Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STARFSFÓLK á skrifstofu Heim- ilis og skóla hafði ekki undan við að svara símtölum í gær frá foreldrum sem eru ósáttir við að kennarar skyldu ekki mæta til vinnu. Að sögn Ingibjargar Ingadóttur á skrifstofu samtakanna höfðu tveir starfsmenn ekki undan við að svara símanum, auk þess sem talhólf skrifstofunnar var yfirfullt af skilaboðum sem ekki reyndist unnt að greiða úr vegna tímaskorts. Þá bárust fjölmörg bréf frá for- eldrum, sem nú eru aðgengileg á vef samtakanna, þar sem fólk er harðort í garð kennara. „Það er mest um foreldrar hringi sem eru hneykslaðir og reiðir, for- eldrar sem hafa stutt kennara í kjarabaráttu þeirra hingað til en er nóg boðið,“ segir Ingibjörg. Að sögn hennar spyr fólk spurninga á borð við hvaða skilaboð sé verið að senda grunskólabörnum með fram- taki þeirra, hvort þeim beri ekki að virða lög, hvort í lagi sé að skrópa í skólann og hvernig þeir hyggist út- skýra það fyrir börnunum þegar þeir mæti aftur í skólana. Foreldrar reiðir Að sögn Ingibjargar hefur tölu- vert borið á hringingum frá foreldr- um barna í Ingunnarskóla, en þar telji foreldrar sig hafa sýnt kenn- urum skilning þegar þeir fóru í ut- anlandsferð í vikunni þegar verk- falli var frestað og kennsla féll niður af þeim sökum. „Foreldrar segja: kennarar báðu okkur um skilning þannig að þeir gátu farið í ferð sem þeir voru búnir að panta með löngum fyrirvara til útlanda og svo bjóða þeir okkur upp á það að mæta ekki í skólann þegar búið var að fresta verkfall,“ segir Ingibjörg um viðbrögð foreldra í Ingunnarskóla. Starfsfólk á skrifstofu Heimilis og skóla Ekki haft undan við að svara í símann ÞRJÁTÍU og níu af 42 kennurum Lækjarskóla í Hafnarfirði boðuðu forföll vegna veikinda í gærmorg- un. Haraldur Haraldsso stjóri átti ekki von á að þrír kennarar myndu m vinnu og sagði þetta þeg var inntur eftir viðbrögðu „Ég bar ugg í brjósti maður hafði heyrt tóninn urum. Við eigum von á gjósi einhvern tímann e býst ekki við að gosið hrj mikið, ég bjóst ekki v miklum forföllum,“ segir 9. bekkingar aðstoð við gæslu yngri nem Að sögn Haraldar va upp á gæslu fyrir 1.–4 umsjá skólaliða og stuðn trúa og aðstoðuðu níund ingar við að hafa ofan börnunum í gærmorgun skipulagi var komið á gæ hans sögn. „Að öðru leyti voru allir segir hann og segir óráði ig brugðist verði við ef k mæti ekki til vinnu í dag. „Maður getur engar rá gert þannig lagað nema a öryggi barnanna meðan þ skólanum.“ Skólastjórar í Hafnarfi hafa með sér samráð um og hvernig brugðist verðu ljóst sé að Lækjarskóli Skólastjóri Lækjarskóla „Bjóst ekki við svona miklum forföllum“ Um 15–20% kennara mættutil vinnu í grunnskólumReykjavíkur í gærmorg-un, að því er fram kemur í yfirliti um forföll og kennslu sem lagt var fram á fundi fræðsluráðs síð- degis í gær. Sama var uppi á ten- ingnum víða í öðrum sveitarfélögum og þurfti í mörgum tilvikum að senda börnin heim í gær, þar sem engir kennarar voru í skólunum til að kenna þeim. Óljóst er hvort og þá hvernig kennslu verður háttað í fjöl- mörgum sveitarfélögum í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti einróma tillögu sjálfstæðis- manna í gær um að beina þeim til- mælum til skólastjórnenda að þeir leituðu leiða til að tryggja að grunn- skólar borgarinnar tækju á móti nemendum frá og með deginum í dag og veittu grunnskólanemendum lög- bundna þjónustu. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra kom það henni ekki á óvart að svona margir kennarar skyldu ekki mæta til vinnu eftir að hún átti fund með skólastjór- um og aðstoðarskólastjórum í fyrra- dag, sem höfðu „heyrt í sínu fólki“. Að sögn Elínar Jónasdóttur, skólafulltrúa á skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar, var „illa mætt“ í sex af sjö skólum í Hafnarfirði og þar af var enginn kennari í Áslandsskóla, Hval- eyrarskóla og Víðistaðaskóla. „Þetta er nú heldur verra en við gátum átt von á,“ segir hún. Boðið var upp á gæslu fyrir yngstu bekkjardeildirnar í skólun- um en Elín segir fjölmarga foreldra hafa valið að taka börnin með sér heim. Gert ráð fyrir að þeir skili inn vottorði Í Kópavogi lá allt skólastarf niðri í gær utan að kennt var í nokkrum bekkjum í Digranes- og Lindaskóla. Í Kópavogi líkt og annars staðar til- kynntu kennarar veikindi. „Ég verð að gera ráð fyrir því að þeir séu veik- ir og að þeir komi með vottorð á morgun, við förum fram á það,“ sagði Árni Þór Hilmarsson, fræðslu- stjóri í Kópavogi. Að sögn hans var í flestum tilfellum reynt að hafa sam- band við foreldra og þau beðin um að sækja yngstu börnin. Árni Þór minnir á að b greiða kennurum laun fyri bermánuð. Ef fólk vinni e una sína sé fátt sem sveit geti gert. „Varðandi veikindin þá við bjóða þeim sem ekki haf á morgun þjónustu trúnað bæjarins, sem mun meta þeirra og þá aðstoða þá til þ heilsu á ný,“ segir Árni Þór þessu við „faraldur“. Að sögn Margrétar Harð grunnskólafulltrúa hjá Se nesbæ, voru 11 kennarar m 30 í Valhúsaskóla og 8 af 21 arkennara í Mýrarhúsaskól Kennarar hefðu tilkynnt eða tilkynntu veikindi bar Margrét brá sér sjálf í kennarans í nokkrar stund morgun og kenndi stærðfræ menntuð kennari. Hingja átti í kennara s gær og kanna hvort þeir mæta til vinnu í dag. Ein uppsögn hafði borist irvöldum á Seltjarnarnesi kennara í Mýrarhúsaskóla. Kennarar mættu víða ekki til vinn Tilkynntu veikindi eða um veikindi barna sinna Morgunblaðið Fáir kennarar mættu í Hlíðaskóla í Reykjavík í gærmorgun. Vinkonurnar Erla Gunnarsdóttir og Selma grét Karlsdóttir fóru því snemma heim. Á leiðinni köstuðu þær sér í snjóinn og gerðu „engla“. Mikil röskun varð á skólastarfi MIKIÐ Í HÚFI Hálfgert upplausnarástandríkti í mörgum skólumlandsins í gærmorgun. For- eldrar, sem gengu út frá því að verk- falli kennara væri lokið með laga- setningu Alþingis um helgina, urðu margir hverjir ævareiðir þegar í ljós kom að fjöldi kennara hafði tilkynnt veikindi og kom ekki til starfa. Reiði foreldra, sem hafa verið undir miklu álagi í kennaraverkfallinu, er vel skiljanleg. Það eru líka vonbrigði skólabarnanna, sem höfðu hlakkað til að komast aftur í skólann sinn. Það liggur auðvitað fyrir að í flest- um tilvikum var ekki um veikindi að ræða hjá kennurum. Jafnframt má slá því föstu að í sumum skólum, þar sem jafnvel enginn einasti kennari mætti, hafi verið um samstilltar að- gerðir að ræða. Slíkt stangast á við lög. Engu að síður verður að sýna við- brögðum kennara á fyrsta kennslu- degi eftir hina umdeildu lagasetn- ingu nokkurn skilning. Lögin um gerðardóm ollu kennurum gífurleg- um vonbrigðum. Eins og lögin eru orðuð, sjá þeir fram á að fá afar litla leiðréttingu sinna mála eftir langt og erfitt verkfall. Lýsingar kennara á líðan sinni í Morgunblaðinu í dag sýna raunar vel alvöru málsins. Hver og einn getur reynt að setja sig í þeirra spor. Með aðgerðum sínum í gær hafa kennarar komið því fullkomlega til skila, að þeir eru ósáttir við lögin. Þeir hafa sömuleiðis sýnt fram á hvernig getur farið, fái kennarar ekki leiðréttingu á kjörum sínum. Fólksflótti getur orðið úr stéttinni og þá getur reynzt ómögulegt að manna skólana með hæfu fólki. En nú er hins vegar mál að linni. Kennarar geta í fyrsta lagi ekki haldið áfram ólöglegum aðgerðum – það liggur algerlega í augum uppi. Í öðru lagi verða kennarar nú að horfa til hagsmuna skjólstæðinga sinna, barnanna í skólunum, sem eiga stjórnarskrárvarinn rétt til mennt- unar og eru orðin nógu illa stödd nú þegar, eftir að hafa misst nærri tvo mánuði úr skólanum. Í þriðja lagi verða kennarar að gæta þess að glata ekki stuðningi almennings við kjara- baráttu sína. Þeir mæta víða miklum skilningi og verða að gæta þess að spilla ekki fyrir sínum góða málstað. Kennarar verða því að bíta á jaxl- inn, þrátt fyrir vonbrigðin, og ljúka a.m.k. önninni. Hins vegar er ekki ólíklegt, eins og mál standa nú, að margir kennarar muni segja upp störfum. Fari svo, verður grunnskól- inn kominn í miklar ógöngur strax á vormánuðum. Þeir, sem halda að hægt sé að fá annað og jafnvel betra starfsfólk í stað þeirra, sem segja munu upp ef launakjör kennara batna ekki, vita ekkert um hvað þeir eru að tala. Það verður því ekki ítrekað nógu oft, að nauðsynlegt er að finna lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfé- laga, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Viljayfirlýsingin um að ljúka samningum fyrir vikulok, sem und- irrituð var í fyrrakvöld, gefur vonir um að það geti tekizt. Hér er mikið í húfi. KJARNORKA Í ÍRAN Íranar lýstu yfir því á sunnudag aðþeir hygðust verða við óskum um að hætta auðgun úrans. Ætlunin með þessari ákvörðun er að eyða grun- semdum ýmissa, þar á meðal Banda- ríkjamanna, um að Íranar séu að reyna að smíða kjarnorkuvopn. Ákvörðun þessi er hluti af sam- komulagi við Evrópusambandið og verður í gildi að minnsta kosti svo lengi sem Íranar og ESB eru að semja um tæknilega og fjárhagslega aðstoð frá Evrópu, þar á meðal þróun kjarnorku í Íran til að framleiða raf- magn. Helsta deiluefnið var breyting á úrani, sem hægt er að auðga í skil- vindum ýmist til að framleiða raf- magn eða vopn. Samkomulagið felur ekki aðeins í sér að hætt verði að auðga úran, heldur verði einnig látið af ýmiss konar starfsemi, sem tengist því. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að auðgun úrans í Íran tengdist kjarnorkuvopnaáætlun íranskra stjórnvalda. Í gær kom út skýrsla Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar um kjarnorkumál í Íran. Í skýrslunni segir að ákvörðun Írana um að hætta auðgun úrans uppfylli kröfur stofn- unarinnar. Þar segir að gerð hafi ver- ið grein fyrir öllum kjarnaefnum, sem Íranar hafi látið stofnunina vita af. Hins vegar segir Mohammed ElBar- adei, yfirmaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, að stofnunin sé ekki í þeirri stöðu að geta fullyrt að ekki sé um að ræða nein efni, sem nota megi í kjarnorkuvopn og ekki hafi verið gerð grein fyrir. Íranar munu hætta auðgun úrans 22. nóvember. Þremur dögum síðar er ætlunin að stjórn Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar komi saman til að ákveða hvernig eigi að taka á kjarnorkuáætlun Írana. Einn mögu- leikinn er að vísa málinu til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, sem gæti leitt til refsiaðgerða á hendur Írön- um. Ólíklegt verður þó að teljast að það gerist nú. Íran er eitt ríkjanna þriggja, sem George Bush Bandaríkjaforseti kall- aði öxulveldi hins illa. Herskár tónn í málflutningi bandarískra forustu- manna hefur orðið ýmsum tilefni til vangaveltna um það hvort Íran yrði næst í röðinni þegar kæmi að „fyr- irbyggjandi íhlutun“ Bandaríkja- manna. Stöðugleiki er nú lítill í þess- um heimshluta og full ástæða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarn- orkuvopna, hvort sem það er í Íran eða annars staðar. Íranar kæmust í lykilstöðu í Austurlöndum nær kæmu þeir sér upp kjarnorkuvopnum. Það væri fulllangt gengið að segja að ákvörðun Írana á sunnudag sýndi fram á varnaðaráhrif stefnu fyrir- byggjandi íhlutunar, en hins vegar er ánægjuefni að stjórnvöld í Íran skuli hafa látið undan þrýstingi og ætli að eyða efasemdum. Það á þó eftir að koma í ljós hvort heilindi búi að baki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.