðlabankanum borguðu matinn sinn að fullu eins og Jónarnir og Jónurnar hans Guðmundar Jaka og Rögnu í Framsókn sýnist Dropum að Seðlabankinn gæti hækkað kaupið hjá sínum mönnum um 3,4% án þess að það kostaði hann eyri í aukaútgjöld. Ef séra Jónarnir í Seðló færu í vinnuna í strædó eins og Jónar gera gjarnan sýnist Dropatelj- ara að enn mætti hækka launin þeirra um 4,2% að meðaltali. Kostnaður vegna bifreiða starfsmanna var nefnilega 1.905.000 krónur í fyrra, eða rúmar 14 þúsund krónur ef upp hæðin skiptis jafnt á þá alla. Liðurinn „námskostnaður, félagsmál starfsmanna og f!eira“ er upp á 2.893.000 krónur, eða um 22 þúsund krónur á starfsmann ef jafnt væri skipt og samsvarar 6,4% af heildarlaunakostnaði bankans. Seðlabankinn (eða báknið) losnar heldur aldeilis ekki við sína séra Jóna oog Jónur af launaskrá þótt þeir hætti störfum. Annar stærsti útgjaldaliður á rekstrarreikn- ingi heitir „eftirlauna- greiðslur'1 og nemur 6.348.000 krónum á síðasta ári. Upphæðin jafngildir um 7. hluta alls launakostnaðar (14,1%) og er t.d. miklu hærri en allur kostn- aður við rekstur hinna miklu fasteigna bankans og húsaleigu hans. Útþensla bákns Seðlabankans ■ í ársskýrslu helsta pen- ingamálastjóra þjóðarinnar - Seðlabankans- kemur fram fróðlegt dæmi um það hve jafnvel hinum bestu stjórnend- um getur reynst erfitt að halda aftur af útþenslu „báknsins" á sama tíma og góðhjartaðir verkalýðsforingjar og ráðherr- ar færa okkur fleiri langþráða „félagsmálapakka“. En vænt- anlega hafa fleiri en Dropar heyrt hið skynsamasta fólk bölva „bákninu" en blessa „fél- agsmálapakkana", eins og þarna þurfi engin tengsl að vera á milli. í nefndri ársskýrslu Seðla- bankans kemur fram að starfs- fólki hans (stöðugildum) hafi á síðasta ári fjölgað óvenjulega mikið, eða um 5,2% á árinu, þ.e. úr 124 í 130,5 stöðugildi’ Helstu ástæður þessarar óvenjulega miklu fjölgunareru sagðar lenging á orlofi starfs- manna og lenging á barnsburðarleyfum kvenna. Skýring á tveim þessara stöðugilda felst þó í því að seðlum í umferð hefur fjölgað um 74% svo óhjákvæmilegt hefur reynst að fjölga um tvo menn í seðlagreiningu. Skæruliðar á Ólympíuleikum? ■ Nú hafa Afganir lýst því yfir að þeir ætli ekki að taka þátt í Olympíuleikunum. Get- spakir menn velt því á hinn bóginn fyrirsér, hvort afgansk- ir skæruliðar muni ekki hafa áhuga á þátttöku og virðist þá trúlegast að þeir myndu vilja keppa í skotfimi. Það sem einna helst er talið draga úr áhuga afgönsku skæruliðanna, er sú staðreynd að Rússarnir verða ekki til staðar. ■ Marhnútarnir í Reykjavíkurhöfn fengu óvæntan félagsskap í gærmorgun, þegar mannlaus bfll, sem stóð á bryggjunni við Faxaskála, rann skyndilega af stað og steyptist í sjóinn. Bfllinn náðist fljótlega upp með aðstoð krana og var þessi mynd tekin af því. NT-mynd Sverrir Piltarnir sem lentu í slagsmálunum í Breiðholtsstrætó „Við dauðsjáum eftir þessu nú“ Gáfu sig fram við lögregiuna að áeggjan NT ■ „Okkur brá heldur ónota- lega þegar við lásum fréttina í blaðinu enda skeði þetta ekki eins og því er lýst þar. Og að annar okkar hafi brugðið hnífi og síðan hrósað sér af þessu er hrein vitleysa", sagði annar piltanna sem hlut átti í slags- málunum í strætisvagni í Breiðholti og sagt var frá í NT í gær. Piltarnir höfðu samband við blaðið í gær og fóru síðan til lögreglunnar og gáfu sig fram að áeggjan NT. Piltarnir tveir lýstu atvikun- um þannig að þeir hafi verið talsvert drukknir í strætisvagn- inum þar sem annar þeirra lenti í orðaskaki við tvo aðra pilta. Hann réðist síðan áannan piltanna en sá reyndist sterkari og náði á honum hálstaki. Peir hafi síðan verið skildir í sundur með aðstoð vagn- stjórans en þá hafi sá sem áreittur var hafið slagsmálin aftur. „Þá keyrði ég að vísu hnéð í andlitið á honum" sagði annar piltanna, „og vinur minn tók upp lokaðan vasahníf og kreppti hnefann utan um hann og barði hann þannig í höfuð- ið. Þá getur verið að hann hafi skorist á höfðinu af járninu á hnífnum.“ „Þú getur rétt ímyndað þér að við dauðsjáum eftir þessu núna en maður gerir margar vitleysur þegar maður er fullur“ sagði pilturinn við blaðamann NT. blómvendi frá frú Halldóru Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú. N1 -mynd: Kobert Stjórn Landsvirkjunar færði formanninum 280 þúsund króna afmælisgjöf á sextugsafmælinu: Agreiningur um afmælisgjöfina í stjórninni ■ Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri og formaður stjórn- ar Landsvirkjunar varð sextug- ur á föstudag. Af því tilefni færði stjórnLandsvirkjunar hon- um málverk eftir Jón Stefánsson sem kostaði 280 þúsund kiónur. Gjöfin var ekki samþykkt á fnrmlF*oiim fnnHi stiórnarinnar þar sem afmælisbarnið mátti ekkert vita. Hann hafði þó samkvæmt heimildum NT látið í veðri vaka að hann langaði í málverk eftir Jón Stefánsson. Allir stjórnarmenn samþykktu gjöfina nema Ólafur Ragnar Grímsson sem lýsti strax yfir andstöðu. Ýmsum þeirra þótti þó gjöfin full rausnarleg þegar verðið lá fyrir. Þá hafði þeim ekki verið skýrt frá því að ágreiningur hefði orðið.... Seðlabankinn færði Jóhannesi einnig málverk að gjöf og hefur blaðið hlerað að það hafi kostað 200 þúsund krónur... «|M SynjaSum vafShatd! . mJMI »kp. WÍU .4 -VJ. Mri... lri.£^ H« ■A kíA knikft kafto Kartöflunefnd sett á laggirnar: Ný stefna mótuð í kartöflumálum? ■ Landbúnaðarráðherra skipaði í síðustu viku nefnd, sem huga skal að mótun framtíðarstefnu að því er varðar innflutning á kart- öflum og grænmeti. í skipun- arbréfinu segir, að nefndin skuli meta það, hvernig hag- ur neytenda verði best tryggður, samtímis því að þeirra sjónarmið sé gætt, að íslensk framleiðsla sömu afurða eigi aðgang að íslen- skum mörkuðum umfram innfluttar afurðir. Nefndin kom saman til fyrsta fundar í gær, en ekki voru teknar þar neinar tíma- mótamarkandi ákvarðanir, að því er einn nefndarmanna sagði í stuttu spjalli við NT. Nefnd þessari mun að sjálf- sögðu ekki vinnast tími til að skila áliti áður en að því kemur að ákvörðun verði tekin um innflutningsleyfi fyrir þeim kartöflum sem nú eru á leiðinni til landsins, en heimildarmaður blaðsins taldi þó ekki útilokað að nefndin mundi skila af sér einhverri umsögn um það mál. Formaður nefndárinnar er Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, en aðrir nefnd- armenn eru Magnús Sigurðs- son, bóndi, Kristján Ben- ediktsson, garðyrkjumaður, Ólafur Björnsson, kaupmað- ur, Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræðingur, Örn Bjarnason, læknir og Ingi Tryggvason, formaður stétt- arsambands bænda.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.