Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 39 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Upplestur, tónlist- arflutningur og almennur söngur. Árbæjarkirkja | Starf með 10–12 ára börnum er kl. 14.30 og 7–9 ára börn- um er kl. 15.30. Söngur, sögur, leikir og ferðalög. Áskirkja | Opið hús kl. 14–17 í dag. Samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. TTT-starf, samvera kl. 17–18 TEN– SING–starf, æfingar leik– og söng- hópa frá kl. 17–20. Breiðholtskirkja | Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar héraðsprests kl. 20. Tekið er fyrir efnið Tilvist og trú. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar kl. 10 –12. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og til- veruna. Þetta eru gefandi samverur fyrir þau sem eru heima og kærkom- ið tækifæri til þess að brjóta upp daginn með helgum hætti. www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Umsjón hefur Anna Arn- ardóttir. Leikfimi Í.A.K. kl. 11.15. Bænastund kl 12.10. www.digra- neskirkja.is Fella- og Hólakirkja | Foreldra- morgnar kl. 10–12. Allir foreldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ungbörn) velkomin. Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf, 3.–5. bekkur, í kirkjunni alla fimmtu- daga kl. 16.30–17.30. Garðasókn | Kyrrða–og fyrirbæna- stund kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boð- ið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi alla fimmtudaga. Org- elleikur, íhugun, bæn. Léttur máls- verður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15. Hugvekja, syngjum saman og drekkum kaffi og með því. Allir velkomnir. Kl. 21 er „Eldurinn“ fyrir fólk á öllum aldri. Vitnisburðir, lofgjörð og kröftug bænastund. Allir velkomir. KFUM og KFUK | Ad KFUM fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 20. „Munkaríkið Aþos“ Sigurður A. Magnússon rit- höfundur segir frá. Upphafsbæn: Bjarni Gunnarsson, hugleiðing: Dr. Sveinbjörn Gissurarson. Allir karlar velkomnir. Langholtskirkja | Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Spjall, kaffisopi, söngstund fyrir börnin. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrð- arstund í hádegi. Kl. 14 samvera eldri borgara. Fulltrúi Rauða kross Íslands greinir frá starfinu á flóðasvæðinum í Asíu. Kl. 17.30 KMS. Æfingar eru haldnar í Áskirkju og í Félagshúsi KFUM&K. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Myndlist kl. 13, víd- eóstund kl. 13.15 í matsalnum, jóga kl. 9, boccia kl. 10, opið fyrir frjálsa spilamennsku alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði/útskurður kl. 13–16.30, mynd- list kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaað- gerð, kynning á glermálun kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Ekkó- kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Karlaleikfimi og málun kl. 13, spænska 400 kl. 12, boccia kl. 15, vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, skrán- ing á matreiðslu- og fjármálanámsk. í s. 820 8553 og 525 8590. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9– 16.30, kl. 10.30 helgistund, frá há- degi spilasalur opinn og leiðsögn við myndlist, og fjölbreytt fönd- urgerð.Veitingar í Kaffi Berg. Allar uppl.á staðnum s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, perlusaumur, kortagerð, keramik og nýtt t. d. dúkasaumur, dúkamálun, sauma í plast, hjúkrunarfræðingur á staðn- um, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist. kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, pútt kl. 10, bingó kl. 13.30. Greiða verður staðfestingargjald á Örkina milli kl. 13 og 16 í dag og á morgun. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur, brúðusaumur o.fl. kl. 9–13, boccia kl. 10–11. Hannyrðir kl. 13–16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðja og betri stofa kl. 9–16. Glerskurður og frjálst handverk. Leikfimi kl. 10. Að- stoð við böðun. Skráning í framsögn og framkomu. Kennari Soffía Jak- obsdóttir. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Korpúlfar, Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun, föstudag. Laugardalshópur í Þróttarheimili | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 12.15. Lífeyrisþegadeild SFR | Þorrablót verður haldið laugardaginn 5. febr- úar kl. 12 í félagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4 hæð, tilkynna þarf þátt- töku á skrifstofu félagsins eða í s. 525 8340. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leirnámskeið, kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, kl. 10 ganga, kl. 13–16.30 leir- námskeið. Sjálfsbjörg | Skák í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9– 10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13 glerbræðsla, kl. 13–16 kór- æfing. Helgistund verður fimmtud. 3. feb. kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests. Kór Fé- lagsstarfs aldraðra syngur. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. Ný sýning í Sigurjónssafni AÐFÖNG, gjafir og önnur verk eft- ir Sigurjón, er ný sýning sem sett hefur verið upp í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Þar má meðal annars sjá listaverk Sigurjóns sem safnið hefur eignast undanfarinn áratug og spanna þau 40 ára tíma- bil; frá 1939 til 1979. Sýningin er fjórskipt: Verk gerð í Danmörku 1936–40, Andlitsmyndir, Frjáls ab- straktverk frá ýmsum tímum og Tillögur að umhverfisverkum. Tvö af nýfengnu verkunum, bæði frá 1939, hafa ekki komið fyrir almenn- ingssjónir fyrr. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14–17 fram til 1. júní. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu á skíði til Austurríkis 12. eða 19. febrúar Flug og hótel frá aðeins kr. 49.990 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum til Salzburg, 12. eða 19. febrúar. Netverð. Heimsferðir bjóða þér að stökkva á skíði til eins vinsælasta skíða- bæjar Austurrísku alpanna, Zell am See. Beint flug til Salzburg og um klst. akstur til Zell. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Frábær aðstaða, 56 lyftur og allar tegundir af brekkum, einnig fyrir snjóbretti og gönguskíði. Verð kr. 49.990 Flug, skattar og gisting (Stökktu tilboð), Zell am See/Schuttdorf, í tvíbýli með morgunverði. 12. eða 19. febrúar. Vikuferð. Netverð. LEIKRITIÐ Memento mori, sem sett er upp í samstarfi Hugleiks og Leikfélags Kópavogs, hefur verið tekið aftur í sýningar, en verkið hlaut afar góðar viðtökur áhorf- enda þegar það var frumsýnt í nóv- ember. Fyrsta sýning í nýrri sýn- ingaröð verður í kvöld kl. 20.30. Í verkinu er spurt áleitinna spurninga, m.a. um það hversu eft- irsóknarvert eilíft líf er í raun og veru og hverjir eru kostir og gallar ódauðleikans. Leikstjóri verksins, Ágústa Skúladóttir hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir frumlegar og spennandi leiksýningar, m.a. með þeim tveimur leikfélögum sem setja sýninguna upp í samstarfi. Hug- leikur og Leikfélag Kópavogs eru meðal þekktari og virtari áhuga- leikfélaga landsins. Að sögn að- standenda sýningarinnar þykir óvenjulegt að tvö leikfélög taki höndum saman á þennan hátt. Ýmis dæmi séu um að ytri aðstæður hafi leitt til samstarfs leikfélaga en telja þeir sennilegt að einsdæmi sé að samstarf grundvallist á listrænum forsendum eins og hér er raunin. Memento mori á svið á ný Næstu sýningar eru : Sunnudag 6. feb. Föstudag 11. feb. Sunnudag 13. feb. Föstudag 18. feb. Sunnudag 20. feb. Sýningar hefjast kl. 20.30 í Fé- lagsheimili Kópavogs Miðaverð 1.500 kr. Miðasala í síma: 554 1985 eða með tölvu- pósti: midasala@kopleik.is SKRÁNING er hafin í Freestyle- keppni Tónabæjar en hún verður haldin hinn 18. febrúar nk. í Aust- urbæ. Eingöngu verður keppt í aldurshópnum 13–17 ára (f. ’91– ’88) en boðið er upp á danssmiðjur fyrir yngri dansara laugardaginn 19. febrúar. Skráningargjald er 700 kr. fyrir hvern einstakling og fer skráningin fram í félagsmið- stöðinni Tónabæ. Allar upplýs- ingar er að finna á vefslóðinni www.tonabaer.is og í síma 510 8800. Morgunblaðið/Eggert Hópurinn Eldmóður bar sigur úr býtum í fyrra. Skráning hafin í Freestyle-keppni SÍÐUSTU há- degistónleik- arnir að sinni verða haldnir í sal Tónlistar- skóla Garða- bæjar að Kirkjulundi í dag kl. 12.15. Það eru þeir Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Reynir Jónasson á harmoniku sem þar koma fram með djass og suðræna sveiflu. Pétur Valgarð hefur leikið með fjölmörgum djass- og dæg- urlagahljómsveitum og var m.a. í húshljómsveit Hótel Borgar um tveggja ára skeið. Pétur Val- garð kom fram sem einleikari í Requiem eftir Szymon Kuran vorið 2001 í Landakotskirkju. Hann hefur kennt við Tónlistar- skóla Garðabæjar frá árinu 2003. Reynir Jónasson er sjálf- menntaður harmoniku- og saxó- fónleikari og hefur leikið á ýms- um stöðum á Akureyri, Húsavík, Reykjavík, t.d. með hljómsveit Svavars Gests 1957-1963 og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar 1971-1973. Hann stundaði org- elnám hjá Páli Kr. Pálssyni í Hafnarfirði og hjá Jörgen Ernst Hansen í Kaupmannahöfn ásamt fleirum. Þá hefur Reynir starfað sem organisti, skólastjóri og hljómsveitarstjóri, en hann hef- ur kennt við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 2002. Tónleikarnir eru u.þ.b. hálf- tími að lengd og vilja að- standendur tón- leikanna hvetja íbúa Garða- bæjar sem og starfsfólk fyr- irtækja í Garðabæ til að mæta og njóta fallegrar tón- listar í hádeg- inu. Aðgangur er ókeypis og sal- urinn tekur u.þ.b. 100 manns í sæti. Gítar og harmónika á síðustu hádegistónleikunum í Garðabæ Pétur Valgarð Pétursson Reynir Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.