Morgunblaðið - 03.02.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 03.02.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 27 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ hjónin fórum fyrir skömmu að sjá jólaleikrit Þjóðleikleikhússins, með forvitni í huga eftir að hafa lesið harða dóma gagnrýnenda. En verkið er að okkar mati stórmagnað lista- verk, sem virkilega vekur til um- hugsunar um sögu okkar Íslendinga. Alls staðar, bæði í hléi og eftir sýn- ingu, heyrðum við fólk segja; „frá- bær sýning“eða „ég er feginn að ég lét ekki gagnrýnina draga úr mér að sjá verkið“. Upphafssenan boðar það sem koma skal; glæsiklætt fólk líður hnarrreist inn í sviðsmynd, sem gæti bæði verið salir konunga sem íslensk náttúra, en fólkið breytist á göngu sinni í skuggaverur með beygð bök. Það er táknrænt fyrir tímana á 16. öld, umbrotin í kringum siðaskiptin, þegar konungsvaldið sölsaði undir sig hinar gífurlegu eignir kaþólsku kirkjunnar, og kom í framhaldi á ein- okunarverslun. Þjóðin missti sjálfs- ákvörðunarrétt sinn og sjálfstraust, varð kúguð og hnípin, vald Alþingis á Þingvöllum þvarr og loks var þing- ið lagt af á 18. öld. Í minningu menntaskólalærdóms- ins var Jón biskup Arason líflátinn fórnarlamb trúarbragðadeilna en á sviðinu skein allt önnur persóna. Kjarkmikill veraldlegur leiðtogi fremur en andlegur, sem neitaði að beygja sig og þjóð sína undir of- urvald danskra konunga. Stoltur að fornmanna hætti og vildi berjast fremur en beygja sig undir vöndinn. Vitnaði oft í ríkisráð Noregs, þótt það væri liðið undir lok; rétt Íslend- inga samkvæmt Gamla sáttmála og leitaði bréflega ásjár bæði páfans í Róm sem Karls 5 keisara og vildi her til að verjast Danaveldi. En stórmennska Jóns jaðrar við geðveiki og hann leiðir um síðir sjálf- an sig og fjölskyldu til glötunar eftir að hafa ráðist á bú manna, handtekið hinn unga Skálholtsbiskup og farið með lið gegn Skálholtsstað. Þegar við lítum til baka til forfeðra okkar er mynd okkar flestra nútímamanna af hokinni og þjáðri þjóð, fólki í vað- málsfötum, sem lifði af harðar aldir í köldum híbýlum úr torfi og grjóti. Hér birtast skrautbúnir stoltir höfð- ingjar og glæsilegar hnarreistar konur, sem ýmist eggja menn sína til átaka eða ástarleikja. Þessi skraut- klæðnaður truflaði í byrjun myndina sem ég hafði gert mér af forfeðrum í vaðmáli, peysufötum og sauðskinns- skóm. En hví ekki, hér var um valda- og auðmenn Íslands að ræða, sem margsiglt höfðu utan og gist hallir konunga. Því skyldu þeir ekki hafa klæðst samkvæmt tísku heldri manna þess tíma og fært konum sín- um skarlat og skart? Þótt sýningin sé um þrír tímar líður hún fram með stigvaxandi spennu og eru margar undurfagrar og stórbrotnar senur, í sviðsmynd sem er í senn einföld og margslungin. Umbreytist stöðugt úr íslenskri náttúru í híbýli, mögnuð upp af lýsingu og dramatískri tón- list. Listafólkið stendur sig frábær- lega, í burðarhlutverkum feðganna eru stjörnur okkar; Arnar Jónsson, Hilmir Snær og Ingvar Sigurðsson, en allur hópurinn á stjörnuleik. Minnisstæður er ungi litli böðullinn í umkomuleysi sínu, sem var neyddur til að höggva þá feðga og hlaut að launum bráðið blý hellt í kok sem dauðdaga, hefnd Þórunnar bisk- upsdóttur. Leikhús er oftast óviðjafnanleg upplifun, ógleymanlegar eru hinar ólíku sýningar „Edith Piaf“ og „Svört mjólk“ og nú hlökkum við til að nýta miða sem við fjölskyldan fengum í dýrmæta jólagjöf; að sjá „Híbýli vindanna“ í Borgarleikhús- inu. Við erum rík þjóð að eiga svo marga hæfileikaríka listamenn! Ég vil óska listafólkinu og öllum í Þjóð- leikhúsinu til hamingju með sýn- inguna og þakka fyrir frábært kvöld. GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON, arkitekt. „Öxin og jörðin“ – Til hamingju listafólk Þjóðleikhússins Frá Guðmundi Gunnlaugssyni: Í UMRÆÐUÞÁTTUM á Útvarpi Sögu undanfarna daga hafa komið fram fullyrðingar um fyrirhugaða hækkun á leigu íbúða í eigu Fé- lagsbústaða hf. Þar er því haldið fram að hækkun fast- eignamats um síðustu áramót leiði til allt að 20% hækkunar á húsa- leigu um þessi mán- aðamót. Innan Félagsbú- staða hafa engar slíkar umræður átt sér stað og hefði þeim sem setti fram þessar full- yrðingar í umræðu- þætti á Útvarpi Sögu fyrir síðustu helgi ver- ið nær að kanna það hjá fyrirtækinu hvort slík hækkun stæði til í stað þess að fullyrða það á öldum ljósvakans. Það er mikill ábyrgð- arhluti að koma með fullyrðingar um verulega hækkun á leigu í fé- lagslegu húsnæði án þess að hafa fyrir því staðfestar upplýsingar frá fyrstu hendi. Enda voru viðbrögð leigjenda Félagsbústaða afar mikil á mánudagsmorgun áður en greiðsluseðlar vegna leigunnar bár- ust þeim í pósti síðar þann sama dag sem staðfestu óbreytta leigu. Ég gef mér ekki að slíkar fullyrð- ingar séu settar fram til þess að vekja ótta meðal leigjenda Fé- lagsbústaða sem eru lágtekjufólk upp til hópa, öryrkjar og eldra fólk, sem berst í bökkum og munar um hverja krónu til þess að ná endum saman um hver mánaðamót, heldur sé hér um að ræða fljótræði og mis- skilning. Sá misskilningur getur átt rætur sínar að rekja til þess að fyrir tveimur árum var útreikningi leigunnar breytt til þess að jafna leigu milli þeirra sem höfðu leigt hjá Fé- lagsbústöðum um ára- bil og þeirra sem höfðu verið leigjendur um skamman tíma. Leiga þeirra síð- arnefndu hafði hækkað samfara verulegri hækkun fast- eignaverðs umfram almennt verð- lag allt frá árinu 1999 en frá því ári hefur íbúðaeign Félagsbústaða tvö- faldast með kaupum íbúða á al- mennum markaði. Þessi þróun fast- eignaverðs orsakaði umtalsvert misræmi á leiguverði sambærilegra íbúða í eigu fyrirtækisins, allt eftir því á hvaða tíma þær voru keyptar. Til þess að leigjendur Fé- lagsbústaða byggju við sambærileg og sanngjörn leigukjör var ákveðið að miða útreikning leigunnar við fasteignamat en matið hafði verið endurskoðað fyrir landið allt og tók gildi í september 2001 með árlegu endurmati . Þessi breyting jók ekki leigutekjur Félagsbústaða heldur jafnaði einungis leiguna innbyrðis milli leigjenda. Frá ársbyrjun 2004 hefur út- reikningur leigu við upphaf leigu- tíma miðast við fasteignamat í árs- lok 2003 og tekur leigan síðan hækkunum ársfjórðungslega í sam- ræmi við neysluvísitölu og verður svo framvegis. Leiga hjá Félagsbústöðum kem- ur því ekki til með að hækka sam- fara síðustu hækkun fasteignamats- ins um 20% eins og ranglega hefur verið fullyrt á Útvarpi Sögu. Að gefnu tilefni Sigurður Kr. Friðriksson fjallar um fréttaflutning á Útvarpi Sögu ’Það er mikill ábyrgð-arhluti að koma með fullyrðingar um veru- lega hækkun á leigu í fé- lagslegu húsnæði án þess að hafa fyrir því staðfestar upplýsingar frá fyrstu hendi. ‘ Sigurður Kr. Friðriksson Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. SÚ HUGMYND að friða land í þágu þjóðar varð til í Bandaríkjunum á 19. öld. Elsti þjóðgarður heims, Yellowstone, var stofn- aður 1872. Stórfengleg náttúra n-amerísku þjóðgarðanna átti rík- an þátt í að móta þjóð- arvitund Bandaríkja- manna. Þjóðgarðarnir urðu þeim það sem menningararfurinn var Evrópubúum. Friðlýstur helgistaður Friðun Þingvalla 1930 er merkur áfangi í sögu náttúruverndar og þjóðernisvitundar okkar Íslendinga. Hug- myndin um þjóðgarð var fengin frá Banda- ríkjamönnum og það efldi þjóðarvitundina að gera þennan stað að tákni menningar okkar og sögu. Orðalagið frið- lýstur helgistaður allra Íslendinga sem skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar end- urspeglar ljóslega þennan anda. Frá fyrstu þjóðhátíðinni 1874 hafa tug- þúsundir Íslendinga mætt á fjölda hátíða á Þingvöllum. Náttúruvernd, heimsminjar Aldarfjórðungur leið þar til næsta kafla lauk í sögu náttúruverndar hér- lendis. Fyrir mikinn þrýsting áhuga- manna voru fyrstu náttúruvernd- arlögin samþykkt 1956. Viðræður voru hafnar skömmu síðar um kaup á Skaftafelli undir þjóðgarð og þjóð- garðurinn þar var stofnaður 1967. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum varð svo til 1973 og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 2001. Þingvellir voru teknir á heimsminjalista UNESCO 2004 og hafin er vinna við umsókn vegna Skaftafellsþjóðgarðs. Sjálfbær þróun, umhverfisvernd Þar til fyrir skömmu var náttúran ætíð manninum yfirsterkari og eng- inn sá það fyrir að við gætum valdið henni varanlegum skaða. Nú, þegar við vitum betur, lítum við á náttúruna sem eina órjúfanlega auðlind. Við ætlum að nýta hana á sjálfbæran hátt, okkur öllum til hagsældar um ókomin ár. Með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi stefnum við að því að skapa sem mest verðmæti, fyrir sem flesta, til sem lengsts tíma, án þess að ganga á höfuðstól náttúrunnar eða valda henni skaða. Þjóð- arhagur verður að hald- ast í hendur við um- hverfisvernd Gildi friðunar og hlutverk Þjóðhagsleg áhrif þjóðgarða eru ótvíræð og sjást gleggst í þeim straumi ferðamanna sem leggur leið sína þangað. Þangað sækja gestir til að njóta nátt- úrufegurðar, upplifa og fræðast. Nær allir er- lendir gestir okkar koma í einn eða fleiri af þjóðgörðunum. Þjóð- garðar vitna um virð- ingu okkar fyrir nátt- úrunni og þær tilfinningar sem hún vekur með mönnum. Starfsmenn þjóðgarða hafa það hlutverk að fræða gesti. Með því til dæmis að kenna börnum að virða náttúruna og umhverfið leggjum við einnig grunn að því að þau læri að virða hvert ann- að, ólíkar skoðanir og tilfinningar. Þjóðgarðar og menning Nú er einn þjóðgarður í hverjum landsfjórðungi og hver þeirra hefur sérstöðu. Þingvellir, helgistaður þjóð- arinnar, eru í sigdæld á skilum Am- eríku- og Evrasíu-flekans og í Þing- vallavatni eru einstæðar fisktegundir. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er við rætur fagurs eldfjalls og jökuls sem sveipaður er sögnum og dulúð og eini þjóðgarður okkar sem nær milli fjalls og fjöru. Jökulsárgljúfur eru mótuð af miklum hamfarahlaupum úr Vatnajökli og þar er að finna stærsta foss á Íslandi. Skaftafellsþjóðgarður er einnig mótaður af hamfarahlaup- um úr Vatnajökli en þar hefur gróð- ursældin mitt í auðnum jökla og sanda mest áhrif á gesti. Markmiðið með rekstri þessara staða er að eng- um dyljist mikilvægi þeirra fyrir menningu okkar nú og um alla fram- tíð. Þjóðgarðar Stefán Benediktsson fjallar um þjóðgarða Stefán Benediktsson ’Nú er einnþjóðgarður í hverjum lands- fjórðungi og hver þeirra hef- ur sérstöðu.‘ Höfundur er sérfræðingur á Náttúru- verndarsviði Umhverfisstofnunar. EINS OG flestum Hafnfirð- ingum er kunnugt hefur Verka- lýðsfélagið Hlíf stefnt ræstingafyr- irtækinu Sólar ehf. og Hafnarfjarðarbæ fyr- ir Félagsdóm fyrir brot á lögum og kjarasamningi, en Sólar tók við ræst- ingum í stofnunum Hafnarfjarðarbæjar á síðastliðnu hausti. Málið var þingfest fyrir dómnum í jan- úar sl. og fá máls- aðilar frest til 8. febr- úar til að leggja fram gögn í málinu. Bærinn ábyrgur Ég hef nokkrum sinnum áður skrifað um ræstingamálið og þá ætlan bæjaryfirvalda að lækka ræstingakostnaðinn hjá bænum um a.m.k. 50% til 60% á kostnað ræstingafólks að langmestu leyti. Nýleg orð bæjarstjóra urðu til þess nú að ég get ekki á mér setið. Öllu blaðri um það að Hafn- arfjarðarbær sé ekki aðili að mál- inu vísa ég til föðurhúsanna. Bæj- arfulltrúar geta að vísu bent eins og krakkar á ræstingafyrirtækið og sagt að það sé því að kenna en þeir geta ekki svarið það af sér að þeir sömdu við Sólar um ræst- inguna og framkvæmd hennar. Það er staðreynd málsins. Þeim öllum hlýtur að hafa verið ljóst að tilboð fyrirtækisins í ræst- ingarnar var langt undir lægsta kostnaðarverði ef miða ætti við gildandi kjarasamning bæjarins við Verkalýðsfélagið Hlíf. Það var því deginum ljósara að ekki væri hægt að standa við þann samning á annan hátt en að ganga í ber- högg við ræstingafólkið, kjara- samning þess og félagið sjálft. Ódýr fullyrðing Lúðvík Geirsson bæjarstjóri fullyrðir í Víkurfréttum „að reynt hafi verið að leita sátta um þau at- riði sem deilt hefur verið um“. Þetta er ódýr fullyrðing, því það sem um er deilt eru atriði sem bundin eru gildandi kjarasamningi aðila og hrein samningsbrot ef frá er brugðið. Af hálfu bæjaryf- irvalda hefur mér vitanlega ekki verið leitað neinna sátta enda ekk- ert til að semja um. Hér er um sjálfan samningsréttinn að ræða og um þau grundvall- arréttindi semur fé- lagið ekki. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði drógu Hlíf á upplýsingum varðandi verktökuna og framkvæmd henn- ar. Félagið kvartaði ítrekað vegna þessa og eftirfarandi máls- grein í bréfi dags. 26. ágúst segir sína sögu: „Hlíf vill taka það sérstaklega fram að allir fundir sem fulltrúar félagsins hafa setið vegna málsins voru haldnir að frumkvæði Hlífar. Upplýsingar sem félagið hefur fengið frá bæj- aryfirvöldum um málið og vænt- anlegar skipulagsbreytingar hafa verið mjög takmarkaðar og jafnvel villandi. Snemma í vor var talað um litlar sem engar breytingar en nú er talað um víðtækar skipu- lagsbreytingar og fækkun ræst- ingastunda.“ Ég hef áður sagt það og end- urtek að niðurstaða Félagsdóms getur ekki orðið önnur en sú að Hlíf vinni málið og kaup og kjör ræstingafólks verði leiðrétt í sam- ræmi við það. En eftir situr að reynt var að lækka umsamin laun ræstingafólks, þess fólks sem lægst hefur launin og býr við mesta vinnuálagið. Hafnarfjarð- arbær á að spara og hagræða eins og hægt er en þeir sem valdir eru til að stjórna bænum hverju sinni verða að kunna skil á réttu og röngu. Þeir verða að virða gerða kjarasamninga. Þeir verða einnig að virða rétt þeirra sem lægstu launin hafa og koma fram við þá með ekki minni virðingu en öðrum er veitt. Ég vona að ræstinga- málið verði okkur minnisstætt. Um skerðingu kaups og kjara verður ekki samið Sigurður T. Sigurðsson fjallar um kjaramál ræstingafólks ’Af hálfu bæjar-yfirvalda hefur mér vitanlega ekki verið leitað neinna sátta enda ekkert til að semja um.‘ Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er starfsmaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.