Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g hafði hálfpartinn lofað sjálfum mér að gerast ekki slíkur klisjukóngur að skrifa um kennara- stéttina og kjör hennar. En nú held ég að ég verði að brjóta odd af oflæti mínu og skjótast örstutta stund í predikunarstólinn. Nýleg könnun á viðhorfum Ís- lendinga til útlendinga hefur nefnilega varpað nýju ljósi á málið. Þeir fordómar sem þar koma í ljós staðfesta þær áhyggjur sem ég hef hingað til haft af því að stór hluti þjóðarinnar sé að ganga af göfl- unum. Hamslaus stóriðjuást, óþol gagnvart út- lendingum, nátt- úruvernd- arsinnum og öðrum „at- vinnumót- mælendum“ og fordæmalaust skilningsleysi á eðli kennara- starfsins og þörfum mennta- kerfisins eru allt greinar af sama meiði og ég yrði ekki hissa ef um- fangsmikil könnun leiddi í ljós að einn og sami hópur fólks væri haldinn öllum þessum kreddum. Nú vil ég taka fram að þetta fólk er ekki vont fólk. Fólk er í eðli sínu ekki vont. En fólk getur verið mis- vel upplýst. (Ég er engin und- antekning sjálfur, enda hef ég bæði leynt og ljóst lýst yfir for- dómum gegn framsóknarmönn- um, sjálfstæðismönnum, samfylk- ingarfólki, frjálslyndum og vinstri grænum, tannlæknum, verkfræð- ingum og flugfreyjum. En mínir fordómar eru sem betur fer ekki til umræðu hér.) Svo leyfið mér að koma þremur hlutum á hreint fyr- ir ykkur kæru lesendur. 1: Stóriðja er engin lausn á byggðavanda. Hún er heldur eng- in töfralausn til að auka lífsgæði landsmanna og renna stoðum und- ir efnahagslífið. Þvert á móti tekur hún vinnuafl sem gæti nýst mun betur og lokar það inni í nokkuð takmarkaðri verðmætasköpun þar sem um 70% af útflutningstekj- unum eru núllaðar út af innflutn- ingskostnaði og restin af pening- unum fer út til alþjóðarisans. Einu verðmætin sem eftir verða eru tekjuskattur af 700 manns sem væru hvort eð er að vinna einhvers staðar annars staðar ef stóriðjan væri ekki til staðar. Raforkan er síðan niðurgreidd af neytendum, svo tekjurnar þar eru engar. Stór- iðjan er draugur gamalla tíma og kominn tími til að gleyma henni og beina athyglinni að okkar eigin ný- sköpun og frumkvæði þar sem við stöndum okkur vel. Lykillinn er öflugt og fjölbreytt menntakerfi með hæfu starfsfólki um allt land. 2: Útlendingar eru ekki óæski- legir eða hafa þeir vond áhrif hér á landi. Með frelsi til ferðalaga og atvinnu höfum við Íslendingar rétt til að ferðast hvert í heim sem er til að vinna, búa eða bara hafa það gott og það sama á við um útlend- inga. Þeir hafa fullan rétt á að koma hingað og búa. Það eina sem við þurfum að gera er að koma vel til móts við þá og hjálpa þeim að aðlagast framandi samfélagi. Það að þeir taki siði sína og venjur með til lands okkar er ekki óæskilegt. Við erum ekki að tala um umskurð kvenna. Hann er hægt að banna með lögum sem mannréttinda- brot. Við erum að tala um hóg- væra trú, hátíðir, matargerð, handverk og heimspeki, sem gerir samfélagi okkar ekkert nema gott. Við myndum sjálf aldrei hætta að borða hangikjöt eða halda jól þó að við flyttum til Taílands. Það er hins vegar ekkert að því að ætlast til þess að þeir sem hingað koma virði landslög og ýmsar samfélags- reglur og hegði sér af háttvísi, en ég get fullyrt að svo er um lang- flesta útlendinga sem hingað koma, rétt eins og langflesta Ís- lendinga. Rotnu eplin eru fá en áberandi. Aftur komum við að því að lykillinn að því að taka vel á móti gestum er gott menntakerfi. 3: Kennarar vinna mikilvægt og krefjandi starf. Þeir taka það jafn- an með sér heim því þeim endist ekki vinnudagurinn til að klára að fara yfir verkefni og undirbúa ein- staklingsbundna kennslu. Þeir eru vel menntaðir og menntun þeirra er krefjandi hvað sem hver kann að segja. Það geta ekki allir lært kennslu og ekki allir geta starfað við hana. Álagið er gríðarlegt og þolinmæði og festa eru ekki bara dygðir heldur helber nauðsyn í bekk þar sem kannski 4–6 börn af 30 eru greind með einhvers konar geðraskanir, athyglisbrest með of- virkni, jaðareinhverfu eða hegð- unarvandamál. Kennarar hafa ekki þriggja mánaða sumarleyfi. Sumarleyfi þeirra nálgast frekar í mesta lagi sex til átta vikur, eftir því sem ég þekki. Í „vetrarfríum“ eru flestir þeirra jafnan að fara yfir verkefni og undirbúa kennslu. Það hlakkar ekki í kennurum yfir því að vera í verkfalli. Þeir eru ánægðir með að samstaða skuli ríkja um betri kjör, eins og í öllum öðrum stéttum. Staðreyndin er sú að þeir hafa lækkað í launum mið- að við viðmiðunarstéttir og laun þeirra endurspegla ekki þriggja ára háskólanám og það álag sem þeir eru undir. Nýútskrifaði við- skiptafræðingurinn sem höndlar verðbréfin þín, kæri lesandi, þarf ekki að hafa áhyggjur af geðheilsu þeirra. Og má ég bæta við að yf- irleitt hefur hann lítil sem engin áhrif á gengi þeirra. Samkvæmt „vísindalegum“ heimildum mínum gæti þjálfaður api náð svipaðri ávöxtun á verðbréfamarkaði. Þó dytti engum í hug að borga þjálf- uðum apa fyrir að fræða börnin og gera þau sjálfbjarga í samfélaginu. Það á að borga kennurum mannsæmandi laun í samræmi við menntun þeirra. Ég bað ekki um skattalækkun. Mig munar sko ekkert um tvö þúsund kall á mán- uði ef kennarinn sem kennir dótt- ur minni er ánægður og jafnvel hæfari fyrir vikið, því hærri laun laða að hæfara starfsfólk. Ég vona að einhverjir átti sig nú á þessum einfalda sannleik. Stór- iðja er ekki lausnin, útlendingar eru ekki af hinu vonda og kenn- arar eiga skilið góð laun, þó að þeir velji skrýtnar leiðir í baráttunni. Afhjúpun goðsagna Eftirfarandi fullyrðingar eru hreint þvaður: „Stóriðja er grundvöllur fram- fara. Straum útlendinga til landsins þarf að stöðva og kennarar eru frekir og eiga ekki skilið hærri laun.“ Ef þú ert ósammála skaltu lesa áfram. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÞAÐ ER ekki lögbrot, heldur borgaraleg skylda hvers ein- staklings að neita að hlýða lögum sem valdhafinn setur beinlínis í glæpsamlegum tilgangi, t.d. með því að afnema lög sem miða að því að tryggja grundvallarmannréttindi og lýðræði. Það er ekki aðeins heimspekileg spurning, það er lög- fræðilegt grundvall- aratriði að hlýði maður fyrirmælum yfirboð- ara síns, gegn eigin samvisku og dóm- greind, þá er maður orðinn aðili að „glæpn- um“. Fjölmargir dómar eru til um litlar sem engar slysabætur til starfsmanna sem hlýddu (oft undir hót- unum um brott- rekstur) og unnu starf við kringumstæður sem þeir hlutu að gera sér grein fyrir að fólu í sér óþarfa slysahættu. Hugsunin á bak við slíka dóma er að það er grundvallarréttur hvers einstaklings að neita að hlýða boð- um, jafnvel lagaboðum, sem stang- ast á við samvisku hans og ógna mikilvægustu hagsmunum hans. Þessi grunnregla felur ekki að- eins í sér réttinn til að neita að vinna hættulegt starf heldur líka rétt hvers manns á að neita að taka þátt í glæpsamlegu athæfi innan þess fyrirtækis sem hann starfar hjá og jafnframt skyldu hans til að vekja athygli á glæpnum. Nokkuð sem „litli landsímamaðurinn“ hafði siðferði og kjark til að gera en Þór- ólfur Árnason ekki. Sams konar skyldurækni segir okkur að hika ekki við að brjóta um- ferðarlög ef það mætti verða til þess að bjarga mannslífi. Sama siðferð- iskennd tekur ekki gilda þá algengu afsökun stríðsglæpamanna að þeir hafi aðeins verið að hlýða skipunum eða fara að lögum. Því miður hafa hugtök eins borg- aralegt hugrekki (civil courage) og borgaraleg óhlýðni (civil disobedi- ence) ekki verið Íslendingum sér- lega töm. Merkilegt nokk mun það hafa verið járnkanslarinn Bismarck sem fyrstur notaði „Zivilcouarage“ um þá hermenn sem þorðu að rísa upp og segja meiningu sína þótt þeir ættu á hættu að hafa verra af. Og þótt margir tengi borgaralega óhlýðni fyrst og fremst við bar- áttuaðferðir Mohandass Gandhis, þá var það bandaríski heimspeking- urinn og skáldið Henry David Tho- reau sem fyrstur mótaði hugmynd- ina um borgaralega óhlýðni í samnefndri ritgerð („Civil disob- edience“) sem hann gaf út árið 1849. Inntak þessarar ritgerðar verða menn að skilja í samhengi við þáver- andi þrælahald í Bandaríkjunum og landvinningastríð Bandaríkjamanna á hendur Mexíkó 1846– 1848. Thoreau neitaði m.a. að greiða því rík- isvaldi skatta sem við- hélt þrælahaldi með lögum. Kjarninn í boðskap Thoreaus er að hver almennur borgari eigi fyrst og síðast að fara eftir því sem hann sjálfur álítur rétt og siðlegt frekar en að hlýða í blindni (ó)lögum rík- isins. Þótt einstaklingurinn sé ekki skuldbundinn til að helga líf sitt baráttu gegn öllu hinu illa og órétt- láta þá er það skylda hans að taka ekki þátt í því sem óréttlátt er og illt. Þessar hugmyndir Thoreaus hafa haft ómæld áhrif á menn eins og Gandhi, Nelson Mandela og Martin Luther King. Allir hafa þessir ein- staklingar haft kjark til að þola fangelsisvist fyrir að standa fast á þessum sjónarmiðum sínum. Ótölu- legur fjöldi hefur verið tilbúinn að fórna lífi sínu fyrir þessa siðferð- isskyldu. Bergmál af hugmyndum Thoreaus má jafnvel sjá í grundvall- arreglum Nürnbergsréttarhaldanna og í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Margir tengja borgaralega óhlýðni við ólöglegar aðgerðir, jafn- vel sumir þeir sem eru fylgjandi henni. En hinn heimskunni málvís- indamaður og heimspekingur Noam Chomsky er á öðru máli. Það er ekki lögbrot að fylgja ekki glæp- samlegum aðgerðum og lögum stjórnvalda, það er skylda okkar að beita okkur gegn þeim, segir hann. Forystumenn íslenskrar verka- lýðshreyfingar voru í árdaga til- búnir til að sýna bæði borgaralegt hugrekki og borgaralega óhlýðni í stéttabaráttunni. Við eftirkomend- urnir getum þakkað baráttu þessara manna fjölmörg réttindi okkar sem við teljum sjálfsögð, kannski alltof sjálfsögð. Svo sjálfsögð að viðkvæði núver- andi verkalýðsforkólfa er yfirleitt að „auðvitað hlýði þeir lögum“ í hvert sinn sem gengið er á áunnin réttindi launafólks með óréttlátri lagasetn- ingu. Svo sjálfsögð að heyrst hefur að menn gráti það þurrum tárum í herbúðum ASÍ þótt lög hafi verið sett á verkfall grunnskólakennara. Auðvitað hlýtur hver grunnskóla- kennari að eiga það við samvisku sína hvernig hann bregst við ofbeld- isaðgerðum stjórnvalda. Hann get- ur mætt til starfa, óánægður, sár og niðurlægður; hann getur tilkynnt sig veikan og hann getur sagt upp starfinu sem hann menntaði sig til að sinna og hefur í mörgum til- vikum sinnt af metnaði og sam- viskusemi svo áratugum skiptir. En hann getur líka einfaldlega neitað að hlýða þessum lögum sem eru svo klárlega brot á mannréttindum. Þetta mál varðar okkur öll sem sinnum kennslustörfum. Ætlum við að láta þessa aðför íslenskra stjórn- valda að menntun í landinu yfir okk- ur ganga? Forysta kennara verður líka að líta í eigin barm. Hún verður að endurmeta þá afstöðu sína að hún „skilji“ þá kennara sem ekki mæta aftur til kennslu en sjálf geti hún ekki gert neitt „ólöglegt“. Þetta er í einlægni sagt ekki stórmannleg af- staða. … með ólögum eyða Vigfús Geirdal fjallar um laga- setningu á verkfall kennara ’Ætlum við að látaþessa aðför íslenskra stjórnvalda að menntun í landinu yfir okkur ganga?‘ Vigfús Geirdal Höfundur er sagnfræðingur og kennari. EINU greinarnar sem ég hef skrifað í þetta blað eru minning- argreinar. Á sorgarstundu er gott að létta af hjarta sínu og segja frá því sem efst er í huga manns en jafnframt horfa dapur fram á veg- inn vitandi það að lífið verður ekki samt hér eftir. Innst í hugskoti er þó von um að tíminn græði sárin. Hetjulegri baráttu er lokið. Vopnin hafa verið hrifsuð af kennurum og við megum þakka fyrir að halda glór- unni, þó svo að svívirt séum. Ég viðurkenni mig sigraða. Ég tapaði orustunni. Ég veit núna að það var vit- laust gefið og þar að auki svindlað. Vinnu- veitendur mínir, lands- feður og andstæðingar fóru aldrei út úr sín- um andlegu mold- arkofum. Ég neita að fara í leðjuslag. Ég mæti til vinnu og geri mitt besta. Það kveður frumvarpið á um. Ég ét það fúlegg sem núverandi ríkisstjórn hefur orpið. Ég er reynslumikill þræll og ég horfi fram á veginn. Ég hugsa til fortíðar. Mér er illt í maganum. Í upphafi var kennsla starf, svo varð hún lífsstíll, nú ánauð. Ég á 9 ára son. Hann spurði í upphafi verkfalls hvort ég þyrfti hærri laun þar sem ég hef svo mikla ánægju af starfi mínu sem kennari. Ég fyrirgaf barninu strax og útskýrði að þessir þættir héldust ekki endilega í hendur. Pólskir verkamenn hér á landi eru t.a.m. ekki á háum launum þó svo að þeir inni af hendi störf sem engan Ís- lending langar til að vinna. Ég hef á tilfinningunni að vitsmunalegur þroski og innsæi ríkisstjórnarinnar sé um það bil á við 9 ára barns. Framsóknarflokkurinn hefur allt- af tapað á því að vera í slagtogi við sjálfstæðismenn sögðu gárungarnir eftir síðustu kosn- ingar. Ég spái því að framsóknarmenn verði jarðaðir í næstu kostn- ingum. Þeir fljóta sof- andi að feigðarósi. Framsóknarmenn fengu í þessari baráttu sérstakt tækifæri til að standa með fólkinu í landinu, sýna hvers þeir voru megnugir. En nei, þeir eru einsk- is megnugir, nema þá helst að sitja og standa eins og sjálf- stæðismönnum þóknast. Þáttur menntamálaráðherra er einnig stórundarlegur. Framkoma hennar gagnvart kennurum og reyndar kvenþjóðinni allri í beinu framhaldi er dapurlegur vitnisburður um framagjarna konu í karlaleik. Ég spái því að núverandi ríkisstjórn falli og það verður ekki vegna þess að höfðingi þeirra sjálfstæðismanna minnkar pólitísk umsvif sín. Það verður vegna þess að 4.500 kenn- arar og 45.000 grunnskólabörn og foreldrar þeirra voru alvarlega nið- urlægð í stjórnartíð þeirra og nú stöndum við vörð um sjálfsvirðingu okkar. Þetta er komið gott og reyndar fyrir löngu. Valdhroki ríkisvaldsins og undirlægjuháttur sveitarfélag- anna verður þeim að falli. Það er alveg ljóst á því sem fram hefur farið að viðsemjendur kenn- ara skilja tölur frá 0 og upp úr. Einu ráðin sem ég hef og get gefið kennurum eru eftirfarandi: – aldrei framar gefa vinnu sína. – útkall er 4 tímar – akstur skal vera skv. mæli. – sendið reikning fyrir kvöld- og helgarvinnu. – æfið ykkur í að segja: Nei, því miður ég er upptekin(n) Gefum okkar ömurlega vinnuveit- anda það sem hann er að biðja um. Hann uppsker eins og hann sáir. Eins og áður sagði eru einu greinarnar sem ég hef skrifað í þetta blað minningargreinar. Þetta er ein slík. Ég kveð ríkisstjórnina, framsóknarflokkinn sérstaklega, vinnuveitanda minn og elskulega kennarann í sjálfri mér. Það er huggun harmi gegn hversu stutt er í kosningar. Með vinsemd og virðingu til barna og foreldra þessa lands. Baráttu lokið? Svandís Egilsdóttir skrifar um kjarabaráttu kennara ’Gefum okkar ömurlegavinnuveitanda það sem hann er að biðja um. Hann uppsker eins og hann sáir.‘ Svandís Egilsdóttir Höfundur er grunnskólakennari og foreldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.