Morgunblaðið - 03.02.2005, Side 20

Morgunblaðið - 03.02.2005, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Brautryðjendur í mótun framleiðslutæknináms þörfum álversins í Reyðarfirði og nám sem einn- ig hefði til hliðsjónar nám Norðmannanna og Stóriðjuskóla Ísal. Því byrjuðum við með pomp og prakt eftir að hafa skrifað undir nokkra samninga, bæði við Bechtel og Alcoa, haustið 2003 og fengum einn- ig styrk frá menntamálaráðuneytinu til að þróa brautina næstu þrjú árin. Það var aldrei mein- ingin að þetta yrði fullkomin braut strax í byrj- un. Töluverður áhugi var fyrir henni til að byrja með, meðal nemenda vítt og breitt á Austur- landi, og fimmtán nemendur skráðu sig upp- haflega, en í dag eru bara fjórir sem eru að ljúka henni í vor. Samt sem áður, af því að þetta var unnið sem þróunarverkefni, hefur námið haldið áfram. Ráðuneytið skipaði síðan formlegan starfshóp með sínum fulltrúum, Fjarðaáls, Samtökum iðn- aðarins, Tækniháskóla Íslands og Verkmennta- skólanum til að þróa framreiðslutækninám sem yrði með víðari skírskotun til almennra fram- leiðslugreina heldur en bara álvers. Það fram- leiðslutækninám sem er verið að skoða er 2 ára starfsnám, hugsað fyrir fólk sem vill vinna í framleiðslugeiranum. Menn geta komið inn í þetta úr bóknámi, verknámi og atvinnulífinu og námið á að höfða til breiðs hóps fólks. Loka- skýrsla verður gefin út í febrúar n.k.“ FYRIR tveimur árum var ný álbraut sett á lagg- irnar við Verkmenntaskóla Austurlands, sem samstarfsverkefni Alcoa og menntamálaráðu- neytisins. „Við vorum svo sem ekkert að byrja á byrj- unni þar, því Norsk Hydro var búið að vera hér áður og þeir eru með afar gott skipulag í Noregi varðandi framleiðslutækninám,“ segir Helga M. Steinsson skólameistari. „Við vildum endilega fá svipað nám inn í íslenskt framhaldsskólakerfi. Norsk Hydro hætti sem kunnugt er við að koma, en Alcoa kom í staðinn og þeir aðilar hafa verið afskaplega áhugasamir um skólann. Það varð úr að reyna að setja saman braut sem tæki mið af Neskaupstaður | „Það er þó nokkur slagur að vera skólameistari hér á Norðfirði,“ segir Helga M. Steinsson skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. „Maður er í raun og veru statt og stöðugt að berjast fyrir framtíð skólans. Okkar stefna er að efla náms- og starfs- þroska nemenda og veita þeim persónulega þjónustu, stuðning og góða námsaðstöðu. Okkar markmið er að vera valkostur númer eitt fyrir íbúa Fjarða- byggðar og við ætlum að einbeita okkur að því á vorönn að koma skól- anum rækilega inn fyrir dyrnar hjá fólki. Við finnum að það er auk- inn áhugi á skólanum og ég held að með sam- einingu sveitarfélag- anna í Fjarðabyggð hafi skólinn öðlast nýtt hlutverk. Við höfum verið að reyna að teygja okkur til íbú- anna í Fjarðabyggð með t.d. grunn- námi sem við byrjuðum á og fengum styrk til í fyrra. Námið var ætlað fólki sem hafði takmarkað grunnnám á framhaldsskólastigi eða eingöngu grunnskólapróf. Kennararnir fóru til fólksins, til Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar, fengu inni í grunnskól- unum og voru þar með kennslu. Ég held að hlutverk skólans sé einmitt í þá veru, að vera fyrsti kostur íbúa Fjarðabyggðar, með því að færa skól- ann meira til fólksins en gert er og það er grundvöllur fyrir því. Þrátt fyrir alla tækni eru mannleg sam- skipti númer eitt. Hlutverk skólans er að vera und- irstaða menntunar íbúa Fjarða- byggðar, að skapa þessa undirstöðu- menntun sem allir þurfa til að halda áfram og að sjálfsögðu að auðvelda fólki aðgengi að námi í þeim tilgangi að bæta þá færni sem skiptir svo miklu máli í dag að allir hafi tök á.“ Vettvangur skólamálaumræðu Helga segir Verkmenntaskólinn eiga að vera öflugan vettvang skoð- anaskipta um menntamál og það sé draumur hennar að við skólann verði hægt að halda fyrirlestra og fræðslu- fundi fyrir almenning og standa að virkri og vandaðri skólamálaumræðu. „Við höfum hér mjög merkilegt rannsóknaapparat sem kallað er Bú- land og samanstendur af skólanum, Náttúrustofu Austur- lands, Rannsókn- arstofnun Fiskiðnaðar- ins og Sorpsamlagi Austurlands“ heldur Helga áfram. „Þessir aðilar hafa gert með sér samstarfssamning um að vekja athygli á ýms- um málefnum sem tengjast rannsóknum þeirra og starfsvett- vangi. M.a. er á döfinni að kynna hér fyr- irlestraröð Búlandsins. Ég sé Verkmenntaskól- ann líka í framtíðinni einbeita sér að verk- og tæknigreinum á há- skólastigi og hafa útibú frá starfsnámsháskólum.“ Helga segir töluvert gert af því að prófa nýja brautir. „Við byrjuðum til dæmis í fyrra með námsbraut fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum og er hún fyrir ófaglært fólk sem vill verða skólaliðar eða stuðnings- fulltrúar í grunnskólum, eða leiðbein- endur í leikskólum. Við ætlum að setja á laggirnar tölvubraut næsta haust og sem er samstarfsverkefni við Iðnskólann í Reykjavík.“ Þá segir Helga skólann nota fjarfundakennslu í vaxandi mæli, einkum á bóklega sviðinu. Iðn- og starfsnámi er skipt í kjarna, fagbóklegar greinar og sér- greinar. Það er á stefnuskrá VA að bjóða fagbóklegar greinar meira með fjarfundasniði en gert er. Þá er fjar- fundabúnaður nýttur í iðnmeist- aranáminu og á leik- og grunn- skólabrautinni, sem fer eingöngu fram með því sniði, enda nemend- urnir frá Vopnafirði til Hafnar. Mikið samstarf er við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Mennta- skólann á Egilsstöðum og hafa skól- arnir boðið sameiginlega upp á kvöld- skóla með fjarfundabúnaði. M.a. bjóða skólarnir nú sameiginlega upp á nám í hljóðtækni og leiðsögunám, sem er í samstarfi við Fræðslunet Austurlands. Neikvætt viðhorf til verkmennta Staða starfs- og iðnnáms hér er ólík því sem gerist í nágrannalöndunum. Hér fara um 70% nema í bóknám og 30% í verknám, en á Norðurlönd- unum og t.d. í Bretlandi er þetta hlut- fall nokkuð jafnt eða í mesta lagi 60/ 40%. Helga M. Steinsson, skólameist- ari Verkmenntaskóla Austurlands, telur að í hugum fólks séu verk- menntaskólar á Íslandi annars flokks skólar og segir það mjög miður. „Það er enginn feluleikur með það,“ segir Helga. „Það er eitthvert menntasnobb í okkur Íslendingum. Menntaskóli er það sem allir eiga að fara í og hlutskipti verkmenntaskól- anna er að berjast til þrautar og láta heyra meira í sér til að fá aukna at- hygli. Því miður er viðhorfið til þess- ara skóla þannig, að í þeim sé að ein- hverju leyti verri menntun eða kennsla. Það er einfaldlega ekki rétt. Hér er miklu fjölbreyttari starfsemi en í menntaskólum og hér kynnast krakkar í bóklegu námi verklega náminu og öfugt. Nemendur fá víðari sýn og ekki má gleyma því að ef eng- inn fer í verknám hlýtur að skorta verkmenntað fólk.“ Helga segir þetta velta töluvert á atvinnulífinu því skólarnir geti ekki breytt þessu einir og atvinnulífið þurfi að gera öðruvísi kröfur. „At- vinnulífið virðist meta betur harð- duglegt fólk með reynslu án þess að það hafi nokkra menntun. Það verður ekki fyrr en við förum að viðurkenna að menntunin sé undirstaða undir góðan starfsmann og að starfsnám, ekkert síður en bóknám, þarf á menntun og þekkingu að halda, að hlutföllin breytast. Þessu er bjargað innan fyrirtækjanna sjálfra í dag, en það er eigingjarnt vegna þess að þá er bara verið að mennta eigið starfs- fólk og ekki að gefa fólki kost á að mennta sig til að geta svo valið um vinnustað.“ Reiknað með öllum í bóknám Helga segir leitt að ekki skyldi gerð áætlun um átak í að efla aðsókn að verk- og starfsnámi á Íslandi um leið og vinna um styttingu náms til stúdentsprófs hófst. „Þá er það dæmigert fyrir viðhorf okkar til bók- náms að í öllum útreikningum um fjölda nemenda í árgangi til lengri tíma litið er reiknað með að allir velji bóknám! Ekki er gert ráð fyrir því að nemendur framtíðarinnar fari í starfsnám. Það er makalaust en lýsir hugsanaganginum. Fremur hefðu menn átt að nota tækifærið með styttingu náms til stúdentsprófs til að efla áhuga fyrir starfsnámi með einhverjum hætti. Auðvitað þarf að breyta verk- og starfsnáminu líka. Það þýðir ekkert að vera með fjög- urra ára starfsnám og þriggja ára stúdentsnám.“ Að færa skólann til fólksins Verkmenntaskóli Austurlands sækir í sig veðr- ið með stigvaxandi umsvifum eystra. Steinunn Ásmundsdóttir tók hús á Helgu M. Steinsson skólameistara, sem sér tækifæri í hverju horni. steinunn@mbl.is Bókvitið nært í skólastofunni Helga Guðnadóttir, Bjarney Hallgríms- dóttir og Eva María Þrastardóttir fremstar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sagað og borað Þeir Gísli Magnússon og Kristinn B. Hjaltason slá hvergi af í smíðunum og ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Lóðað dagana langa Kristinn Agn- ar Eiríksson nemi í rafiðnum. Vefur Verkmenntaskólans er á slóðinni www.va.is. Helga M. Steinsson skólameistari. Bókasafn Verkmenntaskólans þykir drjúgt Þórður Vilberg Guðmunds- son og Eðvald Gestsson í þungum þönkum yfir bókunum sínum. Menntastofnun með framsækið yfirbragð setur kraft og nýja liti í lífið í Fjarðabyggð VERKMENNTASKÓLI Austurlands (VA) er stofnaður í núverandi mynd sem kjarna- skóli iðngreina á Austurlandi árið 1986, upp úr Framhalds- skólanum í Neskaupstað, áður Gagnfræðaskólanum í Nes- kaupstað og Iðnskóla Austur- lands, sem á rætur að rekja til Iðnskóla Neskaupstaðar sem tók til starfa á vegum Iðn- aðarmannafélags Neskaup- staðar árið 1943.    Skólinn nýtur þeirrar sér- stöðu að vera eini starfs- og iðngreinaskólinn á Austur- landi, með verk- og starfsnám sem aðaláherslu. Við skólann eru m.a. bygginga- og mann- virkjagreinar, grunndeild raf- iðna, málmiðngreinar, vélvirkj- anám, háriðnir, vélstjórn, sjúkraliðabraut og iðnmeist- aranám. Einnig eru tvær bók- námsbrautir til stúdentsprófs; félagsfræðibraut og nátt- úrufræðibraut.    Á heimavist skólans, sem tekin var í notkun 1990, eru 58 rúm í 15 herbergjum og nú búa þar 25 nemendur sem koma víðs vegar af Aust- fjörðum. Nemar úr Fjarða- byggð nýta sér reglubundnar samgöngur milli þétt- býliskjarna og búa yfirleitt ekki á heimavistinni. Hótel Edda leigir heimavistarhúsið á sumrin undir hótel. Skólinn sjálfur hefur yfir að ráða u.þ.b. 4.000 fermetra húsnæði.    Í VA er nú 191 nemandi í dagskóla, en alls eru rúmlega 200 nemendur við skólann þegar með eru taldir utan- skóla- og fjarnámsnemar. Rúmlega 50% nemendanna eru á hefðbundnum framhalds- skólaaldri.    Við VA eru 18 heil stöðugildi og nokkrir stundakennarar, en alls starfa rúmlega þrjátíu manns við skólann.    Á fjárlögum fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir 130 milljóna króna framlagi til skólans, sem hefur strítt við nokkurn halla- rekstur undanfarin þrjú ár og er í aðhaldsaðgerðum.    Verkkennsluhús, sem raun- ar er hið gamla íþróttahús Norðfirðinga, var gert upp og vígt árið 1997.    Á tuttugu ára afmæli Verk- menntaskólans næsta ár verð- ur m.a. gefið út afmælisrit og haldið málþing um stöðu starfs- og iðnmenntunar á Austurlandi og tengsl við at- vinnulífið. AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.