Morgunblaðið - 03.02.2005, Side 41

Morgunblaðið - 03.02.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 41 MENNING                      ! !  "  #  $%  !& !  '  !   ((!    !  ((  !    )  * !+   !!  , - ,.!+ * !+  /!0 1  2 +!+  ! 3#4 5      !  !   /!  # .!   Aðalskoðun leiksvæða Námskeið fyrir þá sem hyggjast taka að sér aðalskoðun leiksvæða sbr. reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, verður haldið 7.-8. mars nk. í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. Kennt verður á ensku og lágmarksþátttaka er 5 manns. Kennarar: John Yearley og David Yearley frá RoSPA í Bretlandi. Skráning fer fram í síma 591 2000 eða í tölvupósti ust@ust.is. Námskeiðsgjald er kr. 40.000. Starfsmenn faggiltra skoðunarstofa og/eða faggiltir aðilar, sem hyggjast taka að sér aðalskoðun leiksvæða, hafa forgang á námskeiðið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og í síma 591 2000. FRÁ og með hausti verður hægt að stunda nýtt BA-nám í leiklist í Listaháskóla Íslands. Námsbrautin ber yfirskriftina „Fræði og fram- kvæmd“ og snýst um leiklist í víðasta skilningi orðsins. Námið er hugsað sem vettvangur fyrir rannsóknir á leiklist; sögu hennar, eðli, hlutverki og snertiflötum við aðrar listgreinar. Ragnheiður Skúladóttir er deild- arforseti leiklistardeildar Listahá- skólans. „Þetta er þriggja ára BA- nám sem metið er til 90 eininga. Við leggjum mikla áherslu á nýsköpun á þessari námsbraut og samtíma- leiklist. Með náminu skapast tæki- færi til rannsókna á sviði leiklistar, innlendrar sem erlendrar, auk þess sem möguleikar á nýsköpun í list- greininni munu vaxa. Námið er jöfn- um höndum fræðilegt og verklegt.“ Á fyrsta ári er byggður upp fræði- legur grunnur og nemendur fylgjast að miklu leyti að í náminu. Á öðru ári er byggt á þeim grunni í verklegum námskeiðum. Þá opnast enn fremur fleiri valmöguleikar og þannig geta nemendur til að mynda tekið verkleg námskeið í öðrum deildum í stað námskeiða í eigin deild. Á þriðja ári vinna nemendur að skapandi verk- efnum, fræðilegum eða listrænum, að eigin frumkvæði í samráði við pró- fessor eða fastráðna kennara deild- arinnar. Þá má nefna að á þriðja ári er gert ráð fyrir því að nemendur fái skólavist erlendis sem skiptinemar. „Nemendur geta valið hve mikla áherslu þeir leggja á fræðin annars vegar og praktíska námið hins vegar. Allir fá sama fræðigrunn á fyrsta ári, en á öðru ári geta þeir sem það vilja lagt meiri áherslu á fræðin, og þeir sem vilja meiri verklega menntun geta tekið fleiri áfanga á því sviði. Eina leiklistarnámið sem nú er boðið upp á í Listaháskólanum er leik- aranámið, en námsbrautirnar munu skarast á ýmsan hátt. Nám í leiklist- arsögu verður til dæmis það sama fyrir báðar námsbrautir, og verklegir áfangar verða sumpart í boði á báðum brautum. Þess utan verður hluti fræðilegu áfanganna og hluti þeirra verklegu í boði fyrir alla nema Listaháskólans, fólk úr öllum deild- um. Nýja brautin verður því mun opnari en leikarabrautin, og hún gæti líka verið vettvangur fyrir meiri sam- skipti við aðra háskóla. Nemar úr öðrum skólum gætu hugsanlega sótt áfanga á þessa braut og öfugt.“ Horft til breskra leiklistarskóla Ragnheiður segir að við undirbún- ing að stofnun námsbrautarinnar sé sérstaklega litið til breskra leiklist- arskóla og námskeiða sem þar í landi eru kallaðar „theory and praxis“. „Þessar brautir eru starfræktar bæði í Bretlandi og í Þýskalandi, meðan sérhæfðara nám, til dæmis í leik- stjórn, er að finna víða annars staðar. Við viljum ekki að fólk komi í þetta nám með það fyrir augum að útskrif- ast sem fullnuma leikstjórar. Náms- brautin er ekki þess eðlis, þótt hún sé mjög góð undirstaða fyrir framhalds- nám – í leikstjórn, dramatúrgíu, leik- ritaskrifum eða á öðrum sviðum leik- listar. Ragnheiður segir að talsverð gerj- un eigi sér nú stað í mennt- unarmálum leiklistarinnar, en eins og ævinlega sé slík gerjun oft svæð- isbundin. Hún segir Þjóðverja og Hollendinga standa framarlega í dag auk Breta. Íslendingar séu talsvert framsæknir í þessum efnum, með til- komu nýju námsbrautarinnar, en aðrar Norðurlandaþjóðir líti enn tals- vert til hefðbundnari leikmenntunar- arfs Rússa. Hún segir þetta sam- bland fræðimennsku og verklegrar vinnu helstu nýmælin í leiklist- armenntun almennt, en þótt nýmælin byggist oftar en ekki á hefðbundnum grunni, þá sé ýmislegt í aðferðunum og úrvinnslunni sem sé nýtt. „Leik- aranámið hefur verið eina leiklist- arnámið hér, en ég vona að með nýju námsbrautinni komi sprengikraftur inn í leiklistardeildina sem og leiklist- arumhverfið hér.“ Listaháskólanum hafa þegar borist þónokkrar fyrirspurnir um nýju námsbrautina og segir Ragnheiður áhugann aukast með auknu umtali. „Það hefur komið í ljós við inntöku- próf í leikaranámið, að þangað koma einstaklingar sem eiga fullt erindi í leiklistina, en ekki endilega í leik- aranámið. Við gerum ráð fyrir því að þessi hópur gæti notið sín vel á nýju brautinni.“ Leiklist | Fræði og framkvæmd – ný braut við leiklistardeild Listaháskóla Íslands tekur til starfa frá og með haustinu Áhersla á nýsköpun og samtímaleiklist Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnheiður Skúladóttir, forseti leiklistardeildar Listaháskóla Íslands: „Námsbrautin er mjög góð undirstaða fyrir framhaldsnám í leikstjórn, dramatúrgíu, leikritaskrifum eða á öðrum sviðum leiklistar.“ NÝLEGA kom Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson út í Þýskalandi hjá Steidl forlaginu í Göttingen, en það forlag gefur með- al annars út Günther Grass og Halldór Lax- ness. Frankfurter Allgemeine Zeitung birti ítarlegan dóm um bókina eftir Gisu Funck. Sagt er þar að höfundur styðjist við „frásagnarhefð Ís- lendingasagna. Í anda hennar skiptast á hlut- lægir frásagnarkaflar og ítarlegir kaflar með samtölum, og auk þess eru í skáldsög- unni náttúrulýsingar og draumamyndir sem vísa fram til óorðinna atburða.“ Þótt snemma verði ljóst, segir í umsögninni, að hefndarförin hljóti um síðir ill endalok sé skáldsaga Ólafs spennandi. Auk þess sé í henni húmor „sem birtist aftur og aftur í samtölum, og laði fram bros með lesandanum þrátt fyrir hina voveiflegu atburði“. Ritstjórinn, Günther Brandorff, skrifar pistil um bókina á vefsíðu sína um bókmenntir og byrjar á því að segja: „Af samtímahöfundum ís- lenskum, sem bjóðast þýskumæl- andi lesendum, er Ólafur Gunnarsson sá sem hefur með einna áhrifamestum hætti tekið upp þráðinn frá hinum mikla starfs- bróður sínum Halldóri Laxness. Hann fæst líka við áhrif fé- lagslegra og þjóðhags- legra aðstæðna nú- tímans á hið hefðbundna íslenska samfélag.“ Því næst rekur hann stuttlega efni sög- unnar og klykkir út með: „Átakanleg fjöl- skyldusaga! Ólafur Gunnarsson lýs- ir með fullkomlega opinskáum, mjög tjáningarríkum en um leið vel aðgengilegum stíl erfiðri leið Ís- lands til nútímans. Mæli eindregið með henni!“ Í Salzburger Nachrichten segir að Íslendingurinn Ólafur Gunn- arsson elski hið stóra drama sem jafnframt beri með sér mikla samúð og vitsmuni. Bækur | Tröllakirkju hælt í Þýskalandi „Átakanleg fjölskyldusaga“ Ólafur Gunnarsson mbl.issmáauglýsingar ÆFINGAR á óperunni Krýning Poppeu eftir Claudio Monteverdi standa yfir þessa dagana í Maestr- anza-leikhúsinu í Sevilla á Spáni. Á myndinni er Angeles Blancas Gulin, sópransöngkona frá Mónakó, í hlut- verki sínu í sýningunni. Reuters Poppea æfð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.