Morgunblaðið - 03.02.2005, Side 12

Morgunblaðið - 03.02.2005, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, á ummælum sem höfð voru eftir Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni OR, í Morgun- blaðinu í gær: „Í fréttum Morgunblaðsins mið- vikudaginn 2. febrúar síðastliðinn komu fram ýmsar ásakanir og rangfærslur í máli Alfreðs Þor- steinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð segir að miðað við það sem hann kallar „óheyrilega gjaldtöku“ sem Síminn hafi viðhaft, áður en OR kom til sögunnar, hafi verið full- komlega réttlætanlegt að OR færi út í fjarskiptarekstur. Jafnframt fullyrðir hann að „kostnaður við gagnaflutninga hafi lækkað um tugi prósentna með tilkomu OR“. Þessu hefur Alfreð og forsvars- menn OR/Línu.Nets ítrekað haldið fram á síðustu árum en þeir kærðu Símann fyrir að lækka verð á gagnaflutningi. Í niðurstöðu sam- keppnisráðs segir orðrétt … „að lækkuninni hafi ekki verið beint sérstaklega gegn Línu.Neti í þeim tilgangi að þröngva fyrirtækinu út af markaði. Samkeppnisráð telur að Landssíminn hafi ekki brotið gegn ákvörðun samkeppnisráðs nr. 41/1997 með því að lækka verð á gagnaflutningsþjónustu hinn 1. október 2000“. Síminn hefur því ekki brugðist sérstaklega við samkeppni Orku- veitunnar í verðskrá sinni en sem dæmi lækkaði Síminn verð á gagnaflutningi til landsbyggðar- innar um allt að 50% í apríl 2004. Síminn hefur þannig unnið að því að einfalda verðskrá sína og mæta kröfum landsbyggðar, – en mest er þar um að ræða svæði sem Orkuveitan hefur ekki sinnt. Þetta er í takt við þá þróun sem verið hefur í heiminum – að verð á gagnaflutningi fer sífellt lækk- andi.“ Athugasemd frá Símanum Ásakanir og rang- færslur í máli Al- freðs Þorsteinssonar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Jóni Hermannssyni kvikmyndagerðarmanni: „Í Morgunblaðinu á þriðjudag birt- ist athugasemd frá dagskrárstjóra RUV, Rúnari Gunnarssyni, vegna viðtals við mig í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Ég vil gera nokkrar athugasemdir við grein Rúnars. Fyrst fjallar Rúnar um það, sem ég kallaði valdníðslu (misneyting er víst lagamálið). Það er rétt hjá Rúnari, að ég bauð RUV umrædda íslenskukennsluþætti upphaflega. Þá hvarflaði ekki að mér, að RUV hygð- ist sýna þættina án þess að greiða fyrir þá! Í framhaldi af boði mínu var mér afhent einhliða yfirlýsing, undirrituð af Rúnari, þann 29. nóvember 2001. Í þeirri yfirlýsingu kom fram, að RUV myndi ekki greiða fyrir sýningu þáttanna. Ég taldi, að yfirlýsing þessi hlyti að vera byggð á einhverjum misskilningi þar sem engin fordæmi eru fyrir því, að RUV fái gefins efni, annað en aug- lýsingaefni, af þessari stærðargráðu ( 21 X 20mín.), frá aðilum utan RUV. Sjálfur gerði ég ekkert nema að fá yfirlýsinguna afhenta. Ekki var ósk- að eftir samþykki mínu, hvorki munnlegu eða skriflegu. Auðvitað var ég forviða þegar mér barst þessi ein- hliða yfirlýsing Rúnars. Ég taldi víst að gerður yrði skrif- legur sýningarsamningur við mig eins og alltaf er gert þegar um er að ræða efni, sem RUV á ekki sjálft. Í yfirlýsingu dags. 18. júlí 2003 kemur að valdníðslu RUV í garð und- irritaðs. Þar er ég þvingaður til að undirrita ótakmarkaðan sýningarrétt á þáttunum út árið 2004 endurgjalds- laust að venju, en frumsýning þeirra fór fram frá byrjun árs 2003. RUV hefir sent út þættina mína, „Viltu læra íslensku“ samtals í tuttugu og fjórar klukkustundir. Undirskriftar minnar var aflað með því, að RUV keypti annað efni eftir mig og skilyrti þau kaup með því, að ég undirritaði yfirlýsinguna varðandi íslenskukennsluþættina! Rúnar segir í grein sinni, að und- irritaður hafi beðið sig um að end- ursýna þáttaröðina veturinn 2004- 2005! Þetta er ósatt, sbr. fyrri sam- skipti aðila! Það skal tekið fram að nefndur Rúnar hafði samband við mig eftir að samtalið við mig birtist í Morgunblaðinu og spurði hvort RUV ætti að halda sýningu þáttanna áfram! Að sjálfsögðu taldi ég það af og frá! Í niðurlagi greinar Rúnars er talað um mikla bjartsýni á fjármögnun kvikmynda. Má vera að nokkuð sé til í því, sem Rúnar segir, en á löngum ferli undirritaðs í kvikmyndagerð, sem spannar rúm 30 ár, hefur mér þó tekist að koma í framkvæmd og ljúka 5 bíómyndum í fullri lengd og meira en 50 heimilda- og stuttmyndum. Embættismenn, sem sitja í vernd stjórnvalda og hafa ekki þurft að vinna á opnum og stundum mis- kunnarlausum frjálsum markaði, ættu að fara varlega í dóma af þessu tagi. Svona föðurleg umhyggjusemi lýsir valdhroka og kemur úr hörðustu átt.“ Athugasemd frá Jóni Hermannssyni Hrokafullt svar frá ríkisstofnun Mál Bobbys Fischers mikið mann- úðarmál STUÐNINGSMENN Bobbys Fischers hafa sent Alþingi bréf og vakið athygli á stöðu máls hans sem virðist stranda á því að japönsk yfirvöld vilja ekki heim- ila honum að ferðast til Íslands án vegabréfs þrátt fyrir að utan- ríkisráðherra hafi boðið honum landvist og heimilað honum að koma hingað án vegabréfs. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers og eins fulltrúa stuðningshópsins mun allsherj- arnefnd Alþingis, líklega taka málið fyrir á fundi sínum og í framhaldinu vonast hann til þess að Alþingi muni greiða atkvæði um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt. „Ég á nú von á því að málið fari í gegn, þótt það sé ekkert gefið í þessum efnum,“ segir hann. Í bréfi stuðningshópsins til Al- þingis segir m.a. að um sé að ræða mikið mannúðarmál og hafi stærstu fréttastofur heimsins kynnt málið á þann veg að örlög Fischers séu í reynd í höndum Alþingis Íslendinga. Stórbrotin örlagasaga Fischers muni því um ókomna tíð tengjast þeirri ákvörðun sem þingmenn nú taka. Stuðningshópurinn minnist í bréfinu orða Halldórs E. Sig- urðssonar þáverandi fjár- málaráðherra sem sagði í ávarpi sínu við krýningu Bobbys Fisc- hers sem heimsmeistara í skák í Laugardalshöll að loknu einvígi þeirra Borís Spasskís sum- arið1972 að íslenska þjóðin árn- aði bæði Spasskí og Fischer allra heilla og myndi fagna þeirri stundu ef þeir ættu eftir að heimsækja íslensku þjóðina á ný. Varðhald Fischers í hæsta máta einkennilegt Sæmundur segir varðhald Fischers í hæsta máta ein- kennilegt og telur að sleppa eigi manninum. „Það hefur aldrei verið glæpur að tefla skák,“ segir hann. „Hann hefur verið í varð- haldi í nærri sjö mánuði og það er ómannúðlegt að halda honum inni. Hann hefur verið með mik- inn höfuðverk og svima und- anfarna tvo mánuði og fær lítið að fara út, eða 45 mínútur í senn fimm daga vikunnar.“ Meirihluti aðal- fundar Freyju „Skorum á for- manninn að leita sátta“ Í YFIRLÝSINGU frá fé- lagskonum sem mynduðu meirihluta á aðalfundi Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku eru hörmuð þau orð sem fallið hafa eftir fundinn, einkum yfirlýs- ingar Sivjar Friðleifsdóttur. Eins og fram hefur komið snýst ágreiningurinn um það hvort aðalfundur félagsins hafi verið löglegur, þ.e. hvort 43 konur hafi verið réttilega skráðar í félagið þegar aðal- fundur fór fram. Um þátt Sivj- ar segir í yfirlýsingunni: „Hún mætti seint til aðal- fundar Freyju og hafði sig þar mjög í frammi, en hún var sú eina á fundinum sem ekki er félagi í Freyju. Yfirlýsingar hennar um að innganga okkar í félagið og þátttaka í fund- inum sé tilkomin vegna und- irgefni við ákveðna karlmenn í Framsóknarflokknum er hrein móðgun og með ólíkindum að slíkt komi frá forystukonum í stjórnmálum sem hafa undan- farna mánuði hvatt konur til að koma til starfa í stjórnmál- um. Við frábiðjum okkur að vera dregnar inn í átök sem virðast vera milli forystufólks í Fram- sóknarflokknum. Við óskum hins vegar eftir því að fá að starfa með Freyju í friði og munum sérstaklega leggja okkur fram við að starfa með þeim konum, sem borið hafa starf félagsins uppi áratugum saman í Kópavogi. […] Á aðal- fundinum leituðum við sátta með því að styðja sitjandi for- mann til áframhaldandi starfa. […] Skorum við á formanninn að leita sátta í félaginu,“ segir í tilkynningunni. Eins og fram hefur komið bíður nú laganefndar flokksins að skera úr um lögmæti aðal- fundar. Skilorðsbundið fangelsi fyrir að misþyrma gamalli konu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa ráðist á aldraða konu og marg- sinnis slegið hana í andlitið þegar hann átti að aðstoða hana á salerni. Árásin var framin fyrir um einu ári á hjúkrunarheimilinu Víðinesi þar sem konan var vistmaður og mað- urinn starfaði sem sjúkraliði. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa í nokkur skipti klappað konunni nokkuð hressilega með flötum lófa og handarbaki á báða vanga og tal- aði um löðrunga í því sambandi. Hann gaf þær skýringar á áverkum sem fundust á öðrum stöðum á kon- unni að þeir kynnu að orsakast af því að konan hafi fallið eða sigið nið- ur á gólf baðherbergisins. Tveir starfsmenn heimilisins sögðust báðar hafa séð manninn slá konuna mörg högg í andlitið með flötum lófa og handarbaki, hafi hann slegið hana á báðar kinnar, fram og til baka, og hafi þetta gerst í þremur lotum. Í hverri lotu hafi höggin verið fimm til tíu, allföst og veitt með ofsafengnum hætti og frekar virst gefin í því skyni að þagga niður í gömlu konunni en að ná athygli hennar, eins og maðurinn bar um. Vanlíðan og ótti Í dómnum segir að þó að það hefði verið nokkrum annmörkum háð fyrir starfsmennina tvo að sjá til árásarinnar, væri sannað að hann hefði slegið konuna margsinnis í andlitið með flötum lófa og hand- arbaki og einnig ýtt í öxl hennar. Með því hafi hann gerst sekur um líkamsárás. Hann var á hinn bóginn sýknaður af ákæru um að hafa mis- þyrmt konunni með öðrum hætti. Árásin var talin til þess fallin að valda ósjálfbjarga gamalmenni mik- illi vanlíðan og ótta, og hafi verið framin á stað þar sem konan átti að teljast óhult. Taldi dómurinn refs- ingu hæfilega þriggja mánaða fang- elsi, skilorðsbundin til tveggja ára. Konan lést í lok apríl 2004 og var málið þingfest nokkru síðar. Mað- urinn var sýknaður af bótakröfu frá dánarbúi konunnar þar sem dóm- urinn taldi að hún hefði fallið niður við andlátið. Ásgeir Magnússon kvað upp dóminn. Katrín Hilmarsdóttir sótti málið f.h. lögreglustjórans í Reykja- vík. Gestur Jónsson hrl. var til varnar. BYRJAÐ er að rífa hús gömlu Bæjarútgerðarinnar á Norðurbakkanum í Hafnarfirði en í þeirra stað mun rísa nýstárlegt bryggjuhverfi. Um 440 íbúðir verða í nýja hverfinu, en útboði lauk nýlega. Hús Bæjarútgerðarinnar voru byggð á árunum 1955- 58 og hafa hýst margskonar starfsemi, nú síðast Hafn- arfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvör. Leikfélagið hef- ur nú fengið nýja og hentugri aðstöðu að Strandgötu 50 samkvæmt samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og menntamálaráðherra. Afgreiðslu á skipulagstillögum Norðurbakkahverf- isins hjá bænum lýkur á næstu vikum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hafnarfjarðarbæ er búist við að bygging bryggjuhverfisins hefjist næsta sumar. Morgunblaðið/Jim Smart Bæjarútgerðin víkur fyrir bryggjuhverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.