Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 45 MENNING Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Áhorfandinn stendur fyrirutan gamalt hús á Ísa-firði. Það nefnist Ed-inborgarhúsið og var byggt 1907, og hefur í gegnum tíð- ina hýst margskonar starfsemi og gegnt ólíkum hlutverkum. Um þessar mundir hýsir það menning- arstarfsemi af ýmsu tagi, meðal annars sýningu á vegum Listahá- tíðar í Reykjavík. Það er myndlist- armaðurinn Elín Hansdóttir sem opnaði sýningu sína þar á hvíta- sunnudag. Áhorfandinn stendur sem sagt fyrir utan húsið og veit ekki við hverju á að búast. Það er hurð á hlið hússins og þar stígur hann inn, gangurinn er hvítur og flúorlýstur og þar má greina órætt hljóð. Gangurinn heldur áfram, hann beygir, áhorfandinn labbar upp nokkrar tröppur og heldur áfram. Gangurinn er eins hvítur þar og heldur áfram að beygja, til hægri, til vinstri, og áhorfandinn á von á hverju sem er fyrir næsta horn. Loks glittir í hurðarop, þar blasir Ísafjarðarbær aftur við og áhorf- andinn gengur út. Verkinu er lokið, sýningin er búin. En það má alltaf fara annan hring, með því að finna innganginn aftur. Elín Hansdóttir hefur sem myndlistarmaður áhuga á áhorf- andanum, eins og fyrri verk hennar hafa oft og tíðum sýnt. „Áhorfand- inn er mikilvægastur. Það er eng- inn sem hreyfir við myndlist nema hann sjálfur,“ segir hún blátt áfram þegar við hittumst til að ræða framlag hennar til Listahátíðar í ár. „Og það er það sem var mikilvæg- ast þegar ég var að gera þetta verk. Í því eru engir litir, lýsingin er mjög skær, hljóðmyndin byggist á tíðni ganganna sjálfra; það er ekkert ákveðið til sýnis og allt er þetta til þess fallið að draga athygli áhorfandans að sjálfum sér og sinni eigin upplifun. Það er fátt annað í þessum göngum nema hann sjálfur, og hreyfing hans í gegn um þau.“ Samstarfsverk Engu að síður er verkið langt frá því að vera einfalt, hvorki í hug- myndafræði né að gerð. Það varð til í samstarfi Elínar við Anne Kockelkorn arkitekt, Marian Burchardt myndlistarmann, Axel Albrecht arkitekt og Darra Loren- zen myndlistarmann. „Við áttum regluleg samtöl, sem við tókum upp og hlustuðum á næst þegar við hitt- umst, Anne og ég. Þannig þróaðist upphaflega hugmyndin að verkinu. Síðar slóst Marian í hópinn og þá fór af stað hugmyndavinna um hvernig konstrúksjónin ætti að vera,“ útskýrir Elín. „Við mættum síðan þrjú á Ísafjörð; Marian, Axel og ég, og byrjuðum að smíða. Við hönnuðum tíu metra af göngunum í senn í sameiningu, frá byrjun til enda ganganna. Hljóðverkið gerði Darri Lorenzen, en við höfðum rætt frá upphafi að hafa hljóð sem hluta af verkinu, sem myndi hjálpa til við að klippa mann frá umhverf- inu fyrir utan bygginguna. Svo má ekki gleyma Rósu Birgittu sem að- stoðaði okkur í mánuð við að smíða verkið.“ Verkið er heldur engin smásmíði; Elín segist telja að gangurinn sé eins og einn og hálfur fótboltavöllur að lengd. Það þurfti því stórt hús til að rúma það, enda segist Elín hafa glaðst yfir staðsetningunni sem henni var valin á hátíðinni – Edinborgarhúsinu á Ísafirði. „Sér- staklega vegna þess hvað það var stórt. Það kitlar minn áhuga, svona stór verkefni,“ segir hún brosandi og bætir við að húsið sjálft hafi orð- ið henni innblástur um leið. „Fyrir mér var það eins og bútasaums- teppi, að sjá það að innan. Því hef- ur svo oft verið breytt eftir því hvað samfélagið á Ísafirði hefur þurft á hverjum tíma, og mér fannst áhugavert að sjá hvernig hús þarf ekki að vera fastmótað fyrir fram. Svo finnst mér líka spennandi að sýna í rými sem er í raun ekki hugsað sem sýning- arstaður.“ Það er kannski að hluta til þessi mikla vegalengd ganganna sem verður til þess að verkið hefur þau áhrif sem það hefur. „Það er á áhorfandans eigin ábyrgð hvað ger- ist þegar hann er þar inni,“ undir- strikar Elín aftur og bætir við að hér sé ekki um skúlptúr að ræða. „Ég sé göngin sjálf sem aukaatriði, þótt ótrúlegt megi virðast vegna þess að það var svolítið mál að smíða þau. Ég sé þau ekki sem skúlptúr, heldur meira sem stað. Mér finnst mest spennandi að standa fyrir framan þetta gamla og skrýtna hús, innan um fjöllin á Ísa- firði og fara svo inn. Þó að maður viti að maður sé kominn inn í þetta hús, er maður kominn eitthvert allt annað og maður fær aldrei tæki- færi til að sjá hið eiginlega Ed- inborgarhús að innan. Það er þetta frjálsa rými sem við vorum að reyna að skapa, einskonar milli- rými, sem gefur tækifæri til ýmissa hugrenninga og hugsanaferla. Hvað svo sem það svo er.“ Samhljómur við aðra Hreinn Friðfinnsson, einn af okk- ar virtustu myndlistarmönnum um áratuga skeið, sýnir einnig á Ísa- firði á Listahátíð í Reykjavík; í Slunkaríki. Elín segist greina ákveðinn samhljóm milli sýninga þeirra. „Við vorum í reglulegu sam- bandi frá því í desember og fram að því að sýningarnar okkar opn- uðu, um hvað við ætluðum að gera. Það samband var mér mjög mikils virði,“ segir hún. Innt eftir því hvort verkið á Ísa- firði fjalli um lífið og tímann, eins og blaðamanni fannst persónulega að það hlyti að fjalla um, svarar El- ín líka með orðum Hreins, eftir að hann hafði „prófað“ verkið hennar. „Hann sagði eitthvað á þá leið að þegar maður væri inni í verkinu virtist það eins og endalaust ferða- lag, en þegar maður kæmi út hefði það bara tekið þrjár mínútur. Það fannst mér vel sagt.“ Ef verk Elínar talar við verk Hreins á Listahátíð, er annað verk innan vébanda hátíðarinnar sem virðist enn frekar gera það. Í Safni við Laugaveg hefur Carsten Höller sett upp hvítan gang, reyndar styttri en Elínar, úr frauðplasti. Hvað finnst henni um þetta? „Já, það var mjög skemmtilegt að kom- ast að þessu. Þetta sýnir bara fram á það, að hugmyndir eru ekki eign, heldur fljóta þær um. Kannski er bara tilviljun hverjir grípa sömu hugmyndirnar,“ svarar hún. Verkefni spretta út Eins og stundum verður með vel heppnuð verk hefur þetta verk El- ínar getið af sér nokkur önnur verkefni. Eitt þeirra er bók, byggð á sömu hugmyndum og liggja til grundvallar göngunum í Edinborg- arhúsinu, sem til stendur að gefa út, og annað er myndbandsverk, unnið í samvinnu við Ara Alexand- er myndlistar- og kvikmyndagerð- armann, sem er í raun orðið að sjálfstæðu verki. Undanfarin tvö ár hefur Elín stundað mastersnám við Listahá- skólann í Berlín, eða KHB – Kunst- hochschule Berlin Weissensee. Þar verður hún áfram næsta vetur en hefur ýmislegt fleira í farvatninu; til dæmis samsýninguna Praying for silence í Ludwigsburg í byrjun júlí þar sem hún ætlar að vera með hljóðverk og tekur Finnbogi Pét- ursson einnig þátt í henni. Þá ætlar hún aftur að sýna á Íslandi í haust, í hinu nýja galleríi Boxi á Akureyri. Hún segist ánægð með að hafa tekið þátt í Listahátíð í Reykjavík, ekki síst með þeim hætti sem varð raunin. „Mér finnst ég hafa grætt einna mest á því að vinna með þessu skapandi og hæfileikaríka fólki sem ég var í samstarfi við. Það er það sem stendur upp úr og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Á eigin ábyrgð Darri Lorenzen, Elín Hansdóttir, Marian Burchardt, Axel van Exel, Anne Kockelkorn, Rósa Birgitta Sigríðardóttir. Unnið að smíð verksins í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ljósmynd /Axel van Exel „Það er á áhorfandans eigin ábyrgð hvað gerist þegar hann er þar inni,“ segir Elín Hansdóttir um hvítu göngin. Fyrir Elínu Hansdóttur skiptir áhorfandinn mestu þegar kemur að myndlist hennar. Í sam- tali við Ingu Maríu Leifsdóttur kemur fram að verk hennar á Listahátíð í Reykjavík, sem er staðsett í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, snúist fyrst og fremst um að beina athygli áhorfand- ans að sjálfum sér og sinni eigin upplifun. ingamaria@mbl.is smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.