NT - 01.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 01.04.1985, Blaðsíða 8
Leitin í hnotskurn Föstudagskvöldið 29. mars Kl. 17.55. Flugvél í innanlandsflugi nemur scndingu úr talstöð, þar sem tilkynnt er um slysið í Kverkfjöllum. Kl. 18.00. Tilkynning berst til Slysavarnaf'élagsins. Kl. 18.45. Þyrla Landhelgisgæslunnar leggur af stað á slysstað. Kl. 18.55. Þyrla frá herliðinu á Keflavíkurflugvelli leggur af stað. Kl. 21.00. Flugvél Flugmálastjórnar fer í loftið. Kl. 22.00. Flugvél Flugmálastjórnar nær að staðsetja mennina eftir að talstöðvasendingar þeirra höfðu verið ■niðaðar út. Kl. 23.00. Tíu menn úr Mývatnssveit leggja af stað til Kvcrkfjalla á 7 snjósleðum. Þeir komast í Sigurðarskála en leggja ekki til uppgöngu vegna veðurs og snjóflóðahættu sein var mikil á þessuin slóðum. Kl. 23.00. Þrjátíu menn leggja af stað frá Akureyri á þrem snjóbílum og hafa limm snjósleða mcðferðis. Þeir fara í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum, og halda þar kyrru fyrir. A sama tíma fara um 50 manns frá Reykjavík, frá Flugbjörgun- arsveitinni og Hjálparsveit skáta af stað með 7-8 snjósleða og 2 snjóbíia. Laugardagur 30. mars Llm miðnætti er orðið Ijóst að manninuni verður ekki bjargað úr sprungunni fyrr en daginn eftir. Ólendandi er á jöklinum vegna veðurs. Kl. 01.45. Menn úr slysavarnardeildinni Ingólfi frá Hellu leggja af stað á snjóbíl. . Kl. 03.00. Þrír menn frá Egilsstöðum leggja afstaðásnjóbíl. Kl. 06.00. Sveinn Sigurbjarn^rson lcggur af stað frá Egilsstöðuin við annan mann á snjóbíl sínum, Tanna. Austfirð- ingarnir hittast í skálanum við Snæfell um kl. 10.30 og halda þaðan á jökulinn. í birtingu leggja sunnanmenn á jökulinn frá Jökulheimum á 10 vélsleöum og snjóbíll fer í kjölfariö. Allir sérþjálfaðir jökla- og tjallainenn og með í förinni er Jón Baldursson læknir og formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Flugvél Flug- málastjórnar og Fokker flugvél Landbelgisgæslunnar fljúga ylir og eru miöstöövar fyrir fjarskipti niilli björgunarmanna og stjórnstöðva. Um hádegi tekst þyrlunni frá Keflavíkurllugvclli að lcnda á jöklinum, 5 míliir í suöurátt frá slysstað. Fjórir menn lcggja af stað gangandi í átt til sprungunnar en hafa 10 vindstig og snjóbylinn í fangiö. Kl. 14.30 eru Austfírðingarnir á Háöldu á lcið upp á Vatnajökul. Um svipað leyti eru sunnanmenn komnir í Grímsvötn. Austanmenn aka suður eftir jöklinum til að komast á aksturshæfar slóöir. Kl. 16.10. Austanmenn taka lokastefnuna á slysstaðinn og eiga þá 19 ntílur ófarnar. Björgunarmenn eru nú á leið yfír jökulinn með stefnu á slysstaðinn úr tveim áttuni. Norðan- menn halda kyrru fyrir, Mývetningar í Siguröarskála og Akureyringar cru enn í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum . Kl. 18.00. Bandaríkjamennirnir fjórir hafa geiist upp á að reyna að ná til Akureyringanna þriggja gangandi og leita til baka undan veðrinu. Þeir tjalda síðan á jöklinum og búast til að dvelja þar yfír nóttina. Um kl. 19.00 eru Austfírðingarnir komnir á svæðið og reyna að fínna ntennina. Það er erfítt vegna fárviðris og einnig vegna þess að miðunin hefur skekkjumörk sem geta numið allt að kílómetra. Svæðið er sundurtætt af sprunguni og Austanmenn verða að yfírgefa snjóbílana og skríða sanianbundnir yfír sprungur í leit að mönnununi. Kl. 22.00. Fundum Austfírðinganna og Akureyringanna tveggja ber loks saman á sprungubarminum. Sunnanmenn eru þá að nálgast staðinn. Kl. 22.30. Kristjáni hefur verið náð upp úr sprungunni. Hann er ómeiddur og afþakkar læknisaðstoð. Sunnanmenn snúa þá við. Næsta vcrkcfni er að fínna Bandaríkjamennina og komast til byggða. Austanmenn halda kyrru fyrir í snjóbílnum til miðnættis. Þá leggja þeir af stað til að leita að Bandaríkjamöiinunum. Sunnudagur 31. mars Kl. 01.20 hafa Austanmenn samband við Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélaginu og hafa áhyggjur yfir bensínskorti. Kl. 03 hæita Austanmenn leitinni að Bandaríkjamönnunum og halda til byggða sömu leið og þeir komu með Akureyring- ana þrjá. Leit er hætt að Bandaríkjunum enda vitað að þeir hafa góðan útbúnað til að hafa næturvist á jöklinum. Sunnan- inennirnir bíða í snjóbílnum. Bandaríkjamennirnir voru miðaðir út í gærmorgun og um kl. 10.00 lenti þyrla hersins við tjald þeirra og flutti þá til Keflavíkur. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti Sunnanmönnun- um vistir upp á jökulinn um sama leyti. Þá hófst ferðin til byggða aftur. Mánudagur 1. apríl 1985 8 ■ Á leið til björgunar. Farið var á vélsleðum og snjóbílum til aðstoðar við þremenningana í Kverkfjöllum. Á myndinni sjást menn frá Flugbjörgunarsveitinni og Hjálparsveit skáta - Reykjavík. NT-mynd: Sveinn Ótrygg vistarvera í Vatnajökli: Horfði á náttbólið hrapa 30 metra nið- ur í iður jökulsins ■ „Þetta var daufleg vist þarna niðri þó maður væri öruggur um að komast upp um síðir,“ sagði Kristján Hálfdán- arson sem í 32 klukkutíma mátti dúsa ofan í jökulsprungu í Kverkfjöllum og sjá snjó- brúna sem hélt honum uppi minnka með hverri klukku- stund. Kristján sem var í skíða- göngu nieð tveimur kunningj- unt sínum úr flugbjörgunar- sveitinni á Akureyri yfir þver- an Vatnajökul féíl skyndilega niður þegar íshella yfir sprungu gaf sig um þrjúleytið síðdegis á föstudag. Atburðin- um lýsti Kristján svo í samtali sem NT átti við hann á leiðinni niður að Egilsstöðum. „Við vorum að ganga upp slakka og höfðum vindinn í fangið. Skyggnið var ekki sem best en það var ekki að sjá neinar misfellur í snjónum. Ég veit svo ekki fyrr til en ég steyptist niður og lenti á hengju." Aðspurður hvort hann hefði ekki hlotið nein meiðsli við 15 metra fall sagði Kristján að það væri óverulegt. „Eg fékk svona smá pústra hér og þar og marbletti en ekkert meira." Mjöll og ís hrundi niður með Kristjániog dró úrfallinu. Ekki er vitað hvort einhver sylla var í sprungunni þar sem hann staðnæmdist eða hvort hér var aðeins þak sprungunn- ar sem staðnæmdist á þessum stað ofan í þröngri sprungunni. Efst var opið um það bil metri á breidd en var um hálfur metri niðri þar sem Kristján stóð og námu herðar hans við veggina beggja megin þegar hann stóð þversum í sprung- unni. Þarna hafði hann þegar hann lenti um 5 til 6 metra langan gang, hálfsmetra breið- an. Yfir hluta þessa gangs var þak, snjó eða klaka köggull sem sat fastur í um tveggja metra hæð ofan við gólf Kristjáns. En gólfið var ótryggt. Næturfletið hvarf Neðan við þennan gang sá Kristján glitta í vatn sirka 30 metrum neðar og uppúr lagði öðru hvoru brénnisteinsþef. Loftið þarna var rakt enda vafalítið velgja í vatninu og hiti þarna var um frostmark þó 20 stiga gaddur væri uppi á jökli. Sprungan var löng og sá Kristján ekki til enda. Aðfaranótt laugardagsins lét Kristján fyrirberast í þeim hluta vistarveru sinnar sem hafði þak, undir kögglinum, því annarsstaðar var stöðugt hrun af snjóhröngli. Hann segir sjálfur svo frá að þarna hafi hann 'getað hvílt sig en gælti þess að sofna aldrei. „En daginn eftir hvarf staðurinn sem ég hafði hafst við á um nóttina, snjórinn bráðnaði og hrundi niður.“ Hitinn bræddi smám saman vistarveru Kristjáns þannig að þegar hann var sóttur upp klukkan 11 í fyrrakvöld þá var lengd syllunnar hálfur annar metri, fjórðungur þess sem hún var í upphafi. „Ég var farinn að kvíða fyrir að eyða annarri nótt þarna niðri. Þá hefði ég orðið að standa alveg kyrr í sömu sporunum." En hvað hefði gerst ef syllan hefði alveg bráðnað? „Það hefði ekki gengið frá mér. Ég hafði tæki til að festa línu í ísvegginn og hefði hugs- anlega með þeim verkfærum sem ég hafði getað flutt mig á ■ Vaskir og hressir fjallagarpar, talið frá vinstri, Sveinn ökumaður og eigandi Tanna, Baldur formaður Slysavarnafélagsdeildarinnar, Sigurjón einn björgunarmanna, norðlendingarnir þrír; Kristján, Rúnar og Friðrik, Þórhallur og Árni en þeir tveir síðarnefndu voru í móttökuliðinu rétt innan við Greniöldu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.