Morgunblaðið - 03.02.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.02.2005, Qupperneq 30
✝ Lilja KolbrúnSteindórsdóttir fæddist á Teigi á Seltjarnarnesi 6. desember 1938. Hún lést 27. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Hjartardóttir húsfreyja, f. á Borð- eyri 1898, d. 1976, og Steindór Kristinn Ingimundarson verkstjóri, f. á Sogni í Ölfusi 1899, d. 1960. Systkini Lilju eru Ingimundur, f. 1920, d. 1993, Magnús, f. 1922, d. 1958, Steindór, f. 1924, d. 1990, Guðbjörg, f. 1926, d. 1927, Frið- þeirra Lilju og Trausta eru: 1) Dóra Kristín, f. 1961. Börn henn- ar eru Björn Líndal, Ásdís Erna og Steinar Trausti. 2) Björn Lín- dal, f. 1962, kvæntur Guðrúnu El- ínu Benónýsdóttur, f. 1961. Börn þeirra eru Steinar Hrafn, Benóný Þór og Kolbrún Arna. Lilja Kolbrún ólst upp á Teigi á Seltjarnarnesi en flutti þaðan norður í Miðfjörð í Vestur-Húna- vatnssýslu og bjó lengst af í húsi er þau Trausti byggðu, Varma- landi á Laugarbakka. Hún hóf ung störf við fiskvinnslu hjá Sænska frystihúsinu, en eftir að hún flutti norður var heimilið hennar starfsvettvangur í nokkur ár. Seinna starfaði hún í eldhúsi grunnskólans á Laugarbakka og síðustu árin starfaði hún í eldhúsi Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Útfór Lilju Kolbrúnar verður gerð frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. rik, f. 1928, Gyða, f. 1929, Hreinn, f. 1930, d. 1999, stúlka óskírð, f. 1933, d. 1933, Guð- mundur, f. 1934, d. 1989, Daníel Jón, f. 1935, d.1936, Daníel Jón, f 1937, d. 1941, Jón Víðir, f. 1940, d. 2004, og Ívar, f. 1942. Lilja Kolbrún gift- ist hinn 20. febrúar árið 1965 Trausta Björnssyni bifreiða- stjóra, f. í Laufási í Víðidal 8. febrúar 1938. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir, f 1913, d. 1994, og Björn Líndal Guð- mundsson, f. 1906, d. 1996. Börn Eitt það erfiðasta sem kemur fyrir okkur í lifandi lífi er að kveðja sína nánustu, en nú er komið að því að ég þarf að kveðja hana Lillu systur sem lést þann 27. jan. á heimili sínu á Laugabakka. Minningarnar streyma fram en Lilla systir var fædd og upp- alin á Teig á Seltjarnarnesi og var þriðja yngst af 14 systkinum en ellefu eru nú látin. Elsku systir, mig langar að rifja upp nokkrar góðar minningar um samverustundir okkar. Við vorum ætíð mjög góðir vinir frá barnæsku og hélst svo alla tíð. Ég á yndislegar minningar um góða og trygga systur sem ég gat alltaf leitað til í blíðu og stríðu þegar við vorum að alast upp heima á Teig. Þú kenndir mér margt sem var gott veganesti út í lífið. Ég minnist þess þegar þú kenndir mér undirstöðuatriðin þegar ég fór fyrst í skóla og þú varst ætíð til staðar þegar ég þurfti á aðstoð að halda, og ég man þegar þú kenndir mér fyrstu sporin í dansi heima í stofu og hættir ekki fyrr en ég gat dansað við þig vals. Lilla systir byrjaði ung að vinna hjá föður okkar í Sænska frystihúsinu. Hún var mjög dugleg og ósérhlífin þar sem hún vann og vel liðin og eft- irsóttur vinnukraftur við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Æsku árin liðu fljótt og minnist ég þeirra með gleði. Mesta gæfuspor Lillu var þegar hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Trausta Björnssyni frá Lauf- ási. Þau gengu veginn saman með ást og umhyggju fyrir hvort öðru og voru mjög samhent hjón. Þau byggðu sér framtíðarheimili á Laugabakka þar sem þau bjuggu alla tíð. Það var dásamlegt að heimsækja þau hjón á Laugabakka og var það föst venja hjá mér og minni fjölskyldu að koma við hjá þeim þegar við áttum leið norður í land og þá var rætt um allt eins og leiklist og söng sem var þeim svo hug- leikin en þau hjón sungu í fjöldamörg ár í kórum því það var þeirra áhuga- mál sem þau áttu saman. Lilla og Trausti áttu tvö börn sem eru Dóra Kristín sem býr í Reykjavík og á hún þrjú börn og Björn Líndal sem býr á Hvammstanga og á þrjú börn, þetta voru gimsteinarnir Lillu og Trausta sem nú kveðja ástkæra eiginkonu, móður og ömmu sem var þeim allt. Nú þegar komið er að kveðjustund leitar hugur minn til Trausta og fjöl- skyldu. Megi góður Guð styrkja þau í sorg sinni. Við þökkum fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum með þér, elsku systir mín, með bæn sem móðir okkar gaf okkur í vega- nesti út í lífið. Nú bið ég, Drottinn, bænir mínar, sem barn ég krýp við fætur þínar. Gef þú mér líf mitt vel að vanda og vera trúr til muns og handa. Ver þú mín systir og ástrík móðir, veit mér að lifa í í heimi hér að himna fái ég vist með þér. (O.H.) Hvíl þú í friði, elsku systir. Guð blessi þig. Ívar (litli bróðir) og fjölskylda. Þegar ég flutti haustið 1998 á Laugarbakka átti ég því láni að fagna að búa fyrstu árin á móti Lilju og Trausta og eignaðist góða vini sem tóku mér og fjölskyldu minni opnum örmum og vildu allt fyrir okkur gera. Það var alltaf gott að koma til Lilju og Trausta og setjast við eldhúsborðið og spjalla um daginn og veginn yfir te- bolla eða gosi og ekki vantaði meðlæt- ið. Lilja var dugnaðarforkur og dreif hlutina af og ákaflega bóngóð, hvort sem það var að elda mat í hádeginu fyrir börnin mín eitt sumar þegar ég var að vinna eða úrbeina kjöt fyrir fermingu og margt fleira. Aldrei vildi Lilja taka neitt fyrir, en mér þótti af- skaplega vænt um þau fáu skipti sem ég gat endurgoldið henni hjálpina. Með hlýhug og þakklæti í hjarta kveð ég þig, elsku Lilja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Trausti, Dóra, Björn og fjöl- skyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Andrea og fjölskylda. Það var sem ský drægi fyrir sólu er við fréttum lát Lilju vinkonu okkar. Hún sem ævinlega var full af eldmóði og bjartsýni um allt það er betur mátti fara og dró aldrei af sér við hin ýmsu verkefni. Nú er hún ekki lengur á meðal okkar. Í mörg ár starfaði hún í sóknarnefnd Melstaðarsóknar og var formaður þar um árabil. Þau voru mörg verkefnin sem hún innti af hendi í þágu kirkjunnar og aldrei minnst á laun að loknu dagsverki. Trausti var líka hinn sterki bakhjarl sem studdi hana með ráðum og dáð. Lilja hafði ákveðnar skoðanir á hin- um ýmsu málum og fór ekki dult með þær og oft urðu líflegar umræður við eldhúsborðið í Varmalandi. Við þökk- um Lilju alla samfylgdina, tryggð og vináttu margra ára og eigum dýrmæt- ar minningar um góða konu. Elsku Trausti, Dóra, Bjössi og fjöl- skyldur, Guð leiði ykkur og styrki á erfiðum stundum. Minningarnar björtu munu lýsa ykkur veginn fram undan. Sóknarnefnd Melstaðarsóknar. Hún Lilja Steindórs er dáin. Þessi hræðilegu orð flugu um sveitina á föstudagsmorguninn. Við munum sakna áratuga langrar samveru á kirkjuloftinu; Lilju sem mætti manna best á æfingar, ekki síður eftir að við fengum Trausta til liðs við okkur, Lilju sem alltaf kom með kaffið, jafn- vel þó hún gæti ekki mætt sendi hún það með Trausta eða einhverjum öðr- um, Lilju sem hafði bækurnar í röð og reglu og fékk þar af leiðandi titilinn skjalavörðurinn, Lilju sem alltaf mundi eftir stórafmælum félaganna, Lilju sem var okkar virkasti félagi á námskeiðum og ófáum söngferðum og kirkjuheimsóknum sem kórinn fór í. Ef farið var í rútu var ævinlega sungið alla leiðina og hafði Lilja alltaf lag á takteinum svo við þyrftum ekki að syngja sama lagið tvisvar. Ein ferð er sérstaklega minnisstæð þar sem við sungum 96 lög úr Kjósinni og norður á Laugarbakka þar sem hver fór til síns heima. Lilja hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ófeimin að láta þær í ljós, en var jafntilbúin að sætta sig við ef þær reyndust ekki réttar. En lífið heldur áfram og við á kirkjuloftinu heiðrum minningu okk- ar kæru söngsystur, þjöppum okkur saman og reynum að gera okkar besta, hér eftir sem hingað til. Elsku Trausti. Við biðjum góðan guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Félagarnir í kirkjukór Melstaðar- og Staðarbakkasókna. Það er sunnudagur. Þrjú pör af augum mæna óþreyjufull niður á Kúl- una af bæjarhlaðinu á Söndum og bíða eftir að Willys-jeppinn komi keyrandi með bestu vinina innan- borðs. Og svo koma þau blaðskell- andi, Lilja og Trausti, Dóra og Bjössi og tilveran í sveitinni verður öll önnur og skemmtilegri. Við förum í búið á ruslahaugunum, fjöruferðir og hjóla- túra. Þessir sunnudagar og aðrir tylli- dagar, eins og afmæli og jól með fjöl- skyldunni í Varmalandi, voru fastir og ómissandi liðir í okkar tilveru. Síðar ómæld gleði yfir því að flytja í næsta hús við þau á Laugarbakka. Lilja búin að útbúa stóra flatsæng fyrir alla í stofunni fyrstu nóttina og dekka borð. Næstu árin var stanslaus sam- gangur á milli húsa og Lilja varð fast- ur hlekkur í tilveru okkar systkin- anna. Alltaf hlý og innileg en föst fyrir og ákveðin og tók þátt í uppeldi okkar ekki síður en sinna barna. Mörgum árum síðar, þegar Jón Bergmann og Björn Líndal yngri voru komnir til sögunnar, var Lilja enn í uppeldishlutverkinu og bak- dyrnar í Varmalandi stóðu sem fyrr opnar fyrir ungviðinu úr Lindar- brekku. Lilja og Trausti að skutla í skólann, á íþróttaæfingar og ísköld mjólk og súkkulaðikaka beið á borð- inu þegar heim var komið. Elsku Trausti, Dóra, Bjössi og fjöl- skyldur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við ykkur við þennan mikla og óvænta missi. Elsku Lilja, takk fyrir allt. Kristín, Þorvarður, Bogey og Jón Bergmann. LILJA KOLBRÚN STEINDÓRSDÓTTIR 30 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÁKONS SALVARSSONAR bónda, Reykjarfirði. Steinunn Ingimundardóttir, Ragheiður Hákonardóttir, Guðbjartur Ásgeirsson, Ingimundur Hákonarson, Salvar Hákonarson, Marinó K. Hákonarson, Júlía B. Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnbörn. Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS STEFÁNSSON frá Kalastöðum, Dalbraut 55, Akranesi, sem lést föstudaginn 28 janúar, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 11.00 árdegis. Jarðsett verður í Saurbæjarkirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Jensdóttir, Ásgerður Ásta Magnúsdóttir, Ólafur Magnússon, Þorbjörg Unnur Magnúsdóttir, Karl Sigurðsson, Þorvaldur Ingi Magnússon, Brynja Þorbjörnsdóttir, Soffía Sóley Magnúsdóttir, Gísli Runólfsson, Ásta Jenný Magnúsdóttir, Jón Haukur Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, HALLDÓRA JÓHANNSDÓTTIR, Hjallabraut 88, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði á morgun, föstudag 4. febrúar, og hefst athöfnin kl. 15.00. Einar Gíslason, Kristín Einarsdóttir, Úlfur Grönvold, Brynja Einarsdóttir, Örn Almarsson, Þóra Einarsdóttir, Árni H. Björgvinsson, Steinþóra Guðlaugsdóttir, Jóhann Lárusson og barnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stóru-Drageyri, Grettisgötu 26 lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt 1. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 15,00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Þuríður Guðmundsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Vernharður Guðmundsson, Lydia Thjell, Kristófer Guðmundsson, Hlíf Traustadóttir, Guðmundur Kristjánssson, Helga Zoëga, Edda Alexandersdóttir og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.