NT - 01.04.1985, Blaðsíða 13

NT - 01.04.1985, Blaðsíða 13
■ Andstaðan gegn stjörnustríðsáætlunum Reagans eykst í Evrópu. Kjarnorkuandstæðingar hafa víða efnt til mótmæla í Evrópu, myndin er frá mótmælum í Briissel. Mánudagur 1. apríl 1985 13 Evrópa:---------------- Aukin andstaða gegn stjörnustríði Moskva-Reuler ■ I sovéska daghlaðinu Pravda segir í gær að andstaðan í Evrópu gegn bandarískum geimvarnakerfum sé of mikil til að framhjá henni verði litið. Blaðið vitnar til þeirra efa- semda utanríkisráðherra Breta, Geoffrey Howe, sem hann lét í ljós fyrir tveimur vikum. í blaðinu segir: „Hin rniklu andmæli gegn stjörnustríðsáætl- ununum hafa hlotið svo mikinn hljómgrunn í höfuðborgum V- Evrópu að ekki verður litið framhjá þessari andstöðu." Blaðið segir að í efasemdum sínum um kostnað og gildi áætl- unar Reagans hafi Howe hitt naglann á höfuðið. „Svokallað- ar „rannsóknir" muni leiða til framleiðslu og staðsetningar geimvopna og það mun gera að engu vonir um að bundinn verði endi á vígbúnaðarkapphlaupið og muni kippa grunninum und- an viðræðum austurs og vesturs." Dagblað sovéska hersins, Rauða stjarnan, segir að Banda- ríkjamenn beiti bandalagsmenn sína í NATO miklum þrýstingi til að gangast að stjörnustríðs- áætluninni og að ríkisstjórnir V-Evrópu hafi að undanförnu samþykkt áætlunina vegna þessa þrýstings. Ford berst gegn hermi- framleiðslu VVashington-Reuter ■ Talsmenn Ford-bílaverksmiðj- anna í Bandaríkjunum leggja hart að stjórnvöldum að grípa til aðgerða til að þvinga Taiwanstjórn til að tak- ntarka hermiframleiðslu á varahlutum í bíla. Ford-verksmiðjurnar, sern eru næst stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkj- unum, telja sig tapa milljörðum doll- ara á hermiframleiðslu fyrirtækja sem selja varahluti í Ford-bíla og merkja þá sein Ford-framteiðslu. A síðasta ári höfðaði Ford mál gegn 28 fyrirtækjum fyrir að selja falsaða varahluti. Talsmaður Ford-fyrirtækis- ins segir að starfsemi þessara fyrir- tækja hafi samtals kostað bandaríska bifreiðaframleiðendur um þrjá millj- arða dollara. Mest er hermiframleiðslan sögð vera á Taiwan en einnig eru fram- leiddar vörur undir fölsuðum vöru- merkjum í Singapore, Suður-Kóreu, Japan og fleiri ríkjum. Evrópusam- starf við smíði á Ijóstölvum ■ Sjötíu vísindamenn frá 18 Evr- ópulöndum vinna að því í sameiningu að búa til tölvu sem notar Ijós í stað rafmagns. Takist að þróa slíkar tölvur ver^pr vinnsluhraði þeirra margfalt hraðari en hraði rafmagnstölvu, eða sem svarar því sem Ijóshraðinn er meiri en hraði rafstraums. Vísindamennirnir, sem starfa við átján háskóla, segja að fyrsta ljóstölv- an verði tilbúin til prófunar á næsta ári en þá verða liðin 22 ár frá því að vísindamenn hjá bandaríska tölvu- fyrirtækinu IBM bentu á að það væri fræðilegur möguleiki á smíði slíkrar tölvu. Þessi fyrsta Ijóstölva verður að vísu mjög einföld og frumstæð en takist smíði hennar opnast möguleik- ar á frekari þróun. Ljóstölvan byggist á ljósrofum sem gætu a.m.k. fræðilega verið svo fljótir að rofabúnaður sem væri einn fer- sentimetri að flatarmáli ætti að geta meðhöndlað 3 X1014 bita af upplýsing- um á sekúndu sem samsvarar því að aliir jarðarbúar töluðu í síma samtím- is. Bandaríkjamenn munu einnig vera að vinna að svipuðum rannsóknum. Helsta rannsóknarstöð þeirra á sviði ljóstölvutækni er í Tucson í Arizona. (Byggt á New Scientist) Loksins a ■■ *■ *-■ ■ ■ ■ *■ kjúklingurinn sem sló í gegn Danski HELGARKJÚKLINGURINN náði strax miklum vinsældum í Danmörku, enda danir miklir matmenn og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Þess vegna fengum við hjá ÍSFUGL danskan matvælafræðing til að sjá um framleiðsluna á íslenska HELGARKJÚKLINGNUM og af honum er enginn svikinn. HELGARKJÚKLINGURINN er sérkryddaður kjúklingur, skorinn í bita og settur í álbakka, bakkann má síðan setja beint í ofninn úr frystinum og HELGARKJÚKLINGURINN er tilbúinn á 50 mín. — _ Sérkiyddaður Heill kjúklingur skorinn í 8 bita. PÁSKAMATURINN í ÁR fNͧi Vt*.\ 04 * o-' ísfugl Halfur kjúklingur skorinn í 4 bita arm#-. «toW»&u***'**: •MMSJHPv -X » I -■ • isfll \ Ísfugl W?, •••' ísfugl ■ Fuglaslaturhusiö wm Varma Reykjavegi 36 Mosfellssveit 1 Sími: 666103

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.