Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 31 UMRÆÐAN MIKIÐ rót er á íslenskum vinnumarkaði vegna mikils inn- flutnings erlends vinnuafls. Í ljós hefur komið að vinnulöggjöfin hef- ur ekki fylgt nægjanlega al- þjóðavæðingu vinnu- markaðarins og því hafa komið upp áleitn- ar spurningar sem ekki hefur verið hægt að svara afdráttarlaust út frá gildandi löggjöf. Þetta á ekki síst við um stöðu starfsmanna sem koma hingað til starfa á vegum er- lendra starfs- mannaleiga. Nýlega féllu tveir dómar í Héraðsdómi Austurlands. Annar var gegn tveimur Lett- um og hinn gagnvart GT verktök- um. Í málum þessum var m.a. deilt um það hvort undanþáguákvæði í samningi um stækkun ESB gerði það að verkum að Lettarnir þyrftu ekki atvinnuleyfi. Héraðsdómur Austurlands komst að þeirri nið- urstöðu að þar sem Lettarnir væru á svokölluðum þjónustusamningi gætu þeir stundað störf hér á landi í allt að 90 daga án atvinnuleyfis. Að þessari niðurstöðu komst dóm- urinn án þess að skýra frekar hvað fælist í hugtakinu þjónustusamn- ingur. En hverju breyta þessir dómar? Þrátt fyrir að margt sé ein- kennilegt við dóminn og hvernig dómarinn tekur gild gögn sem komu til við meðferð málsins á síð- ari stigum og eru ekki staðfest með undirskrift, stendur þessi nið- urstaða þar til henni verður hnekkt. Dómurinn í máli GT verk- taka er afrit af fyrri dómnum og ekkert frekar um hann að segja. Þessir dómar breyta engu hvað varðar skyldu atvinnurekenda til að tryggja að starfsmenn sem starfa á þeirra vegum, þrátt fyrir að þeir komi í gegnum erlendar starfsmannaleigur, mega ekki vera á lakari kjörum en íslenskir kjara- samningar segja til um. Það er einnig mik- ilvægt að hafa í huga að dómarnir breyta engu um skyldur at- vinnurekenda, þrátt fyrir að þeir setji ráðningarsamband við starfsmenn í bún- ing starfsmanna- leigusamninga að þeir verða að tryggja að starfsmennirnir hafi tilskilin réttindi. Fyrir nokkrum vikum kom úrskurð- ur frá yfirskatta- nefnd um skatt- skyldu starfsmanna á vegum starfsmannaleiga. Niðurstaðan er nokkuð skýr um að þeir eigi að greiða skatta á Íslandi. Þessi nið- urstaða hefur mikla þýðingu og eyðir þeirri óvissu sem ríkt hefur um hvort starfsmenn starfs- mannaleiga væru skattskyldir hér á landi eða ekki. En hvaða niðurstöðu er rétt að draga af þessum dómum og úr- skurði yfirskattanefndar? Dómarnir tveir í Héraðsdómi Austurlands létta á engan hátt lög- og kjarasamningsbundnum skyldum af atvinnurekendum hvað varðar erlenda starfsmenn sem koma frá nýju aðildarlöndum ESB. Það eina sem þeir breyta er að ekki þarf að sækja um atvinnuleyfi ef um þjónustusamninga er að ræða. Áfram þarf að tilkynna þá til Útlendingastofnunar og ráðningarsamningar verða að standast íslenska kjarasamninga og réttindi verða að standast samanburð við þær kröfur sem gerðar eru hér á landi. Úrskurður yfirskattanefndar um skattskyldu hér á landi gerir það að verkum að íslenskir atvinnurek- endur sem eru með starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur eru ábyrgir fyrir staðgreiðslu skatta af launum þessara manna gagnvart íslenskum skattyfirvöldum. Til að starfsmannaleigan geti greitt skatta hér á landi þarf hún að hafa staðfestu hér á landi. Fæstar þeirra starfsmannaleiga sem eru að leigja starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði uppfylla það skilyrði. Úrskurður yfirskattanefndar hefur þau áhrif fyrir íslenska at- vinnurekendur sem hyggja á ráðn- ingu erlendra starfsmanna að skynsamlegast er að stofnað sé til beins og millilauss ráðning- arsambands við þá og þeir settir beint inn í launakerfi fyrirtækj- anna. Með því ætti þrennt að vinn- ast. Tryggt ætti að vera að farið sé eftir íslenskum kjarasamningi, staðgreiðslu sé skilað og fyr- irtækin losna við þau óþægindi sem fylgir því að vera með ráðn- ingarform sem skapar mikla tor- tryggni. Dómar Héraðsdóms Austurlands sýna hins vegar með ótvíræðum hætti nauðsyn þess að sett verði löggjöf um starfsemi starfs- mannaleiga og tryggð verði staða þeirra starfsmanna sem koma á þeirra vegum inn á íslenskan vinnumarkað. Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT verktaka breytir litlu Þorbjörn Guðmundsson fjallar um dóma Héraðsdóms Austurlands ’Fyrir nokkrumvikum kom úrskurður frá yfirskattanefnd um skattskyldu starfs- manna á vegum starfs- mannaleiga. ‘ Þorbjörn Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar. AKUREYRARBÆR stóð í vor fyrir málþingi um áhrif kjarasamn- inga og starfsmats á laun kvenna og karla undir yfirskriftinni Launa- jafnrétti kynjanna: Fjarlægur draumur eða raunhæfur möguleiki? Þingið var vel sótt enda efnið því miður sígilt. Fram- segjendur, sem eru allir með mikla þekk- ingu á kjarasamn- ingum, starfsmati og/ eða launamuni kynjanna voru: Sig- urður Óli Kolbeinsson sviðsstjóri lög- fræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfé- laga, Halldóra Frið- jónsdóttir formaður BHM, Halldór Grön- vold aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, Birgir Björn Sig- urjónsson for- stöðumaður kjaraþró- unardeildar Reykjavíkurborgar, Margrét María Sig- urðardóttir fram- kvæmdastjóri Jafn- réttisstofu, Ragnhildur Arnljóts- dóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis og Valgerður H. Bjarnadóttir fræði- kona. Mig langar að nota þennan vettvang til þess að gera ör- stutta grein fyrir þeim umræðum sem fram fóru á málþinginu þar sem ég tel þær eiga erindi við mun fleiri en sáu sér fært að sitja þingið. Kynnt var innleiðing kynhlut- lauss starfsmats hjá Launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg en því er ætlað að leggja mat á verðmæti starfa. Starfsmat Launa- nefndarinnar nær til 73 sveitarfé- laga og 46 stéttarfélaga. Til þess að slíkt starfsmat beri tilætlaðan ár- angur er mikilvægt að öll stétt- arfélög eigi aðild og að samræmd launatafla sé fyrir hendi. Takist það er kominn grundvöllur fyrir því að greiða megi jöfn laun fyrir sam- bærileg störf. Væri það til mikilla bóta fyrir sveitarfélögin í landinu sem atvinnurekendur en eins og staðan er nú geta þau verið í þeirri stöðu að greiða starfsfólki í sams- konar störfum mismunandi laun vegna þess að viðkomandi starfs- menn eru ekki í sömu stétt- arfélögum. Á málþinginu kom fram að kjara- samningar og starfsmat séu ekki trygging fyrir launajafnrétti kynjanna þar sem sums staðar tíðk- ast greiðsla fastrar yfirvinnu og önnur hlunnindi til að bæta upp lág laun. Því miður er umræddum hlunnindum oftar en ekki úthlutað án málefnalegra ástæðna og alger- lega ógegnsætt. Í nýjum samningi BHM og rík- isins tókst að semja um eina launa- töflu fyrir 24 af 25 aðildarfélögum. Er þar á ferðinni stórt skref í átt að launajafnrétti kynjanna því tryggt ætti að vera að störf sem krefjast sambærilegrar menntunar og ábyrgðar séu launuð á sambæri- legan hátt. Viðhorf stéttarfélaga skiptir því miklu máli í baráttunni við að koma á launajafnrétti kynjanna og var m.a. nefnt að þau þyrftu að setja sér jafnréttisáætl- anir og meta árlega framkvæmd þeirra. Einnig væri mikilvægt að þau horfðu inná við og skoðuðu hvort eitthvað í gerð og fram- kvæmd kjarasamninga fæli í sér launamisrétti. Á málþinginu var til- kynnt að ASÍ hefði nýlega ráðið til starfa sérfræðing í jafnréttismálum. Það var álit framsegjenda að stéttarfélög og atvinnurekendur væru ekki þau einu sem ábyrgð bera á launajafnrétti kynjanna. Til þyrfti að koma jafnrétti á heim- ilum og jafnrétti í stjórnmálaþátttöku kynjanna. Þá virðist fyrirvinnuhugtakið vera lífseigt og var því haldið fram á þinginu að launamunur kynjanna mótaðist af því að konur beri enn höfuðábyrgð á heim- ilunum. Þá kom einnig fram að það væri röng að- ferð að reyna að út- skýra launamun kynjanna þar sem skýringarþættirnir væru margir hverjir kynlægir s.s. vinnutími, störf og fjölskyldu- ábyrgð. Málþingið var haldið í tengslum við lands- fund jafnréttisnefnda sveitarfélaga og sam- þykkti landsfundurinn svohljóðandi ályktun um launajafnrétti kynjanna: „Landsfund- urinn skorar á sveitarfélög, sem at- vinnurekendur, og stéttarfélög starfsmanna að fella öll störf undir starfsmat þannig að grunnröðun starfa verði samræmd. Annað sem getur stuðlað að launajafnrétti er að afnema launaleynd, afnema ómálefnalegar aukagreiðslur, fjölga körlum í hefðbundnum kvennastörf- um og konum í hefðbundnum karla- störfum og auka þátttöku karla í fjölskylduábyrgð. „Landsfundurinn skorar á alla aðila vinnumarkaðar- ins að vinna að þessum málum.“ En hvort er þá launajafnrétti kynjanna fjarlægur draumur eða raunhæfur möguleiki? Þegar þetta er ritað er í umræðunni að karlar útskrifaðir frá Viðskiptaháskól- anum á Bifröst hafi 50% hærri laun en fyrrum skólasystur þeirra. Það gefur því miður ekki ástæðu til mikillar bjartsýni. En beri íslensk- ur vinnumarkaður gæfu til að vinna markvisst að því að jafna laun kynjanna t.d. með því að taka upp samræmt starfsmat og samræmdar launatöflur er framtíðarsýnin e.t.v. ekki svo slæm. Sú vinna sem farið hefur fram annars vegar hjá Launanefnd sveitarfélaga og hins vegar Reykjavíkurborg um innleið- ingu kynhlutlauss starfsmats er til fyrirmyndar. Nýgerður kjarasamn- ingur BHM og ríkisins með sam- ræmdri launatöflu gefur góð fyr- irheit og ekki spillir heldur frumkvæði ASÍ að ráða til starfa sérfræðing í jafnréttismálum. Það eykur einnig bjartsýni á að launa- jafnrétti verði náð að félagsmála- ráðuneytið hefur lagfært launamun kynjanna hjá sér og sýnt fram á að verkefnið sé ekki óviðráðanlegt. Þá hefur Jafnréttisstofa boðið atvinnu- lífinu aðstoð sína við að útrýma kynbundnum launamun svo nú er um að gera að hefjast handa. Launajafnrétti kynjanna: Fjar- lægur draumur eða raunhæfur möguleiki? Katrín Björg Ríkarðsdóttir fjallar um jafnréttishugmyndir Katrín Björg Ríkarðsdóttir ’Það var álitframsegjenda að stéttarfélög og atvinnurek- endur væru ekki þau einu sem ábyrgð bera á launajafnrétti kynjanna.‘ Höfundur er jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar. Í DAG, þriðjudaginn 14. júní, er Alþjóða blóðgjafadagurinn (World Blood Donor Day) haldinn hátíð- legur um allan heim. Með því er hinum afar stóra og þögula hópi blóðgjafa um allan heim þakkað ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu í heiminum. Árlega er 14. júní helgaður blóðgjöfum og velunnurum þeirra. Árlega eru gefnar 80 milljónir eininga af blóði eða sem svarar 36 millj- ónum lítra af blóði. Það að heiðra blóð- gjafa með þessum hætti má rekja til Heims-heilsudagsins árið 2000 sem haldinn var undir einkunn- arorðunum „Blóð bjargar lífi. Örugg blóðgjöf byrjar með mér“ (Blood Saves Lives. Safe Blood Starts With Me). Alþjóða Heil- brigðisstofnunin (WHO) valdi dag- inn til heiðurs blóðgjöfum. Það er sláandi staðreynd að við Íslend- ingar teljum sjálfsagt að eiga að- gang að blóði. Í þróunarlöndunum búa 82% íbúa jarðar, en þar er einungis safnað 38% af því blóði sem gefið er á jörðinni. Dagurinn er fæðingardagur Nóbelsverðlaunahafans Karls Landsteiner, er uppgötvaði ABO- blóðflokkunarkerfið. Margir styðja þetta framtak, Alþjóða Rauði krossinn. Alþjóðasamtök blóð- gjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar (Int- ernational Society of Blood Transfusion). Að baki greindra samtaka eru 192 að- ildarríki Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóð- gjafafélaga og þús- undir sérfræðinga um blóðgjafir. Afar brýnt er að hafa aðgang að sjálf- boðaliðum sem eru reiðubúnir að gefa af sjálfum sér og tryggja þannig að ávallt séu fyrir hendi nægar birgð- ir blóðs á Íslandi. Fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga völ á heilbrigðu og öruggu blóði þegar sjúkdómar og slys kalla að. Venjulega opnast augu okkar fyrir þessari einföldu staðreynd ekki fyrr en á reynir og einhver okkur nákominn þarf á blóði að halda. Í dag leggja Blóðgjafafélag Ís- lands og Blóðbankinn sitt af mörkum meðopnu húsi í Blóð- bankanum við Barónsstíg í Reykjavík. Gestum verða boðnar veitingar, grillaðar pylsur og kynning á starfi Blóðbankans, Blóðbankabíls og Blóðgjafafélags Íslands. Afar mikilvægt er að heilbrigt fólk á aldrinum 18 til 65 ára gefi blóð. Okkur er þörf nýliðunar, sér- staklega kvenna og ungra karla. Ungum konum í hópi blóðgjafa fjölgar ört, en betur má ef duga skal. Hollt er að hugsa til þess hve einfalt og þægilegt það er að hafa áhrif til góðs á friðsamlegan og heilbrigðan hátt og gefa af sjálfum sér, beint frá hjartanu. Blóðgjöf bjargar. Nú er öllum blóðgjöfum þakkað ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, ekki sízt þeim 9 þúsund virku blóðgjöfum er gefið hafa nærri 14 þúsund gjafir á liðnu ári. Til hamingju með blóðgjafadag- inn allir íslenzkir blóðgjafar og þakkir fyrir ómetanlegt framlag. Gefum til góðs – beint frá hjartanu Ólafur Helgi Kjartansson skrif- ar í tilefni af Alþjóða blóð- gjafadeginum, sem er í dag ’Afar mikilvægt erað heilbrigt fólk á aldrinum 18 til 65 ára gefi blóð.‘ Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands og sýslumaður á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.