Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 37 MINNINGAR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS KRISTJÁNS RAGNARSSONAR málarameistara. Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, Guðjón Pétur Ólafsson, Hildur Gunnarsdóttir, Ragnar Ólafsson, Jóhanna G.Z. Jónsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Birgir Jens Eðvarðsson, Ásta Björg Ólafsdóttir, Jón Ingiberg Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ARNDÍSAR Ó. THORODDSEN. Auðun Sæmundsson, Ingibjörg Sæmundsdóttir, Jón Þór Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar JÓNS JÚLÍUSSONAR verður afgreiðsla Spari- sjóðs vélstjóra (SPV) í Borgartúni lokuð í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, frá kl. 13.00—15.00. Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni 18, Reykjavík. FJÓRUM styrkjum að upphæð 500 þúsund hefur verið úthlutað til ungra tónlistarmanna í tilefni af 15 ára af- mæli menningarsjóðs Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra. Þeir tónlistarmenn sem fengu út- hlutað styrk eru Þóra Marteinsdóttir meistaranemi í tónsmíðum, Ágúst Ólafsson baritonsöngvari, Stefán Jón Bernharðsson Wilkinsson hornleikari og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka og formaður menning- arsjóðs Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra, og Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona og stjórnarmaður í menn- ingarsjóðnum, afhentu styrkinn. Styrkja unga tónlistarmenn Ágúst Ólafsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Marteinn Marteinsson, sem tók við styrknum fyrir hönd Þóru Marteinsdóttur sem er við nám í Svíþjóð, Ágústa María Jónsdóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Stefáns Jóns Bernharðssonar Wilkinson, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslands- banka og formaður Menningarsjóðs Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra, og Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem á sæti í stjórn Menningarsjóðsins. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar FRÉTTIR Nú er hún elsku Jó- hanna okkar farin, búin að kveðja þennan heim. Ég og drengirnir mínir, Anton og Óli, eigum eft- ir að sakna hennar mikið og minn- umst hennar með hlýhug. Enginn hefur reynst drengjunum mínum jafnvel og þú, Jóhanna mín. Þú og Gunna tókuð þá til ykkar aðra hverja helgi frá því þeir voru smá pollar og sem er ekkert lítið, því það er ekki á allra færi að hafa skilning á því að sumir drengir eru sérstakir og ekki hægt að umgangast nema með það í huga. Ég er þér ævinlega þakk- lát fyrir allt sem þú gafst drengjunum mínum. Við fórum saman í yndislega sum- arbústaðarferð í byrjun september og vorum frábærlega heppin með veður. Ég hef reyndar aldrei upplifað að geta verið í sólbaði í september. Það mætti halda að veðurguðirnir hafi verið að leyfa þér að njóta alls þess besta sem þeir gátu veitt þér þína síð- ustu daga hér á jörð. Það er skrítið að geta ekki sagt við strákana: ,,Við erum að fara til ömmu og Gunnu,“ að þú sért ekki þar til að taka á móti langömmudrengjunum þínum með miklu góðgæti, eins og þú varst þekkt fyrir, því enginn fór svangur frá þér, það vissu allir sem komu til þín. Þú varst sterk kona, með sterkustu konum sem ég hef þekkt, full af lífskrafti og tilbúin til að takast á við alla erfiðleika. Það var ekkert verið að gefast upp þó á móti blési en síðustu árin var framkvæmdagleðin oft meiri en heilsan vildi leyfa en þú varst ekkert að láta það stoppa þig, reyndar varst þú búin að hugsa þér að fara í aðra sumarbústaðarferð með drengjunum, Gunnu og mér. Mér er það minnisstætt að fyrir örfáum vik- um horfðir þú á Óla dreymin á svip og talaðir um hvað litbrigðin í hárinu á honum væru falleg og spurðir hann hvort að hann héldi að það yrði kalt ef við færum aftur í sumarbústaðarferð. Þér var svo sannarlega ekki fisjað saman. Elsku Jóhanna mín, við kveðjum þig nú, en allar góðu minningarnar eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Elsku Gunna, Jensína og fjöl- skylda, guð veri með ykkur. Guðbjörg Markúsdóttir. Ég hef aldrei kynnst annarri eins alúð og gestrisni eins og þeirri sem ég mætti á Barónsstígnum og hef ég þó farið víða um veröldina. Jóhanna var frábær kona. Hún tók mér hlýlega í fyrsta skipti sem við hittumst, rétt eins og hún hefði alltaf þekkt mig. Í hvert skipti sem ég leit inn á Barón með fjölskyldu minni tók hún höfð- inglega á móti mér, hvort heldur sem var með góðu viðmóti, mat eða kaffi. Það var alltaf eins og hún væri að taka á móti konunginum sjálfum. Þannig leið mér alltaf á Barón, eins og kon- ungi. Við Jóhanna töluðum ekki sama tungumál en það var eins og það skipti ekki máli, það voru aldrei nein vandræði í tjáskiptum við hana. Hún var einstök í mínum augum. Ég þakka Jóhönnu fyrir að taka alltaf vel á móti mér, ókunnugum manninum, bæði við eldhúsborðið og í gistingu. Mér var strax tekið eins og ég væri að koma inn í fjölskylduna hennar, ég fann að börnin mín nutu elsku henn- ar. Ég flyt Gunnu og fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Fred Terje Ulriksen. Er mér farið að förlast með minn- ið? Eða var ég svo ungur að það er JÓHANNA ÁSGEIRSDÓTTIR ✝ Jóhanna Ás-geirsdóttir fædd- ist í Baulhúsum við Arnarfjörð 20. maí 1923. Hún andaðist á heimili sínu að morgni 29. október síðastliðins og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. nóvember. eðlilegt að ég muni ekki svo mikið. Ef til vill ætti ég að spyrja eldri systk- inin því ekki get ég spurt Jóhönnu en þar get ég sjálfum mér um kennt því ég hafði nóg- an tíma til þess. Ég man þó að á ferðalagi um norðanverða Vestfirði áður en afi í Kurfu á Bíldudal dó komum við á Flateyri og gistum, alla vega á norðurleið- inni. Hvort við gistum hjá Jóhönnu frænku og Janusi eða Palla frænda og Þorgerði man ég ekki enda skiptir það ekki máli. Hvort við fengum margar tegundir af tertum hjá Jó- hönnu og lambalæri með brúnuðum kartöflum og sósu hjá Palla (Gerði) eða öfugt skiptir heldur ekki máli. Alla vega voru margar frænkur og margir frændur sem spennandi var að hitta og fara með um þorpið. Næst man ég eftir Jóhönnu á Bíldudal þegar verið var að undirbúa erfidrykkjuna eftir afa. Þá voru ekki bara bakaðar Döddutertur heldur voru margar fleiri sortir. En mér er minnisstætt að í öllu umstáelsinu mundi Jóhanna eftir okkur krökkun- um og töfraði fram karamellur á pönnu. Þessu ætlaði ég ekki að trúa. Karamellur hljóta að vera búnar til í vélum í verksmiðjum. Jóhanna fæddist á Baulhúsum í Arnarfirði eins og flest ef ekki öll hennar systkini, þar á meðal pabbi sem vegna heimilisaðstæðna var komið í fóstur hjá Kristjáni og Rík- eyju á Hjálkárseyri sem urðu þar með „viðbótar afi og amma“ þó ég næði ekki að kynnast þeim. Það voru sterk- ir stofnar sem stóðu að fjölskyldunni á Baulhúsum. Sterkustu karlmenn á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað, síðustu Íslendingarnir sem skutluðu hvali með handskutli og ekki var kvenfólkið síðra. Í eftirmælum sem „einn af mörgum sem saknar“ skrifar um ömmu Jóhönnu og langömmu mína, Símoníu Þorbjörgu Pálsdóttur frá Stapadal, í blaðið Arnfirðing 13. febrúar 1902 sem Pétur Thorsteins- son gaf út á Bíldudal og Þorsteinn Erlingsson skáld ritstýrði stendur m.a. annars: „Símonía sáluga var greind kona og einkar hugvitssöm og var hyggin, enda varð flest að ráði sem hún rjeði; hún var framkvæmd- arsöm búkona og afbrigðis afkasta- mikil við öll verk, bæði úti og inni enda aldrei óvinnandi. Hún var elsku- leg móðir börnum sínum og ástrík kona manni sínum, hún var hjartagóð og mátti valla aumt sjá, svo hún væri ekki boðin og búin til að leitast við að bæta úr því eftir megni, enda var hún mjög lagin fyrir alt þesskonar, bæði ljósmóðurstörf og annað sem ekki kom ósjaldan fyrir hana. Hún var yfir höfuð sannarlega heimilisprýði. Hennar er líka sárt saknað af öllum sem kynni höfðu af henni.“ Fyrir utan þetta með ljósmæðra- störfin gætu þessi eftirmæli um lang- ömmu svo sannarlega átt nákvæm- lega við um Jóhönnu frænku núna þegar við erum að kveðja hana. Ég tel mig hafa þekkt Döddu frænku í Kurfu á Bíldudal nokkuð vel því til hennar og ömmu kom ég dag- lega og kannski oft á dag meðan við áttum heima fyrir vestan. Kynnin af öðrum föðursyskinum voru síðan mis- munandi. Kristinn var auðvitað hálf- gerður uppalandi í gegnum brúar- vinnunna, Palli á Flateyri kom stundum í heimsókn vegna Rariks og Óla sem nú er einn eftir af systkinun- um heimsóttum við í Reykjavíkur- ferðum. En eftir að ég kynntist í raun og veru núna á síðustu árunum Sím- oníu í Tungu sem dó í haust og Jó- hönnu sá ég hvað öll föðursystkinin voru lík. Sérstaklega finnst mér syst- urnar hafa verið líkar. Ekki í útliti heldur skapið. Yfirleitt alltaf í góðu skapi en þó skapstórar með mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum en allir fengu þó að njóta sann- mælis. Frænkur eru alltaf frænkur sem betur fer en það er ekki fyrr en nú þegar maður skoðar gamlar mynd- ir að maður gerir sér grein fyrir hvað þær hafa alltaf verið glæsilegar og það á ekki síst við um Jóhönnu. Það sem einnig var sammerkt með þeim systrum, Döddu, Símoníu og Jóhönnu var m.a. að þær voru andlega hressar alveg fram í andlátið. Þó Dadda gæti varla farið fram úr rúminu í það síð- asta að þá gat hún skammað mann fyrir hitt og þetta eins og í gamla daga en þó allt í góðu. Þó Símonía væri svo til alveg blind síðustu árin að þá spjallaði hún við mann um heima og geima og mundi eftir ótrúlegustu hlutum og fylgdist vel með. Og sömu sögu er að segja um Jóhönnu. And- lega breyttist hún ekki þrátt fyrir ald- urinn sem enginn var þó ýmsum þætti hár eða veikindin. Hún vildi aldrei tala um hvernig hún hefði það heldur spurði frétta um alla aðra í fjölskyldunni. Þó heyrði ég á henni í síma eftir að Símonía var jörðuð að eitthvað var að. Nokkru seinna hringdi hún síðan og sagði mér frá hvernig komið var. Að þetta gengi svona hratt fyrir sig óraði mig ekki fyrir. Ég hringdi í hana frá Bologna og þá var hún á sjúkrahúsi en sagðist fá að fara heim daginn eftir og það stóðst og þar fékk hún hvíldina morg- uninn eftir. Að lokum vil ég bara þakka fyrir kynnin, þau hefðu mátt vera meiri en ég get bara sjálfum mér um kennt að svo varð ekki og ég kom aldrei með myndirnar sem ég veit að Jóhanna hlakkaði til að fá að sjá til að fá úr því skorið að rétt nöfn væru á ættingj- unum. Víðir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mæt kona hefur kvatt þetta jarðlíf. Þakka ég hin góðu kynni sem varað hafa yfir þrjátíu ár. Ófáar eru heim- sóknirnar á Barónsstíginn gegnum árin. Alltaf tók hún Jóhanna vel á móti mér með sínu fallega ljúfa brosi og kvaddi með orðunum: „Komdu fljótt aftur.“ Á Barónsstígnum var maður einatt aufúsugestur hjá þeim mæðgum Gunnu og Jóhönnu enda báðar einstaklega gestrisnar. Jó- hanna var falleg kona og hafði afar hlýja og góða nærveru. Hún var kær- leiksrík og lét sér annt um náungann, ekki síst börn, og þess nutu bæði hennar börn og annarra. Jóhanna vissi hvert stefndi og mætti örlögum sínum af æðruleysi. Nú þegar komið er að leiðarlokum streyma minningarnar fram sem ég mun geyma. Elsku Gunna, Jensína og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Jóhönnu Ásgeirsdóttur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Halldóra. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Minningar- greinar UNGMENNAFÉLAG Íslands og JC hreyfingin á Íslandi hafa náð samkomulagi um samstarf í leiðtoga- fræðslu UMFÍ. JC hreyfingin mun leggja til leiðbeinendur í Leiðtoga- skóla UMFÍ og auk þess sjá um að skipuleggja og útbúa námskeiðs- gögn vegna námskeiðanna „Ræðu- mennska“ og „Fundarstörf og fund- arstjórnun“ sem eru námskeið innan Leiðtogaskóla UMFÍ. Leiðtogaskól- inn stendur fyrir námskeiðum fyrir forystumenn og félagsmenn í félaga- samtökum og fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Á myndinni eru Þorsteinn Gunnar Jónsson, forseti JC á Íslandi, og Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, sem undirrituðu samkomulagið. UMFÍ og JC í samstarfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.