NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 01.04.1985, Qupperneq 19

NT - 01.04.1985, Qupperneq 19
Mánudagur 1. apríl 1985 19 IFIUF M M11% Samúel Örn Erlingsson (ábm.), Þórmundur Bergsson, Gylfi Þorkelsson, Sveinn Agnarsson ■ Jón Páll Sigmarsson var stigahæsti keppandi Íslandsmótsins í kraftlyftingum, og lyfti þar að auki langmestu samanlagt. NT-mynd Árni Bjama ■ Það var mikið tekið á í kvennaflokkunum ekki síður en í karlaflokkunum. Hér er Hildur Harðardóttir að lyfta íslandsmeti, og jafnframt mestu þyngd sem lyft hefur verið í kvennaflokki í réttstöðuly ftu hérlendis, 135 kg. MT-mynd Árni Bjama 27,5 kg í réttstöðulyftu. Saman- lagt 685 kg, sem er besti árangur Kára. íslandsmetin í hné- beygju, réttstöðulyftu og samanlagt á gamla kempan Skúli Óskarsson. Annar í 75 kg flokknum varð Daníel Olsen Kópavogi með 567,5 alls, og þriðji Bárður B Olsen Reykja- vík með 537,5. Halldór Eyþórsson Reykja- vík sigraði í 82,5 kg flokki með 650 kg samanlagt, 255 í hné- beygju, 132,5 í bekkpressu og ■ Og Soffía Gestsdóttir, betur þekkt fyrir frjálsíþróttir, lét ekki sitt eftir liggja. Hún var sterkasta kona mótsins, lyfti samanlagt 310 kg. Hér er Soffía að þrífa upp 132,5 kg í réttstöðu- lyftu. NT-mynd Árni Bjarna uð og herðar yfir keppinauta sína í 125 kg flokki. Hann lyfti samanlagt 917,5 kg (342,5- 217,5-357,5). Árangur Jóns var sá besti á mótinu, hvort heldur mælt er í kílógrömmum eða stigum. En keppni í 125 kg flokknum var bráðskemmtileg á fleiri máta en þann að fylgjast með Jóni. Þeir erkiandstæðing- ar Hjalti Úrsus Árnason, Reykjavík, og Víkingur Heim- skautabangsi Traustason, Ak- ureyri, börðust um annað sætið flokki. Viðar Sigurðsson Reykjavík sigraði, lyfti 660 kg samanlagt (250-160-250). Ann- ar varð Jóhann Gíslason Vest- mannaeyjum með 625 kg samanlagt, pg þriðji Magnús V Magnússon Seyðisfirði með 582,5 kgsamanlagt. Fjórði varð formaður Kraftlyftingasam- bandsins, Ólafur Sigurgeirsson með 580 kg, en Ölafur lyfti manna mestu í bekkpressu, 180 kg. Hann setti íslandsmet í bekkpressunni fyrir skömmu. Jón Páll var maður mótsins - tvö islandsmet í karlaflokki og tugir í kvennaflokki á islandsmótinu í kraftlyftingum um helgina ■ Jón Páll Sigmarsson kraft- lyftingamaður var maður ís- landsmótsins í kraftlyftingum sem fram fór í Garðabæ á laug- ardag. Jón Páll sigraði með yfirburðum í 125 kg flokki, og varð stigahæsti kcppandi mótsins, Kári Elísson frá Akur- eyri varð annar stigahæstur, hann keppir í 75 kg flokki. Stigahæst kvenna, sem aldrei hafa keppt áður á fslandsmóti, varð Sjöfn Jónsdóttir sem keppti í 52 kg flokki, og setti íslandsnlet í öllum greinum. Tvö íslandsmet féllu í karla- flokki, Kári Elísson setti glæsi- legt íslandsmet í bekkpressu, auk þess sem hann bætti sig í öllum greinum, og Höröur Magnússon setti íslandsmet í hnébeygju í 110 kg flokki. Nán- ast öll úrslit í kvennaflokkum urðu íslandsmet, enda er verið að hefja keppni í þeim. Einn keppandi var í léttasta flokki karla, 67,5 kg. Sá var Svanur Smith Reykjavík, sem lyfti samanlagt 382,5 kg. Kári Elísson Akureyri sigraði með yfirburðum í 75 kg flokki, lyfti 242,5 kg í hnébeygju, 170 kg í bekkpressu (íslandsmet) og 262,5 í réttstöðulyftu. Annar varð Alfreð Björnsson Reykja- vík með 615 samanlagt, og þriðji Jón Gunnarsson Þorláks- höfn með 602,5 kg. Flosi Jóns- son gullsmiður frá Akureyri hirti gullið í 90 kg flokki, lyfti 655 kg samanlagt. Flosi lyfti 255, 150 og 260 (hnébeygja, bekkpressa, réttstöðulyfta). Hörkukeppni var í 100 kg Hörður Magnússon Reykja- vík sigraði glæsilega í 110 kg flokki, lyfti samanlagt 820 kg, (350-170-300) Hörður sló sex ára gamalt lslandsmet Óskars Sigurpálssonar í hnébeygju, lyfti 350 kg, en mct Óskars var 340 kg. Annar varð Matthías Eggertsson Reykjavík með 695 kg samanlagt. Jón Páll Sigmarsson bar höf- af mikilli grimmd. Víkingur liafði betur, lvfti 860 kg saman- lagt, (335-192,5-332,5) Hjalti lyfti 857,5 kg (315-197,5-345). Torfi Ólafsson Reykjavík var einn keppenda í +125 kg flokki, og lyfti samtals 590 kg. í kvennaflokknum var gaman fyrir þá sem skrá íslandsmet, margir sigurvegarar fengu skráð fjögur íslandsmet. Sjöfn Jóns- dóttir Reykjavík sigraði í 52 kg flokki, lyfti allt 590 kg og var stigahæst kvenna (90-47,5- 112.5) . Valdís Hallgrímsdóttir, Akureyri, vann í 56 kg flokki, lyfti samanlagt 250 kg (80-47,5- 132.5) . Hildur Nilsen Kópa- vogi vann í 60 kg flokki, lyfti samanlagt 247,5 kg (80-50- 112.5) . Fjórir keppendur voru í 67.5 kgflokki, SigurbjörgKjart- ansdóttir Kópavogi sigraði, lyfti 287.5 kg (95-70-120), og önnur varð Birgitta Guðjónsdóttir Selfossi með 282,5 samanlagt (110-57,5-115). Þriðja varð Kristbjörg Steingrímsdóttir með 235, og fjórða Laufey Kristjánsdóttir með 230. Margrét Óskarsdóttir Reykjavík sigraði í 75 kg flokki, lyfti 287,5 kg samanlagt (100- 72,5-115). Önnur varð Hildur Harðardóttir Selfossi með 282,5 kg (90-57,5-135). Kúluvarpar- inn og kringlukastarinn Soffía Gestsdóttir frá Selfossi sigraði í 82.5 kg flokki, lyfti 310 kg samanlagt (117,5-60-132,5). Allt íslandsmet nema bekk- pressan, þar á Guðrún Ingólfs- dóttir kúluvarpari metið, 82,5 kg- Víkingar fallnir út úr Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: MARTRÖÐí BARCELONA ■ í troðfullri íþróttahöll í Barcelona upplifðu Víkingar martröð í Evrópukeppni bikar- hafa í hanBknattleik. Eftir sjö marka sigur í heimaleik sínum í undanúrslitum keppninnar máttu Víkingar þola tíu marka tap, og eru þar með fallnir út. Úrslitin urðu 22-12, og Víkingar töpuðu því samanlagt 32-35. Barcelona er komið í úrslit keppninnar, og mætir þar vænt- anlega CSKA Moskva, sem hef- ur fjölda sovéskra landsliðs- manna innanborðs. Víkingar léku illa í Barcelona, en fóru að auki illa út úr dómum júgóslav- nesku dómaranna sem voru afar slakir. Barcelona byrjaði vel, skor- aði tvö fyrstu mörkin. Þorberg- ur Aðalsteinsson skoraði 1-2 úr víti sem Karl fiskaði eftir fjög- urra mínútna leik. Börsungar skoruðu tvö næstu mörk, en Karl Þráinsson minnkaði mun- inn í 2-4. Þá fór Kristján Sig- mundsson markvörður í gang, og átti eftir að koma mikið við sögu. Þorbergur skoraði 3-4, en Börsungar svöruðu 5-3. Guð- mundur Guðmundsson minnk- aði muninn 5-4, en tvö næstu mörk voru spænsk, 7-4. Hilmar Sigurgíslason skoraði af línunni 5-7 eftir línusendingu Viggós Sigurðssonar, og Kristján varði vítakast frá Pelrula og aftur frá Uria í næstu sókn. Það dugði þó ekki, því Spánverjarnir fengu boltann og skoruðu 8-5. Viggó svaraði 6-8, en í kjölfarið fylgdu tvö spænsk rnörk, 10-6. Þor- bergur skoraði 7-10, en Spán- verjar skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Á meðan var allt varið hjá Víkingum. m.a. víti frá Viggó. 7-13 í hálfleik, og Börsunga skorti einungis eitt mark til að jafna sjö marka muninn. Barcelona hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og gerði út um leikinn. Mikið var varið báðum megin, en engu að síður skoruðu Börsungar. þrjú fyrstu mörk hálfleiksins, og höfðu nú 9 marka forskot, 16-7. Þorberg- ur skoraði 8-16, en Spánverjarn- ir svöruðu með tveimur mörkum, 18-8. Viggó skoraði 9-18, og Hilmar 10-18 um miðj- an hálfleikinn. Barcelona skor- aði tvö næstu mörk, og aftur var varið víti frá Viggó. Kristján varði sitt þriðja víti, en allt kom fyrir ekki, enn skoruðu Spán- verjar, og staðan orðin 21-10. Viggó skoraði 11-21 þegar 6 mínútur voru eftir, og Guð- mundur skoraði 12-21 tveimur mínútum síðar. Barcelona svar- aði 22-12, og eftir það voru markverðirnir í aðalhlutverkum báðum megin. Þrisvar var varið frá Þorbergi á lokamínútunum, ; og fullreynt var í fjórða sinn, þegar spánski markvörðurinn varði hjá honum annað víta- kastið á lokamínútunni. Úrslit 22-12. Kristján Sigmundsson var bestur Víkinga, varði alls 18 skot, þar af 3 vítaskot. En það var ekki nóg, kollegi Kristjáns í marki Spánverjanna, de Migu- el, lokaði marki sínu og vörn þeirra var öflug. Að auki var oft ekki dæmt þegar illa var brotið á Víkingum, og í stað vítakasts eða aukakasts fengu Víkingar mörkin nánast í bakið. Mörkin: Þorbergur 4/1, Viggó 3/1, Guðmundur 2, Hilmar 2 og Karl 1. Víkingar misnotuðu fjögur víti. ■ Kristján Sigmunds- son varði stórvel á Spáni - en það dugði ekki.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.