Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 29 UMRÆÐAN ENN OG aftur finn ég mig knúna til þess að festa nokkur orð á blað vegna kennaradeilunnar. Síðustu samningar sem voru til þriggja ára voru frá fyrstu tíð mjög umdeildir og þeir runnu út í mars síðast- liðnum. Ekki er að sjá að sveitarstjórnir hafi undirbúið sig að nokkru leyti til að koma til móts við kenn- ara en varla getur óánægja okkar hafa farið framhjá þeim. Nú er aftur á móti búið að setja okkur ald- eilis upp við vegg. Get- um við sóma okkar vegna sent blessuð börnin aftur heim vegna verkfalls eða eigum við að vera blórabögglar til frambúðar! Ég lýsi sveitarfélögin ábyrg fyrir þessu verkfalli. Launanefnd þeirra hafnaði skammtímasamningi sem kennarar buðu áður en verkfall skall á. Þá hefði ríkt friður meðan deiluað- iljar sætu við samningaborðið. Að- eins var farið fram á 3,5% launa- hækkun strax og 3% um áramót. Má telja það mjög hógværar kröfur. Nú eru okkur boðin 5,5% strax og 3% um næstu áramót eftir sex vikna verkfall. Síðan er boðin 7,68% hækk- un 1. ág. sem er reyndar ekki hækk- un heldur tilfærsla, þá falla svoköll- uðu skólastjórapottarnir út en föst prósenta kemur í staðinn. Þetta er fast í hendi og þeir sem eru nú með einn eða tvo launaflokka frá skóla- stjóra fá 0,5% til 1,5% hækkun en hinir sem hafa fleiri launaflokka samsvarandi lækkun. Eflaust eru skiptar skoðanir á þessu og lítur hver í eigin barm. Aðrar launahækk- anir er varla hægt að tala um, 2,5% 1. jan. 2006 og 2,25% ’07 og ’08. Árið 2008 væri 30 ára umsjónarkennari kominn með 213.482 kr. í laun á mánuði sem eru lægri byrjunarlaun en framhaldsskólakennarar hafa í dag. Ekki eru nein trygging- arákvæði í samningnum en það er hægt að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara hinn 31. des. 2007. Í miðlunartillögunni felst að greiða eigi kennurum eingreiðslu 15. nóv. nk., eins konar dúsu, en vegna verkfallsins verður sum- arkaup okkar skert um svipaða upp- hæð. Eitt hef ég aldrei skilið, það er umræðan um 250 þús- und króna meðallaun kennara. Aldrei hef ég komist upp í þau með- allaun. Ef við skoðum þetta aðeins nánar þá kemur í ljós að inni í þessu eru skólastjórar og aðrir stjórnendur og eru þeir þó á öðrum kjarasamningi en við hin. Síðan eru líka inni í þessu gjöld sem sveit- arfélögin inna af hendi vegna kennara, s.s. mótframlag í lífeyr- issjóði. Auðvitað kemur það okkur til góða síðar en ekki kemur það í budd- una núna. Ég spurði í síðustu grein minni hve lengi verkfallið þyrfti að standa til þess að rétta af fjárhag sveitarfé- laganna. Ég tel mig hafa fengið svar- ið núna. Ég dreg líka þá ályktun að ekki hafi aðeins þurft að hjálpa upp á fjárhag sveitarfélaganna heldur líka að tæma verkfallssjóðinn svo ekki yrði eins mikill slagkraftur í baráttu leikskólakennara sem leita nú réttar síns en þeir eru eins og við skamm- arlega lágt launaðir. Okkar barátta er jafnframt þeirra barátta. Það vita allir í þjóðfélaginu að það er vitlaust gefið. Við verðum að standa vörð um kjör okkar eins og allir launþegar. Því segi ég þetta við stjórnir sveit- arfélaga: Sýnið ábyrgð og látið ekki andvaraleysi loka skólum aftur. Ger- ið það sem þarf. Við ríkisstjórnina segi ég: Takið fyrirhugaða 1% tekjuskattslækkun og breytið henni í persónufrádrátt, það kæmi launþegum betur. Al- menningur er ekki sáttur við breikk- andi bil ríkra og fátækra. Standið vörð um velferðarkerfið, skólann og heilbrigðiskerfið. Og við foreldra segi ég þetta: Standið með okkur, látið ykkur ekki nægja gæslu fyrir börnin ykkar, heldur skóla með fagfólki sem hjálp- ar ykkur að koma börnunum til manns. Frá því ég skrifaði þessa grein hefur það gerst að kennarar kol- felldu miðlunartillögu sáttasemjara og lög hafa verið sett á kennara. Nú er endanlega ljóst að ríkisstjórn þessa lands er ekki í neinum tengslum við þegna sína a.m.k. ekki við kennara sem hafa sagt hingað og ekki lengra við allri vitleysunni í þjóðfélaginu. Forgangsröðun verður að breyta. Það verður að semja um mannsæmandi laun, ekki einungis við kennara heldur við alla sem eru á hungurlaunum í okkar ríka landi. Þegar samið er um kaup verður að vera hægt að lifa af því annað er háðuleg nauðung. Sveitarstjórnarmenn, ábyrgðin er ykkar! Margrét Pálsdóttir fjallar um grunnskóladeiluna ’Ekki er að sjá að sveit-arstjórnir hafi undir- búið sig að nokkru leyti til að koma til móts við kennara en varla getur óánægja okkar hafa far- ið framhjá þeim.‘ Margrét Pálsdóttir Höfundur er grunnskólakennari. DAGUR íslenskrar tungu er 16. nóvember, fæðingardagur Jón- asar Hallgrímssonar. Þann dag og dagana í kring er athyglinni sérstaklega beint að stöðu íslensks máls og gildi þess Árlega efna ýmsir til margvíslegra viðburða af þessu tilefni, s.s. fyr- irtæki, samtök og stofn- anir. (Sjá vefsíðuna http://ismal.hi.is/DIT- _ymsir_vidburd- ir_2004.htm.) Á sérstakri hátíð- ardagskrá mennta- málaráðuneytis, sem í ár verður haldin á Ísafirði, veitir menntamálaráð- herra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og fleiri viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensk- unnar. Íslensk málstefna hefur að geyma tvo meginþætti: annars vegar áframhaldandi varðveislu málsins (málkerfisins og grunnorðaforðans) og hins vegar þróun máls- ins, ekki síst að stuðla að því að orðaforðinn sé ávallt nægur til að mæta nýjum að- stæðum og að íslenska verði notuð á sem flestum sviðum. Ís- lendingar hafa einsett sér að geta talað og ritað um öll sín við- fangsefni á íslensku enda krefst staða málsins sem þjóð- tungu þess að unnt sé að nota hana á öllum sviðum. Á Íslandi ríkir al- menn sátt um mál- stefnuna og grund- völlur íslenskrar málræktar er einmitt áhugi almennings. Hver einasti dagur allan ársins hring er því í raun dagur ís- lenskrar tungu í þeim skilningi. Dagur íslenskrar tungu Ari Páll Kristinsson skrifar um dag ís- lenskrar tungu Ari Páll Kristinsson ’Á Íslandi ríkiralmenn sátt um málstefnuna og grundvöllur íslenskrar mál- ræktar er ein- mitt áhugi almennings.‘ Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. Biðin eftir betri notuðum Toyota er á enda www.toyota.is Næsti, gjörið svo vel BETRI NOTAÐIR BÍLAR Avensis Sedan Verð frá: 1.590.000 kr. Bílasamningur Glitnis: frá 28.930 kr.** Yaris 5 dyra Verð frá: 1.010.000 kr. Einkaleiga Glitnis: frá 22.990 kr.* Bílasamningur Glitnis: frá 18.390 kr.** Corolla Sedan Verð frá: 1.390.000 kr. Einkaleiga Glitnis: frá 27.590 kr.* Bílasamningur Glitnis: frá 25.090 kr.** Yaris 3ja dyra Verð frá: 980.000 kr. Einkaleiga Glitnis: frá 20.650 kr.* Bílasamningur Glitnis: frá 17.450 kr.** * á mán. m.v. 24 mán. **á mán. m.v. 100% lán í erlendri myntkörfu, 4,2% vextir, í 60 mán. Toyota Kópavogi Sími 570-5070 Toyotasalurinn Selfossi Sími 480-8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460-4300 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421-4888 Vorum að fá í hús takmarkað magn af Toyota betri notuðum bílum. Um er að ræða Yaris, Corolla Sedan og Avensis Sedan. Þetta eru allt frábærir bílar sem þú getur eignast eða tekið á rekstrarleigu fyrir milligöngu Glitnis. Gríptu tækifærið því notaður Toyota er næstum eins og nýr. NÆSTI bíllinn þinn gæti orðið betri notaður Toyota! Eigð’ann eða leigð’ann með aðstoð Glitnis ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 23 9 1 1/ 20 04 JEPPADEKKJAMARKAÐUR Mesta úrvalið Spurðu um þína stærð! Landsbyggðin Akranes Hjólbarðaviðgerðin 431 1777 Ísafjörður Bílaverkstæði Ísafjarðar 456 4444 Borðeyri Vélaverkstæði Sveins 451 1145 Hvammstangi Vélaverkstæði Hjartar 451 2514 Sauðárkrókur Hjólbarðaþjónusta Óskars 453 6474 Akureyri Toyota 460 4311 “ Dekkjahöllin 462 3002 “ Höldur 461 5100 “ Gúmmívinnslan 461 2600 Húsavík Bílaþjónustan 464 1122 “ Bílaleiga Húsavíkur 464 2500 Egilsstaðir Dekkjahöllin 471 2002 Reyðarfjörður Bíley 474 1453 Eskifjörður Bílaverkstæði Ásbjörns 476 1890 Höfn Vélsmiðja Hornafjarðar 478 1690 Klaustur Bifreiðaverkstæði Gunnars 487 4630 Hella Bílaþjónustan 487 5353 Selfoss Hjólbarðaþjónusta Magnúsar 482 2151 “ Sólning 482 2722 Höfuðborgarsvæðið Sími Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587-5589 Gúmmívinnustofan Skipholti 35 553 1055 Höfðadekk Tangarhöfða 1 587 5810 Smur, bón- og dekkjaþjónustan Sætúni 4 562 6066 Hjólbarðaviðgerð Sigurjóns Hátúni 2 551 5508 Útsölustaðir Cooper M+S Cooper AT Dean Wintercat SST Cooper ST Winter Master Plus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.