Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 33 MINNINGAR ✝ Jensína Sveins-dóttir fæddist á Gillastöðum í Reyk- hólasveit, 23. nóvem- ber 1906. Hún lést á Hrafnistu 5. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Val- gerður Bjarnadóttir, húsfreyja á Gillastöð- um, f. 1869 d. 1965 og Sveinn Sveinsson bóndi þar, f. í Litlu- Hlíð í Vestur-Barða- strandasýslu 1859, d. 1945. Jensína var fimmta yngst af 12 systkinum, sem öll komust til full- orðinsára, nema Ólafur Sveinsson yngri. Systkinin eru Eyjólfur, f. 1893, Guðmundur, f. 1895, Ingi- björg, f. 1896, María, f. 1899, Júl- íana, f. 1902, Kristín, f. 1904, Odd- fríður, f. 1905, Sveinn, f. 1908, Kristrún, f. 1910, Ólafur, f. 1912, d. 1913 og Ólafur, f. 1915. Jensína bjó hjá foreldrum sínum á Gilla- stöðum til tvítugs er hún fór til Ísafjarðar þar sem hún lærði klæðskerasaum hjá klæðskerun- um Einari og Kristjáni. Jensína giftist Jóni Hirti Finnbjarnarsyni prentara 1934. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Jóelsdóttur og Finnbjarnar Hermannssonar. Jensína og Jón Hjörtur eignuðust átta börn, þau eru: Hjörtur, kvæntur Unni Axelsdóttur, Hermann, kvæntur Eddu Halldórsdótt- ur, Kolbrún, Sveinn, d. 1942, Finnbjörn, d. 1994, kvæntur Helgu Guðmundsdóttur, Matthías, Elísabet, gift Allan Rune og Sveingerður, gift Guðmundi Einars- syni. Jensína og Jón Hjörtur flutt- ust til Reykjavíkur haustið 1946, þar sem honum bauðst vinna hjá Prentsmiðjunni Eddu. Jensína var fyrstu árin heimavinnandi hús- móðir eða þar til 1953 er hún fór að vinna í fiski hjá Hraðfrystistöð- unni í Reykjavík og vann hún þar annað slagið í 28 ár, en þess á milli vann hún við saumskap hjá ýmsum klæðskerum. Hún bjó að Austur- brún 6, frá 1966 allt til ársins 2003, er hún fluttist til dætra sinna. Hún fór á Hrafnistu í september 2004. Jensína verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdamóðir mín Jensína Sveins- dóttir lést södd lífdaga 5. júní sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var svo sannarlega ein af hetjum hversdags- lífsins. Ég var tengdadóttir hennar í 47 ár og frá fyrstu tíð vorum við miklir mátar. Hún tók mér strax einstak- lega vel er ég kom inn á heimili þeirra hjóna Jóns Hjartar og hennar aðeins átján ára gömul, unnusta son- ar þeirra Finnbjarnar. Ég get ekki fullþakkað henni hvað hún var mér mikil stoð og stytta er Finnbjörn dvaldist á sjúkrahúsi í tæpt ár. Þetta var fyrir 42 árum og ennþá fullt hús á Baldursgötu 3 og mjög lítið hús- pláss en þrátt fyrir það voru allir boðnir velkomnir með opnum örm- um og hjartahlýju hvenær sem var og sannaðist það að þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Jensína vann þá allan daginn í fiski og þegar heim kom beið matartilbúningur, bakstur, saumaskapur og önnur heimilisverk er hvíldu á húsmæðrum í þá tíð, hvort sem þær unnu úti eða ekki. En hún lét aldrei deigan síga – var alltaf á fullu og ávallt stutt í glettnina og brosið og má segja að hennar létta lund og hláturmildi hafi hjálpað henni gegnum allt hennar líf sem ekki var nú alltaf dans á rósum. Hún var bæði opin og frjáls í hugsun hún tengdamóðir mín og kom manni iðulega á óvart með bein- skeyttum og hnyttnum athugasemd- um um menn og málefni. Hún gat líka verið mjög ákveðin ef svo bar undir og hélt fast við sitt. Hún hafði unun af ferðalögum og ferðaðist mikið til útlanda en byrjaði þó ekki almennilega á því fyrr en eft- ir að hún var orðin ekkja, þá rúm- lega sjötug, en mann sinn Jón Hjört Finnbjarnarson missti hún í janúar 1977. Henni fannst líka ómissandi að komast í Reykhólasveitina sína þar sem hún var fædd og uppalin. Sér- staklega þótti henni vænt um Vað- alfjöllin og að komast í berjamó „upp í hana Skriðukinn“ fannst henni hrein dýrð og var Finnbjörn viljugur við að keyra hana þangað, en hann lést 1994 og var móður sinni mikill harmdauði. Jensína var alls staðar aufúsugestur og alveg fram undir það síðasta tók hún þátt í öllum fjöl- skylduboðum og hafði gaman af að hitta afkomendurna sem hún var ótrúlega dugleg að henda reiður á, þó þeir væru orðnir margir. Hún bjó lengst af að Austurbún 6 og hélt þar heimili með syni sínum Matthíasi sl. 15 árin og má segja að þau hafi haft félagsskap hvort af öðru og hún fundið tilgang með að hafa um annað að hugsa en sjálfa sig. Það var þó ekki fyrr en hún var orðin 96 ára að hún fluttist úr Aust- urbrúninni og dvaldist hjá dætrum sínum Sveingerði og seinna Kol- brúnu þar til hún fór á Hrafnistu fyrir 8 mánuðum. Það var sama sag- an þar. Hún varð hvers manns hug- ljúfi og þykir starfsfólkinu mikil eft- irsjá að henni. Vil ég nota tækifærið fyrir hönd fjölskyldunnar og þakka öllu starfsfólki Hrafnistu, sem ann- aðist hana af einstakri natni og elskusemi, innilega fyrir alla hjálp- ina við hana. Ég bið Guð að blessa minningu Jensínu Sveinsdóttur. Helga Guðmundsdóttir. Elskuleg amma okkar, Jensína Sveinsdóttir er látin í hárri elli. Hún náði að verða tæplega 99 ára, bjóst við að verða 100 ára en nennti því nú varla eins og hún sagði sjálf og skildi ekki hver tilgangurinn væri með því að láta hana hanga svona endalaust fram eftir öllu. Hélt jafn- vel að „tölvukerfið“ hjá Guði hefði bilað eitthvað, hún hlyti að hafa dott- ið út úr kerfinu fyrst hann tók hana ekki til sín fyrr. Jensína amma var líklega minnsti fullorðni einstaklingurinn sem við þekktum og það var mikill áfangi hjá barnabörnunum þegar þau náðu að skríða upp fyrir Jensínu ömmu í hæð. En þó að hún væri ekki stór lík- amlega þá hafði hún stórt hjarta og umhyggjan fyrir öllum afkomendum sínum var mikil. Amma var mjög glögg á alla hluti, hún átti 44 barna- og barnabarna- börn og allt til undir það síðasta þá mundi hún nöfn og fæðingardaga þeirra og öllum gaf hún afmælisgjaf- ir þó að það hefði verið reynt lengi að fá hana til að hætta því. Amma hefur reynt margt á langri ævi eins og vart þarf að taka fram um konu sem hefur lifað í nær heila öld. Hún fæddist í torfbæ að Gilla- stöðum í Reykhólasveit 1906. Ung stúlka fluttist hún til Ísafjarðar þar sem hún hitti Jón Hjört afa okkar og hún hóf búskap með honum að Skipagötu 7. Þau eignuðust saman átta börn og lifa sex þeirra móður sína, en Svein missti hún átta ára gamlan úr barna- veiki árið 1942 og Finnbjörn lést árið 1994. Árið 1946 fluttist öll fjölskyld- an til Reykjavíkur og hefur amma búið þar síðan og síðast í Austur- brún 6. Það var mikið fjör hjá okkur krökkunum að fara í lyftunni upp á 12. hæð, því að þar bjuggu afi og amma, og eins að vera úti á svölum og henda niður skutlum við litla hrifningu Jensínu ömmu. Á Ísafjarðarárum sínum lærði amma fatasaum og vann við þá iðn áður en hún giftist afa en eftir að þau fluttust til Reykjavíkur vann hún í fiski. Amma var mikill dugnað- arforkur, kvik í hreyfingum og létt á fæti og féll aldrei verk úr hendi. Ef hún var ekki í vinnunni var hún að prjóna og þegar maður kíkti í heim- sókn hjá henni þá var ekki við það komandi að sleppa því að fá kaffi og kökur en ekki var hægt að fá hana til að setjast hjá sér því að hún var allt- af hlaupandi fram í eldhús að ná í meira bakkelsi. Amma var mikill heimshorna- flakkari. Meðan afa naut við sigldu þau nokkrum sinnum með Gullfossi til Kaupmannahafnar að heimsækja Elísabetu dóttur sína og Allan. Eftir að afi lést fór hún í margar utan- landsferðir með ferðafélaginu Garðabakka, þar sem hún var heið- ursfélagi, og eignaðist marga vini, eins og Sjöfn og Ingimund, sem að- stoðuðu hana í þessum ferðum sem voru allt frá Nýfundnalandi til Kína. Henni þótti t.d. varla taka því að ferðast til Norðurlanda, hún sagði að það væri bara eins og að fara með rútu til Akureyrar! Til að hafa upp í ferðirnar prjónaði amma lopapeysur í stríðum straumum. Um páskaleytið þegar hún var 92ja ára þá ætluðum við að kíkja til hennar í heimsókn en gripum í tómt því að hún hafði skroppið til Parísar. Jensína amma var mikill húmor- isti og laumaði út úr sér athuga- semdum um hin og þessi málefni sposk á svip þannig að allir viðstadd- ir sprungu úr hlátri og hún síðan sjálf á eftir. Það voru forréttindi að eiga hana Jensínu ömmu að. Við biðjum Guð að blessa minningu hennar. Oddur Kristján, Guðrún, Guðmundur Helgi, Jensína Helga og Jón Hjörtur Finnbjarnarbörn. „Jensína er lítil!“ sagði hnátan. Þetta var árið 1980, árið sem þau systkinin þrjú, fimm til sjö ára, tóku út alla barnasjúkdómana, eyrna- bólgurnar herjuðu enn og einkirn- ingssótt að auki. Útivinnandi for- eldrarnir voru komnir í þrot og þá hljóp Jensína, komin á áttræðisald- ur, ekkja Jóns Hjartar, föðurbróður míns, undir bagga. Smáfólkið mitt, sem var að hitta hana í fyrsta sinn, var fljótt að átta sig á því, að margur er knár þótt hann sé smár. Það var mikil blíða en líka töggur í þessari konu. Jensína ól upp stóran barnahóp. Jafnframt hafði hún tíma og kær- leika til þess að sinna öðrum, m.a ör- verpinu úr fjölskyldu mannsins síns, mági sínum og föður mínum, sem alltaf hefur metið hana mikils. Nú þegar nær 100 ára æviskeiði er lokið vil ég fyrir hönd foreldra minna, Árna og Guðrúnar, og ann- arra í fjölskyldunni þakka Jensínu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Hólmfríður Árnadóttir. JENSÍNA SVEINSDÓTTIR Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR, Hóli, Stöðvarfirði, lést laugardaginn 11. júní. Nanna Ingólfsdóttir, Eysteinn Björnsson, Anna G. Njálsdóttir, Lára Björnsdóttir, Ingólfur Hjartarson, Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir, Lars-Göran Larsson, Björn Björnsson, Lára G. Hansdóttir, Einar S. Björnsson, Þorgerður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri JÖRUNDUR SIGURGEIR SIGTRYGGSSON andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 11. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 18. júní kl. 14.00. Helga Sigurgeirsdóttir, Hjálmfríður Guðmundsdóttir, Eygló Harðardóttir, Runólfur Pétursson, Sigríður H. Jörundsdóttir Hálfdán Óskarsson, Linda Jörundsdóttir, Guðmundur Geirdal, Martha Jörundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, RAGNAR GUÐJÓNSSON úr Landeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 12. júní. Útförin verður auglýst síðar. Arnór G. Ragnarsson, Dagný Hildisdóttir, Katrín Ragnarsdóttir, Emil Ragnarsson, Sigurjóna Sigvaldadóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Stefán L.J. Stefánsson, Sólrún Ragnarsdóttir, Stefán Páll Guðmundsson, Ragnar Ragnarsson, Þórdís Ingimarsdóttir, María Ragnarsdóttir, Alla A. Alexandersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR JÓNATAN JÓNSSON, Borg, Reykhólasveit, andaðist á dvalarheimilinu Barmahlíð laugar- daginn 11. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður B. Brynjólfsdóttir, Margrét H. Brynjólfsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSÍNA SVEINSDÓTTIR frá Gillastöðum í Reykhólasveit, áður til heimilis á Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðju- daginn 14. júní, kl. 15. Hjörtur Hjartarson, Unnur Axelsdóttir, Hermann Hjartarson, Edda Halldórsdóttir, Kolbrún Hjartardóttir, Helga Guðmundsdóttir, Matthías Hjartarson, Elísabet G. Hjartardóttir Rune, Allan Rune, Sveingerður S. Hjartardóttir, Guðmundur Einarsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.