NT - 01.04.1985, Page 2

NT - 01.04.1985, Page 2
f T¥? Mánudagur 1. apríl 1985 2 JJ Fréttir Arsverkum í framleiðslu fjölgaði um 141983 meðan ársverkum í þjónustu fjölgaði um 2.344 ■ Ársverk er unnin voru á íslandi árið 1983 voru alls 2.344 fleiri en árið áður (2,1%) ogþar af bættust 2.330 við í ýmsum greinum þjónustu en aðeins 14 í frumvinnslu- og úrvinnslu- greinum séu þær lagðar saman. Mest varð fjölgunin í hópi opin- berra starfsmanna 845 ársverk, í opinberri stjórnsýslu 523 árs- verk og í menningarstarfsemi 193 ársverk, en í þessum þjón- ustugreinum voru unnin ársverk alls rúmlega 26 þúsund árið 1983, eða um 23% af öllum unnum ársverkum á íslandi það ár. Upplýsingar þessar koma fram í riti Framkvæmdastofnun- ar, Vinnumarkaðurinn 1983. Af öðrum þjónustugreinum sem ársverkum fjölgaði töluvert 'í má nefna; heildverslun 215, smásöluverslun 210 og veitinga- og hótelrekstur 130 störf. í iðnaði - sem margir treysta á til fjölgunar nýjum störfum - fækkaði liins vegar ársverkum um 193 árið 1983. Mikil fækkun varð einnig í landbúnaði, 324 ársverk og nokkur í byggingar- iðnaði. í fiskvinnslu varð liins vegar 500 ársverka fjölgun. Fermingin ■ Nú eftir helgina sendir tkirkjan frá sér nýja bók sem tengd er fermingunni og heit- ir Fermingin, hátíðisdagur í lífi mínu. Bókin er í senn minninga-, mynda-, gesta-, sálma- og listaverkabók. í bókinni er ávarp til ferming- arbarnsins, textar úr Biblí- unni og sérstakar opnur fyrir ættartölu og aðrar upplýsing- ar um fjölskylduna. Hér er á ferðinni bók sem geymir hluta af trúar- og menningar- verðmætum íslensku þjóðar- innar í máli og myndum. Dr. Gunnar Kristjánsson þýddi og staðfærði bókina, sem Skálholtsútgáfan gefur út. ■ Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um hádegisbil föstudags og hér sjáum við lögregluþjóna bisa við að koma einni bifreiðinni á réttan kjöl. ökumenn tveggja hlutu minniháttar skrámur en önnur slys urðu ekki. Ef innleysa þarf Spariskírteini Ríkissjóðs bjóðast TVThTP ÁPÆiTTP 1 VrJ.iv avj/Ij 1 liv Báðum kostunum fylgja verðbœtur í verðbólgu 21200 Ih'íii líim niölcggingíisími spíiriljííivigcndíi kGULLBÓKIN - SPARIBÓK MEÐ SÉRVÖXTUM er hávaxtabók sem þú getur tekið út af hvenær og hvar sem er í öllum afgreiðslustöðum bankans. Innstæðan er skráð í bókina og er alltaf laus. 1,8% leiðréttingavextir reiknast af úttektarupphæð og dragast frá áunnum vöxtum en innstæðan ber ávallt fulla vexti, strax frá fyrsta degi. Tilvalin bók fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í tvo mánuði eða lengur. A 18 MÁNAÐA SPARIREIKNINGUR er með hæstu ávöxtun sem bankinn býður. Vextir eru færðir 2svar á ári og eru ávallt lausir til útborgunar eftir færslu. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja vera algerlega áhyggjulausir um sparifé sitt í 18 mánuði eða lengur. Þessi binding borgar sig. Vfð önnumst innlausn Spariskírteina ríkissjóðs BUWÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Hærri meðallaun í sorp- hreinsun en í menningu ■ Meðallaun á unnið ársverk á íslandi árið 1983 reyndust vera 265 þús. krónur. Hækkun meðallauna var 545,1% á sama tíma og kauptaxtar hækkuðu um 48,4%. Hækkun á framfærsluvísitölu á árinu var hins vegar 84,3%. Upplýsingar þessar koma fram í riti Framkvæmdastofnunar, Vinnumarkaðurinn 1983. Framangreind- ar tölur eru unnar upp úr launamiðum launþega og launaframtölum eigenda fyr- ir viðkomandi ár. Mjög mikill munur kemur fram á meðallaunum milli karla og kvenna og jafnframt eftir hjúskaparstöðu viðkom- andi. Á toppnum tróna kvæntir karlar með 335 þús. króna meðallaun á ársverk. Þeir konulausu eru 77 þúsund krónum neðar með 258 þús. á ársverk. Enn 57 þús. krónum neðar koma svo ógiftu konurnar með 201 þús. krónur og þær giftu reka lestina með 199 þús. króna laun fyrir hvert unnið ársverk (fullt starf) á árinu 1983. Meðallaun kvenna voru lægri en landsmeðaltal í öllum atvinnu- greinum, eða samtals 24,5% lægri. Með- allaun karla voru um 308 þús. krónur eða um 54% hærri en meðallaun kvennanna sem voru um 200 þús. Þessi munur hafði árið áður verið tæp 52%, þannig að launabilið milli karla og kvenna hefur breikkað nokkuð þetta ár. Langsamlega hæstu meðallaun eftir atvinnugreinum voru við fiskveiðar 468 þús. krónur og höfðu þau einnig hækkað mest frá árinu á undan, eða um 60,7%. Hæst voru meðallaun á ársverk (land- búnaði sleppt) í Reykjaneskjördæmi 287 þús. krónur, en lægst á Norðurlandi- vestra 257 þús. krónur. Ársverk og meðallaun á ársverk eftir kyni árið 1983 Karlar: Ársv. Meðall.þús Konur: Ársv. Meðall.þús Mism. % Landbúnaður 5.182 149 3.457 129 16 Fiskveiðar 5.084 468 223 219 110 Fiskvinnsla 5.327 284 4.723 217 31 Matvælaiðnaður 1.997 285 1.583 184 55 Vefjariðnaður 865 284 1.506 182 57 Trjávöruiðnaður 1.429 258 146 172 50 Pappírsiðnaður 1.170 319 686 215 48 Efnaiðnaður 747 295 234 194 52 Steinefnaiðnaður Álogjárnblendi 722 765 306 399 120 80 195 270 57 48 Málm-ogskipasmíði 3.164 301 265 181 66 Ýmiss iðnaður 359 333 80 167 99 Veitur 886 400 239 216 85 Byggingarsem atv. rek. 7.359 305 580 190 61 Bygging. í eigin þágu 302 238 8 171 39 Opinberar framkvæmdir 2.460 288 356 156 85 Heildverslun 3.783 304 1.640 209 45 Smásöluverslun 2.897 276 4.803 187 48 Veitingaroghótel 736 267 1.537 200 34 Flutningar 5.170 293 997 223 31 Pósturogsími 668 302 959 216 40 Peningastofnanir 1.061 357 1.921 219 63 Tryggingarv 378 376 420 214 77 Þjón. viðatvinnur. 1.807 382 995 209 83 Opinberstjórnsýsla 3.903 357 1.853 205 74 Götu- og sorphreinsun 242 251 30 221 14 Opinberþjónusta 5.999 334 12.489 216 55 Menningarstarfsemi 1.050 247 772 198 25 Persónuleg þjónusta 2.689 265 953 151 75 Varnarliðið 716 418 345 232 80 Atvinnuv. alls 68.920 308 44.001 200 54 ■ Unnin ársverk á íslandi árið 1983 - skipting þeirra milli karla og kvenna og meðallaun hjá hvoru kyni um sig fyrir unnið ársverk í viðkomandi starfsgreinum má sjá á þessari töflu. I aftasta dálkinum er sýnt hve karlar hafa að meðaitali mörgum prósentum hærri laun í viðkomandi starfsgrein (fyrir fullt starf). Má m.a. sjá að launajafnréttið er mest: reynd við götu- og sorphreinsun þar sem karlar hafa aðeins 14% hærri laun að meðaltali. Jafnframt er athyglisvert aðkonur hafa hærri meðallaun í sorphreinsuninni en sem starfsmenn hins opinbera, þar sem konur leggja af mörkum alls um 12.500 ársverk af alls 44 þús. sem þær skila.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.