Morgunblaðið - 03.02.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.02.2005, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhannes Odds-son glerskurðar- meistari fæddist í Reykjavík 15. mars 1928. Hann andaðist á LSH Landakoti 26. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Odds Júl- íusar Tómassonar, málarameistara í Reykjavík, f. 14.7. 1897, d. 12.10. 1991, og Guðbjargar Ei- ríksdóttur húsmóð- ur, f. 7.9. 1900, d. 8.7. 1995. Alsystkin Jó- hannesar eru Tómas, Eiríkur, Jó- hanna Kristín, Hörður og Sigrún. Hálfbróðir samfeðra var Haukur. Tómas lifir systkini sín. Hinn 21. janúar 1950 kvæntist Jóhannes Sigríði Lárettu Tryggvadóttur, f. 19. júlí 1926 á Uppsölum í Miðfirði, en flutti það- an með foreldrum sínum að Skrauthólum á Kjalarnesi. Jó- hannes og Láretta eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: 1)Hrafnhildur, f. 30. júlí 1947. Eiginmaður henn- ar er Sigurður Páll Ásólfsson frá Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, f. 14. október 1948. Börn þeirra eru: a) Jóhannes Hlynur, sambýliskona hans er Marie Louise Schog- gaard, eiga þau tvö börn, Jónas Ásólf og Önnu Birtu. b) Ragn- heiður Björk. 2) Gunnlaug, f. 17. maí 1950. Gunnlaug giftist Gunn- ari Snorrasyni. Börn þeirra eru a) Þor- gils, hans börn eru María Rós og Sigríð- ur Láretta. b) Agnes Hrönn, sambýlis- maður hennar er Sveinbjörn Davíð Magnússon. Gunn- laug og Gunnar slitu samvistum. Seinni maður Gunnlaugar er Þórður Guð- mundsson. 3) Gunn- ar, f. 18. mars 1953. Gunnar kvæntist Guðnýju Guðmunds- dóttur. Börn þeirra eru: a) Kol- brún, hennar sonur er Bergvin Máni. Sambýlismaður Kolbrúnar er Þorsteinn Hymer. b) Harpa. Gunnar og Guðný slitu samvist- um. Sambýliskona Gunnars er Laufey Jóhannsdóttir. 4) Lilla, en hún dó í fæðingu. Jóhannes og Láretta bjuggu lengst af sínum búskap á Vest- urgötu 57a í Reykjavík. Jóhannes vann við glerskurð mestan part ævinnar, fyrst hjá Pétri Péturs- syni, Brynju, með eigið verk- stæði, Glerslípun og Speglagerð, þá hjá Agli Vilhjálmssyni, Glerinu og síðast hjá Íspan. Einnig var Jó- hannes smyrjari á skipum Eim- skips um árabil. Útför Jóhannesar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar ég nú kveð Jóhannes Odds- son tengdaföður minn eftir nærri fjörutíu ára góð kynni þá koma upp í hugann margar góðar minningar frá þessum langa tíma. Löngu áður en við hjónin hófum búskap undir handarjaðri þeirra Jóa og Lallýjar sem leigjendur í kjall- aranum hjá þeim hjónum var ég orð- inn fastagestur í mat og öðru uppi- haldi, og svo var einnig um önnur tengdabörn þeirra hjóna. Íbúðin á Vesturgötunni var ekki stærri en svo að í dag þætti hún lítil fyrir barnlaust par, en vinahópur Jóa og Lallýjar var stór og vinahóp- ar okkar, barna og tengdabarna, voru líka stórir. Þó var þessi íbúð samkomustaður alls þessa fólks margar helgar. Samt heyrðist aldrei talað um þrengsli því sönn gestrisni ríkti í húsinu. Þó Jói ætti stóran og þéttan vina- hóp sem ég kynntist þá átti hann þó margfalt stærri kunningjahóp og það var ígildi nútíma afsláttarkorta í þá daga að geta kynnt sig sem tengdason Jóa Odds eða Jóa í Gler- inu. Fyrir manni opnuðust allar dyr; bílaverkstæði, bílasölur, bankar, tryggingafélög, verslanir. Viðmótið breyttist þegar nafn Jóhannesar var nefnt og afslátturinn kom sjálfkrafa, varla að það þyrfti að kvitta, bara að muna eftir að skila kveðju til Jóa Odds. Jói var ákaflega barngóður maður og um margra ára skeið hélt hann Vesturbæjarbörnunum veislu um hver áramót með stórkostlegum flugeldasýningum og gjöfum og þeg- ar barnabörnin fóru að koma varð hann líka eins og barn, ekkert var of gott fyrir þau og hann hafði alltaf nógan tíma til að sinna þeim enda fór það svo að flest hans barnabörn fet- uðu í fótspor foreldra sinna og höfðu lengri eða skemmri búsetu í kjall- aranum á Vesturgötunni. En enginn má sköpum renna, þeg- ar öll börnin voru flogin úr hreiðrinu og lífið blasti við þeim Jóa og Lallý, enda fólk á besta aldri langt innan við fimmtugt, þá dundi ógæfan yfir. Lallý fékk heilablófall og missti mál og mátt að miklu leyti. Í því stríði sem þá fór í hönd kom best í ljós hvern mann Jói hafði að geyma, öll- um stundum varði hann við sjúkra- beð Lallýjar, eldaði mat handa henni og létti henni baráttuna eins og kost- ur var. Þegar hún dó svo fyrir tíu ár- um, södd lífdaga, þá slitnaði sú taug í brjósti Jóa sem gæddi lífið tilgangi og gleði, en hann bar harm sinn í hljóði og fann á ný tilgang í lífinu þar sem voru barnabörnin og barna- barnabörnin. Þar var hann óþreyt- andi að láta gott af sér leiða. Þegar hann svo í október síðast- liðnum var sleginn þeim sama sjúk- dómi og lagt hafði Lallý að velli þá tók hann því af því æðruleysi sem hann hafði tamið sér en málið og lífs- löngunin voru farin og þótt aðrir og alvarlegri sjúkdómar kæmu í kjöl- farið þá yppti hann öxlum á sinn hljóðláta hátt og var tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Það var svo miðvikudaginn 26. janúar að hann fékk hvíldina. Af svip hans að dæma hafði hann unnið það stríð sem hann hafði háð frá því í október eða kannski frá því að Lallý fór. Kæri vinur, Jóhannes Oddsson, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Páll Ásólfsson. Elsku afi minn. Ég er þakklát fyr- ir það að þú fékkst að fara svona fljótt. Það var svo vont að horfa á þig þjást. Ég veit að þú vildir ekki að við sæjum það. Því þú varst þannig gerður að þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra. Fyrir mér varst þú tákn hins góða. Ég spurði sjálfa mig oft hvern- ig væri hægt að vera svona góður, eins og þú varst alltaf við mig og aðra. Ég átti það ekki alltaf skilið en þú tókst mér eins og ég er. Og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Einn morguninn, þegar ég kom heim, varst þú búinn að missa málið. Hafðir fengið heilablóðfall. Eftir það varstu meira og minna á spítölum, á endurhæfingu á Grensás og Land- spítalanum. Þú tókst veikindunum með æðruleysi. Barst höfuðið hátt, lékst á okkur með því að þykjast ekki vera eins veikur og þú varst, hélst húmornum og blikið í augunum á þér fór ekki fyrr en allra síðustu dagana. Þetta skemmtilega glott- andi blik fullt af húmor og stríðni. Síðustu fimm dagana varstu á Líkn- ardeildinni á Landakoti, þegar þú fórst þangað talaðir þú um að nú værirðu kominn heim. Þar annaðist starfsfólkið þig af mikilli alúð og færi ég því mínar bestu þakkir fyrir það. Ég naut þeirrar blessunar að búa með þér síðustu sex árin. Þau ár geymi ég ávallt í hjarta mínu. Fyrstu árin bjuggu við Ingó, þáverandi sambýlismaður minn, í kjallaranum hjá þér. Þó svo að það hafi verið þröngt á þingi leið okkur alltaf vel í húsinu hjá þér, þar er svo góður andi, og alltaf svo notalegt að hafa þig nálægt, heyra fótatakið þitt, fara upp og heilsa þér, deila með þér líf- inu. Þú varst alltaf svo jákvæður og skemmtilegur. Oft var gleðskapur hjá okkur á neðri hæðinni og ég kom upp að afsaka hávaðann næsta dag, alltaf sagðir þú að þú heyrðir ekki neitt. Þú vissir nefnilega svo margt en varst gæddur þeim eiginleikum að þú þurftir ekki að bera það á borð. Þú vildir fyrst og fremst að maður lifði lífinu og þó svo að það hefði ekki alltaf verið rétt hvernig, þá gagn- rýndir þú aldrei, þú gafst manni frelsi til að lifa lífinu eins og maður vildi. Þú vildir alltaf allt fyrir mann gera, hvað sem það var. Ingó tókstu alltaf opnum örmum og treystir á hann. Ég veit að þér þótti gott að hafa hann, hann gat alltaf lagað allt sem þurfti að laga og þú dáðist að hvað hann var duglegur og handlag- inn. Það var skemmtilegt að horfa á ykkur saman, ég kallaði ykkur oft „karlrembur“ því afi var af gamla skólanum, Ingó átti að sjá um við- hald og þá fannst þér líka sjálfsagt að ég væri heima að hugsa um heim- ilið, Ingó var að sjálfsögðu mjög sammála um þetta og við hlógum oft að þessu. Alltaf hélstu þínu striki. Ég veit að oft varstu þreyttur og langaði að vera upp í að hlusta á útvarpið og hugsa en þú dreifst þig alltaf út. Með hattinn út í bíl og varst rokinn af stað, flautaðir oft létt áður en þú komst eða fórst. Mér fannst þú oft eins og engill að sinna störfunum þínum þegar þú fórst á spítalana nánast á hverjum degi meðan þú hafðir heilsu til að heimsækja vini og kunningja sem voru veikir, hitta fé- lagana í Kaffivagninum og kaupa harðfisk og lakkrís í Kolaportinu. Ást minni til þín er ekki hægt að lýsa með orðum. Þú átt svo stóran hluta í hjartanu á mér. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn og ég eigi ekki eftir að finna hlýtt handtak þitt og sjá þig vinka mér höfðinglega góða nótt eða bless. Þú varst svo stór persóna. Og barngóður, ljómaðir alltaf þegar ég talaði um barna- barnabörnin litlu. Alltaf þetta skemmtilega blik í augum þínum, fullum af húmor. Þú ert uppáhaldið mitt, elsku afi minn, það verður aldr- ei tekið frá mér. Þakklætið fyrir að hafa fengið svona mikinn tíma með þér er mér svo mikils virði. Ég lærði svo mikið af þér. Sá lærdómur er ekki mældur í orðum heldur fólst hann í þögninni. Að sitja með þér og þurfa ekki að segja neitt. Það var svo heilt og hreint. Þú varst búinn að reyna svo margt og vissir svo miklu meira heldur en ég og það skilaði sér í návistinni. Þessari ró og festu. Eins og þú sagðir svo oft: „Svona er þetta bara.“ Það er þessi setning sem situr hvað sterkast í mér Það var þessi sátt sem gerði þig svo fallegan. Þeg- ar þú sast í stólnum þínum með hlandkaffi, eins og ég kallaði það, bú- inn að hita það oft í örbylgjuofninum og að stelast í kökur og kruðirí sem þú máttir helst ekki borða. Hvernig þú blikkaðir mig og gerðir grín að trassaskapnum í mér og sagðir „iss“ og slóst hendinni frá þér. Svona lítil smáatriði sem skipta svo miklu máli. Það er eins og það sé búið að taka stóran part í burtu frá mér. Það ert þú, afi minn. En með tímanum mild- ast sorgin. Og þakklætið fyrir tím- ann sem við áttum saman og minn- ingarnar verður alltaf til staðar og ég trúi því að andi þinn lifi í mér og muni fylla upp í tómarúmið og verða styrkur til að halda áfram. Trúin að þú verðir alltaf hjá mér, elsku afi minn. Að þú sért kominn heim til ömmu og Sverris og allra hinna sem voru þér kærir. Að englarnir hlúi vel að þér og þú kveljist ekki lengur og þér sé alltaf heitt og líði vel. Ást- arþakkir fyrir þann dýrmæta tíma sem ég fékk með þér, elsku afi minn. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, takk fyrir að ég megi vera í hús- inu ykkar ömmu með anda ykkar svo nálægt mér. Takk fyrir að gera mig að betri manneskju. Guð geymi þig alltaf. Þín Ragnheiður Björk. Elsku afi. Þá er afi minn og nafni fallinn frá á 77. aldursári. Ein af mín- um fyrstu minningum af afa er þeg- ar hann og amma voru að koma í heimsókn til okkar í sveitina og afi þeytti flautuna á amerísku drossí- unni sinni þegar bíllinn rann í hlað. Það var alveg sérstök upplifun fyrir okkur krakkana að fá ömmu og afa af Vesturgötunni í heimsókn, þeim fylgdi alltaf svo margt spennandi dót og sælgæti, og kók í litlum flöskum sem stóðu í þar til gerðri grind og JÓHANNES ODDSSON ✝ Reynir JóhannesGuðmundsson fæddist í Keflavík 29. september 1933. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 25. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Marinó Jónson, f. 1900 í Keflavík, d. 1976, og Jóhanna Malena Soffía Ellefsen, f. 1903 á Vogey í Fær- eyjum, d. 1982. Reynir var elstur sex systkina. Hin eru: Sverrir Andrew, f. 1935, kvæntur Erlu Helgadótt- ur, Anna Katrina, f. 1936, gift Wayne Stangel, Þórhallur, f. 1937, kvæntur Maríu Karlsdótt- ur, Guðrún María, f. 1939, gift Karli Ágústssyni, látinn, og Sveinbjörn, f. 1941, kvæntur Sigríði Sigvaldadóttur. Reynir kvæntist Sjöfn Jóhann- esdóttur, f. 7. janúar 1942. For- eldrar hennar eru Jóhannes Björgvinsson, f. 1918, d. 1982, og Inga Jónsdóttur, f. 1921. Reynir og Sjöfn eignuðust þrjú börn: Ingu, f. 1962, Írisi, f. 1965, og Jóhannes, f. 1971, kvæntur Mar- ínu Lytvyn, f. 1978. Dætur Írisar eru Malena, f. 1987, og Elísa, f. 1991. Reynir ólst upp í Keflavík, en ungur fór hann í sveit á sumrin að Hóli í Vestur-Landeyjum. Hann lauk lands- prófi frá Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum. Reynir lærði flug hér á landi og í Kanada. Að námi loknu kenndi hann við Flugskólann Þyt þar til hann hóf störf hjá Loftleiðum árið 1960. Þar starfaði hann, fyrst sem flugmaður, síðar sem flugstjóri, og gegndi hann því starfi áfram hjá Flugleiðum til ársins 1996. Útför Reynis verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Lítillátur, ljúfur kátur. Þannig var Reynir, gerði ekkert nema gott í til- verunni en það átti bara helst enginn að taka eftir því. Vinnusamur var hann og seigur við það sem hann tók sér fyrir hendur. Á uppvaxtarárum okkar var bæj- arbragurinn ólíkur því sem nú er. Mamma var með kú og hænsni á baklóðinni, einstök hannyrðakona og ófáir jafnaldrar okkar kannast við Möllubrauð með sultu. Pabbi vann á rafstöðinni og sýndi bíó á kvöldin. Hann otaði gjarnan hljóðfærum að okkur krökkunum, en litla kennslu var að hafa. Við elstu bræðurnir fórum ungir að bera út póst og sendast á símstöð- inni og var þá gott að vera tveir sam- an og hjálpast að. Saman fórum við í sveit að Ytra-Hóli í Landeyjum og eigum við bræður allir dýrmætar minningar þaðan. Reynir hafði áræði og kjark til að drífa sig á Skógaskóla, síðan í flugnámið og átti farsæla starfsævi sem flugstjóri. Hann byggði sér glæsilegt hús á Seltjarnarnesinu og afsannaði með öllu orðróm um tíu þumalfingur. Það var notalegt að hafa Reyni og Sjöfn hér suðurfrá í nokkra mánuði þegar þau voru „á milli húsa“. Gengu þau út á Berg á morgnana og nutu þess að kanna nýja og gamla staði. Hann var góður bróðir og sonur. Móðir okkar var honum afar þakklát fyrir hjálpina við að komast til Önnu systur okkar í Ameríku og til Fær- eyja ár eftir ár. En umfram allt var hann traustur og umhyggjusamur heimilisfaðir. Stóri vinningur Reynis var Sjöfn sem gekk gönguna við hlið hans í orðsins fyllstu merkingu allt til enda, börnin þeirra þrjú hvert öðru efnilegra og dótturdæturnar, ein- staklega samheldin og vel menntuð öll og hafa stutt hvert annað vel. Hefur svo sannarlega reynt á það síðustu mánuðina og Sjöfn staðið sig eins og hetja í bylnum stóra. Það voru sterk tengsl milli okkar bræðra og vissi ég oft hvað honum leið ef hann lenti í brasi, en nú trúi ég að honum líði vel og sé bara þónokkuð hissa. Kæra fjölskylda, missir okkar allra er mikill, en gæfa okkar að hafa átt þennan öðlingsmann er stór. Með sorg í hjarta kveðjum við kæran bróður og mág. Sverrir og Erla. Til minningar um kæran bróður: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar vikvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínar systur, Anna og Guðrún. Ekki er hægt að segja að fregnin um andlát vinar okkar Reynis Guð- mundssonar flugstjóra hafi komið okkur á óvart. Löng og hetjuleg bar- átta við erfið veikindi er að baki. Við kynntumst Reyni sem afar dagfars- prúðum, hógværum, traustum og heiðarlegum fjölskylduföður sem helgaði krafta sína fjölskyldunni. Þau hjónin Sjöfn og Reynir voru höfðingjar heim að sækja. Snyrti- mennska einkenndi heimili þeirra og heimilishlýja streymdi á móti gest- um. Með þessum ljóðlínum viljum við vinkonurnar heiðra minningu látins vinar, kveðja hann og þakka honum samfylgdina. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr. En hinn dáni lifir í hjarta og minni, manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Elsku Sjöfn, börnin ykkar, tengdadóttirin, barnabörnin og aðrir syrgjendur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við lífið sem heldur áfram. Blessuð sé minning Reynis Guð- mundssonar. Guðný Júlíusdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. REYNIR J. GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.