Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR ÁRLEGA eru um 100 milljónir tonna af heitu vatni tekin úr íslenskum jarð- hitasvæðum og dælt inn í dreifikerfi hitaveitna. Að auki eru um 35 millj- ónir tonna af háhitavökva teknar til raforkuframleiðslu. Mestöllu vatninu er sleppt aftur út í náttúruna svo lítið ber á, en á undanförnum árum hafa orkufyrirtækin smátt og smátt hafið niðurdælingu affallsvatns eins og gert hefur verið í flestum leiðandi jarðhita- löndum heims um árabil. Þetta kom fram í ávarpi Ingvars Birgis Friðleifssonar, formanns Jarð- hitafélags Íslands, á málþingi félagins um niðurdælingu affallsvatns í jarð- hitakerfi sem haldið var á miðviku- dag. Tilgangurinn með niðurdælingu af- falsvatns er að halda við þrýstingi í jarðhitakerfum, að láta ekki af- gangsvarmann fara til spillis, að nota vatnið til varmanáms og að losna við affallsvatnið á hreinlegan hátt. Hitaveita Suðurnesja hóf rann- sóknir og tilraunir á niðurdælingu í Svartsengi fyrir um 20 árum og hefur síðan verið með stöðuga niðurdælingu með nokkrum hléum. Nú er hluta af- fallsvatns dælt niður á öllum háhita- svæðum landsins nema í Bjarnarflagi. Jákvæð áhrif á þrýsting Í erindi Guðna Axelssonar, hjá Ís- lenskum orkurannsóknum, kom fram að gagnsemi niðurdælingar felst í því að niðurdæling hefur jákvæð áhrif á þrýsting í jarðhitakerfum og rennsli vinnsluholna. Ekki hefur verið metið nákvæmlega hversu mikið afkasta- geta íslensku jarðhitasvæðanna hefur aukist en þó er ljóst að afkastageta Laugalands í Eyjafirði eykst um a.m.k. 2/3 þess magns sem dælt er niður. Þá eykst afkastageta Lauga- lands í Holtum um allt að 100% þess magns sem niður fer. Með niðurdælingu kaldari vökva, sem hitnar upp þegar hann kemur niður í kerfin, er meiri varmaorka sótt í berg kerfanna en ella. Einnig nýtist niðurdæling til þess að hamla gegn landsigi sem oft er fylgifiskur jarð- hitavinnslu. Ókostir niðurdælingar hafa falist í auknum kostnaði og tæknilegum vandamálum. Í erindi Sverris Þórhallssonar og Magnúsar Ólafssonar hjá Íslenskum orkurannsóknum, Trausta Hauks- sonar hjá Kemíu sf., Snorra Páls Kjartanssonar hjá Vatnaskilum sf. og Alberts Albertssonar hjá Hitaveitu Suðurnesja um niðurdælingu í Svartsengi – frá tilraunum til stöðugs rekstrar, kom fram m.a. að á þeim 28 árum sem Hitaveita Suðurnesja hefur nýtt svæðið hefur verið fylgst grannt með vinnslu úr svæðinu og breyting- um á hita, þrýstingi og efnasamsetn- ingu jarðsjávarins. Fyrirtækinu hef- ur verið umhugað um að nýta svæðið með sjálfbærum hætti og því hefur verið litið á niðurdælingu affallsvatns sem hluta af rekstri jarðhitakerfisins. Nú er dælt niður allt að 50% af vinnsl- unni. Tilraunir með niðurdælingu í borholu hófust árið 1982 og var lagt í ýmsar rannsóknir á rennslisleiðum með ferilprófunum og einnig hvernig forðast megi útfellingu kísils. Holur geta þornað Um viðbrögð jarðhitakerfisins við vinnslu er m.a. það að segja að tölu- verð þrýstilækkun (niðurdráttur) hef- ur orðið á vinnslusvæðinu eða 320 metrar. Við svo mikla lækkun færist suðan út í bergið og suðuborðið færist frá um 400 m dýpi niður á 700 þannig að svæðið þar fyrir ofan er gufumett- að. Þær breytingar urðu af völdum niðurdráttar að grunnar holur tóku að „þorna“ upp úr 1980 og skila nú mettaðri gufu og engum jarðsjó. Fyr- ir virkjunina var þetta hið besta mál því þá þarf ekki að farga affallsvatn- inu sem annars er um 80% massa þess sem kemur úr holunum. Gufu- holurnar eru auk þess háþrýstar og mjög afkastamiklar. Megintilgangur niðurdælingarinn- ar er að hafa stjórn á niðurdrættin- um. Þá hafa rannsóknir á kísilútfell- ingum skilað árangri, en slíkar útfellingar þarf að hindra svo þær stífli ekki niðurdælingarholur. Byrjað var að dæla niður í sérstaka niðurdæl- ingarholu árið 2000 og tekur hún nú við 130 lítrum á sekúndu af 100 gráða heitum jarðsjó með 3–400 mg/kg af kísli. Er það 30–50% af því sem unnið er á svæðinu. Í ár stefnir í að 3,7 millj- ónum tonna verði dælt niður. Unnt er að auka rennslið en framboð af þétt- ivatni er þar takmarkandi þáttur. Hluta affallsvatns dælt niður í jörðina á flestum jarðhitasvæðum landsins Niðurdæling mikilvæg til að viðhalda þrýstingi Morgunblaðið/ÞÖK Reynsla af niðurdælingu affallsvatns úr borholum þykir almennt góð. ÓSÆTTI er komið upp milli eig- enda Útvarps Sögu, og er útlit fyrir að tveir af þremur eig- endum mæti ekki til vinnu í dag. Aðaleigandi stöðvarinnar segir hina eigendurna hafa markvisst grafið undan starfseminni eftir að hún eignaðist ráðandi hlut. Arnþrúður Karlsdóttir, út- varpsstjóri Útvarps Sögu, eign- aðist ráðandi hlut í stöðinni í byrjun september. Hún segist nú undirbúa kæru til Ríkislög- reglustjóra vegna framferðis Sigurðar G. Tómassonar og Hallgríms Thorsteinssonar, sem báðir eru hluthafar í stöðinni. Arnþrúður segir þá hafa mark- visst spillt bankaviðskiptum og fryst bankareikning stöðvarinn- ar, sem hafi sett fjárhagsstöðu fyrirtækisins og hennar sjálfrar í mikla hættu. Arnþrúður segir að svo virðist sem hinir hluthafarnir tveir hafi ekki getað starfað með sig sem yfirmann. „Ég sé ekki fram á að þeir myndu koma svona fram við karlmann,“ segir Arnþrúður, sem segir hluthafana tvo hafa reynt markvisst að spilla fyrir stöðinni, bæði með því að skemma fyrir bankaviðskiptum og því að mæta ekki á hluthafa- fundi. Hún segir að stöðin skuldi hvorugum hluthafanna eitt né neitt, en þeir skuldi hins vegar hvor um sig einnar milljónar króna hlutafé. Spurð um framtíð stöðvarinn- ar sagði Arnþrúður að hún gengi vel, og maður kæmi í manns stað. Hún vildi ekki gefa upp hvort búið væri að semja við nýja aðila um þáttastjórnun, en sagði fjölmarga hafa lýst áhuga á að starfa á stöðinni og lítið mál verði að fylla lausar stöður. „Sjálflokið“ „Arnþrúður hefur að mínu mati ekki staðið við það sem hún ætlaði að gera,“ segir Sigurður G. Tómasson, einn hluthafa í stöðinni. „Hún keypti meirihluta í félaginu af Ingva Hrafni og hluta af mér og Hallgrími og ætlaði að losa okkur undan ábyrgðum. Hún hefur ekki stað- ið við það og ekki greitt kaup. Þá er þessu eiginlega bara sjálf- lokið, en það er reyndar fundur um það á morgun hvort hún geti staðið við það sem hún ætlaði sér. Ég get ekki unnið lengur á stöðinni, ég get ekki unnið þar sem ég fæ ekki greitt.“ Hallgrímur Thorsteinsson, hluthafi í stöðinni, vildi ekki veita viðtal vegna málsins, en hann kom ekki til vinnu í gær og segir Arnþrúður að hún eigi ekki von á því að hann komi í dag. Ingvi Hrafn Jónsson, þátta- stjórnandi á Útvarpi Sögu, er nú í fríi og reiknar með að snúa til starfa eftir þrjár vikur. Ósætti er komið upp meðal eigenda að útvarpsstöðinni Útvarpi Sögu Undirbýr kæru til Ríkislög- reglustjóra TVEIR bæjarfulltrúar Vestmanna- eyjalistans hafa sent frá sér yfirlýs- ingu vegna orða Andrésar Sigmunds- sonar, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Eyjum. „Við undirritaðir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hörmum þær ósönnu og ósmekklegu ásakanir sem bornar hafa verið á Lúðvík Berg- vinsson, bæjarfulltrúa Vestmanna- eyjalistans, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum. Bæjar- fulltrúar Vestmannaeyjalistans unnu að fullum heilindum í samstarfi við Andrés Sigmundsson, allir sem einn. Guðrún Erlingsdóttir og Stefán Jónasson, bæjarfulltrúar Vestmanna- eyjalistans.“ Yfirlýsing Ósannar og ósmekklegar ásakanir ÍSHÚS Njarðvíkur hefur verið úr- skurðað gjaldþrota að kröfu sýslu- mannsins í Keflavík. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness að embætti sýslumannsins kveðst eiga kröfu á hendur skuldara sem nemi samtals um sjö milljónum kr. Íshús Njarðvíkur keypti á sínum tíma fjölveiðiskipið Guðrúnu Gísla- dóttur KE-15 af útgerðarfélaginu Festi hf. eftir að skipið sökk við Lóf- ót í Norður-Noregi um mitt sumar 2002. Var markmið Íshússins að gera tilraun til að ná skipinu til hafn- ar. Eftir að tekist hafði að ná olíu úr skipinu tóku norsk stjórnvöld ákvörðun um að öllum björgunartil- raunum skyldi hætt. Íshús Njarðvíkur gjaldþrota ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.