NT


NT - 01.04.1985, Síða 23

NT - 01.04.1985, Síða 23
Innanhússmeistaramótið í sundi - föstudagur og laugardagur: Baksundsmaðurinn tók Ólympíufarann - Eðvarð sigraði Tryggva í 100 m bringu ■ Þrjúíslandsmetféllufyrstu tvo dagana á Innanhússmeist- aramótinu í sundi, sem haldið var um helgina í Sundhöll Reykjavíkur. Keppendur á mótinu voru 130 talsins, frá 12 félögum víðs vegar um landið. íslenskir sundmenn sem æfa erlendis mættu flestir til keppni, og nær allir þeir sterk- ustu sem æfa hérlendis. Ein- ungis vantaði tvö af afreksfólki okkar, þau Guðrúnu Femu Ágústsdóttur sem var lasin um helgina, og Árna Sigurðsson sem ekki komst í tíma frá Bandaríkjunum. Eðvarð Þór Eðvarðsson Njarðvík var aðalhetja laugar- dagsins. Eðvarð setti íslands- met í 200 metra baksundi í undanrásum, synti á 2:04,56. Gamla metið átti hann sjálfur. Eðvarð sigraði síðan í grein- inni í úrslitum. Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA setti íslands- met í 50 metra baksundi, 33,08 sekúndum og bætti eigið met um 0,42 sekúndur. Ragnheið- ur gerði þetta er hún sigraði í 100 metra baksundi á 1:08,88 mín. Þriðja metið var íslands- met stúlkna í 4x100 metra fjórsundi kvenna, sveit Vestra synti á 4:55,39 mín. Það sem þó vakti hvað mesta athygli á laugardag var 100 metra bringusund karla. Þar sigraði baksundsmaðurinn Eð- varð Þór Eðvarðsson ólympíu- farann Tryggva Helgason eftir hörkukeppni. Eðvarð synti á 1:06,09, en Tryggvi fékk tím- ann l:06,98mín. Eðvarðleiddi allan tímann, og sýna þessi úrslit svo ekki verður um villst að Eðvarð er í gríðarlegri framför í sundi, ekki síst þar sem bringusundið er aðalgrein Tryggva. Þau systkin. Ragnar og Þór- unn Kristín, börn Guðmundar Harðarsonar fyrrum landsliðs- þjálfara, sem komu gagngert á mótið frá Danmörku, voru sigursæl. Ragnar sigraði í 1500 metra skriðsundi á 16:18,42 mín, og 400 metra skriðsundi á 4:08,46 mín. Þórunn Kristín sigraði í 800 metra skriðsundi kvenna á 9:34,08, og í 400 metra fjórsundi á 5:25,52. Ragnar varð að auki annar í 200 metra baksundi karla. Bryndís Ólafsdóttir HSK sigraði í 100 metra skriðsundi kvenna á 59,55 sek, og í 100 metra flugsundi á 1:07,45 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA sigraði í 200 metra bringusundi á 2:43,43 mín, og í 100 m baksundi eins og áður sagði. Tryggvi Helgason sigraði í 200 metra flugsundi karla á 2:12,59 rnín. ■ Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA sigurvegari í 200 m bringusundi kvenna ásamt Sigurlaugu Guðmundsdóttur í A og Báru Guðmunds- dóttur Vestra sem varð þríðja (til hægrí). NT-mynd: Árni Bjama. Innanhússmótið - sunnudagur: Magnús á góðum tíma - í 100 m skriðsundi ■ Magnús Már Ólafsson HSK náði mjög góðum tíma er hann sigraði í 100 metra skriðsundi á Innanhússmeistaramótinu í sundi í gær. Magnús synti á 53,38 sekúndum, og var rúmri sekúndu á undan baksunds- manninum fjölhæfa, Eðvarði Þ. Eðvarðssyni frá Njarðvík, sem hafnaði í öðru sæti. Systir Magnúsar, Bryndís, fékk sín þriðju gullverðlaun á mótinu í gær, er hún sigraði í 400 metra skriðsundi kvenna á 4.39,69, eftir mikla baráttu við Þórunni K. Guðmundsdóttur, sem kom í mark á 4:40,51 mín. Ragnar, bróðir Þórunnar, sigraði í 400 metra fjórsundi karla með yfirburðum , synti á 4:50,57, og næstu menn voru allir vel yfir 5 mínútna markinu. Ragnheiður Runólfsdóttir Akra- nesi sigraði í 100 metra bringu- sundi kvenna á 1:15,53 mín, og einnigí200m baksundi kvenna á 2:34,51 mín. Tryggvi Helga- son HSK vann í 100 metra flugsundi á 1:01,46 mín., og í 200 metra bringusundi á 2:27,44 mín. Anna Gunnarsdóttir KR sigraði í 200 metra flugsundi kvenna á 2:29,46 mín. og Eð- varð Þ. Eðvarðsson sigraði í 100 metra baksundi á afar góðum tíma, 58,93 sekúndum, sem er skammt frá íslandsmetinu. Sveit HSK sigraði í 4x100 metra boðsundi kvenna á 4:21,28 mín., og sveit Ægis sigraði í 4x200 metra boðsundi karla á 8:17,37 mín. Mánudagur 1. apríl 1985 23 fþrdtUr Kallottkeppnin um páskana: Landsliðið í sundi ■ Landsliðið í sundi, sem tek- ur þátt í Kallottkeppninni í sundi, sem haldin verður hér á landi um páskana, var valið í gær. Átján manns voru valdir, og er þar allt sterkasta sundfólk landsins, þó með einni undan- tekningu, Guðrún Fema Ág- ústsdóttir Ægi verður fjarver- andi vegna veikinda. Þessi voru valin í liðið: Frá Ægi: Ragnar Guðmundsson, Þórunn Kristín Guðmundsdótt- ir, Ingibjörg Arnardóttir, Ólaf- valið mr Einarsson, Tómas Þráinsson. Frá HSK: Bryndís Ólafsdóttir, Magnús Már Ólafsson, Tryggvi Helgason. Frá ÍA: Ragnheiður Runólfsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir. Frá Vestra: Helga Sigurðardóttir. Martha Jörundsdóttir. Frá KR: Anna Gunnarsdóttir, Jens Sigurðs- son. Frá UMFN: Eðvarð Þ. Eðvarðsson. Frá UMFB: Hugi S. Harðarson. Frá ÍBV: Árni Sigurðsson. Frá Ármanni: Erla Traustadóttir. ■ Tryggvi Helgason HSK efstur á palli eftir sigur í 200 m flugsundi. Annar varð Magnús Már HSK og þríðji Guðmundur Gunnarsson Ægi en hann er til hægrí. NT-mynd: Ámí Bj«m«. Evrópuknattspyrnan: Italía ■ Verona færðist skrefi nær sínum fyrsta meistaratitli í ítölsku knatt- spyrnunni er liðið hélt jöfnu 1-1 gegn Sampdoría á útivelli á sunnudag. Forskot liðsins er nú orðið sex stig, þar sem Tórínó, sem var í öðru sæti fyrir þessa umferð, tapaði fyrir ná- grönnum sínum Juventus 0-2 á heimavelli. Úrslit í 1. deildinni urðu annars þessi: Cremonese-Como 2-0 Fiorentina-Roma 1-0 Lazio-Atalanta 1-1 Milan-Avellino 2-0 Napoli-Ascoli 1-1 Sampdoria-Verona 1-1 Torino-Juventus 0-2 Udinese-Inter 2-1 Verona tók forystuna á 4. mín er Giuseppe Galderisi renndi sér í gegnum vörn Sampdoría og skoraði. Fimm mínútum síðar jafnaði heima- liðið með marki Alessandro Renica, skoraði beint úr aukaspyrnu. Staða efstu liða er nú þessi, sex umferðir eru eftir. Verona.............. 24 13 10 1 35 14 36 Juventus............ 24 10 10 4 39 24 30 Torino ............. 24 11 8 5 31 21 30 Sampdoría........... 24 9 12 3 25 15 30 Inter............... 24 9 12 3 28 Í9 30 Milan............... 24 10 10 4 26 21 30 Napoli ............. 24 8 9 7 26 24 25 Spánn Barcelona hættir ekki að vinna þrátt fyrir að hafa tryggt sér meist- aratitilinn á Spáni um síðustu helgi. Nú um helgina unnu þeir Sporting Gijon fyrir fullu húsi áhorfenda og meðal þeirra voru leikmenn Víkings í handknattleik sem voru að jafna sig eftir leik við handknattleikslið Bar- celona. Úrslit: Hercules-Valladolid Barcelona-Sporting At. Madrid-Bilbao Valencia-Sevilla Real Murcia-Racing Real Sociedad-Real Madrid Real Betis-Zaragoza Osasuna-Elche Malaga-Espanol Staðan: Barcelona .......... 31 21 8 At. Madrid Sporting .. Real Madrid Bilbao .... Espanol ... Real Sociedad 31 15 11 31 12 14 31 13 10 31 11 14 31 10 12 31 10 11 2-1 2-0 0-0 0-0 3-1 0-3 2-0 2-2 1-1 2 67 23 50 5 47 26 41 5 32 21 38 8 46 30 36 6 33 25 36 9 39 41 32 10 38 31 31 Portúgal Markaskorarinn Fernando Gomes lætur ekki staðar numið við marka- skorun frekar en fyrri daginn. Hann gerði bæði mörk Porto í sigurleik á Salgueiros, 2-0. Mörk Gomes-ar komu bæði úr vítaspyrnum og tryggði Porto fimm stiga forskot á næsta lið í portúgölsku deildinni. Gomes hefur nú gert 32 mörk í vetur og er einn af aðalmarkaskorurum í Evrópu. Úrslit: Portimonense-Setubal 4-2 Porto-Salgueiros 2-0 Belenenses-Sporting 0-3 Benfica-Guimaraes 0-0 Boavista-Academica 2-0 Vizela-Penafiel 2-2 Rio Ave-Farense 2-1 Braga-Varzin 4-1 Staða efstu liða: Porto ............... 23 21 1 1 63 9 43 Sporting ............ 23 16 6 1 59 20 38 Benfica ............. 23 12 7 4 43 22 31 Portimonense......... 23 12 5 6 44 32 29 Boavista ............ 23 9 9 5 30 22 27 Handknattleikur 2. deild - fall: Þór og Fylkir í 3. deild ■ Þórsarar og Fylkismenn máttu bíta í það súra epli að falla niður í 3. deild í handknattleik, en liðin urðu neðst í fallkeppni 2. deildar, sem lauk í Seljaskóla í gær. Ármann og Grótta náðu hins vegar að bjarga skinni sínu í keppninni og héldu sér uppi. Fyrstu leikirnir í síðari hluta keppninnar fóru fram á föstudag og þá sigraði Fylkir Gróttu 22-20 og Ármann vann Þór 31-22. Með tapinu var Þór fallið f 3. deild. Á laugardag gerðu Fylkir og Ármann jafntefli 22-22 en Grótta sigraði Þór 26-24. í gær vann svo Fylkir Þór 24-19 og Grótta varð því að vinna Ármann í síðasta leik sínum, til að halda sér uppi. Það tókst, lokatölurnar 24-22 fyrir Gróttu. Ármann og Grótta fengu því 17 stig hvort félag, Fylkir hlaut 15 og Þór, Akureyri 7. FRU n mSYNníG á stómríyRdsnrs! Háskólabíói ,99 Myndin er sannsöguleg og byggir á atburðum sem áttu sér stað í Víetnam, Kambódíu og Thailandi um það leyti er syrta tók í álinn hjá herjum Suður-Vietnams og Bandaríkjanna og uppgangur Rauðu Khmeranna var að hefjast í Kambódíu. Rakin er saga Dith Prah sem vegna styrjaldarinnar verður að afneita uppruna sínum, yfirgefa heimili sitt í Kambódíu og fara huldu höfði, en kemst að lokum í flóttamannabúðir I Thailandi við landamæri Kambódiu. Mynd þessi hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, var útnefnd til 7 Óskarsverðlauna og hlaut þrenn verðlaun: Besta kvikmyndatakan, besti leikari í aukahlutverki, og besta hljóðupptaka. Einnig veitti breska kvikmyndaakademían myndinni fjölmörg verðlaun, þ.á.m. titilinn Besta kvikmynd ársins 1984. Rauði krossinn reisti flóttamannabúðir á landamærum Thailands og Kambódíu og þangað streymdu hundruð þúsunda flóttamanna. Rauði kross íslands tók virkan þátt í þessu starfi og hafa 16 íslendingar verið þar við störf frá upphafi. Hver miði á frumsýninguna kostar 200 krónur sem er hærra verð en á almennum sýningum - en allur ágóði af frumsýningunni rennur óskiptur til hjálparstarfs Rauða krossins. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabfói sunnudaginn 31. marsfrá kl. 14°° ogmánudaginn 1. apríl frá kl. 16°° Styrkið gott málefni! Rauði kross

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.