Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón I. Júlíussonfæddist á Hellis- sandi 23. jan. 1925. Hann lést á Land- spítalanum 8. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Alexander Þórarinsson sjómað- ur og verkalýðsfor- ingi á Hellissandi, f. 24. júlí 1889 í Ólafs- vík, d. 29. ágúst 1964, og Sigríður Katrín Guðmunds- dóttir, f. 15. ágúst 1894 í Þorvaldarbúð á Hellissandi, d. 17. ágúst 1969. Systkini Jóns eru Guðmundur, f. 1928; Hrefna, f. 1930; Þuríður, f. 1933; og Þórður, f. 1937, d. 1995. Hálfsystir þeirra sammæðra er Lilja Jónsdóttir, f. 1921. Hinn 25. júní 1959 giftist Jón Oddnýju S. Sigurðardóttur, f. 9.9. 1934, d. 7.1. 1997. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Einarsson, f. 6.6. 1903, d. 24.1. 1971, og Guðrún Markúsdóttir, f. 22.7. 1895, d. 23.7. 1971. Börn Oddnýjar og Jóns eru: 1) Júlíus Þór, maki Agnes Viggós- dóttir, börn þeirra: Jón Þór, Mar- grét Kristín, Viggó og Þórður Ingi. 2) Sigrún Alda, maki Gunnar Þór Guðmannsson, börn þeirra: Katrín Ösp og Björn Þór. 3) Rut, stjórnum Félags matvörukaup- manna og Félags kjötverslana 1968–73, var meðstjórnandi í síð- arnefnda félaginu til 1983, fulltrúi þess í fulltrúaráði Kaupmanna- samtaka Íslands 1981–88 og for- maður þess 1988–91. Hann var gjaldkeri Kaupmannasamtaka Ís- lands 1982, varaformaður þeirra 1983–85 og áheyrnarfulltrúi þeirra í skipulagsnefnd Reykjavík- ur til fjölda ára. Hann var formað- ur Átthagafélags Sandara í tíu ár, félagi í Lionsklúbbi Reykjavíkur og formaður hans 1994–95. Hefur átt sæti í ýmsum stjórnum á vegum Kaupmannasamtaka Íslands og verið sæmdur gullmerki félagsins. Jón var sæmdur gullmerki íþrótta- félagsins Fylkis árið 2001. Árið 1960 hætti Jón til sjós og tók við rekstri verslunarinnar Þróttar í Samtúni í Reykjavík. Jón rak Þrótt til ársins 1965 er hann flutti verslunina og stofnaði Nóa- tún í Nóatúni 17 árið 1965. Nóa- túnsbúðunum fjölgaði smám sam- an og árið 2000 voru þær orðnar tíu. Fyrirtæki Jóns og fjölskyldu, Saxhóll ehf., eignaðist meirihluta í 11–11-verslununum og matvöru- svið Kaupfélags Árnesinga undir nafni Kaupáss ehf. Árið 2000 seldu Jón og fjöl- skylda sig frá öllum rekstri á mat- vöruverslunum. Síðustu ár starf- aði hann með fjölskyldu sinni hjá Saxhóli ehf. í fasteigna- og fjár- festingastarfsemi. Útför Jóns fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. maki Árni Heiðberg, börn þeirra; Steinunn og Atli Örn. 4) Einar Örn, maki Guðný Magnúsdóttir, börn þeirra: Sigurður Örn, Trausti og Oddný Guðrún. 5) Jón Þor- steinn, maki Sigrún Karlsdóttir, börn þeirra: Eva Rakel og Sara Dögg. Árið 1966 eignuðust Oddný og Jón son sem lést skömmu eftir fæð- ingu. Jón lauk Barna- og unglingaskóla Hellissands 1939, Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í rennismíði í Vélsmiðj- unni Hamri hf. 1950, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1956 og rafmagnsdeild 1957. Hann var há- seti á ýmsum fiskibátum 1938–47, nemi í Hamri 1947–50, vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands hf. 1951–60, en vann síðan við verslun og viðskipti. Jón var kosinn í stjórn Spari- sjóðs vélstjóra 1963. Hann var stjórnarformaður frá 1964–2001. Jón var formaður skólafélags Vél- skólans 1954–55. Hann sat í stjórn Félags kjötverslana frá 1964– 1969, fyrst sem ritari, síðar gjald- keri. Hann sat í sameiginlegum Kæri pabbi. Mig langar að minn- ast þín með örfáum orðum. Það hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi frá því þú fæddist nánast í moldarkofa árið 1925. Það var alveg með ólíkindum hvað þú varst vel inni í öllu er varðar við- skiptalífið miðað við aldur þinn en viðskipti voru þitt aðaláhugamál. Það kenndi þér engin viðskipta- fræði nema þú sjálfur og þú mótaðir þinn eigin stíl. Viðskiptaferill þinn var afar far- sæll og harkan og eljan mikil í þér og aldrei var gefist upp. Við ræddumst oft við í síma á kvöldin um viðskipti og verðbréfa- markaðinn, sérstaklega eftir að mamma dó. Oft vorum við ekki á sömu skoðun og deildum og slitum oft samtölum snöggt. Þú varst þó alltaf fyrri til að hringja aftur enda þroskaðri maður en ég. Það er kannski engin tilviljun að þú færð hjartastopp í Nóatúni 17. Ég hugsa að þú hafir viljað enda ævi- göngu þína í þeirri byggingu þar sem allt þitt mikla verslunarævintýri hófst. Kæri pabbi, ég virði þig mikils og öll þín störf. Þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt. Jón Þorsteinn Jónsson. Elskulegur tengdafaðir minn Jón Júlíusson, kaupmaður í Nóatúni, er látinn. Ég kynntist honum fyrir 18 árum þegar ég hóf sambúð með Ein- ari syni hans. Nú þegar hann hættir að hringja daglega og spyrja um gengi bréfa, verslana og líðan barna- barna eru tímamót hjá okkur. Elja hans við að byggja upp fyr- irtæki sitt var óskipt, hann var alltaf að. Fyrirtækið óx og dafnaði, fjöl- skyldan lagði hart að sér. Árið 1987 voru verslanir Nóatúns 2 talsins en árið 2000 þegar reksturinn var seld- ur voru þær orðnar 43. Þá var Jón búinn að versla með matvörur í 40 ár. Áfram var haldið, ný starfsemi tók við, fjárfestingar og fasteigna- rekstur sem hann setti sig inn í af miklum áhuga. Þegar hann hætti í stjórn Sparisjóðs vélstjóra eftir 38 ár hafði hann áfram skoðanir á málum sjóðsins rétt eins og málum versl- ananna þótt hann væri formlega hættur. Heilsa Jóns var oft áhyggjuefni, hann hlífði sér aldrei þrátt fyrir að hafa farið í erfiða hjartaaðgerð fyrir 24 árum. Oddný kona hans hafði oft áhyggjur af ósérhlífni hans. Það voru Jóni erfið spor að horfa á eftir henni í ársbyrjun 1997. Líkamlegur kraftur hans minnkaði smám saman eftir það, en hugur hans til fram- kvæmda var áfram frjór fram á síð- asta dag. Jón upplifði ótrúlegar breytingar á ævi sinni. Hann var aðeins 15 ára er hann fór frá Hellissandi til Reykjavíkur í atvinnuleit. Reyndi að komast í Bretavinnuna en fékk hana ekki þar sem hann þótti ekki nógu hávaxinn. Þess í stað fékk hann vinnu á bænum Fífuhvammi í Kópa- vogi, sem þá var úti í sveit, við al- menn sveitastörf. Seinna á ævinni tók Jón svo þátt í að byggja stórhýsi Smáralindar á sama stað. Ógleymanleg er ferðin á Snæfells- nes vorið 2003 og leiðsögn hans um allt nesið. Öll örnefni mundi hann eftir að hafa verið þar í sveit fyrir um 70 árum. Sigurður, Trausti og Oddný Guð- rún sakna afa síns, við vitum að Oddný tekur vel á móti honum og þau munu fylgjast með okkur. Takk fyrir allt og allar góðu minn- ingarnar sem eftir standa. Þín tengdadóttir, Guðný. Elsku afi. Þegar við lítum til baka rifjast upp fyrir okkur ótal góðar minningar. Það er varla hægt að tala um afa í Austurgerði án þess að hugsa líka til ömmu, sterkar eru minningarnar um ömmu og afa í Austurgerði. Öll eyddum við miklum tíma hjá þeim á okkar yngri árum. Við komurnar í Austurgerðið var hefð að fara út og þrífa karið með grænbláu sápunni, velja sér sundföt í þvottahúsinu og taka nokkrar hring- rásir með ömmu. Afi stóð þá á svöl- unum og fylgdist með. Á eftir var farið upp á svalir til afa að borða rab- arbara með sykri.Við gistum oft um helgar í Austurgerðinu. Þegar við vöknuðum mátti ekki missa af morg- unleikfiminni í útvarpinu. Í morgun- mat var hafragrautur og lýsi. Þeir sem borðuðu það voru „seigir“ en hinir gátu fengið ristabrauð með sólblómasmjöri, rifsberjasultu og kakómalt. Alltaf var eitthvað skemmtilegt að gera og okkur leidd- ist aldrei. Austurgerðið var heill heimur útaf fyrir sig. Þar áttum við okkar herbergi, einnig var vinsælt að farið niður í gróðurhús að vökva blómin eða könnunarleiðangra inn í kompu sem var full af ótrúlegustu gersemum. Í einu herberginu var gamall skemmtari sem var ákaflega spennandi að glamra á, afi var sá eini sem hvatti okkur alltaf áfram. Af og til læddist maður inn á skrifstofu til afa í stóra nammiskápinn þar sem smarties og annað nammi leyndist. Á sunnudagsmorgnum var vaknað snemma og farið með afa í Kaffi- vagninn þar sem hann þekkti alla. Á eftir var farið í bíltúr um höfnina og vorum við vel frædd um hvert og eitt einasta skip sem var í höfn. Þegar foreldrarnir komu svo til að sækja okkur vorum við aldrei tilbúin til að fara heim. Þá var undantekningar- laust tekið upp á því að fela sig á góð- um stað, ef það virkaði ekki þá stóð afi alltaf með okkur. „Leyfið þið greyið krökkunum að vera lengur.“ Við munum líka öll eftir því hvað það var gaman þegar opnuð var ný búð. Þá mætti öll fjölskyldan til að hjálpa til og við barnabörnin vorum engin undantekning, sannfærð um að hlutverk okkar væri jafnmikil- vægt og annarra. Afi og amma fóru oft til útlanda og töldum við niður dagana þangað til þau komu heim. Við biðum spennt við töskurnar því þar kenndi ýmissa grasa frá hinum ýmsu mörkuðum. Afi var nefnilega oft að gera mjög góð magnkaup. Um ferðirnar á Snæ- fellsnesið er hægt að skrifa heila bók, svo kunnugur var afi nesinu. Margar ferðir man Jón Júl. yngri eftir að hafa farið með afa sínum og ýmsum mönnum, það fylgdi því jú ábyrgð að eiga sér alnafna, enda fengu ekki allir aðgang í þessar ferð- ir, þar var afi hrókur alls fagnaðar, og þegar komið var heim í borgina að kveldi, velti sá yngri því oft fyrir sér hvort einfaldlega væri til það stingandi strá á Snæfellsnesi sem ekki hefði heiti og sögu. Síðastliðið sumar fór afi sérstak- lega eftirminnilega ferð með alla fjölskylduna í langferðabíl á Snæ- fellsnesið í skoðunarferð. Að sjálf- sögðu voru viðstaddir fræddir þar um hvern hól og hverja þúfu. Hann sagði okkur frá sínum árum á Sandi, veru sinni á Saxhóli, hvað Hösk- uldsáin hefði verið stór, stemmu- kaffinu og ýmsu öðru. Ótal margar minningar geymum við um afa okkar í Austurgerðinu eins og hann var alltaf kallaður. Það er erfitt að hugsa til þess að hann sé ekki lengur hjá okkur en við vitum að hann er núna kominn til ömmu í góðar hendur, og þau eru örugglega farin saman til útlanda nú eða vestur fyrir jökul. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Katrín, Jón Þór, Steinunn, Björn Þór, Margrét Kristín og Viggó. Elsku afi minn, ég vildi að þú yrðir hjá okkur á jólunum en þú verður hjá Guði og ömmu Oddnýju. Ég vona að þér líði vel. Ég hugsa mikið um þig. Þú varst mjög góður við mig. Mér þykir vænt um þig. Þín Sara. Jón Júlíusson var kosinn í stjórn Sparisjóðs vélstjóra árið 1963 og sat þar allt til ársins 2001. Það verður að teljast óvenju langur stjórnarferill og nær allan þann tíma var hann for- maður stjórnarinnar, eða í 37 ár. Sparisjóður vélstjóra hóf starf- semi sína síðla árs árið 1961. Sjálf- sagt er vandfundin sú fjármálastofn- un sem hafið hefur rekstur jafn vanbúin að öllu leyti og ekki síst var eiginfjárstaðan slæm. Stofnun spari- sjóðs á slíkum grundvelli væri útilok- uð í dag. Sparisjóðurinn hafði í upp- hafi til afnota lítið herbergi í húsnæði Vélstjórafélags Íslands á Bárugötu 11 og þar fór afgreiðsla sparisjóðsins fram. Opið var á upphafsárum aðeins tvær stundir á dag. Við þessi skilyrði hóf Jón stjórn- arstörf í sparisjóðnum. Á þessum tíma voru störf stjórnarmanna um- fangsmeiri en síðar varð. Vikulegir stjórnarfundir voru haldnir þar sem fjallað var um lánamál stór og smá auk þess sem stjórnarmenn tóku að sér móttöku viðskiptavina. Spari- sjóðurinn var það veikburða að hann þoldi ekki nema lágmarks launa- kostnað. Mikil lánaeftirspurn var á þessum tíma en jafnframt lánsfjár- skortur og mikil verðbólga. Gerði þetta störf stjórnarinnar vandasöm og reyndi þá ekki síst á formanninn. Stöðug aukning varð í starfsemi sparisjóðsins og fór svo að sparisjóð- urinn fékk til afnota allt húsnæði Vélstjórafélagsins, sem flutti sig um set. Síðar fluttist sparisjóðurinn í ný- byggingu Jóns í Nóatúni 17 og var þar í sex ár. Jafnframt var unnið að undirbúningi byggingar á húsnæði til að hýsa starfsemi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, aðild- arfélaga þess og sparisjóðsins. Var Jón tilnefndur af hálfu sparisjóðsins í hóp sem starfaði að framvindu málsins. Tókst að útvega lóð við Borgartún, en sú gata er í dag ein eftirsóknarverðasta gata borgarinn- ar fyrir þjónustu og verslun. Svo skemmtilega vildi til að lóðin var á sömu slóðum og Jón hóf verslunar- rekstur sinn með versluninni Þrótti. Húsið var tekið í notkun árið 1977 og átti Jón mikinn þátt í því að láta drauminn um eigið húsnæði spari- sjóðsins rætast. Þegar Jón hóf stjórnarstörf var hann störfum hlaðinn við rekstur lít- illar matvöruverslunar sem var upp- haf að glæsilegum verslunarferli hans. Þrátt fyrir það var hann óspar á tíma sinn þegar sparisjóðurinn átti í hlut. Hann sýndi sparisjóðnum jafnan mikinn áhuga og gladdist yfir velgengni hans. Það er margs að minnast frá löngu samstarfi bæði í blíðu og stríðu. Margar ferðirnar fórum við saman, utanlands sem innan, og minnist ég sérstaklega ferðar sem farin var á æskuslóðir Jóns á Snæfellsnesi. Þar var ekki komið að tómum kofunum. Hann gjörþekkti þetta landsvæði og var ljóst að honum var það ákaflega kært. Jón var kvæntur Oddnýju Sigurð- ardóttur, mikilli ágætiskonu, og eignuðust þau fimm börn, sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna. Það var Jóni mikið áfall er Oddný lést í janúar 1997. Að leiðarlokum sendi ég börnum Jóns og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. Hallgrímur Jónsson. Leiðir okkar Jóns Júl., eins og hann var gjarnan kallaður í daglegu tali, lágu fyrst saman árið 1966. Þá var ég að hefja afskipti af félagsmál- um vélstjóra en hann var þá formað- ur stjórnar Sparisjóðs vélstjóra en því starfi gegndi hann með sóma í 37 ár. Á þessum árum var það happ að fá lán í banka eða sparisjóði en þá voru líka öll skilyrði til lántöku mun strangari en nú er. Þá var bæði kraf- ist góðra trygginga svo og viðskipta til þess að lánsumsókn fengi jákvæða niðurstöðu hjá lánastofnunum. Þess vegna henti það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þegar búið var að hafna lánsumsókn eftir hinum hefðbundnu leiðum í sparisjóðnum var leitað til stjórnarformannsins Jóns Júl. og hann beðinn að ganga í málið og reyna að leysa það á farsæl- an hátt fyrir viðkomandi viðskipta- vin sjóðsins. Oftar en ekki fann Jón farsæla lausn, lausn sem byggðist ekki bara á hinum formlegu mörkum heldur og ekki síður á innsæi hans á mannkostum þeirra sem til hans leit- uðu, þ.e. hverjir væru traustsins verðir og hverjir ekki. Í gegnum tíð- ina voru það margir sem nutu þess- arar velvildar Jóns Júl. og munu minnast hans nú með þakklæti við leiðarlok. Sú er einnig mín tilfinning að oftast hafi Jón Júl. metið aðstæð- ur rétt og fundið hverjir voru traustsins verðir og hverjir ekki. Um líkt leyti og ég kynntist Jóni Júl. keypti Vélstjórafélag Íslands land- spildu við Laugarvatn í Laugardal en þar risu nokkru síðar tólf orlofs- hús sem ætluð voru félagsmönnun- um til afnota. Áður en tókst að ljúka smíði húsanna voru allir fjármunir félagsins, sem ætlaðir voru til verks- ins, uppurnir og þannig stóðu húsin hálfkláruð í nokkur ár öllum til ama. Jón Júl. hafði alltaf sterkar taugar til síns stéttarfélags og vildi því ætíð allt hið besta. Því var það að frum- kvæði hans að Sparisjóðurinn keypti fjögur húsanna og lagði fé í að ljúka byggingu þeirra. Húsin tólf voru síð- an tekin í notkun með pomp og prakt í maí 1981. Frá þeim tíma hefur or- lofssvæði félagsins og sjóðsins við Laugarvatn verið byggt upp af mikl- um krafti en þar er nú að finna sund- laug, gufubað og heita potta ásamt fjölbreytilegri útiaðstöðu til afþrey- ingar. Sú var skoðun Jóns Júl., á meðan hans naut við, að það væri heilladrýgst bæði fyrir Sparisjóð vél- stjóra og Vélstjórafélag Íslands að reka saman orlofssvæðið við Laug- arvatn enda í mörgum tilfellum sömu aðilarnir sem nutu dvalar þar. Í þessari uppbygginu tók Jón Júl. ríkan þátt fyrir hönd sparisjóðsins og það var gott til hans að leita ef upp komu vandamál sem leysa þurfti á skjótan hátt. Jón Júl. var áberandi í íslensku at- vinnulífi, hann rak stórt fyrirtæki sem hann eignaðist vegna eigin dugnaðar og framsýni. Þrátt fyrir það gleymdi hann aldrei uppruna sínum og hélt mikla tryggð við Vél- stjórafélag Íslands. Við leiðarlok færum við Jóni Júl. bestu þakkir fyrir allt það sem hann var okkur og óskum honum góðrar heimkomu handan móðunnar miklu. F.h. stjórnar og starfsfólks Vél- stjórafélags Íslands, Helgi Laxdal. Sæmdarmaðurinn Jón I. Júl- íusson, kaupmaður í Nóatúni, er fall- inn frá. Í þessum fátæklegu orðum þökk- um við Jóni fyrir samfylgdina og ára- tuga umhyggju og fórnfýsi í þágu Átthagafélags Sandara. Jón var fæddur á Hellissandi og ólst þar upp. Hafði hann miklar taugar vestur og sýndi það í verki sínu með ómældum áhuga á starf- semi félagsins og velferð allt frá stofnun þess. Jón var útnefndur heiðursfélagi þess á 70 ára afmæli sínu 23.1. 1995. Var honum veittur þessi heiður fyrir ósérhlífni og vel unnin störf fyrir fé- lagið. Var hann í áratugi í stjórn fé- lagsins og formaður þess lengi. JÓN JÚLÍUSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.