Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 23 F járheimildir til tækjakaupa áLandspítala – háskólasjúkra-húsi duga ekki til nauðsyn-legrar endurnýjunar og ný- kaupa lækningatækja svo spítalinn geti sinnt hlutverki sínu. Til að mæta því hafa tæki verið tekin á rekstr- arleigu en þá er verið að ganga á fjár- veitingar framtíðarinnar þannig að minna svigrúm verður á næstu árum til tækjakaupa. Í fjárlögum fyrir árið 2004 var veitt 201 milljón til meiriháttar tækjakaupa á LSH. Að auki ákvað framkvæmdastjórn að skipta fjár- veitingu til stofnframkvæmda og tækjakaupa þannig að 17 milljónir færu til lækningatækjakaupa. Því varð samanlögð fjárveiting til tækja- kaupa jafnhá í krónum talið árið 2004 og hún var árið 2003, en um 5% hækkun varð á byggingarvísitölu á sama tíma. Hefur því verðmæti fjár- veitingarinnar minnkað sem því nemur. Hafa fjárveitingar til tækja- kaupa minnkað frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000. Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri tækni og eigna á LSH, segir fjárheimildina alltof þrönga, sjúkra- húsið verði að vera með nýjasta tækjabúnað, það sé bæði hagkvæmt rekstrarlega og bæti verulega þjón- ustu við sjúklinga. Hann segir að niðurskurðarkrafa ríkisins á síðasta ári hafi ekki komið niður á tækjakaupum. Stjórnendur LSH hafi ákveðið að setja kraft í endurbætur á tækjabúnaði og hafi það verið gert með m.a. leigu tækja- búnaðar. Þannig hafi náðst að bæta verulega tækjakost spítalans en að sama skapi sé spítalanum þröngt skorinn stakkur varðandi ný tækja- kaup á næstu árum þar sem búið sé að ráðstafa hluta af fjárveitingu til afborgana og leigugreiðslna. Á síð- asta ári komu í hús á LSH lækninga- tæki að andvirði 676 mkr. og á síð- ustu tveimur árum er andvirði nýrra lækningatækja á annan milljarð. Tækjavæðing LSH á síðasta ári er eflaust sú mesta sem ráðist hefur verið í á íslensku sjúkrahúsi á einu ári. „Á síðasta ári gerðum við stórátak í tækjamálum svo að spítalinn er bet- ur settur núna heldur en hann hefur verið um langt skeið,“ segir Ingólfur. „En það má aldrei slaka á í tækja- kaupum. Talið er að lækningatæki endist að meðaltali ekki nema í fimm til sjö ár. Sá tími er fljótur að líða. Það er fljótt að koma að endurnýj- un.“ Meðalaldur lækningatækja á LSH er nú 7,7 ár, þrátt fyrir töluverða endurnýjun sl. tvö ár. Þyrfti að fjórfalda heimildir Ingólfur segir því augljóst að fjár- veiting LSH til tækjakaupa sé alltof lítil. „Verðmæti tækjakostar okkar er um fimm milljarðar. Segjum að meðalending tækjanna sé sjö ár, þá þyrfti fjárveitingin að vera eitthvað í kringum 700 milljónir á ári eða 1.000 milljónir króna ef miðað er við 5 ára endingartíma. Fjárveiting til sjúkra- hússins er hins vegar nú rétt rúm- lega 200 milljónir. Það þyrfti því að fjórfalda fjárframlög til spítalans til tækjakaupa ef vel ætti að vera.“ Ing- ólfur segir að svo virðist sem LSH sé töluvert á eftir öðrum sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum varð- andi fjármuni til tækjakaupa. „Menn verða að hafa í huga að ný tæki geta skilað heilmiklu í bættum rekstri og betri meðferð fyrir sjúklinga. Hvoru tveggja er mikill ávinningur fyrir þjóðfélagið.“ Beiðnir sviðsstjóra klínískra sviða sjúkrahússins til tækjakaupa hljóð- uðu við upphaf síðasta árs upp á um 1.200 milljónir króna. Því þurfti tækjakaupanefnd að forgangsraða verkefnum með tilliti til fyrirliggj- andi fjárveitinga. Á sjúkrahúsum á hinum Norður- löndunum er eðlileg viðmiðun að til tækjakaupa sé varið um 3–4% af rekstrarfé háskólasjúkrahúsa. Það er þó fjarri íslenskum raunveruleika, en hér er hlutfallið í kringum 1%. 4% af rekstrarfé ársins 2004 er um einn milljarður og ljóst að mikið átak þarf í fjárveitingum til að ná þeirri upp- hæð. Rekstrarleiga og afborganir Frá árinu 2003 hefur færst í aukana að taka tæki á rekstrar- eða kaupleigu eða semja um greiðslu- dreifingu. Er niðurstaða tækja- kaupanefndar sú að þessar leiðir hafi gert spítalanum kleift að efla tækja- búnað sinn og viðhalda háu þjónustu- stigi, auka afköst og lækka kostnað á hvern einstakling. Í flestum tilfellum er dýrara að taka tæki á rekstrarleigu en að stað- greiða þau, „en þegar ekki er úr að spila nægilegu fjármagni til stað- greiðslukaupa þarf aðrar lausnir ef einhverjar framfarir eiga að verða“, segir í ársskýrslu tækjakaupanefnd- ar. Gjafafé að upphæð um 26 milljónir króna var notað til tækjakaupa á LSH í fyrra, en árlega gefa styrkt- arsjóðir og félagasamtök fé til sjúkrahússins. Fyrir það fé var á síð- asta ári m.a. keypt tæki til hjarta- rannsókna á hjartaþræðingarstofu. Aðrar einingar spítalans nutu einnig góðs af gjafafé við endurnýjun tækjabúnaðar, s.s. Barnaspítalinn, endurhæfingardeild og taugalækn- ingadeild. Dýrustu tækin sem keypt voru á síðasta ári voru línuhraðall, sem er aðalmeðferðartæki geislameðferðar krabbameinslækninga, að stofnvirði 174 milljóna króna, nýrnasteinbrjót- ur að verðmæti rúmlega 68 milljóna króna og segulómtæki fyrir Fossvog sem kostar rúmar 150 milljónir. Til stóð að kaupa tvö tæki en frestað var kaupum annars þeirra þar til í ár og verður það tekið í notkun við Hring- braut fyrir áramót. Fé til tækjakaupa þyrfti að fjórfalda '! ! $   ( ) 0 "".6&   ,"#  &   0 (9## &#4 "                  ÞAÐ hlutverk Landspítala – háskólasjúkrahúss að vera eini staðurinn á landinu sem veitir sérfræðiþjón- ustu í mörgum sérgreinum kallar á umfangsmikil og sérhæfð lækningatækjakaup. Eftirspurn eftir lækn- ingatækjabúnaði á LSH hefur aukist mjög mikið á síð- ustu árum enda hefur spítalinn búið við naumt skammtaðar fjárveitingar varðandi þennan þátt í rekstrinum undanfarin ár. En fleiri ástæður liggja að baki aukinni eftirspurn, eins og rakið er í ársskýrslu tækjakaupanefndar sem fjallar um meiriháttar tækja- kaup á sjúkrahúsinu. Vaxandi þrýstingur er í þá veru að viðhalda stöðu spítalans sem hátæknisjúkrahúss eins og þau þekkjast á nágrannalöndum okkar. Ört vaxandi fjöldi tæknilegra lausna eru á boðstólum, bæði til rannsókna á sjúklingum og til margs konar árang- ursríkrar meðferðar. Þá má nefna að vegna sívaxandi aðhaldsaðgerða og aukinna krafna um hagræðingu gera stjórnendur LSH meiri kröfu um nýjan afkasta- mikinn tækjabúnað, sem getur jafnvel stundum leyst af hólmi hlutverk mannshandarinnar. Er það álit nefndarinnar að fjárveitingar til meiri- háttar tækjakaupa hafi ekki verið í samræmi við þörf sjúkrahússins allt frá stofnun þess árið 2000. Þær hafa um áratugaskeið verið sérgreindar á fjárlögum sem sé í litlu samræmi við nútímakröfur um sveigjanlegt rekstrarumhverfi. Um 70% af rekstrarkostnaði LSH er launakostnaður og bendir tækjakaupanefnd á að ein meginforsenda fyrir sparnaði sé að geta leyst mannshöndina af hólmi eða fækkað eða stytt fram- kvæmd einstakra verka með sérhæfðum tækjum. Hröð þróun kallar á meiri tækjakaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.