Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mismunandi tillögur kynntar bæjarbúum Tvær tillögur um framtíðardeiliskipulag á Hrólfsskálamel og Suðurströnd á Seltjarnarnesi liggja nú fyrir. Tillögurnar, sem eru auðkenndar með bókstöfunum H og S verða lagðar fyrir bæjarbúa í almennum kosningum 25. júní en kynning- arbæklingur hefur verið borinn í öll hús í bænum. Morgunblaðið leitaði álits stuðningsmanna sitt hvorrar tillögunnar. „ÉG legg áherslu á að halda framsjónarmiðum barna og unglinga en við teljum þeirra hags- munum betur borgið með H-tillögunni,“ segir Hilmar Sigurðsson sem hefur unnið mikið að málefnum unglinga og barna og í íþróttastarfi á Seltjarnarnesi. Hilmar bendir jafnframt á að þetta sé hópurinn sem ekki hefur kosningarétt um tillögurnar tvær enda undir 18 ára aldri. „Við höfum verið að greina þarfir þessa hóps íþróttaiðkenda sem er gríðarlega stór og telur um 1000 manns á Nesinu.“ Hilmar segir stuðn- ingsmenn H-tillögunnar telja að völlur við hlið- ina á íþróttahúsinu falli betur að vilja barna og unglinga. Þar með sé tryggt að skólalóð barna- skólans Mýrarhúsaskóla tengist vellinum sem nýtist þá sem hluti útivistarsvæðisins. „Einnig er hægt að byggja tengingu íþróttahússins og gervigrassins sem er gagnleg varðandi bún- ingaaðstöðu og allt aðgengi,“ bendir Hilmar á auk þess sem hann segir slysahættu á börnum þá lágmarkast. „Við viljum horfa á þá heildarmynd að til- laga H styrkir þennan kjarna skóla og íþrótta enn frekar. Þarna er vinnustaður barna á Nes- inu yfir daginn og aðstaðan ætti að vera á ein- um stað. Ef þetta verður að veruleika verður skólinn á við glæsilegustu einkaskóla í Evrópu þar sem hefðbundið nám, íþróttir og tónlist eru innan sama svæðis.“ Hilmar segist fyrst og fremst hugsa tillög- urnar tvær út frá þörfum barna og unglinga. Hann bendir á að eldri borgarar fái grænt svæði fyrir framan sínar byggingar þótt ein- hver hávaði af börnum verði á móti. Mýr- arhúsaskóli sé hins vegar 5–600 barna skóli sem þegar er fyrir og íbúar vanir börnum og unglingum allan daginn. „Til að draga saman kosti H-tillögu sem ég horfi í verður slysahætta lágmörkuð, Hrólfs- skálamelurinn iðar lífi allt árið, fallegt grænt svæði fyrir aldraða og aðra verður til, miðbæj- arkjarninn eflist og við tengjum völlinn barna- skólanum og íþróttahúsi,“ segir Hilmar. Hann bendir jafnframt á að hann telji búsetu á Suð- urströnd mun eftirsóknarverðari en á Hrólfs- skálamel vegna útsýnis og almennt meira rým- is. Sendi hann bæjarbúum þessi skilaboð: „Við setjum börnin í forgang, ekki í annað sætið. Verðmæti liggur fyrst og fremst í traustri um- gjörð um börn og unglinga í hjarta bæjarins.“ Hilmar Sigurðsson mælir með H-tillögunni „Við setjum börnin í for- gang, ekki í annað sætið“ Tillaga H felur í sér að gervigrasvöllurinn fer á Hrólfsskálamel og heildarbyggingarmagn verður 8.300 m² á Suðurströnd en 11.400 m² á Hrólfsskálamel (þar af 1.000 m² vegna stækk- unar íþróttamiðstöðvar). „... MUNURINN felst einkum í að vall- arstæðið sem nú er á Suðurströnd, er í S- tillögu á sama stað en flyst á Hrólfsskálamel í H-tillögu með tilheyrandi breytingum á íbúa- byggð á þessum tveimur stöðum,“ segir Rafn Rafnsson, íbúi á Seltjarnarnesi og einn áhuga- manna um betri byggð, en hann styður S- tillöguna. Rafn telur afar jákvætt að bæjarstjórn leggi fram tvær tillögur og efni til kosninga og bend- ir á að ýmislegt í tillögunum sé sambærilegt. Til dæmis gera báðar tillögur ráð fyrir að öll verslun og þjónusta sé færð á Eiðistorg sem yrði endurskapað en þannig segir Rafn skap- ast forsendur fyrir fallegum og lífvænlegum miðbæjarkjarna. „Þegar maður veltir fyrir sér þessum tveimur tillögum ber kannski fyrst að nefna ásýnd bæjarins,“ segir Rafn og bætir við að hann hafi ekki haft sérstaka skoðun á stað- setningu vallarins fyrirfram en nú sé afstaða hans ótvíræð. S-tillaga geri ráð fyrir íbúasvæði eingöngu á Hrólfsskálamel og þar með verði ásýnd bæjarins heildstæðari. „Aðkoman yrði betri og skemmtilegra verkefni fyrir arkitekta að leysa auk þess sem útsýnið er fangað vel fyrir væntanlega íbúabyggð. Varðandi vall- arstæðið tel ég að íþróttasvæðið þurfi að hugsa fyrir fleiri aðila en knattspyrnuiðkendur. Til að völlinn megi þróa betur, hvað varðar ýmsa aðstöðu tengda útivist og hreyfingu er hann miklu betur kominn á Suðurströndinni sem er í nánd við skemmtilegt útivistarsvæði. Völl- urinn er þar fjarri íbúabyggð og veldur óveru- legu ónæði.“ „Í mínum huga skiptir miklu máli að skipu- lagsmál séu leyst með sem minnstri röskun fyrir íbúa. Talsverð ljósmengun og ónæði verð- ur af vellinum og þar sem hann er þarna fjarri íbúabyggð finna íbúar minna fyrir því. Í H- tillögunni er þröngt um völlinn og því engir þróunarmöguleikar. Ég tel að ekki geti skap- ast sátt um völl á Hrólfsskálamel auk þess sem vandséð yrði orðið hvar íþróttahreyfingin gæti byggt upp í framtíðinni ef byggt yrði á Suður- strönd.“ Niðurstaðan finnst honum fagnaðarefni og vonar að sátt skapist. „Nú eru komnar fram lausnir sem eru nær vilja fólksins. Hafa ber í huga að verðmæti felast líka í að ekki séu átök innan bæjarfélagsins.“ Rafn Rafnsson mælir með S-tillögunni „Komnar lausnir sem eru nær vilja fólksins“ Tillaga S felur í sér að gervigrasvöllur verður staðsettur við Suðurströnd neðan Valhúsaskóla. Heildarbyggingarmagn verður 12.400 m² á Hrólfsskálamel (þar af 1.000 m² vegna stækkunar íþróttamiðstöðvar). LEITAÐ var til óháðra aðila vegna athugasemda kennara um samræmt próf í samfélagsfræðum og var ekki talið tilefni til breytinga að fengnu áliti þeirra, að sögn Sigurgríms Skúlasonar, sviðsstjóra hjá Námsmatsstofnun. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær skrifaði Halldór Björg- vin Ívarsson, kennari við Varmárskóla í Mosfellsbæ, greinargerð til Námsmatsstofnunar þar sem fram komu athugasemdir við 20 af 72 spurningum á samræmdu prófi í samfélagsfræði. Beindust athugasemdir Halldórs meðal annars að því að spurningar væru rangar, eða með tvo rétta svarmöguleika og einnig að því að þær væru ekki í samræmi við inntakstöflu eða grunnlesefni í sam- félagsfræði. Segir þingkosningar dæmi um beint lýðræði Sigurgrímur segir að þegar slíkar athugasemdir berist, sé ákveðnum vinnubrögðum fylgt innan stofnunarinnar. Í því felst að leitað er til þriðja aðila, ýmist úr háskólasamfélaginu eða ann- arra sérfræðinga og einnig annarra kennara og athugasemdirnar bornar undir þá. Stofnunin tekur svo endanlega ákvörðun um hvað skuli gera. Var þetta gert áður en einkunnir voru gefnar í prófinu og segir Sigurgrímur að ekki hafi verið talin ástæða til að breyta einkunnum vegna athugasemda Halldórs. Hins vegar hafi fyrirgjöf verið breytt í einni spurningu og gefið rétt fyrir tvo svar- möguleika. Frestur til að sækja um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur rennur út í dag. Varðandi það að spurningar hafi ekki verið í samræmi við grunnlesefni segir Sigurgrímur að í prófum sem þessum sé ekki ætlað að kanna hve margar staðreyndir nemendur kunna utan að heldur hver skilningur þeirra sé á efninu og hvernig þeir beiti þekkingu sinni á þeim spurningum sem lagðar eru fyrir. „Það er verið að ganga á eftir skilningi á samfélaginu og þekkingu á sög- unni.“ Spurður um þær spurningar sem Halldór segir að séu efnislega rangar, líkt og að Alþingiskosningar séu dæmi um beint lýðræði, en gefið var rétt fyrir það á prófinu, segir Sigurgrímur þá at- hugasemd ekki réttmæta því þingkosningar séu dæmi um beint lýðræði. Þegar fulltrúarnir á Alþingi taki hins vegar ákvörðun þá sé um óbeint lýðræði að ræða. Þessi atriði hafi verið könnuð af sérfræðingum áður en prófið var lagt fram. Í prófinu var einnig spurt hvort lögregluembætti heyri undir sýslumenn og var gefið rétt fyrir að segja að svo sé. Í athuga- semdum sínum benti Halldór á að í Reykjavík heyri lögregluemb- ættið undir lögreglustjóra en Sigurgrímur segir að ekki hafi verið talið tilefni til að breyta fyrirgjöf við spurningunni vegna þessa. „Reykjavík er eina undantekningin og það er fjallað um þetta í kennsluefninu að lögregla heyri undir sýslumenn, þannig að við teljum ekki ástæðu til að breyta þessu. Þarna erum við komin út í smáatriði sem eru ekki inni á borðinu hjá krökkunum þegar þau eru að læra þó að þetta séu hlutir sem eru flóknari í lífinu en hvernig þeir eru kenndir,“ segir Sigurgrímur. Félagslegir þættir geta spilað inn í árangur Meðaleinkunnir á samræmdum prófum voru flokkaðar eftir kjördæmum og voru einkunnir í Suðurkjördæmi lægstar eins og fram kom í gær. Sigurgrímur segir fjölmargt geta haft áhrif þar á, m.a. félagslegir þættir og áhugatengdir þættir hjá nemendum. Þá segir hann að atriði tengd kennslu geti einnig spilað inn í, en tekur fram að hann telji það ekki vera meginástæðuna fyrir út- komunni. Hér sé um samspil margra þátta að ræða. Sviðsstjóri hjá Námsmatsstofnun svarar gagnrýni á samræmt próf í samfélagsfræði Ekki var talið tilefni til að gera breytingar Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.